Morgunblaðið - 17.12.1957, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.12.1957, Blaðsíða 8
8 MORCVNBLAÐIE Þriðjudagur 17. desember 1957 Dr. phil, Ólafur Dan Daníeisson Fæddur 31. okt. 1877 Dáinn 10. des. 1957 DR. Ólafur Daníelsson var fædd- ur í Viðvík í Skagafirði, sonur Daníels Ólafssoar söðlasmiðs og bónda í Hofstaðaseli og konu hans Svanhildar Loftsdóttur. Hann varð stúdent 1897, sigldi til náms í stærðfræði við Hafnar- háskóla og lauk magisterprófi 1904. í miðju námi, 1901, hlaut hann gullverðlaun háskólans fyr- ir samkeppnisritgerð, og var þá ljóst, að hér var enjjinn meðal- maður á ferð, 1908 verður hann kennari við Kennaraskólann í Reykjavík, en hlýtur árið eftir doktorsnafnbót frá Hafnarhá- skóla. 1920 varð hann kennari við Menntaskólann í Reykjavík og gegndi því aðalstarfi næstu 20 árin. Jafnframt starfaði hann sem tryggingafræðingur hjá Sjóvátryggingafélagi fslands 1935 •—1952. Hann reiknaði og, ásamt dr. Þorkeli Þorkelssyni, íslenzka almanakið fyrir árin 1923—51. Ótalin eru ritstörf hans og rann- sóknir, fjöldi kennslubóka og rit- gerðir um stærðfræði í erlend- um fagtímaritum. Dr. Óiafur var kvæntur Ólöfu Sveinsdóttur kaupmanns frá Norðfirði og eignuðust þau 8 börn. Frú Ólöf lézt 1937. Þrjú barnanna lifa föður sinn, Snorri læknir, Anna og Kristín, báðar giftar konur í Reykjavík. Á síðari árum þykja það ekki stórtíðindi, þótt stúdent leggi út í stærðfræðinám, en um síðustu aldamót horfði þetta auðvitað öðruvísi við. Þá var það nánast ráðleysa, þó að ef til vill væri afsakanlegt hjá manni, sem hafði ótvíræðar stærðfræðigáfur. En hlaut hann ekki að glatast þjóð sinni? Hér var ekkert verk- efni fyrir hann, ekki sjáanlegt, að hann gæti orðið hér að neinu liði. Um þetta leyti átti þjóðin einn verkfræðing, og það nægði á verklega og reikningslega sviðinu. Hér var enginn skóli, þar sem hægt væri að segja, að stærðfræði væri kennd, enda engin þörf á henni. Enginn hefði átalið það, þótt dr. Ólafur hefði tekið við þægilegri stöðu, sem honum bauðst hjá trygginga- félagi í Danmörku, þvert á móti má telja víst, að allir hefðu þá talið það sjálfsagt, því að jafn- vel á okkar tímum, hálfri öld síðar, þykir það helzt bera vott um heilbrigt sjálfsmat, að menn yfirgefi landið, ef betri kjör bjóð- ast annars staðar. En Ólafur Daníelsson valdi baráttuna og ó- vissuna heima fram yfir áhyggju laust líf í öðru landi. Hann mun hafa talið þess fyllstu þörf, að hann settist að á fslandi og léti þar að sér kveða. Það eru _sem sé einnig rök og manni sæmandi, að þar sem ekki eru ákjósanleg skilyrði, þar er að skapa þau! Og stærðfræðingurinn gerðist baráttumaður, hrópandi í eyði- mörk. Hann prédikaði þá kenn- ingu, að án kunnáttu í stærð- fræði hljóti menn að fara á mis við mikil og merkileg sannindi. Á sama hátt og latínan fyrr meir var nú stærðfræðin lykillinn að vísindunum, þvi að öld stærð- fræðilegra vísinda var runnin upp. En einkum og sér í lagi lagði hann áherzlu á þroskagildi stærðfræðinnar. Ekkert gat þjálf að hugann til rökfimi og ná- kvæmni eins og iðkun stærðfræði og á slíka þjálfun