Morgunblaðið - 25.09.1957, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.09.1957, Blaðsíða 3
MOnCVTSBlAÐIÐ 3 Miðvikudagur 25. sept. 1957 Saubæjarkirkja á veginum fyrir utan Vindáshlíðarskálann. Það sér á húsið. Ýtan fer fram úr því lagfæra þurfti veginn. — (Ljósm. Mbl. Gunnar Rúnar). Gamla Saurbæjarkirkjan flutt í gærdag að Vindáshlíð í Kjós Verbur kapella sumarbúða K.F.U.K SÍÐARI HLUTA dags á mánu- daginn var hinni 80 ára gömlu Saurbæjarkirkju lyft upp af grunni sínum í Saurbæ og látin upp á stóran flutningavagn. í gærkvöldi var henni svo lyft af vagninum og hún sett á nýjar undirstöður í Vindáshlíð, þar sem Kristilegt félag ungra kvenna, K.F.U.K. hefur umfangs- mikið sumarstarf. Þar verður kirkjan gamla gerð að kapellu. Tókst flutningur kirkjunnar mjög vel. Leiðin milli Saurbæjar og Vindáshlíðar er um 50 km. Þegar hin nýja Saurbæjar- kirkja á. Hvalfjarðarströnd var vígð í sumar, mun ekki annað hafa beðið hinnar gömlu kirkju, sem í fyrravetur var nærri fok- in í ofsaveðri, en að hún yrði rifin. Þessi litla kirkja, á sína merku sögu eins og aðrar gamlar kirkjur hér á landi. Um þetta leyti munu KFUK- konur hafa eygt þann möguleika að jafnvel mætti flytja gömlu kirkjuna að Vindáshlíð, í stað þess að rífa hana. Kirkjan var hin vandaðasta og traustlega byggð. Við athugun kom í ljós, að með þeim tækjum sem nú er völ á, þá myndi flutningur kirkj- í gærkvöldi settust 17 fóstrur á skólabekk uppi í Skipholti 1, til að fullkomna þekkingu sína í leikbrúðugerð. Þar með hófst 19. starfsár Handíða- og mynd- listaskólans. Að sögn Lúðvígs skólastjóra Guðmundssonar verð* á þriðja hundrað nem- endur þar við nám í vetur, og fer kennsla fram í 3 dagdeild- um (kennaradeild, listiðnaðar- deild kvenna og deild hagnýtrar myndlistar) svo og á fjölmörg- um síðdegis- og kvöldnám- skeiðum, þar sem kostur er að nema hinar margvislegustu greinar, allt frá listprjóni til auglýsingateiknunar. unnar í heilu lagi framkvæman- legur. — Var síðan leitað til bæjaryfirvaldanna og Rafmagns- veitunnar um að taka verkið að sér, og það varð að samkomulagi að Rafveitustarfsmerin skyldu leysa vandann. Var hér um ó- metanlegan stuðning bæjaryfir- valdanna að ræða og frábæra hjálp þeirra, er verkið hafa unn- ið . Á mánudagsmorguninn klukk- an 9 voru starfsmenn Rafmagns- veitu Reykjavíkur undir stjórn Þórarins Péturssonar komnir að Saurbæ. í þessum hópi voru alls 10 menn ,að vísu ekki allt starfs menn RR, því ekki varð hjá því komizt að hafa símamenn, til þess að taka niður símalínur. Vírstögum hafði verið slegið á litlu kirkjuna í fyrravetur, er hún var nærri fokinn í stórviðri. —Að öðru leyti var hún alveg laus á undirstöðum sínum. Tveir öflugir kranabílar lyftu henni upp, en síðan var vagni skotið undir. Klukkan var orðin um 4 þegar búið var að reyra hana nið- ur með stálvírum á vagninn, sem dreginn var af dráttarbíl. Var nú lagt af stáð. Á mánudaginn varð komizt nið Skólastjórinn drap á húsnæð- ismál stofnunar sinnar og kvaðst hafa mikinn hug á að reistur yrði vinnuskáli, bjartur en ein- faldur. Skólinn hefur nú til um- ráða 6 vinnustofur í leiguhús- næði. Handíða- og myndlistaskólinn var upphaflega einkastofnun, en síðan rekinn af-félagi með styrk af opinberu fé. Skipulag hans hefur smám saman breytzt, fé- lagið er enn við lýði og ber ábyrgð á skólanum að nokkru Jeyti, en ríkið rekur kennara- deildina og ríki og bær í sam- einingu listiðnaðardeildirnar. Þessi þrískipting er að sögn skóla stjórans til mikils baga, og vill