Morgunblaðið - 04.03.1958, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.03.1958, Blaðsíða 2
2 MORGVNBL.4ÐIÐ Þriðjudagur 4. marz 1958 Sjómaðurinn sem myrti unnustu sína ætlaði með henni á dansleik Þau ætluðu oð byrja oð búa innan skamms. Frásögn aí írumrannsókn málsins Sófasett sem öndvegi hf. liefur á boðstólum. Húsgagnaverzlun opnar Valbjörk flutt á Laugaveg 133 og beitir Öndvegi hf. EINN af hörmulegustu atburð- um í sögu bæjarins síðasta ára- tuginn, átti sér stað á laugardags kvöidið, og hafa landsmönnum þegar borizt fregnir af honum. Um klukkan 5,30 á sunnudags- kvöldið varð kunnugt, að 36 ára gömul kona, tveggja barna móðir, hafði verið myrt í íbúð þeirri, er bráðlega átti að verða hennar eig- ið heimili. Kona þessi var Sig- ríður Sigurgeirsdóttir til heim- ilis að Skólavörðustíg 35 hér í bæ, einkadóttir foreldra sinna. Þá þegar um kvöldið féll grun- ur á unnusta hennar, Guðjón Magnússon Guðlaugsson sjó- mann, 31 árs, frá Skálholti í Grindavík, en þar búa foreldrar hans nú. Seint á sunnudags- kvöldið var hann handtekinn á heimili foreldra sinna. í gærdag játaði hann að hafa orðið Sig- ríði unnustr sinni að bana seint á laugardagskvöldið. Hafi hann verið gripinn æði og framið þenn- an hryllilega verknað meðan á því stóð. ★ Frumrannsókn máls þessa hófst þegar á sunnudagskvöldið um klukkan 5,30 og má heita, að hvíldarlaust hafi verið að því unnið þar til um klukkan 6.15 í gærkvöldi, að sakadómari, Valdi mar Stefánsson, og Sveinn Sæ- mundsson, yfirmaður rannsókn- arlögreglunnar, skýrðu blöðun- um frá því, sem þegar hafði fram komið við þessa frumrannsókn. Er drápsmaðurinn, Guðjón Magn ússon Guðlaugsson, hafði játað verknaðinn síðdegis í gær, var hann úrskurðaður í gæzluvarð- hald og til geðheilbrigðirann- sóknar. . ★ I aðaldráttum var frásögn sakadómara af atburði þessum og aðdraganda á þessa leið: Um klukkan 17,25 á sunnudag- inn var lögreglunni tilkynnt, að morð myndi hafa verið framið í rishæðaríbúð að Eskihlíð 12B. Hús þetta er stórt fjölbýlishús. Lögreglan var komin á vettvang skömmu síðar. I íbúðinni hafði Sigriður Sigurgeirsdóttir fundizt örend, fáklædd undir sæng á legu bekk. Á líkinu var ein mjög djúp hnífstunga, vinstra megin á brjósti, og tvær hnífstungur aðr- ar. Blóðugur hnífur, nýlegur að sjá, mjög blaðlangur og oddhvass, lá alblóðugur á gólfi upp við skáp. Sem fyrr greinir var Sigríður trúlofuð Guðjóni Magnússyni Guð laugssyni, Skálholti í Grindavík. Það var í ráði að þau færu að búa í þessari rishæðaríbúð innan skamms. Þau áttu dreng tveggja ára. ★ Á laugardaginn var hafði Guð jón verið að dytta að íbúðinni. Ár- degis hafði hann keypt flösku af konjakki. — Um nónbil hittir hann Sigríði unnustu sína í í- búð þeirra og neyttu þau þá lít- ils háttar af konjakkinu. Þau fóru svo um kvöldið heim til Sigr- íðar og foreldra hennar að Skóla- vörðustíg 35 og borðuðu þar kvöldmat. Voru þau þar til kl. um 9 á laugardagskvöldið. Það hafði komið til ta'3 milli þeirra, að þau færu saman á dansleik. En úr því varð ekki, svo að þau héldu kyrru fyrir um kvöldið í íbúð inni í Eskihlíð 12B. — Guðjón hefur skýrt svo frá, að þau hafi þar drukkið úr flöskunni. Þegar nálgaðist miðnætti, segir Guðjón, að þau hafi orðið ósátt og farið að kýta. Hann kveðst lengi hafa þjáðst af afbrýðisemi gagn- vart unnustu sinni. Hafi hann í þessari orðasennu skyndilega ver- ið gripinn þvílíkri heift og æði, að harin hafi ekki vitað sitt rjúk- andi