bar að leggja áherzlu. Grautarleg hugsun var honum viðurstyggð. Hann rakst á hana víða og í mörgum mynd- um og það fengu menn stundum að heyra. Dr. Ólafur varð fræg- ur fyrir ýmsar bráðsnjallar greinar, þar sem hann sagði þeim eftirminnilega til syndanna, sem ekki kunnu að hugsa rökrétt að hans dómi. Þessi barátta. hans fór ekki fram hjá menntaskóla- piltum, hann eignaðist aðdáend- ur, ekki aðeins meðal hinna stærðfræðilega sinnuðu, heldur einnig meðal margra húmanista, sem kunnu að meta snjallan penna, þótt hann „brilléraði“ á þeirra kostnað. Að dr. Ólafi var full alvara að ryðja stærfræðilegum vísind- ÞVOTTAVEL mjög lítið notuð (English Electric), með rafmagnsvindu, — ásamt svefnsófa, með svampdýnum, til sölu. Eskihlíð 12, III. hæð. Lífeyrissjóður verzlunarmanna Stjórn Lífeyrissjóðs Vérzlunarmanna hefir ákveðið að lána 1,5 millj. króna úr sjóðnum upp úr nk. áramótum. Rétt til lántöku hafa eingöngu sjóðfélagar í Lífeyrissjóði Verzlun- armanna. Lánin veitast gegn 1. veðrétti í fasteign. Umsóknir með upplýsingum um veð, sendist stjórn sjóðs- ins í pósthólf nr. 93, fyrir 10. janúar 1958. um til rúms í landinu, kom bezt í ljós, þegar stærfræðideildin var stofnuð við Menntaskólann í Reykjavík 1919 að frumkvæði hans og dr. Þorkels Þorkelsson- ar veðurstofustjóra. Ólafur tók að sér stærðfræðikennsluna og annaðist hana í tvo áratugi, eins og áður var sagt, og má telja það hans aðalstarf og hið áhrifa- mesta. Hér var það sem skriðan fór af stað. Skólapiltar streymdu í stærfræðideildina til að nema hjá hinum landskunna stærð- fræðingi. Enginn gat dregið í efa, að hér var mikill meistari á ferð, og það var ekkert smá- ræðis ævintýri fyrir unga menn að setjast við fótskör hans og skyggnast inn í hinn dularfulla heim, þar sem hann rataði allar leiðir. Við nemendur hans í stærðfræðideild töluðum með mikilli virðingu um „dokt- orinn“ og þau vísindi, sem hann var fulltrúi fyrir. Dr. Ólafur kenndi af lífi og sál, bæði í kennslustundum og utan þeirra. Það kom sem sé einhvern veginn af sjálfu sér, að við lögðum leið okkar heim til hans, og það var að sjá, að við gerðum honum stóran greiða, því að alltaf virtist hann ein- mitt hafa vantað einhvern til að tala viið. Þarna hélt svo kennsl- an áfram, og ekki spurt um pens- um eða frímínútur. Maður hugs- aði ekki út í það, að þetta var að tefja mann, sem hafði fyrir stóru heimili að sjá, og líklega gleymdi hann því sjálfur þær stundirnar. Ég gæti ímyndað mér að andrúmsloftið kringum dr. Ólaf á þessum árum hafi verið ekki ósvipað því, sem var í Aþenu til forna, þegar ungir menn söfnuðust kringum spek- ingana. Hann hafði boðskap að flytja þeim, sem á vildu hlýða. Það fór ekki hjá því, að dr. Ólafur kveikti í mörgum nem- andanum, enda lögðu margir leið sína til framhaldsnáms í stærð- fræðilegum greinum við erlenda háskóla. Nokkrir þeirra bjuggu sig undir stærðfræðikennslu, og þannig var framhaldið tryggt, ekki aðeins í Reykjavík, heldur gátu og risið upp stærðfræði- deildir bæði á Akureyri og Laug- arvatni. Mikill kippur kom í fjölgun verkfræðinga, eftir að