Morgunblaðið - 18.01.1955, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.01.1955, Blaðsíða 1
42. árgangur 13. tbl. — Þriðjudagur 18. janúar 1955 . PrentsmiSja Morgunblaðsina í smáríkinu Costa Rica er enginn her. En þegar innrás hófst í Iandið fyrir nokkrum dögum frá Nicaragua, var heimavarnarlið kvatt til vopna. Myndin sýnir þar sem liðsmenn í heimavarnar- sveitunum fá æfingu í að nota véibyssu og sprenjjuvörpu áður en þeir fara út á vígstöðvarnar. Heimavarnarliðið í Cosia Rica Djúpstæður ágreiningur olli afsögn Oscars Torps O' Ji. Búizt við innflutningshömlum og verðlagseftirliti OSLO, 17. jan. — Einkaskeyti frá NTB EINAR GERHARDSEN hefur nú lokið myndun nýrrar ríkis- stjórnar í Noregi. Hefur verkamannaflokkurinn enn ekkert látið frá sér heyra um ástæður fyrir stjórnarskiptunum, en blöð hinna flokkanna segja harðar deilur innan flokksins hafi staðið yfir. Óttast sumir að stjórnarskiptin sé undanfari þess að veru- legar hömlur verði settar á ný á innflutning til landsins. HAUGE 1 NÝJU STJÓRNINNI Gerhardsen hefur nú endan- lega tilkynnt Hákoni konungi um skipun ráðuneytis að því undanskildu, að beðið er eftir svari frá Mons Lid fylkisstjóra í Fjarðafylki, sem boðið hefur verið sæti í stjórninni sem fjár- málaráðherra. Það vekur all- mikla athygli, að Jens Christian Hauge fær sæti í hinni nýju stjórn sem dómsmálaráðherra, en hann varð fyrir nokkrum ár- Hcimsókn Titos lokið um að segja af sér embætti her- málaráðherra eftir harðar deil- ur. Halvard Lange verður áfram utanríkisráðherra. ÁGREININGUR UM EFNAHAGSMÁL Morgenbladet í Osló, sem er eitt höfuðmálgagn íhalds- flokksins, segir að djúpstæður ágreiningur innan Verka- mannaflokksins valdi því, að Oscar Torp varð að segja af sér. Ágreiningur sá, segir blaðið, sé einkum í efnahags- málum. Telur blaðið að á- greiningur þessi sé svo alvar- legur, að heita megi að Verka- mannaflokkurinn sé klofinn, þótt reynt sé að breiða yfir það á yfirborðinu. Árásarflugvélar lentu á flugvelli ð Nicaragua Foríngi uppreisnarmanna í Costo Bica olvorlega særður MANAGUA OG NEW YORK 17. janúar. Einkaskeyti frá Reuter. Bandalag Ameríku-ríkjanna tilkynnti í dag að tvær flugvélar, sem gert hafa loftárásir á borgir Costa Rica, hefðu sést lenda á flug- velli í nágrannaríkinu Nicaragua. Voru það könnunarflugvélar Ameríku-bandalagsins, sem urðu þess varar. Þykir þetta vera enn ein sönnunin fyrir því að uppreisnin í Costa Rica njóti stuðnings frá Somoza einræðis- herra Nicaragua. — . . v | flugvélar KYRRSETTAR Þegar bandalagið hafði gefið út þessa tilkynningu, var Somoza ekki seinn á sér að gefa út aðra tilkynningu um að tvær flugvél- ar uppreisnarmanna í Costa Rica hefðu nauðlent. í Niraragua og hefði verið lagt löghald á þær. Bað hann menn um að varast þann „lygaáróður,“ sem hafður væri í frammi um það að Nicara- gua hefði hlutazt til um mál ná- grannaríkis síns. UPPREISNARFORINGI KÆRÐUR Útvarpsstöðin í Bogota í Columbíu skýrði frá því, að helzti foringi uppreisnarmanna í Costa Rica, Theodor Picado, sonur eins fyrrverandi forseta landsins, hefði særzt alvarlega í bardögum í dag. En í bardögun- um í gær féllu 4 menn og 19 særðust. FLUGVELARSENDAR Somoza, forseti Nicaragua, hef- ur kvartað yfir því, að Bandarík- in hefðu, sarjikvæmt tilmælum Ameríkubandalagsins, sent stjórn Figueres í Costa Rica fjórar orustuflugvélar og eina flutn- ingaflugvél. Fer