Morgunblaðið - 10.05.1957, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.05.1957, Blaðsíða 3
Föstudagur 10. maí 1957 MORGVPIBLAÐ1Ð 9 Rikisreikningurmn 1954: Athugasemdum yfiiskoðunarmanno ekki sinnt 9. /»:<. iV">T AJjjiflgi samþykktí r ga?r HÉR birtast að ofan hinar miklu fagnaðaryfirskriftir, sem birtust í blöðum ríkisstjórnarinnar í gær í tilefni þess að Alþingi sam- þykkti í fyrradag heimiid til fullgildingar alþjóðasamþykktar um jöfn laun karla og kvenna. Þakka stjórnarflokarnir sér mjög það mál og eru hinir hróðugustu. „Þjóðviljinn" segir að Hannibal ráðherra kommúnista hafi lýst því hátíðlega yfir „að ríkisstjórn- in muni gera það sem í tillögunni felst“, þ. e. framfylgja henni. Segir m. a. svo í forustugrein „Tímans“ í gær: „t framhaldi af áðurgreindri ályktun AIþ„ verður ísland vafa- laust bráðlega aðili að sáttmál- anum um jöfn laun karla og kvenna, og það síðan tekið til at- hugunar, hvernig auðveldast verður að láta hann koma til fullra framkvæmda hér á landi. Með ályktun Alþingis er því stig- ið merkilegt spor í réttlætisátt, er lengi hefur verið mál samtaka íslenzkra kvenna.“ Þess er svo aftur ekki getið hvert samræmi sé milli þess, sem hér hefur gerzt og þeirrar stefnu, sem ríkisstjórnin telur sig hafa, að halda kaupgjaldi niðri, því að Ijóst er að afleiðingar samþykkt- arinnar hljóta að verða mjög vík og Akranesi, hækkanirnar verulegar kauphækkanir. Raun- ar þarf engan að furða á þessu ósamræmi, því að sú kauphækk- un, sem hér er á ferðinni, yrði þá 9. — níunda — kauphækkun- in, sem stjórnarflokkarnir og ríkisstjórnin hefur haft forustu um síðan laust fyrir áramót. Eru það kauphækkanirnar, sem urðu hjá S.Í.S., blaðamönnum, 15 til 18% hækkun til sjómanna, hækk anirnar í verstöðvunum, Grinda- við flugmenn og farmenn og yf- irmenn á togurum. Það er ekki að furða, þótt stjórnarflokkarnir reyni að varpa ábyrgðinni á eigin stefnusvikum yfir á Sjálfstæðismenn! Aðferð- in, sem þessir flokkar nota nú er að hafa sjálfir forustu um stórkostlegar kauphækkanir og fagna með stórum yfirskriftum, eins og þeim, sem birtast hér að ofan, en kenna svo Sjálfstæðis- mönnum um afleiðingarnar, ein- ungis vegna þess að þeir segja I frá því, sem gerzt hefur. FRUMVARP um ríkisreikning- inn 1954 var til 2. umr. í Neðri deild í gær. Urðu nokkrar um- ræður um hann. Skúli Guðmundsson fylgdi mál inu úr hlaði og kvað fjárhags- nefnd leggja til að hann yrði sam- þykktur. Jón Pálmason kvað lítið vera gert með athugasemdir þeirra yfirskoðunarmanna ríkisreikning anna er til Alþingis kæmu. Kvað hann þá hafa gert nokkrar at- hugasemdir við reikninginn. Hefðu þeir beint tveimur athuga- semdum beint til aðgerða Al- þingis. í öðru lagi umframgreiðsl- um einkum tveggja ríkisfyrir- tækja og á hinn bóginn óeðlilega miklum útistandandi skuldum. Benti hann á að Ríkisútvarpið hefði haft iy2 milljón króna í umframgreiðslu og Skipaútgerð ríkisins 214 milljón króna þetta ár. Hann kvað það vera orðna reglu hjá fjárveitinganefnd að láta undan í þessu efni ár eftir ár. Taldi hann hér þurfa að verða breytingu á. Þá hefði verið gerð athuga- semd við útistandandi skuldir hjá innheimtumönnum ríkisins, sem numið hefðu 27 milljónum um áramótin. Auk þess væru úti- standandi skuldir hjá ýmsum stofnunum ríkisins. Sem dæmi mætti nefna að hjá Tóbakseinka- sölunni einni hefðu verið útistand andi 5% millj. Kvaðst Jón Pálmason vilja benda á þetta, þótt hann teldi, einkum þar sem hér væri um svo gamlan reikning að ræða, að Norrœna sundkeppnin fer i þriðja sinn fram í sumar Sigurhorfiir íslendinga allgóðar samþykkja bæri