Morgunblaðið - 20.09.1957, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.09.1957, Blaðsíða 16
VEÐRIÐ Allhvass austan. Skýjað. Dawion gjaldþrofa Sjá bls. 9. 212. tbl- — Föstudagur 20. september 1957- Sigurbjorn Ingi Þorvaldsson dœmdur í 12 ára fangelsi í gœr í sakadómi Árnessýslu í GÆR var kveðinn upp dómur í sakadómi Árnessýslu á Selfossi í máli Sigurbjörns Inga Þorvaldssonar sem ákærð- ur var fyrir að hafa orðið Concordíu Jónatansdóttur að bana að Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Hveragerði sunnudaginn 6. jan. sl. Var Sigurbjörn dæmdur í 12 ára fangelsi og sviptur kosningarétti og kjörgengi. Það var Snorri Árnason, fulltrúi sýslumannsins í Árnessýslu sem dóminn kvað upp. Birti hann Sigurbirni dóminn í gær, þar sem hann sat í gæzluvarðhaldi á vinnuhælinu að Litla Hrauni, og úrskurðaði hann jafnframt í 4 mán. gæzluvarð- hald. Samkvæmt lögum er skylda að áfrýja málinu til hæsta- réttar. í niðurstöðum dómsins segir: Sannað er með játningu á- kærða og framburði vitna, að hann skaut af rifli á stúlkuna Concordíu Jónatansdóttur, og samkvæmt krufningarskýrslu dr. Nielsar Dungals leiddi skotsárið til bana litlu síðar. Ákærði hefir neitað því að á- kvörðun um að skjóta stúlkuna hafi orðið til með honum fyrr en hann kom fram í eldhúsið og var að tala við ráðskonuna um mjólk ina. Mörg atvik benda til þess að um fyrirfram ákvörðun hafi verið að ræða hjá ákærða. Þrátt fyrir það verður ekki talið sann- að gegn mótmælum ákærða að ákvörðun um það að skjóta stúlk- una hafi orðið til fyrr en hann kom inn í eldhúsið rétt áður. Hvort ákærði ætlaði sér að drepa stúlkuna, verður ekki í ljós leitt, en ákærði segist sjálfur ekki hafa gert sér grein fyrir því. Samkvæmt venjulegum skilningi á hugtakinu ásetningur, verður talið, að í slíku tilfelli, sem hér átti sér stað, nægi það til ásetn- ings að ákærða mátti vera það ljóst, að það að skjóta af byssu á stúlkuna gat leitt til dauða hennar. Verður því að telja, að ákærði hafi með atferli sínu gerzt brotlegur við 211. gr. almennra hegningarlaga. Um sakhæfi á- kærða segir m.a. svo í skýrslu dr Helga Tómassonar: „Almenn taugakerfisrannsókn er eðlileg, einkanlega skal tekið fram, að ekki eru neinir Keith- Flachs — hringir í augunum né önnur einkenni, sem bent gætu til svonefndra Hepato — Lenti- kular De Generation (Wilsons- sjúkdómur). Álit mitt á Sigur- birni Inga Þorvaldssyni er þetta: Hann er hvorki fáviti né geðveill í venjulegum skilningi, en hald- inn tímabundinni drykkjusýki, dipsomani. — Hann hefir vef- rænan taugasjúkdóm“. Síðar í sömu skýrslu segir: „Við langa athugun á geðspítala, komu engin geðveikiseinkenni fram hjá honum, en fimm sinn- um má telja, að um nokkrar geðlagssveiflur hafi verið að ræða svipaðar þeim, sem koma fram hjá periodiskt drykkjusjúk- um mönnum, — sveiflur, sem ef hann hefði verið utan spítala, sennilega hefðu valdið því að hann hefði farið að neyta áfeng- is". Enn fremur: „Maðurinn virðist fyllilega vita hvað honum hefir orðið