Morgunblaðið - 14.10.1953, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 14.10.1953, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 14. okt. 1953 Fimmtug: r Litla-Hvammi BÆRINN Litli-Hvammur í Mýr- dal liggur í þjóðbraut, enda er oft gestkvæmt þar. Margir eiga erindi þangað, því að þar er mið- stöð sveitarinnar, kirkjustaður, samkomustaður, barnaskóli og póststöð. Og fáum hef ég kynnzt, sem í gestrisni taka fram heimilis fólkinu í Litla-Hvammi. I dag mun þó verða enn gest- kvæmara þar en endranær, því að merkisdagur er runninn upp í lífi húsfreyjunnar í austurbæn- um. Hún Ásta í Litla-Hvammi, eins og við erum vön að kalla hana, á fimmtugsafmæli í dag, Hún er fædd 14. október 1903 Ejð Hvoli í Mýrdal, dóttir heiðurs- hjónanna Steinunnar Helgu Árna dóttur og Stefáns Hannessonar, fyrrverandi kennara, sem einnig eru búsett í Litla-Hvammi. Þeir verða eflaust margir, sem finna hvöt hjá sér í dag til þess að minnast Ástu og heiðra hana á þessum heiðursdegi hennar. Mig langar til þess að slást í þann hóp. Kynni mín af henni eru að vísu ekki löng, en aðeins góð. Þar sem hún er organisti við Skeiðflatarkirkju, þá erum við samstarfsmenn, og það er ég viss um, að betri organista gétur enginn prestur kosið sér éða samvinnuþýðari en Ásta er. Enda er áhugi hennar og um- hyggja fyrir kirkju og kristin- dómi mikil og íölskvalaus. Öll störf hennar í þágu kirkjunnar eru leysí af hendi með hinni mestu prýði, enda leggur hún sig alla fram um að gera sitt til þess, að guðsþjónustustundirnar í húsi Ðrottins megi verða sem tilkomu- rfiestar og hátiðlegastar. Slíkir samverkamenn eru hverjum presti ómissandi. Allt frá því ég fyrst kom inn í stofuna í Litla-Hvammi, öllum ókunnur, hef ég mætt hinni sömu hlýju og vináttu, og ég hafði ekki oft komið þar, þegar ég sagði við sjálfan mig: Hér hefur þú kynnzt ágætisfólki! Ásta er gift Sigurði Gunnars- syni kirkjuhaldara. Þau hjónin eru samhent í öllu, ekki hvað sízt í því, er að kirkunni lýtur. Þau eiga fjögur mannvænleg börn, þrjá syni, Gunnar, Stefán og Sigþór, sem allir eru heima, Og eina dóttur, Helgu, sem dvel- ur í Reykjávík. Ég þykist vita, að Ásta kunni mér engar sérstakar þakkir fyrir það að vera að vekja á henni athygli hér. Hún er ekki gefin fyrir það að ota sér fram og láta á sér bera. En ég stend nú þegar í svo mikilli þakkarskúld við hana og allt heimili hennar, að ég get ekki látið þetta tækifæri hjá líða án þess að sýna ofurlít- inn vott þakklætis míns og virð- ingar. Blessun Guðs fylgi henni bg heimili hennar ríkulega um alla framtíð. Jónas Gíslason. MORGUNBLAÐiÐ --- — -s——.—- 1 -f- ISLE AÐUR VER ÁHUGAHIÁL A í DAG á Halldóra Bjarnadóttir áttræðisafrnæli. Það er hár ald- ur, en Halldóra er ein af þeim, sem ekki virðast geta orðið gamlir. Hún er enn jafn létt upp á fótinn, síung í anda og full af athafnasemi og starfshug. Hið margvíslega og stórmerka starf Halldóru í þágu íslenzks heim- ilisiðnaðar og hverskonar þjóð- legrar handavinnu er þegar fyr- ir löngu orðið alþjóð kunnugt. Hún hefir helgað sig þessu starfi meg'inhluta ævi sinnar með ó- þreytandi áhuga og elju þeirri og samvizkusemi, sem henni er lag- in, samfara sinni góðu og glöggu greind. AU STUR-HÚN VETNINGUR LANGT FRAM í ÆTTIR Mbl. hitti Halldóru að máli í gærdag í tilefni þessa merkisaf- mælis og innti hana eftir ýmsu, sem á dagana hefir drifið á hinni löngu ævi hennar. Húrr er Norð- lendingur að ætt og uppruna, Austur-Húnvetningur í fjölda marga ættliði. Hún fæddist að Ási í Vatnsdal, sem var ættar- óðal föður hennar, en