Morgunblaðið - 19.05.1957, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 19.05.1957, Blaðsíða 15
Sunnudagur 19. maí 1957. MORCVNBLAÐÍÐ 15 — Reykjavíkurbréf Framh. af bls. 11 tmina í landinu sjálfu og minnka eyðsluna, þá hlýtur að draga hér úr framkvæmdum á næstu árum, þótt framar vonum takist með er- lendar lántökur.“ Þetta er hverju orði sannara, en hvernig kemur það heim við frumvarp sama manns um stór- eignaskatt? Þar er um að ræða álögur, sem eins og réttilega hef- ur verið bent á, er rangt að nefna skatt, því að beinlínis er um eignatilfærslu að ræða, öðru nafni eignarnám. Slíkar aðfarir hljóta að draga úr sparnaðarlöng- un manna, auka lánsfjárskort og horfa til samdráttar í atvinnulífi. Þetta hlýtur maður eins og Ey- steinn Jónsson að skilja. Enda brýzt klofningurinn í sálarlífi hans út í allt annarri hegðun í þingsölunum en menn eiga að venjast. Áður fyrri var hann þekktur fyrir jafnvægi og við- leitni til að ræða mál af rökum, en nú umhverfist hann og notar stóryrði, hótanir og skammir í röksemda stað. Auði stóllinn SÁ HUGSUNARHÁTTUR, að öllu sá hægt að ná með hótunum eg yfirgangi hefur mjög einkennt starfshætti Framsóknarmanna að undanförnu. í innanlandsmálum eru menn orðnir þessu svo van- ir, að naumast þykir tiltökumál. Enda hefur Tíminn nú ætlað að yfirfæra sömu starfsaðferðir á vettvang utanríkismálanna. Hót- un til Dana um auðan sendi- herrastól í Kaupmannahöfn birt- ist í Tímanum s.l. sunnudag og var í gamalþekktum Framsókn- aranda. Hermann Jónasson á ekki sízt þátt í að móta þessi vinnubrögð. En þegar hann heyrði frá Dan- mörku enduróminn af blæstri málpípu sinnar, brast hann kjark — hann afneitaði blaðurskjóðu sinni og sagði allt skrafið vera á ábyrgð Tímans og sér með öllu óviðkomandi. Er vissulega fágætt og frásagnarvert, að forsætisráð- herra þurfi þannig á erlendum vettvangi að setja ofan í sitt eig- ið aðalstuðningsblað. Samt má segja, að hlutur Þór- arins Þórarinssonar sé betri en Hermanns. Þórarinn viðurkennir grein sína, en Hermann lætur birta opinbera tilkynningu í Dan- mörku til að neita því, að Þór- arinn hafi skrifað það, sem hann sjálfur hefur við gengizt. Enn annað mál er, hver ógn Dönum hafi staðið af hinum auða sendi- herrastól. Allar líkur benda til, að slíkt tiltæki mundi hafa ger- samlega öfug áhrif. Og þurfti raunar aldrei að óttast, að til þess kæmi, að hótuninni yrði framfylgt. Eða hvenær hafa menn heyrt, að broddarnir í Framsókn og Alþýðuflokk létu svo girnilegan stól lengi standa auðan og ónotaðan? Hraðskák Á MÁNUDAGSKVÖLD, 20. maí, verður háð flokkakeppni í hrað- skák. í keppni þessari taka þátt tíu fjögurra manna sveitir. Tefld verður tvöföld umferð — tvær skákir á tíu mínútna umhugsunartíma. Flokksfyrirlið- ar og þar af leiðandi 1. borðs- menn verða. 1. Arinbjörn Guðmundsson. 2. Friðrik Ólafsson. 3. Guðmundur Ágústsson. 4. Guðm. S. Guðmundsson. 5. Ingi R. Jóhannsson. 6. Jón Þorsteinsson. 7. Kári Sólmundarsson. 