á og skilja viðbrögð þjóð- félagsins". Wilson-sjúkdómur mun einkum hafa áhrif á ósjálf- ráða taugakerfið. Dipsomani er áfengisþorsti með vissu millibili, en ekki er þar með sagt að við- brögð sjúklingsins við áfengis- neyzlu verði annarleg. Ekki eru leiddar líkur að því, að hinn vefræni taugasjúkdóm- ur hafi áhrif á sakhæfi ákærða. Ákærði verður því að teljast sak- hæfur. Þrátt fyrir ummæli á- kærða verður talið með tilliti til framburðar vitna og niðurstöðu blóðrannsóknar, að hann hafi verið lítið eða ekkert undir áfeng isáhrifum, er hann framdi afbrot- ið, og af framburði vitna verður ekki séð að hann hafi borið nein merki geðshræringar né ójafn- vægis. Almenn refsilækkunar- skilyrði virðast ekki fyrir hendi. Hins vegar er ljóst, að ákærði var haldinn megnri afbrýðissemi, hafði verið undanfarna daga und ir áhrifum áfengis og var hald- inn langvarandi svefnleysi, og má ætla að það hafi valdið sljó- leika og verður við ákvörðun refsingar höfð hliðsjón af því. Dómsorð Ákærði Sigurbjörn Ingi Þor- valdsson sæti fangelsi í 12 ár. — Gæzluvarðhaldsvist hans frá 6. jan. sl. komi með fullri dagatölu til frádráttar refsingu hans. Á- kærði er frá birtingui dóms þessa sviptur kosningarétti og kjör- gengi til opinberra starfa og til annarra almennra kosninga. Á- kærði greiði allan kostnað sak- arinnar, þar með talin málflutn- ingslaun skipaðs verjanda, Egils Sigurbjörnssonar hrlm. og skip- aðs sækjanda Loga Einarssonar hdl, kr. 3500 til hvors. Dómi þess um skal fullnægja með aðför að lógum. Góð tíð á Vest- fjörðum Kristbjörg Kjeld og Herdís Þorvaldsdóttir í hlutverkum. Mikill skortur á þak- járni í allt sumar Opnar hlöður og ibúðarhús MIKILL SKORTUR hefur verið á þakjárni í allt sumar vegna þess að gjaldeyrisleyfi hafa ekki fengizt fyrir þess- ari tegund byggingarefnis nema að litlu leyti. Hefur fjöldi fólks verið í miklum vandræðum vegna þakjárnsskorts. Bændur hafa verið með opnar hlöður fram á haust og íbúð- arhús hafa staðið þaklaus. Einhver píringur kominn Fyrir skömmu kom þó einhver píringur til landsins af þakjárni. En sú sending gekk upp á skömmum tíma. Einn innflytj- andi hafði t. d. fengið 50 tonn til þess að fullnægja hundruðum pantana, sem lágu fyrir hjá hon- um. En þessi 50 tonn gengu upp á hluta úr degi. Og enn ríkir til- finnanlegur skortur á þessari tegund byggingarefnis. Lúðvík segir: Nægur gjaldeyrir En Lúðvík Jósefsson, viðskipta málaráðherra Hermanns og kommúnista segir: Við höfum nægan gjaldeyri til að „tryggja allan þann innflutning, sem nauð synlegur er“. En hvað segja hinar þaklausu hlöður og íbúðarhús, sem þak- járn hefur ekki fengizt á í 'allt sumar? Leikhús Heimda11ar: Síðasta sýning kvöld SÍÐASTA sýning á gamanleikn- um Sápukúlum er í kvöld. Leikstjórinn og þrír leikaranna þurfa að hverfa til starfa í Þjóð- leikhúsinu, svo að ekki eru tök á því að sýna leikritið lengur. Leikhús Heimdallar hefur með sýningu þessa gamanleiks viljað fylla dálítið í eyðu þá, sem mynd ast í leikhúslífi höfuðborgarinnar