ráð. 1 þessu hryllilega æðis- kasti hafi liann gripið saxið langa, ráðizt að unnustu sinni og stungið hana til bana. Telur Guð- jón að hér hafi allt lagzt á eitt, langvarandi afbrýðisemi, ölæði og ofsreiði andartaksins sem nálgazt hafi fullkomna brjálsemi. En Guðjón skýrði einnig frá því, að þessar afbrýðisemi-hug- renningar hans hafi verið algjör- lega ógrundaðar og hann hafi í rauninni ekkert haft fyrir sér í þeim efnum. Hafi unnusta sín æ- tíð verið sér góð og trú. Sömuleiðis hafi tilvonandi tengdaforeldrar verið sér einstak- lega góðir. Guðjón segir, að þá er hann hafi verið búinn að vinna hroða- verknað þennan, hafi hann verið gripinn ofsahræðslu, og stokkið út úr íbúðinni. — Talið er, að Guðjón hafi ráðizt með hnífinn á unnustu sina, þar sem hún lá á legubekkn- um, því að engin verksummerki bentu til, að til sviptinga hafi komið í herberginu, sem er lítið — Trúlega hafa hnífstung- urnar orðið konunni fljótlega að bana. ★ Líklegt er talið, að Guðjón hafi myrt unnustu sína laust fyrir miðnættið, því er hann flýr á brott eftir verknaðinn, nær hann sér í leigubíl og ekur heim til sín suður í Grindavík, en þangað virðist hann hafa komið laust fyr ir klukkan 2 aðfaranótt sunnu- dagsins. Á leiðinni neytti hann áfengis og kom snöggvast við í Keflavík. ★ Um heimkomu hans til foreldra hans í Grindavík þessa nótt, lágu ekki fyrir upplýsingar í gær- kvöldi, en þar syðra voru rann- sóknarlögreglumenn og fulltrúi sýslumanns Gullbringu- og Kjós- arsýslu við yfirheyrslur í gær. Vitað var, að Guðjón fór á sunnudagsmorguninn til læknis- ins í Keflavík, vegna áverka á síðu. Rannsóknarlögreglan er ekki búin að fá fulla vitneskju um það hvemig á þeim áverka stendur. — Þegar Guðjón kom frá lækn- inum í Keflavík, fór hann inn á herbergi heima hjá sér, dæsti að sér og lét ekkert á sér bæra. — Seint á sunnudagskvöldið komu rannsóknarlögreglumenn héðan fra Reykjavík og handtóku Guð- jón, sem ekki veitti neina mót- spyrnu. Var komið með hann hingað til Reykjavíkur aðfara- nótt mánudagsins og hann þá strax tekinn til yfirheyrslu. Var frambui-ður hans þá mjög rugl- ingslegur og sum atriði hans aug- Ijós markleysa. Rannsóknarlög- reglan hefir fengið þær uppl. hjá þeim, sem telja sig kunnuga Guð- jóni, að hann Iiafi ekki verið fylli- lega heill á geðsmunum. Þetta var í öllum aðalatriðum frásög* rannsóknarlögreglunnar. ★ Þessu til viðbótar er þess að geta, að Grindvíkingur einn, er Mbl. átti símtal við í gær, sagði að fregn þessi hafi komið eins og reiðarslag yfir kauptúnið. — Ég þekki Guðjón ekki að öðru en að vera gæfur maður, sem gott er við að eiga. Hann hef ur aldrei verið viðriðinn neina ó- knytti hér. Svo hefur þó virzt sem hann hafi upp á síðkastið gerzt meira hneigður til víns. Að honum stendur duglegt og heið- arlegt fólk. Faðir Guðjóns er Guð laugur Guðjónsson verkamaður, en hann og kona hans eiga átta upkomin börn, fjórar dætur og uppkomin börn, fjói'ar dætur og fjóra syni. Guðjón hefur ekki verið í Grindavík að undanförnu. Hefur hann verið landmaður á bát í Keflavík. ★ Sigríður heitin var einkabarn foreldra sinna, frú Ingunnar Öl- afsdóttur og Sigurgeirs Guðna- sonar, en hann er sonur Guðna steinsmiðs (á Grtttisgötunni). — Hún lætur eftir sig 16 ára dótt- ur, Ingunni, og svo litla dreng- inn, sem heitir Sigurgeir eftir afa sínum. Þeim, sem þekktu Sigríði, bera henni mjög á einn veg söguna. — Hún var mjög stillt og prúð stúlka, og sérlega nærgætin