reikninginn eins og hann lægi fyrir. Eysteinn Jónsson kvað mikinn tíma fara til þess hjá fjármála- ráðuneytinu að reyna að halda greiðslunum innan ramma fjár- laganna. Kvað hann illa hafa gengið að fá önnur ráðuneyti sem stýra ýmsum útgjaldadeildum, tll þess að stilla greiðslum í hóf. Ef fjármálaráðuneytið stæði fast á því að farið væri eftir fjárlögum yrði ekki hjá því komizt að loka ýmsum stofnunum. Kvað hann þetta vera í fastari skorðum víða erlendis. Ef þennan hátt ætti að taka upp hér yrði að vanda bet- ur til fjárveitinga af hálfu Alþing is. Eysteinn kvað þetta mikið vandamál og þurfa að taka þetta fastari tökum. Þá kvað hann yf- irskoðunarmenn eiga að gera til- lögur til úrbóta er þeir gerðu at- hugasemdir við einstaka liði rík- isreikninganna. Þá ræddi hann einnig nokkuð rekstur þeirra fyrirtækja sem nefnd höfðu verið í sambandi við umframgreiðslur. Jón Pálmason svaraði því at- riði, að yfirskoðunarmenn ættu að gera tillögur til úrbóta jafn- framt athugasemdunum, að þessi háttur sem nú væri hafður á hefði frá fyrstu tíð verið fastur siður, enda ekki ávallt víst að yfirskoðunarmenn væru jafn- framt alþingismenn. Hins vegar kvað hann augljóst hvað þeir vildu láta gera. Það væri það eitt að halda sig við fjárlögin. Hvort rekstur einstakra fyrirtækja væri réttur með hækkuðum gjöldum fyrir þá þjónustu sem þau veittu, eða fjárframlög til þeirra aukin væri atriði útaf fyrir sig. Hins vegar væri til lítils að setja fjár- lög, ef ekkert væri eftir þeim farið. Málið var afgreitt til 3. um- ræðu. í GÆR skýrði norræna sundnefndin fréttamönnum frá því að í sumar yrði efnt til norrænnar sundkeppni, sem hagað verður eins og þeim tveimur norrænu sundkeppnum sem áður hafa verið haldnar, árin 1951 og 1954. ísland sigraði í þeirri fyrri, en Svíar hinni seinni. Munaði þá aðeins því, að um 2.000 fleiri íslendingar hefðu þurft að synda en raunin varð. Nú stendur sundkeppnin frá 15. maí til 15. september. GERUM HLUT ÍSLANDS . GLÆSILEGAN Sundnefndin heitir á alla Is- lendinga, sem syndir eru, að taka þátt í þessari sundkeppni, og Gullioxa fagnað I Hamborg Nýtt hraðamet Osló-Reykjavík GÆR fór hin nýja flugvél Flugfélagsins, Gullfaxi, í fyrsta áætlunarflug sitt til Oslo, Kaupmannah'afnar og Hamborgar. I Hamboorg fór fram hátiðleg móttökuathöfn og voru þar margir gestir mættir á flugvellinum, ásamt umboðsmanni Flugfélagsins í Hamborg, Birgi Þorgilssyni. Þýzku blöðin í gær geta komu flug- vélarinnar mjög vinsamlega og birta myndir og fregnir af komunni. I HRAÐAMET Gullfaxi setti nýtt hraðamet á flugleiðinni Oslo-Reykjavík í þessari ferð, var aðeins 3 klst. og 36 mín. á leiðinni. Á flugvellin- um í Hamborg var fyrir fjöldi blaðamanna og gesta sem fagn- aði komu vélarinnar. Árni Siem- sen ræðismaður íslands í Þýzka- landi flutti stutta ræðu og óskaði Flugfélagi íslands til hamingju með farkostinn. VFIR HELGOLAND Um 40 gestum, blaðamönnum og öðrum var síðan boðið í flug- ferð með hinni nýju vél, og var flogið yfir eyjuna Helgoland, sem nú er orðin vinsæll sjóbaðs- staður. Á leiðinni voru gestum bornar veitingar. Komið var til Hamborgar eftir einnar stundar flug. Voru ummæli Hamborgarblað- anna mjög vinsamleg. Gullfaxi kom heim síðarihluta dags í gær fullskipaður farþegum. M.a. var 21 Dani með flugvélinni og fóru þeir áfram til Grænlands með Sólfaxa kl. 9 í gærkvöldi. gera með því hlut íslands sem glæsilegastan. Þeir Þorsteinn Einarsson fram- kvæmdastjóri norrænu sund- keppninnar, Erlingur Pálsson form. Sundsambandsins og Bene- dikt G. Waage forseti Í.S.