hann, að ríki og bær taki skól- ann algerlega að sér. Svo sem fyrr er sagt, fer kennsl an fram í 3 dagdeildum og á mörgum námskeiðum. „Loksins ur á Miðsand í Hvalfirði. Margar símalínur höfðu orðið á vegi flutningamanna, og þær tafið ferðina. Á Miðsandi var numið staðar. Þá var símalína rétt framundan, einnig fyrsta raftaug in, svo ákveðið var að bíða til morguns, enda orðið mjög áliðið kvölds. Rafveitustarfsmennirnir gistu í Vindáshlíð í fyrrinótt. Lagt var af stað niður á Miðsand klukkan hálf fimm í gærmorgun. Strax eftir að þangað var kom- ið var byrjað að taka niður síma- linur og síðan var ekið af stað. Er skemmst frá því að segja að komið var inn fyrir Vindáshlíð- argirðingu um klukkan 4. — Þá höfðu símamenn í flutningasveit- inni tekið símalínur niður á 16 þessa dagana hefur tekizt að losa um vefstóla skólans, sem ég pant- aði frá Danmörku í fyrra“, sagði Lúðvíg. „Þeir eru búnir að liggja eina þrjá ársfjórðunga á hafnar- bakkanum, en nú ætti ekkert að vera að vanbúnaði að hefja vefn- aðarkennsluna í næstu viku“. Hann sagði, að innritun stæði enn yfir og mætti fá umsóknar- eyðublöð í bókaverzlun Lárusar Blöndal við Skólavörðustíg 2. Vegna veikinda Lúðvígs Guð- mundssonar mun Sigurður Sig- urðsson listmálari, sem er yfir- kennari skólans, gegna skóla- stöðum alls á leiðinni frá Saur- bæ og rafmagnsmenn tekið nið- ur tvær rafmagnslínur. — Jarð ýta hafði mikið lagfært heim- reiðina. En skammt fyrir innan girðinguna, taldi Þórarinn verk stjóri, hliðarhallann vera svo mikinn, að ekki yrði hjá því komizt að lagfæra veginn. — Að lítilli stundu liðinni var ýta komin á vettvang. Á meðan verkstjórinn og ýtustjórinn lag- færðu veginn, skruppu aðrir í flutningadeildinni heim að Vind- áshlíð til að borða. Það stóð heima, þegar þeir komu aftur var brekkan með hliðarhallanum orð in sem stofugólf, og stóru bílarn- ir tveir, sem voru með dráttarvír á milli sín til frekara öryggis þar á mishæðóttri heimreiðinni, lögðu á brattann með kirkjuna. Þegar tíðindamaður Mbl. og ljósmyndari þess, sem fregnað höfðu um þennan óvenjulega flutning, óku áleiðis til Reykja- víkur klukkan að verða 5,30, átti hin gamla kirkja og verðandi kapella í Vindáshlíð, eftir „ó- farna“ um 150 m á hinar nýju undirstöður. Töldu Rafveitu- menn að hún myndi verða á grunninn komin fyrir myrkur. Það var vissulega skemmtilegt að sjá þennan kirkjuflutning, hve allt fór fram rólega og fumlaust, enda mátti á augabragði sjá að hér voru ekki neinir viðvaningar að verki, heldur menn sem ein- hvern tíma hafa flutt þyngri stykki, en litla kirkjan mun hafa verið um 8 tonn að þyngd. Vissulega má þakka KFUK, fyrir það að hafa með þessu bjarg að hinni gömlu Saurbæjarkirkju frá eyðileggingu. — í Vindás- hlíð hefur KFUK haft merkilegt sumarstarf fyrir börn og unglinga á hverju sumri. Skipta þau börn hundruðum, sem þar hafa dval- izt á hverju sumri. Á liðnu sumri hafa verið þar 6—700 dvalar- gestir. Kapellan mun rísa skammt frá skálanum, á svolítilli flöt, því að hún er aðeins um 40 fer- metrar að flatarmáli. Utnhverfis hana er birkikjarr. Einhverjar breytingar og endurbætur munu verða gerðar á hinni gömlu kirkju, að ytra útliti mun hún þó ekki neitt breytast. stjórastörfum næstu vikur. Auk Sigurðar kenna við skólann Wolf gang Schmidt, Björn Th. Björns- son og þrír nýir kennarar við listiðnaðardeild kvenna, frúrnar Guðrún Jónasdóttir, Margrét Ól- afsdóttir og Kristín Jónsdóttir. Frú Ólöf Pálsdóttir myndhöggv- ari mun og væntanlega hefja kennslu við skólann