stærðfræðikennslan komst inn í landið. Islenzkir verkfræðing- ar eru nú á þriðja hundrað, en í stærðfræðilegum sérgreinum eru um 20. Hinir síðarnefndu stofnuðu með sér félag á sjötugs- afmæli dr. Ólafs, íslenzka stærð- fræðifélagið, og starfaði hann í því, meðan kraftar entust. Þetta félag er nú aðili að tveimur sam- norrænum stærðfræðitímaritum og starfar á annan hátt að efl- ingu þeirra mennta. Þá skyldi ég ekki gleyma að geta Verk- fræðideildar Háskóla íslands; í kennaraliði hennar eru 4, og óbeint 5, nemendur dr. Ólafs „í fyrsta lið“, og tveir „í annan lið“. Stærðfræði og raunvísindi skipa nú annan sess í landinu, en þegar dr. Ólafur hóf hér starf sitt og baráttu, og í því á hann sinn mikla þátt. Annar stór þátt- ur í þessari þróun voru náms- styrkir, sem gerðu stúdentum kleift að nema þessj fræði. Nú eru ýmsir uggandi um það, að misráðin breyting á styrkjafyr- irkomulaginu, þ. e. að afnumdir voru 4 ára styrkirnir, muni leiða til afturkipps á þessu sviði; þeg- ar er farið að bera á skorti á stærðfræðikennurum. Það er von manna að yfirstjórn mennta- mála skilji nauðsyn 4ra ára styrkjanna og komi þeim á að; nýju. Einnig er það enn til at- hugunar, hvort stærðfræði og eðlisfræði hafi náð inn á öll þau svið þar sem þær greinar hafa þýðingu. T. d. mætti varpa fram þeirri spurningu hvort síður sé ástæða til þess hér en í öðrum löndum, að læknastúdentar nemi nokkuð í eðlisfræði. I menningarsögu þjóðarinnar á fyrra helmingi 20. aldarinnar mun dr. Ólafi jafnan verða skip- að virðulegt sæti og hann talinn mestur frömuður stærðfræði- legra mennta í landinu. Með kennslu sinni, útgáfu kennslu- bóka og með persónulegum áhrif um gegndi hann mikilsverðu hlutverki í þróun raunvísinda hér. Þjóðin öll á honum þakkar- skuld að gjalda, en gamlir nem- endur sérstaklega. Þeir minnast hins eldlega hvetjanda, hins snjalla kennara, hins föðurlega vinar. Og allir höfum við það af honum lært, að þar sem ekki eru lífvænleg skilyrði, þar er hægt að skapa þau. Trarusti Einarsson. VIÐ FRÁFALL dr. Ólafs Dan- íelssonar koma ótal minningar Fáið hreinni, hvítari tennur og ferskt munnbragð Þeir, sem þegar hafa sent umsóknir um lán, gjöri svo vel og endurnýi þær innan hins ákveðna tíma. Stjórn Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna. EXöltsm epsiað fasteigna- og bílasölu að SPÍIALASTlG 1, Afgreiðslutími á kvöldin frá kl. 6—9, nema laug- ardaga og sunnudaga frá kl. 2—6 e. h. Símiokkarer: 1-37-70. Tökum að okkur sölu á alls konar fasteignum, skip- um og bílum. Höfum nú þegar m. a. kaupanda að góðri 4 herbergja íbúð. — Útborgun um 250 þúsund. — Ennfremur íbúðir af flestum stærðum, víðsvegar um bæinn. Fasteigna-ogbílasalan Spítalastíg 1. Sími 1-37-70. notið COLGATE Chlorophyll Toothpaste fram í huga mér, allt frá því að ég man eftir mér og fram á síð- ustu ár. Dr. Ólafur og kona hans, frú Ólöf Sveinsdóttir, sem látin er fyrir allmörgum árum, voru einkavinir foreldra minna um tugi ára. Leið varla svo vika, að þau hittust ekki til að spila eða spjalla saman. Faðir minn, Ágúst H. Bjarnason og dr. Ólafur voru slíkir