Í. gerðu grein fyrir keppninni og báru fram óskir og hvatningu þess efnis, að allt yrði gert til þess að þátttaka yrði sem mest. í þetta sinn verður keppninni þannig hagað að þátttökutölurn- ar frá 1951 og 1954 verða lagðar til grundvallar, og fellur sigur- inn í skaut því landi sem mesta aukningu hefur í þátttökufjölda. Ættu því sigurhorfur íslendinga að vera góðar. Erlingur Pálsson kvaðst telja möguleika á sigri okkar, þar sem sundkunnátta hér á landi hefði aukizt meira síðustu þrjú árin en á öðrum Norðurlöndum. Kvað hann um 2.000 manns ekki hafa synt í síðustu norrænu sund- keppninni, sem þó máttu og gátu synt. 200 M SUND, FRJÁLS AÐFERÐ 1 þessari sundkeppni verður keppt um bikar sem forseti Finn- lands gefur. Sundreglur eru þær sömu sem gilt hafa. Synda skal 200 metra, frjáls aðferð, og eng- inn lágmarkstími gildir. Árið 1951 syntu 36.037 íslend- ingar eða 25%, en 1954 38.154 eða 25,2%. Var þátttaka íslendinga í bæði skiptin langmest hlutfalls- lega, en næstir komu Finnar 1954 með 3.4%. AUKNING ÍÞRÓTTAÁHUGANS Framkvæmdanefndin leggur áherzlu á það að samheldni náist og víðtæk samstaða um þátttöku í sundkeppninni. Sérstakar sund- nefndir verða stofnaðar í skól- um, stofnunum og fyrirtækjum um aðstoð til þess að tekið verði höndum saman um að sem flestir læri sund, og reyni við 200 metr- ana. Það er þó ekkert aðalatriði að sigra heldur er tilgangur þess- arar norrænu sundkeppni fyrst og fremst sá, eins og Erlingur Pálsson tók fram, að auka sund- mennt þjóðarinnar svo sem fram- ast er unnt, og þá hollustu og hreysti, sem sundiðkun er sam- fara. Þessi sundkeppni er tilraun til þess að fá alla, gjörvallan al- menning til þess að taka þátt í íþróttunum, sagði Þorsteinn Ein- arsson, og reynslan af fyrri nor- rænum sundkeppnum og lands- göngunni sýnir að fólk tekur mjög vel slíkum áskorunum, og vill vinna þannig að sameigin- legu marki. ★ Ástæða er til að hvetja sem allra flesta til þess að taka þátt í þessari skemmtilegu keppni og leggjast þannig á eitt til þess að gera hlut íslands sem glæsileg- astan. Iðkun sunds hefur mikið gildi fyrir heilsu og heilbrigði. Og sundkeppni, ekki sízt milli þjóða, eykur áhuga á þessari ágætu íþrótt. Tökum hreystilega þeirri áskorun frændþjóða vorra að heyja við þær drengilega keppni, og minnumst orða Davíðs Stefánssonar: Hreysti og fegurð sundið skapar. Barómelerkeppni Bridgesambands íslands BARÓMETERKEPPNI Bridge- sambands íslands hefst laugar- daginn 11. þ.m. Þetta er árleg tvímenniskeppni, sem er þannig framkvæmd, að allir spilararnir, sem eru 52 pör, spila á sömu spil. Spilin eru öll gefin fyrirfram og er staða spilaranna gefin upp jafnóðum á töflu. Þátttakendur í keppninni eru frá öllum Reykja víkurfélögunum, svo og Hafnar- firði, Selfossi, Akranesi, Borgar- nesi og Siglufirði. Tvær umferðir verða spilaðar á laugardag í Sjómannaskólanum, en þriðja og síðasta umferðin verður spiluð í Skátaheimilinu á sunnudaginn. Nýr útvarps- sendir keyptur f DAG fer Stefán Bjarnason verkfræðingur Ríkisútvarpsin« áleiðis til Þýzkalands, en þar mun hann festa kaup á ýmsum tækjum sem nauðsynleg eru vegna byrjunarframkvæmda við að koma hér á fót FM útvarps- kerfi (ultra stuttbylgjusendum) sem í ráði er. Mun Stefán kaupa lítinn FM sendi og mælitæki til þess að framkvæma sviðsstyrks- mælingar. Verða mælingarnar fyrst hafnar á Austurlandi, þar sem hlustunarskilyrði eru verst og nýju sendunum komið þar fyrst upp, en síðan haldið áfram með byggingu þeirra allt í kring um landið. Mælingarnar verða framkvæmdar í sumar og fyrsti sendirinn síðan reistur á Fjarð- arheiði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.