yfir sumartímann. Tilgangurinn með sýningum þessum er ekki sá að sýna stórbrotin listaverk, held ur að gefa mönnum kost á að hrista af sér alvöruþunga anna- Idagsins og gleðjast í glöðum leik. Hefur Sigurður Grímsson, leik- m ritagagnrýnandi, komizt svo að orði um leikritið: ið afburðagóð í haust. Fé hefur gengið vel fram en er nú farið að leita byggða þar sem nætur- frost eru orðin tíð upp til fjalla. Göngur hefjast almennt þar vestra um næstu helgi, en slátr- un nokkru síðar. Strax eftir fyrstu réttir koma fjárkaupmenn úr Dala- og Strandasýslu til fjár kaupa og hafa flutningar ekki enn verið ákveðnir. Dilkar eru yfirleitt vænir, eftir því sem fréttaritarar Mbl. í Barðastrand- arsýslu tjáðu blaðinu í gær. Heyskap er nú víðast lokið og er heyfengur með ágætum. Garð uppskera er einnig góð. Veður- far hefur verið mjög gott undan- farið vestra. „Þegar einhverjir beztu leik- Síld á Akranesi AKRANESI, 19. sept. — Það er lítið að segja um síldina þessa dagana. Allur flotinn hefir verið úti, 24 bátar að meðtöldum tveim ur leigubátum. í dag komu 10 bát ar inn með samtals 285 tunnur. í gær komu 9 bátar inn með 227 tunnur. Hingað kom Kyndill síðdegis í dag með olíu. Hér var og Goða- foss í morgun og lestaði karfa- flök og fór með þau rakleitt til Ameríku. — Oddur. Fjós og hlaða brenna að Hvammi í Landssveit MYKJUNESI, 19. sept.: — Kl. 8 í gærkveldi varð þess vart að eldur var að koma upp í stórri heyhlöðu á Suðurbænum í Hvammi í Landssveit. Var þegar gert aðvart og slökkviliðið á Sel- fossi kom á vettvang. Nokkru síðar dreif svo að rr.enn frá öllum bæjum í Landssveit og mörgum bæjum í Holta- og Ásahreppi. Er talið að 70—80 manns hafi verið þar, er flest var. Brann bæði hlaðan og 20 kúa fjós. í hlöðunni voru um 1200 hestar af heyi og er talið að full- ur helmingur þess hafi eyðilagzt með öllu. Unnið hefur verið að því í all- an dag að bera út hey og hreinsa til í rústunum, og ekki búizt við að því verki Ijúki fyrr en seint í kvöld. Mjög lítið vatn var að hafa heima við bæinn og varð að sækja það um nokkurn veg. — Auðveldaði það björgunarstarfið að veður var lygnt og gott. Bóndinn í Hvammi, Eyjólfur Ágústsson, var ekki heima. Hafði hann farið til Fiskivatna í gær. Hefur hann orðið fyrir mjög til- finnanlegu tjóni að missa fjósið, hlöðuna og fóðrið fyrir kýrnar undir veturinn. — M. G. kraftar Þjóðleikhúss okkar eru að verki, þá veit maður, að okk- ur er boðið upp á góða leiklist. Þegar ég kom í Sjálfstæðishús- ið, til þess að horfa á leikritið „Sápukúlur", eftir George Kelly, varð ég ekki fyrir vonbrigðum, því að leikritið sjálft, sem er mjög vel samið, hefur merkilegan boðskap að flytja fyrir eigin- menn, sem eiga erfitt uppdráttar. Þetta stutta leikrit var öllum, sem á horfðu, til ánægju, og ég efast ekki um, að margir vilja fara í Sjálfstæðishúsið til þess að sjá það“. Þeir, sem huga hafa á því að sjá þennan gamanleik, verða að nota sér síðasta tækifærið í kvöld í Sjálfstæðishúsinu kl. 8,30. Aðgöngumiðar eru