Morgunblaðið - 13.07.1955, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.07.1955, Blaðsíða 1
lé síður tt. árguru 155. tbl. — Miðvikudagur 13. júlí 1955 PrentsmlSja HorgunblaSsiiu Bóndi—og ungur tengdasonur hans, drukkna á Tvídægru > & Fóru tlB siiuugsveiða að Ulfsvatni —' Leitarmenn fundu ekki lík þeirra Borgarnesi, 12. júlí. ÞÆR FREGNIR bárust hingað til Borgarness í dag, að einstaklega hörmulegur atburður hefði átt sér stað á Silungsfjalli, eins og það er kallað. Bergþór Jónsson bóndi að Fljótstungu á Hvítársíðu og tengdasonur hans, Hjörtur Jóhannsson, bóndi, hafa báðir farizt í Úlfsvatni á Tvídægru, að því er talið er. Lík þeirra höfðu ekki fundizt síðdegis í dag. Forsaga þessa hörmulega atburð- * ar er skiljanlega ekki kunn nema að litlu leyti. Það hefur verið fast- ur liður i búskap Bergþórs í Fljóts tungu í áratuga raðir, að fara á Silungsfjall, a.m.k. tvisvar á ári. Adenauer fær herinn! FÓRF Á LAUGARDAG Fyrri hluta dags á laugardag lögðu þeir upp frá Fljótstungu, Bergþór og Hjörtur tengdasonur hans. Tók hann við búskap í Fljótstungu í vor er leið. Þeir voru ríðandi og auk þess með nokkra hesta, sem þeir ætluðu að flytja silunginn heim á. FARIÐ AÐ IJLFSVATINI Á mánudaginn er þeir voru ekki komnir heim á þeim tíma, sem búizt var við þeim og heimkoma þeirra drógst, fór fólk að undrast um þá, og lögðu þá nokkrir menn upp á heiðina. Ætluðu þeir Berg- þór og Hjörtur að vatni því, sem Úlfsvatn heitir, en þangað er um 5—6 klst lestaferð frá Fljóts- tungu. FUNDUST EKKI begar þessir menn komu a3 Úlfsvalni, fundu þeir tjald þeirra félaga Bergþórs og Hjartar mann- laust, en viS bakka vatnsins létl- bát þann, sem veitt er úr, þegar farið er út á vatnið. Hestarnir voru spöl frá vatninu. Þótti sýnt, að þeir Fljótstungubændur hefðu drukknað í vatninu, en þeir fund- ust þó ekki. Aðfaranótt sunnudags var hvass viðri við Úlfsvatn. 1 dag var verið að skipuleggja leitarflokk til að fara upp að Úlfsvatni og leita þar, — og éinnig hefur komið til tals að fá flugvél til þess að leita við vatnið. HÖRMULEG TÍÐIND Þessi hörmulegu tíðindi hafa eðlilega komið sem reiðarslag á Borgfirðinga, því að flestir höf- um við haft meiri og minni kynni af Fljótstunguheimilinu, sem orð- ið hefur fyrir þeim harmi, sem orð fá eigi lýst. ★ Bergþór heitinn Jónsson var 68 ára að aldri. Tengdasonur hans, Hjörtui’, var innan við þrítugt, lývæntur Ingibjörgu, og áttu þau ungt barn. Hann tók við búinu að mestu leyti í vor. Bergþór lætur eftir sig uppkom- iji, börn og konu, Kristínu Páls- dóttur, sem verður sjötug á morg- án (miðvikudag, 13. júlí) — F. MOSKVU, 12. júlí: -— Þrettán búnaðarsérfræðingar Sovétríkj- Snna lögðu af stað flugleiðis í dag áleiðis til Bandaríkjanna og eetla þeir að ferðast mánað- ártima um landbúnaðarhéruð vestra. Svipaður hópur amerískra bænda eru á förum frá Banda- ríkjunum til Rússlands. Storkinum var nóg boðið STRASSBURG — Fulltrúi á ráðgjafaþingi Evrópuráðsins var að tala um „hættuna, sem stafaði frá ofmikilli fólks- fjölgun“ er storkur settist fyr- ir framan þinghöllina. Stork- urinn leit á dyraverðina, hristi höfuðið, sneri sér við og flaug á burt. Þetta gerðist síðastliðinn fimmtudag. Rússar éttas! ekki sameinað Þýzkaiand MOSKVA, 12. júlí: — Tassfrétta- stofan segir í dag, að það sé rang- látt af vestrænum blöðum að halda því fram að sovétríkin séu andvíg sameiningu Þýzkalands, vegna þess að þau séu hrædd við sameinað Þýzkaland. Sovétríkin eru svo voldug, segir fréttastofan, að þau þurfa ekki að óttast sameinað Þýzkaland. Á hinn bóginn kann að vera rétt að gera hlutleysisbelti í Evrópu. Myndin er tekin í vestur-þýzka þinginu, er umræðurnar um vest- ur-þýzka herinn stóðu yfir á dögunum. Varnarmálaráðherrann Theodor Blank er i ræðustólnum. Adenauer t. v. BONN, 12. Júlí: — Öryggismála- nefnd þýzka þingsins hefur sam- þykkt sjálfboðaliða-frumvarp Ad enauers kanslara nokkuð breytt. Frumvarpið fer nú fyrir neðri dcildina og er talið líklegt að það nái endanlegu samþykki fyrir Gcnfarfundinn. Smakkarar66 í fylgdarliði forsetans New York, 12. júlí: MAMIE Eisenhower, kona fct:- seta Bandaríkjanna verður í för með manni sínum á fund æðstu manna fjórveldanna í Genf. Með forsetanum verða einnig sex tugir vopnaðra varð- manna og starfsmenn öryggislög- reglunnar. Meðal þeirra