hann þess á leit að hann fái sendar jafnmargar flugvélar, því að Nicaragua-bú- um hafi orðið órótt innanbrjótsts við þessar vopnasendingar, sem hann lýsir álíka eins og að geð- veikum manni sé fengin vopn í hendur. Ákvörðunin um sendingu þessara flugvéla var tekin eftir að Ameríku-bandalagið hafði kvcðið upp úr um það að uppreisnarmenn í Costa Rica hefðu fengið öll sín her- gögn frá Nicaragua. Figueres heitir seti Costa Rica. skoraði Somoza hann á hólm. bæði viturlega — Ég held að ver?. vitskertur, hinn vinsæli for- Hér á dögunum forseti Nicaragua Figueres svaraði og skemmtilega: Somoza hljóti að RANGOON 17. jan.: — I dag lauk 11 daga heimsókn Titos einræðis- herra Júgóslavíu til Burma og leggur hann nú af stað heimleið- is á Galeb, skólaskipi júgó- slavneska flotans. Forseti Burma og forsætisráð- herra kvöddu Titó á hafnarbakk- anum. í sameiginlegri tilkynn- ingu af fundi sem þeir héldu með sér Titó og U Nu forsætisráð- herra, segir að þeir telji það ekki viturlegt að stofna til heimssam- taka þeirra þjóða sem hlutlausar eru í deilunni milli austurs og vesturs. — NTB. Rússsr seg jast hjélpa MOSKVA, 17. jan. — Rússneska stjórnin tilkynnti í dag að hún hefði ákveðið að aðstoða ná- grannaþjóðir sínar við að koma upp atómorkuverum til friðsam- legra nota. Segjast Rússar ætla að hjálpa þessum þjóðum við að byggja kjarnakljúfa: Kínverj- um, Pólverjum, Tékkum, Rúm- enum og Austur-Þjóðverjum. — Rússar segjast einnig vera fúsir til að veita öðrum þjóðum slíka aðstoð. — Reuter-NTB. Eden beitir sér fyrir stórveldará ðstefn u Þá fyrsl vonir um árangur þepr Veslur- Evrópa hefur tryggt landvarntr sínar. LONDON, 17. jan. — Einkaskeyti frá Reuter. Í^DEN, utanríkismálaráðherra Breta, sagði í útvarpsræðu í kvöld, 'j að hann myndi vinna að því öllum árum, að þegar Parísar- samningarnir hefðu endanlega verið samþykktir, yrði komið á ráðstefnu Vesturveldanna og Rússlands til lausnar deilu- og vanda- málum varðandi Evrópu. RETTLAT LAUSN Ráðherrann sagði, að þá fyrst þegar Vestur Evrópu-þjóðirnar 75 mál í HorSurlandaráði HVORKI meira né minna en 75 mál verða á dagskrá Norður- landaráðsins, sem kemur saman á þriðja fund sinn í Stokk- hólmi 28. jan. n. k. Nokkur hluti þessara mála er þó skýrslur unj það hver árangur hafi náðst í þeim málefnum, sem þingið hefur áður gert ályktanir í. Er búizt við að hægt verði að ljúka þing- störfum á einni viku. Svo virðist, sem á þessu þingi verði aðallega rætt um sam- göngumál, svo sem ályktanir um að koma á hægri handar akstri á öllum Norðurlöndum, reglur um skipaferðir og járnbrautar- ferðir. Þá eru einnig á listanum tilmæli um að efla og auka ferðalög milli landanna, þannig að efnt verði til ferða starfshópa milli Iandanna o. s. frv. — NTB. hefðu komið landvörnum sínum í öruggt horf væri kominn tími til að reyna að ná samningum við Rússa um réttláta lausn Evrópu- vandamálanna. UNDANBRÖGD KOMA EKKI AÐ IIALDI Það er eitt alvarlegasta vanda- mál Evrópu að Þýzkalandi er skipt í tvennt, sagði Eden. Virð- ist sem það sé algerlega tilgangs- laust að reyna samninga við Rússa um þetta mál meðan Vest- ur Evrópu-þjóðirnar eru sundr- aðar. Þá fyrst þegar þær hafa bundizt öflugum samtökum er von til þess að Rússar sjái að undanbrögð koma þar ekki til mála lengur. Þá fyrst verður málið tekið föstum og raunhæf- um tökum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.