ólzt upp að Hofi í sömu sveit, þar sem foreldrar hennar hófu búskap. — Um tvítugsaldur fór ég til Noregs, segir Halldóra, og var þar í 3 ár á kennaraskóla og eftir að ég hafði lokið þaðan kennaraprófi fékkst ég um 8 ára skeið yið kennslu í Noregi í bænum Moss, skammt frá Osló. — Og þér féll vistin vel í Noregi? — Já, mér fannst alltaf gott aoomr a a i. að vera í Noregi og kennsla hef- ir mér frá því fs'rsta fallið vel, enda hefir hún jafnan verið mitt starf. SKÓLASTJÓRI Á AKUREYRI í 10 ÁR — En hugurinn hefir samt leitað heim til íslands? — Já, og svo bauðst mér skóla- stjórastaðan við barnaskólann á Akureyri árið 1908 og var ég við það starf í 10 ár. Á þessum árum opnuðust augu mín fyrir því hve mikil þörf er á að kenna hagnýta handa- vinnu í barnaskólum. Að mínu áliti hlaut sú kennsla að vera undírstaðan að allri handavinnu í landinu. ' Halldóra Bjarnadóttir. ■ferj il Tóvinnuskólinn að Svalbarði. Ég tel góða þá nýbreytni, sem stofnað hefir verið til með hinni nýju fræðslulöggjöf að taka upp aukna verknámskennslu i skól- um landsins. — Það er spor, sem miðar í rétta átt. VIÐ KENNARASKÓLA ÍSLANDS í 8 ÁR — En kenndir þú ekki einnig um nokkurt skeið við Kennara- ' skóla íslands? ( —Jú, í 8 ár, 1922—1930 kenndi ég þar handavinnu. Mér þótti sérstaklega ánægjulegt að veita kennaraefnunum tilsögn. Það urðu alls á annað hundrað kenn- arar, sem ég sagði til. Á þessum árum hafði ég all- margar sýningar og námskeið víðsvegar um landið í sambandi við barnafræðsluna. I — Og svo fórstu að láta til þín taka í íslenzkum heimilisiðn- aði á almennum vettvangi? | — Já, sem framhald af þess- ari barnafræðslu minni, fór ég svo að skipta mér af hemiilis- iðnaðinum í landinu almennt, að svo miklu leyti, sem mér fannst ég geta haft áhrif á þennan stór- merka menningararf íslenzlcu þjóðarinnar. Hefi ég nú um 30 ára skeið eða síðan árið 1923, verið einskonar leiðbeinandi al-j mennings í landinu í heimilis- iðnaðarmálum. 12 undanfarin ár hefi ég verið formaður Heimilis- j iðnaðarfélags Norðurlands. FERÐAZT UM ÍSLAND ÞVERT OG ENDILANGT — Og þú sagðist hafa ferðazt víðsvegar um landið i sambandi við afskipti þín af heimilisiðnað- inum? j — Já, ég hefi ferðazt um land- ið þvert og endilangt, kynnzt fólkinu, haft námskeið og sýn- ingar og flutt erindi. Hefi ég á þessum ferðum mínum haft forgöngu um stofnun allmargra i kvenfélaga, þar sem þauvoruekki fyrir og kvenfélagasambanda. Ekkert er jafn þroskandi og á- nægjulegt og að ferðast um sitt eigið land og kynnast fólkinu, * sérstaklega ef nokkur tími er fyrir hendi, þannig að ekki þurfi að fara of hratt yfir. FERÐAZT VÍDA ERLENDIS — En svo hefir þú líka oft brugðið þér út fyrir poilinn, er ekki svo? — Jú, æði oft hefi ég gert það. Ég hefi haft sýningar á íslenzk- um heimilisiðnaði á Norðuriönd-j unum öllum og einnig í Lundún- um. Auk þess hefi ég tekið þátt í norrænum heimilisiðnaðar- þingum. I — Fórst þú ekki einnig til Vesturheims? — Jú, árið 1937 fór ég vestur um haf og var ég eitt ár í þeirri ferð. Heimsótti ég margar byggð- ir íslendinga í Vesturheimi, ferð- aðist um og hafði þar um 50 sýningar á íslenzkum heimilis- iðnaði víðsvegar um íslendinga- byggðirnar. Var ferðin öll sér- lega ánægjuleg. STOFNAÐI „HLÍN“ 1917 — Viltu ekki segja mér eitt- hvað um ,,Hlín“ þína — þú ert stofnandi hennar, ekki svo? — Jú, árið 19Í7 tók ég til við útgáfu hennar, svo að hún er 35 ára í ár. Árgangur þessa árs er einmitt sendur út þessa síð- ustu dagana. Ég hefi reynt að gera Hlín þannig úr garði, að hún væri nokkurs virði