síðar í haust. Meðal nemenda í vetur verður færeyskur maður, Zacharias Heinesen, sonur skáldsins Willi- ams Heinesen, og er hann styrk- þegi skólans. CTAKSTEIMAR „Athugun“ á olíuverði t áratugi hafa kommúnistar sagzt hafa sérstakan áhuga á að lækka olíuverð. Hafa þeir haft mörg orð og stór um „olíugróð- ann“. Við þessi stóru orð stóð Lúðvík Jósefsson þannig, að hann samdi við Olíufélagið og StS um gífurlegan gróða til handa þess- um aðiljum af olíuflutningum til landsins. Hafði þetta brask komm únista og SÍS í Xör með sér tug- milljón króna tjón fyrir útgerð- ina og almenning í landinu. Þetta olíubrask vinstri stjórn- arinnar hefur mælzt mjög illa fyrir meðal almennings. Er nú svo komið að kommúnistar eru orðnir dauðhræddir við afleiðing- arnar af samningamakki Lúð- víks við Olíufélagið og SÍS. — Þess vegna létu þeir einn af full- trúum sínum í bæjarstjórn Reykjavíkur bera fram tillögu um áskorun til „verðlagsyfir- valda að iáta hið fyrsta fram fara athugun á með hverjum hætti sé unnt að lækka verð á benzíni og olíu frá því sem nú er“. — Þessi tillaga var auðvitað sam- þykkt með samhljóða atkvæð- um. Kemur nú enn til kasta við- skiptamálaráðherra kommúnista. Kveinstafir Tímans S.I. laugardag hellti Tíminn úr skálum reiði sinnar yfir út- varpið og Mbl. fyrir það, að Mbl. hefði birt grein um brezka sagn- fræðinginn Arnold Toynbee dag- inn eftir að hann kom, en áður en blaðamenn höfðu almennt fengið tækifæri til þess að ræða við hann fyrir milligöngu út- varpsstjóra. Taldi Tíminn að út- varpsstjóri hefði mismunað blöð- unum og þóttist þess fullviss að Mbl. hefði frásögn sína um ævi- feril og sagnfræði Toynbees frá honum. Hér hefur farið eins og stund- um áður að kjánaskapur þeirra Tímamanna hleypur með þá í gönpr og verður þeim til minnk- unar. Auðvitað aflaði Mbl. sér sjálft sjálfstæðra upplýsinga um hinn mikla sagnfræðing án þess að leita til útvarpsstjóra. Þær upp lýsingar gat Tíminn fengið uppi á Landsbókasafni alveg á sama hátt og Mbl. Öll skrif Tímans um þetta mál sýna eymd og lágkúruskap rit- stjórnar hans. Annars mætti benda Tíma- mönnum á það, að Mbl. birti í gær eitt blaða ýtarlega frásögn af lífi og starfi sænska rithöf- undarins Harry Martinson, sem kom hingað sl. mánudag. En hann kemur hingað f boði is- lenzk-sænska félagsins, sem Guð- laugur Rósinkranz þjóðleikhús- stjóri er formaður í. Heldur Tím- inn þá ekki að þjóðleikhússtjóri hafi „mismunað" blöðunum og látið Mbl. i' té æviágrip Harry Martinson? Ekkert er líklegra en að Tímamenn rjúki nú með belgingi á þjóðleikhússtjóra og skammi hann fyrir að ganga er- inda Mbl. Tungur tvær „Þjóðviljinn" skammar At- lantshafsbandalagið ákaflega i gær og kemst þá m. a. að orði á þessa leið: „Hins vegar munu tslendingar draga sínar ályktanir af aðför- unum og nota fyrsta tækifæri til að losna úr þeirri smán og hættn, sem aðild að Atlantshafsbandalag inu bakar þeim“. En hvað sagði félagsmálaráð- herra kommúnista í hinu fræga samtali sínu við danska blaðið í sumar? Sagðist hann ekki álíta að það hefði verið rétt af Is- lendingum að ganga í Atlantshafs bandalagið á sínum tíma? Og kallaði danska blaðið hann ekkl „hinn sterka mann“ flokks síns? í Hondíðo- og myndlistaskólanum mó margt læra, allt fró listprjóni til auglýsingateiknunar Gamla kirkjan á vagninum var „hærri“ en nokkru sinni fyrr, um 10 m. voru upp í litla kirkjuturninn. Svo vel tókst flutningurinn að ekki brotnaði einu sinni rúða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.