vinir að fágætt mun vera. Ég minnist dr. Ólafs sem hins prúðasta manns, er ég hefi kynnzt. Hann var alúðlegur og einkar hlýr í viðmóti, manna kurteisastur og snyrtimenni mesta. Aldrei man ég til að honum sinnaðist við nokkurn mann, og aldrei lagði hann annað en gott til manna. En hann varð oft undrandi og hissa á fáfræð- inni í kringum sig, og hann mun hafa haft mjög takmarkaða virð- ingu fyrir hinum húmanistisku fögum. í því sambandi má minna á hina klassisku. grein hans_ í Tímariti Verkfræðingafélags ís- lands fyrir mörgum árum, er nefndist „Húmaníóra", þar sem hann gerði góðlátlegt grín að hugsanagraut ýmissa skálda og „fræðimanna“. Án efa hefur það verið erfitt fyrir doktor í stærðfræði með gullverðlaun frá háskólanum í Kaupmannahöfn að setjast hér að upp úr aldamótunum til þess að kenna unglingum einfaldan reikn ing og undirstöðuatriði í algebru og flatarmálsfræði. En aldrei heyrði ég hann minnast á slíkt. Um mörg ár kenndi hann við Kennaraskólann auk þess, sem hann vann myrkra á milli við aukakennslu heima hjá sér til þess að geta haft til hnifs og skeiðar. Þegar stærðfræðideild var loks stofnuð við Mennta- skólann í Reykjavík fluttist hann að þeim skóla, og ásamt Þorkeli veðurstofustjóra Þorkelssyni, lagði hann grundvöllinn að þeirri deild. Stofnun stærðfræðideildar innar er einhver merkasti áfangi í öllum skólamálum íslendinga frá því að kennslulögin voru sett. Með kennslustörfum sínum og samningu ýmissa kennslubóka í reikningi, algebru, flatarmáls- fræði og hornafræði hefur dr. Ólafur lokið upp nýjum heimi, sem hver borgari nú á tímum verður að hafa nokkra innsýn í, en var áður nærri óþekktur á íslandi. Þetta brautryðjandastarf hans var unnið á hljóðlátan hátt, ón alls ytra brauks eða bramls, en þjóðin öll stendur í mikilli þakkarskuld við þennan mann. Hákon Bjarnason. Dr. Ólafur Daníelsson var snjall og skemmtilegur kennari svo að af bar. Á skólagöngu minni kynntist ég aldrei jafn á- gætum kennara, að öðrum ólöst- uðum, og eru flestir skólabræðra minna á sama máli. Áhugi dr. Ólafs við kennsluna var slíkur, að hann gleymdi oft bæði stund og stað, en okkur nemendum fannst tíminn oft örfljótur að líða. Hann skildi vel æsku okkar og brek, og þótti viðbrögð okk- ar bæði skiljanleg og eðlileg. En umburðarlyndi hans var mikið. Mér er í minni haust eitt, er einn nemendanna kom norðan af Siglufirði hálfum mánuði eftir að skóli hófst. Þá sagði dr. Ólaf- ur: „Jæja piltar mínir, hvað eigum við að gera við hann Sæmund okkar, það er ákaflega slæmt að hann missi af byrjun- inni, því að þetta er þýðingar- mikil byrjun. Jú ég veit það, við byrjum bara aftur „forfra“, þið hafið allir gott af því.“ Þegar svo bar við, að einhver heltist úr lestinni um stund sak- ir veikinda, kom það oft fyrir að dr. Ólafur tók þann mann í nokkra heimatíma umtölulaust og án endurgjalds. Við gamlir nemendur dr. Ólafs Daníelssonar munum lengi minn- ast mannsins og kennarans með hlýhug og þakklseti. Slíkir ágæt- ■ ismenn eru ekki ó hverju strái. Jón Á. Bjarnason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.