Morgunblaðið - 26.08.1950, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.08.1950, Blaðsíða 1
37. árgangur 194. tbl. — Laugardagur 26. ágúst 1950. Prentsmiðja Morgunblaðsins Evrópumeislari í kúluvarpi. Gunnar Huseby. Gunnar Huseby Evrópu- meistari i kúluvarpi ■ « Orn (lausen varð annar í tugþrautinni. Guðmundur Lárusson fjórði í 40Q m hlaupi GUNNAR HUSEBY varði Evrópumeistaratitil sinn í kúluvarpi á EM í Briissel í gær. Varð hann nú Evrópumeistari í annað j sinn í röð. Huseby varpaði kúlunni 16,74 m., sem er nýtt ís- landsmet, nýtt Norðurlandamet og 14 cm. lengra en hið stað- festa Evrópumet. Huseby vann kúluvarpið með miklum yfir- burðum, þar sem árangur hans var rúmlega einum og hálf- um metra betri en næsti maðúr var með. En það var ekki Huseby^ einn, sem hjelt uppi merki íslands á EM í gær. Örn j Clausen háði í allan gærdag harðvítuga baráttu í tug-j þraut við Frakkann Hein- rich, sem var annar á Ólym- 1 píuleikunum 1848. Örn hjeltl forystunni alveg þar til í næst síðustu greininni, spjót, kasti, að Frakkanum tókst að | ' komast fram fyrir hann. —J Heinrich vann með 68 stiga mun, en hvorki franska nje íslenska metið stóðust þessi átök. Afrek Heinrichs. 7364 í stig, er auk þess besti árang- ur, sem náðst hefir á EM í þessari grein. Guðmundur Lárusson. Guðmundur Lárusson Ijet heldur ekki sitt eftir liggja. — Iiann varð fjórði í úrslitum 400 m. hlaupsins, en var samt mjög óheppinn með að lenda á 6. braut, sem er „rothögg" fyrir 400 m. hlaupara. Torfi og Ásmundur. Torfi Bryngeirsson sá einnig um að nafn íslands gleymdist ekki. Hann varð þriðji í undan- keppni í langstökki með 7,20 m., og í 200 m. hlaupi varð Ás- mundur Bjarnason annar í sín- um riðli cg komst í milliriðil. ísland hefir nú alls hlotið 17 stig, sem er meira en margar milljónaþjóðir hafa fengið. Það er vel gert. — Nánar um mótið í gær á bls. 2. — Yfir þúsund manns farasf í landskjálffum BOMBAY, 25. ágúst. — Talið er, að yfir þúsund mánns hafi farist í landskjálftunUog flóð- um, sem verið hafa undanfarna 10 daga í Assam. Ah þessum sömu sökum hafa eyðst 30 þús- und fermílur lands'. Brýr hefur tekið af ám, og vegum skolað burt. Um hálf önnur miljón manna hefir orðið fyrir tjóni í landskjálftunum. —Reuter. Varð ekkerf afverkfalíinu í Bandaríkjimum MIKILL LIÐSAFLISAMAIM DREGIiMIM VIÐ SIIMlMYOIMG Yarpað 600 smál. af sprengjum á iðjuver N-Kóret* Einkaskeyti til Mbl. frá NTB TÓKÍÓ, 25. ágúst. — í dag var fremur rólegt á vígstöðvunum í Kóreu og litlar breytingar á vígstöðunni. Sýnt er, að innrás- arherinn dregur saman lið til sóknar. Á Sinnyondsvæðinu norðaustan Taegu má nú vænta mikilla átaka. Eru 5 herfylki á leið til vígstöðvanna þar eða hafa tekið sjer þar stöðu. — Norðvestur af Haman á suðurströndinni sækja innrásarher- iinir fast á lið Bandaríkjamanna og fá kommúnistar liðsauka þangað frá Chinju. WASHINGTON, 25. ágúst. — í Bandaríkjunum hafði verið boð að til allsherjarverkfalls járn- brautarverkamanna á mánu- daginn kemur. Til þess að ekki kæmi til verkfallsins, fyrirskip aði Truman forseti í dag, að Bandaríkjaher skyldi taka járn brautirnar í sínar hendur á sunnudagskvöld. Er forsetinn hafði gefið þessa fyrirskipun, ljetu járnbrautarstarfsmenn það boð út ganga, að hætt yrði við varkfallið —Reuter. Þjóðverjar viija leggja Evrópuher lið STRASSBOURG, 25. ágúst: — Vegna umræðna um stofnun Ev rópuhers á ráðgjafaþinginu í Strassborg hafa fulltrúar Þjóð- verja kvatt sjer hljóðs. Telja þeir V.