verða „smakkar- ar“, sem eiga að bragða á mat og drykk áður en hann verður bor- inn fyrir forsetann. Hin gamla atvinnugrein „smakkarar konungs" hefur þannig verið vakin upp að nýju af hinni stórgætnu (FBI-) leyni- lögreglu og af ráðgjöfum forset- ans. Leynilögreglan hér viðurkenn- ir að hún telji ferðalag Eisen- howers til Genf stofna forsetan- um í meiri hættu, en hann hefur komizt í, frá því hann tók við embætti. Máltíðir forsetans verða mat- reiddar af sviss>.eskum elda- manni, og matsveinar, sem unn- ið hafa áður í Hvíta húsinu í Washington munu ganga um beina. GÆTNI RÚSSA Rússneska sendinefndin gerir jafnvel enn strahgari varúðar- ráðstafanir heldur en forsetinn. Hún flytur með sér'frá Moskvu allan mat og drykk og eigin elda- menn, Matreiðslan fér fram und- Góð tíðindi fyrir reykingamerm London 12. júlí: — IÁRSSKÝRSLU „Baráttufélags brezku samveldislandanna gegn krab.bameini“ („British Empire Cancer Campaign") segir að gerð- ar hafi verið víðtækar tilraunir til þess að finna samband milli tóbaks reykinga og krabbameins, en ár- angurinn hafi orðið neikvæður. Mikill fjöldi músa voru látnar verða fyrir ýmiskonar áhrifum tóbaksreyks, en engar bólgur (tumor) mynduðust. Til mála gat komið að mýs væru ekki heppileg- ar. til þessara rannsókna og er því farið að nota í þessu skyni kamstra (criceleus) sem eru dýr lítið eitt stærri en mýs. Dýr þessi hafa nú verið látin „reykja“ 50 sígarettur daglega í 800 klst., en árangurinn hefir enn orðið nei- kvæður. Engra áhrifa, sem bentu til krabbameins, hefir orðið vart. Þá hefir tjöru úr sígarettum, sem reyktar eru með tækjum, ver- ið veitt inn í lungu músa og hefir það enn borið hinn sama árangur — ekkert krabbamein. Hollenzki methafinn í langstökki, H. Viswr. — Fyrir hálfum mán- uði stökk hann 7,47 m., er er prýðilegur árangur, enda beit hann harkalcga á jaxlinn. eins og myndin sýnir. (Sjá grein á bls. 6) 4 stórmál í Genf Línur skírast Washington, 12. júlí. ÞÓTT látið sé í veðri váka hér í dag, að leiðtogar vesturveld- anna fari til Genf án nokkurra fyrirfram gerðra áætlana, — en á hinn bóginn með ýmsar sam- ræmdar hugmyndir, — þá þykir nú Ijóst, að á fundunum verður höfuðáherzlan af þeirra hálfu lögð á: 1) Sameiningu Þýzkalands 2) Afvopnun í einhverri mynd 3) Leppríkin í Austur-Evrópu 4) Aukið verzlunarfrelsi. Að því er leppríkin varðar er nú farið að tala um það opin- skátt í blöðum vesturveldanna, að ekki geti verið um frið að ræða í Evrópu, nema breytt sé um stjórnarhætti í lepprikjum Austur Evrópu, svo að hægt sé að halda uppi þolanlegu stjórn- málasambandi við þær. Um afvopnunarmálin er tónn- inn síðustu dagana sá, að auð- velt sé að ná samkomulagi um herbúnað í löndum Evrópu, en á hinn bóginn erfiðara er til þess kemur að ákveða afvopnun sov- étríkjanna og Bandaríkjanna. Hammarskjold, framkvæmda- stjóri S.Þ. er nú staddur í Genf og sagði í ræðu þar í dag, að efnahagslíf í Evrópu væri nú traustara en um langan tima áð- ur og því góð skilyrði fyrir hendi til þess að draga úr viðskipta- hömlum og að því bæri að stefna að tekin yrðu upp frjáls við- skipti með sterlingspundið. Spáð hækkuðu fisk- verði í BreHandi, vegna hækkana á koiaverði London, 12. júlí. ÞEGAR kolaverð hækkar i Bretlandi n.k. mánudag, 18. júlí, um ellefu og hálfan shilling (rúml. 26 kr.), mun það þegar í stað hafa víðtæk áhrif á almennt verðlag í Bretlandi. Reiknað er með að rafmagn hækki í verði um 3 shillinga (kr. 6.80) í hverju sterlingspundi, sem greitt er fyr- ir rafmagn. Þegar hækkunin var tilkynnt fyrir helgina, gaf Samband brezkra togaraeigenda út eftir- farandi yfirlýsingu: „Verðhækkunin, sem boðuð hefur verið af kolaráðinu mun kosta okkur lítið eitt yfir £ 1.000. 000 á ári. Sennilega mun hún gera gjald- þrota og stöðva rekstur fiskiflot- anna í Mildford Haven, Swansea og Cardiff. Óhjákvæmilegt er að fiskur hækki í verði. Harðast mun verðhækkunin koma niður á heimaflotanum, en 80 hundraðshlutar hans nota kol til kyndingar“. LONDON, 12. júlí: — Brezka stjórnin hélt ráðuneytisfund í dag til þess að ræða andstöðuna, sem risið hefur gegn hinni ráð- gerðu hækkun á kolaverðinu. — Vart hefur orðið harðrar and- stöðu gegn stefnu Edens í þessu máli, bæði af hálfu stjórnarand- stæðinga og stjórnarsinna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.