í barátt- unni fyrir endurreisn íslenzka heimisiðnaðarins, enda er hún all útbreidd orðin, var um tíma eitt stærsta upplag landsins og í ár er upplagið 6 þús. eintök. — Er ékki mikil vinna við út- gáfu slíks rits? — Hlín kostar mig mikla vinnu, þó að ekki sé nema um eitt órsrit að ræða. ÁNÆGJULEGT STARF — En þetta er líka mitt aðal- verkefni og ég hefi mikla ánægju að fást við útgáfu hennar. Eg hefi 400 útsölumenn viðsvegar um landið, sem ég hefi bréfa- viðskipti og samband við og kemst með þessum hætti í kynni við margt fólk úti um byggðir landsins. Hlín á íslenzkum konum víðs- vegar um landið mikið að þakka, bæði útbreiðslu hennar og góð skil, svo og þeim sem sent hafa henni gott efni til birtingar og þannig stuðlað að fjölbreytni hennar. Einnig á Prentverk Odds Björnssonar á Akureyri þakkir skildar fyrir ágæta samvinnu frá því fyrsta, en það hefir annazj^- prentun Hlínar frá byrjun. TÓVINNUSKÓLINN AÐ SVALBARÐI — En hvað getur þú sagt méf um Tóvinnuskólann á SvaÞ barði? — Hann er nú um það bil að hefja 8. starfsár sitt. StofnaðL ég hann árið 1946 og hefir frúu Rannveig H. Líndal verið skóla-i stjóri hans frá byrjun. Þessi. litli skóli með aðeins 8 nemená- um var settur niður á sveita*- setri hjá góðu fólki. Vildum vif með stofnun hans bæta úr hinið. brýnu þörf á að viðhalda ullar*- iðnaðinum í landinu, og það þvi fremur, sem stærri skólarnir virtust láta sér í léttu rúmi liggj% hvort að tekin væri upp eða eklá. þessi gamla þjóðlega iðja, serg. ísland er löngu orðið frægt fyr» ir. ; • STARFSTILIIÖGUN SKÓLANS — Og hvað um starfstilhöguB. skólans? — Markmið hans er fyrst og fremst að vekja skilning nerré- enda og áhuga á öllum þjóðleg* um verðmætum með því m. aí að veita nemendum þekkingu á. allri meðferð ullar, þar eð ég tel að tóvinna sé ein hiði merkasta og þarfasta iðnj grein íslendinga að fornu oj nýju. Stúlkunum er kennd öll verkun ullarinnar, kembing, spuni og litun. Auk þess vefn- aður, hekl og prjón, rúmteppa* gerð og flókaskógerð. Einni^ fara fram sýningar og erindi ur$ ýmis þjóðleg efni, um sögu o£ framþróun tóvinnu og ullar f_ landinu, um íslenzka tungu, sögo. og bókmenntir. Höfum við feng- ið heimsóknir margra ágætrá manna, sem flutt hafa fróðleg °t skemmtileg erindi. ■{ FLESTAR FRÁ ; VESTFJÖRÐUM — Eru stúlkurnar. sem sækji skólann, aðallega úr sveit eð^. eru líka kaupstaðastúlkur inrá an um? ; — Langflestar eru þær sveitai stúlkur og meirihlutinn frá Vest; fjörðum. Ef til vill er það vegná þess, að Vestfirðir hafa lönguiná verið afskekktasti hluti lands- ins og fólkið, sem þar býr hefbr haldið við ýmsu gömlu og þjóð« legu, sem annars staðar hefit gleymzt og glatazt. En vestí- firzku stúlkurnar okkar að Svalj barði hafa staðið sig prýðilega.i ! : ÓKEYPIS SKÓLAVIST I FYRIR VESTUR ÍSLENDINGA; Á hverju ári stendur einni vestur-íslenzkri stúlku til boð4 ókeypis skólavist, en aðeins einq. sinni hefir verið hægt að þiggjá. það boð. Æskilegt væri, að hægi væri að gera meira af skiptuni á fólki milli íslendinga og Vestf ur-íslendinga til að styrkja með því sambandið milli móðurþjóð^- ! arinnar hér heima og niðja hennar handan hafsins. | Tekið hefir verið kvikmynd ' frá Svalbarði um „Hagnýtingtt ullar á ýmsa vegu“, sem sýn^t vah fyrir nokkrum árum víðsí- vegar um .land og vakti töluf j verða athygli. IBKA TÓVINNUNA EFTIR Á I — Heldurðu ekki að stúlkurn- ar leggi tóvinnuna á hilluna, þegar þær eru ekki lengur undir handarjaðrinum á ykkur á Sval- barði? Framh. á bls. 11.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.