seldir frá kl. 2 og miðar teknir frá í síma 12339. Frumsýningu Tosca frestað ATHYGLI skal vakin á því, að frumsýningin á óperunni „Tosca“ í Þjóðleikhúsinu verður ekki n. k. laugardag, heldur á sunnu- dagskvöld 22. þ.m. — Stefán ís- landi er kominn hingað heim til að syngja hlutverk Cavaradossi, en það var einmitt fyrsta óperu- hlutverk hans fyrir 25 árum. Leikstjóri er Holger Boland frá Konunglega leikhúsinu í Kaupmannahöfn. Er H. Boland kom hingað 10. þ.m., hafði hann nýlokið við að setja á svið óper- una „Öskubusku" eftir Rossini, í Konunglega leikhúsinu í Kaup- mannahöfn. Hafa Kaupmanna- haínarblöðin farið mjög lofsam- go eunSuiu^s uin uingjo um3a[ Vátt hans að. henni. Skákmótið ÞREMUR skákum varð lokið á taflmótinu í gærkvöldi. Arinbjörn vann Guðmund Ag., Guðm. S. og Friðrik gerðu jafn- tefli og sömuleiðis Ingi R. og Benkö. í bið fóru skák Ingvars og Stáhlbergs, Björns og Pilniks og Gunnars og Guðm. Pálmason- ar. Ingvar og Stáhlberg eiga jafnt af mönnum en skák Stáhlbergs er frjálsari. Sama er um skák Björns og Pilniks og hefur Pilnik frjálsari stöðu. Gunnar stendur höllum fæti gegn Guðm. Pálmasyni. Baráttan um efsta sætið harðn- ar stöðugt. Benkö, Friðrik, Ingi og Pilnik eru efstir með 3 % vinn- ing og biðskák, Guðm. Pálmason 3 og bið, Ingvar og Stáhlberg 2Vz og tvær bið. I kvöld verða biðskákir tefld- ar, 8 talsins, þ. á. m. hörkuspenn- andi skákir Guðm. S. við Stáhl- berg og Ingvars við Benkö. Stækkun hafnarsvæðis Reykjavíkur undirbúin Á FUNDI bæjarstjórnar í gær var rætt um stækkun hafnar- svæðisins í Reykjavík. Borg- arstjóri skýrði svo frá, að sér- fræðinganefnd hefði unnið að því um nokkurra mánaða skeið að gera tillögur í máh þessu og myndu þær senn til- oúnar. Umræðurnar spruttu af því, að Þórður Björnsson, bæjarfulltrúi Framsóknarmanna, veittist með þungum orðum að Sjálfstæðis- mönnum í bæjarstjórn fyrir að sinna ekki þessu mikla nauð- synjamáli. Bar hann síðan fram tillögu þess efnis, að hafnarnefnd og hafnarstjóra skyldi falið að gera tillögur um stækkun hafn- arsvæðisins í framtíðinni. Þórð- ur tók fram, að hann vissi, að unnið væri og hefði verið að stækkun athafnasvæðis fyrir flotann innan gömlu brlmgarð- anna. Þegar byrjunarfram- kvæmdum við hafnargerðina lauk 1917 höfðu skipin ekki nema 200—300 metra athafna- svæði við bryggjur og hafnar- garða, en nú er það 1600 m og að auki 1000 m við bátabryggjur. — Um þessar mundir er unnið að smíði bryggju í vesturhöfninni. Að ræðu Þórðar lokinni upp- lýsti borgarstjóri, að sú áætlana- gerð, sem bæjarfulltrúinn lagði til að framkvæmd yrði varðandi ný hafnarsvæði utan brimbrjót- anna væri nú þegar langt kom- in. Starfar nefnd sérfróðra manna að henni undir forsæti Davíðs Ólafssonar, fiskimála- stjóra. Lagði borgarstjóri til, að tillögu Þórðar yrði vísað til hafn- arstjórnar. Guðmundur H. Guðmundsson fór nokkrum orðum um málflutn ing Þórðar Björnssonar, en að lokum var tillaga borgarstjóra samþykkt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.