-Þjóðverja fúsa til að eiga hlut að stofnun Evrópu- hers. — Reuter. KOMIVIIJNISTAR UNDIR- BIJA MÁLAMYNDAKOSN- INGAR í A-ÞÝSKALANDI Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. BERLÍN, 25. ágúst. — Fyrsta landsþing þjóðfylkingar komm- Flokkur í herkví Yfirherstjórn S. Þ. býst við meiri háttar sókn þá og þegar. Á Taeguvígstöðvunum hafa Bandaríkjamenn umkringt sveit kommúnista. í henni eru 200 menn, leifar 1000 manna hóps, sem varð viðskila frá megin- hernum fyrir nokkrum dög'um. Norðvestan Taegu hafa Banda- ríkjamenn upprætt með öllu aðra smádeild innrásarhersins. Austurströndin Á austurströndinni hafa kom múnistar rekið 3 km. fleyg inn í varnarlínu Bandaríkjamanna fyrir norðan bæinn Kigye. Hafa norðanm. haldið uppi sókn á þéssum vígstöðvum um nakkura daga skeið, én Bandaríkjamenn hafa lítinn bilbug látið á sjer finna. Ætla norðanmenn að rjúfa veginn milli Uisong og Yongchon og bi’jótast til Taegu að austan. únista hófst í kvöld á hernámssvæði Rússa í Berlín. Wilhelm Pieck, forseti A-Þýskalands, ávarpaði þingið og sagði m. a., að allir Þjóðverjar væntu þess af þinginu, að það veitti þeim nýjan þrótt í baráttunni fyrir friði, einingu, lýðræði og efna- hagslegri viðreisn. — Hann varð annar í fugþraufðnni. © Örn Clausen SÓREY — Það bar við fyrir skömmu í Sórey í Danmörku, að 7 ára snáði fann einseyring á götu. Jafnaldri hans kom aðvíf- andi og vildi slá eign sinni á fund þenna. Þeirra skiptum lauk svo, að finnandinn fjell í götuna og handleggsbrotnaði. 'Fjögur þúsund konimúnistar á þinginu Þing þetta sækja 4 þxis. kom- múnistafulltrúar frá öllu Þýska landi. Er talið, að 1500 þeirra sjeu frá V.-Þýskalandi, og hef ir mestur hluti þeirra farið ólöglega yfir á hernámssvæði Rússa. Bjóða einir fram Þinginu er ætlað að standa 2 daga. Verður þar samin stefnu- skrá ,,lýðræðissamsteypunnar“, en svo kalla kommúnistar sig í ,,kosnirigum“ þeim, er fram eiga að fara í A.-Þýskalandi í októ- ber í háust. Óþai’ft er að taka það fram, að enginn fær að bjóða frám í kosningum þessum nema samsteypa þessi, þ. e. kommúnistar. Loffvarnaæfingar hófust í gær í V-Evrópu PARÍS, 25. ágúst. — í dag hófust þriggja daga loftvarna- æfingar Brússelríkjanna. Taka þátt í þeim flugvjelar frá Bret- landi, Hollandi, Belgu og Frakk landi. Einnig eru flugvjelar úr flugher Bandai’íkjamanna í V- Þýskalandi. „Árásir“ voru gerð ar á París, Brússel, Amsterdam og ýmsar iðnaðarborgir og iðju- ver. Suður-vígstöðvarnar Fyrir vestan Masan á suður- ströndinni eru 2 óvinaherfylki, sem sækja að 25. herfylki Bandaríkjam., en það ver leið- ina til Fusan, aðalbækistöðvar Bandaríkjahers. Kommúnistar sækja þarna fram með þunga skriðdreka og ljetu Bandaríkja menn lítið eitt undan síga. Miklar loftárásir Flugsveitir S. Þ. hafa haft sig mjög í frammi í dag og gert velheppnaðar árásir á öllum vígstöðvum og fyrir norðan 38. breiddarbaug. í seinustu árás- um sínum vörpuðu bandarísk risaflugvirki 600 smál. af sprengjum yfir iðjuver í N.- Koreu. Þátfur kínverskra ! kommúnista í Kóreu- sfríðinu VVASHINGTON, 25. ágúst. Formælandi Bandaríkja- hers skýrði frá því í dag, að tveir herir kínverskra kommúnista væri nú komnir að landamærum Manchuríu og -Kóreu. Þá er talið, að seinni hluta júlí hafi 120 þungir skriðdrekar komið til N- Kóreu frá hafnarborginni Drisen í Manchuríu. Þá segir í sömu frjettum, að kínverskir kommúnistar búi sig undir að flytja her gögn til Kóreu. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.