8. Lárus Johnsen. 9. Sveinn Kristinsson. 10. Þórir Ólafsson. Ofangreindir keppendur munu aðeins keppa innbyrðis og má því búast við, að keppnin verði bæði hörð og spennandi. Keppnin hefst kl. 20.00 í Þórs- kaffi og verður lokið þá um kvöldið. 1 AÐALFUNDUR Blindravinafélags Islands verður haldinn þriðjudaginn 21. maí kl. 9 e. h. í Guðspeki- húsinu við Ingólfsstræti. Venjuleg aðalfundarstörf. STJÓRNIN Starfsstúlkur Fóstrur og vökukona óskast að barnaheimilinu Laug- arási, Biskupstungum. — Umsóknum sé skilað á skrif- stofuna Thorvaldsensstræti 6, fyrir mánaðamót. — Uppl. í síma 4658. Reykjavíkurdeild Rauða Kross íslands. Utanhússmálning Utan- og innanhússmálning. — Áherzla lögð á fljóta og góða vinnu. Sími 7249 og 2384 eftir kl. 17. Vélvirki Viljum ráða vanan vélvirkja í 2—3 mánuði. — Fram- tíðarvinna gæti komið til greina að þeim tíma loknum. Upplýsingar á olíustöðinni í Skerjafirði, sími 1425. Olíufélagið Skeljungur hf. í Kópavogi er til sölu tvíbýlishús um 90 ferm. — fbúðin er tilbúin undir málningu og tréverk. Uppl. Hlégerði 14, Kópavogi. Ef þér viljið fá betri gólf fyrir minna verð, þá látið okkur pússa gólfin um leið og þau eru steypt. Cólfslípunin Barmahlíð 33 — sími 3657. Góður sumarbústaður í nágrenni Reykjavíkur óskast til leigu í sumar. — Fyrir- framgreiðsla. — Tilboð óskast send Mbl. merkt: „Sumar- bústaður — 5290“. Skrifsfofustúlka óskast. — Verzlunarskóla- eða hliðstæð menntun nauð- synleg. — Tilboð sendist afgr. Mbl. um menntun og fyrri störf, merkt: „Skrifstofustúlka — 5288“, fyrir mánudagskvöld. Tilkynning frá H. Benediktsson hf. Byggingavöruafgreiðsla okkar er flutt að Lóugötu 2 (sunnan við loftskeytastöðina). H. Benediktsson hi Skrifstofustarf Stórt fyrirtæki vill ráða skrifstofumann, ekki eldri en 40 ára, til starfa, sem fyrst. — Tilboð, með sem gleggstum upplýsingum, sendist til afgr. blaðsins fyrir 22. þ. m. merkt: „Skrifstofustarf — 5289“. Vegna brottflutnings er til sölu með tækifærisverði, sófi og tveir stólar, radiofónn, ] skápur, tevagn, stækkunarvél og ýmislegt fleira. — Upp- lýsingar að Sörlaskjóli 44, í dag og næstu daga, sími 5871 1 2 j a t ó n a dyrabjöllur (tvær tegundir), ásamt dyralmöppmn með Ijósl. Jarðýta til sölu Tilboð óskast í 3ja ára jarðýtu, Caterpillar D6 — Ýtan er í góðu lagi og vel með farin. — Nánari uppl. í síma 6096 í dag kl. 10—2. Illll Hálft steinhús á Melunum Efri hæð 110 ferm., 4 herbergi, eldhús og bað, ásamt góðri geymslu og þvottahúsi og rishæð 3 herbergi og eldhús við Grenimel, til sölu. — Stór og góður bílskúr fylgir. IVýfa fasteignasalan Bankastræti 7, sími 1518 og kl. 7,30—8,30 e. h. 81546 makskífaini gjörir húsið svipfallegt. Einnig ódýrast S§@SÍs3@sL:JBB í viðhaldi. krefst ekki málninear oe er 1: ; bezta tryggingin gegn þakfúa. Leitið '■ jj1* 5 . JjýJ upplýsigna áður en þér festið kaup á Þakskíiugerðln við Elliðaárbrú. — Sími 4805.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.