við móður sína sem um tveggja ára skeið hefur átt við mikla van- heilsu að stríða tg orðið að ganga undir uppskurði, sagði kona ein, sem þekkt hefur Sigríði og heim- ili foreldra hennar frá þvi Sigríð ur var lítil telpa. Hún var Ijós yfirlitum og mjög myndarleg ung kona. Þau Sigríður og Guðjón voru fyrir nokkru búin að kaupa sér húsgögn í íbúð sína í Eskihlíð 12b, en í hana hafði Guðjón lagt fé, er hann fékk fyrir hús, sem hann átti suður í Grindavík. — Börnin voru hjá foreldrum Sig- ríðar. í GÆR var útbýtt á Alþingi eft- irfarandi þingsályktunartillögu, sem flutt er af Einari Olgeirs- syni og Karli Guðjónssyni: „Neðri deild Alþingis ályktar að skipa fimm manna rannsókn- DeiWarstpri V arnarmáladeiH- ar og „reiknings- meistarinn64 gefa skýrslur • TÍMINN slsýrir frá því á sunnu- dag, að haldið hafi verið áfram aðalfundi Framsóknarflokksins á Xaugardag og hafi Tómas Árna son, deildarstjóri í Varnarmála- deild, fiutt „skýrslu fjársöfnun- arnefndar T;mans“. Hins vegar svarar Timinn ekki, fremur en fyrr, þeim spurningum, sem Mbl. hafur matg iiekað út af vöru braskinu í bzskistöð Regins h.f. í Silfurtúm og er því enn allt á huldu um þær fjárupphæðir sem þar er um að ræða. Skýringíu kann raunar að vera sú, að deild- arstjóri Varnarmáladeildarinnar, ítem veitti „heimildnna“ til brasksins með varnarliðsvörur ar hafi ekki haft tima til að sinna því máli um skeið vegna annríkis við „fjársöfnunina handa Tímanum". Tíminn getur þess ennfremur, að Ólafur Jóhannesson próf., „for maður skipulagsnefndar", hafi á sama fundi flutt skýrslu. Eins og kunnugt er, var Ólafur annar aðalreikningsmeistarinn, sem undirbjó kosningaklæki Hræðslu bandalagsins fyrir þingkosning- arnar 1956. Ef til vill hefur nú þótt ástæða til að endurskoða þá reikninga eitthvað í ljósi bæjar- stjórnarkosninganna. Þær sýndu greinilega óvinsældir þess banda lags og er ekki ótrúlegt að reikn íngsmeistarir-n hafi nú í því sam bandi athugað hvaða möguleik- ar hin „algera" sameining Fram sóknar og kommúnista gæfi til nýs kosningabralls, þegar hent- ugt þykir. f DAG hefur húsgagnaverzlunin sem áöur hét Valbjörk, starfsemi sína í nýjum húsakynnum að Laugavegi 133, undir nafninu Öndvegi h.f. Var fréttamönnum boðið að skoða hin nýju húsa- kynni í gærdag. — Verzl- unin hefur á boðstólum sömu vörur og áður, sem eru húsgögn alls konar í mjög fjölbreyttu úr- vali. arnefnd innandeildarmanna sam- kvæmt 39. gr. stjórnarskrárinn- ar til þess að rannsaka: 1) hvaða sala á þeim varningi, er herlið Bandaríkjanna á ís- landi eða verktakar í þjónustu þess hafa flutt inn tollfrjálst, hefur farið fram með leyfi ís- lenzkra stjórnarvalda; 2) hvort farið hafi verið að lög- um og settum reglum um þau viðskipti; 3) hvers vegna hluti af þeim viðskiptum sé framkvæmdur af öðrum aðilum en þeim, sem ríkis- stjórnin hefur falið þessa verzl- un; 4) hvaða einkaaðilar séu kaup- endur og hvern ágóða þeir muni hafa haft af þeim viðskiptum. Nefndin stal hafa það vald, sem heimilað er í 39. gr. stjórn- arskrárinnar, til þess að heimta skýrslur af embættismönnum og öðrum. Nefndin skal að rannsókn lok- inni gefa deildinni ýtarlega skýrslu um störf sín og niður- stöður“. NEW YORK, 3. marz. — Sænski herforinginn von Horn hefur verið skipaður yfirmaður gæzlu- liðs SÞ í Falestínu, en Burns hershöfðingi er að láta af störf- INGI R. JÓHANNSSON lét ekki við það sitja að vera skákmeistari Reykjavíkur 1958 heldur bætti hann og við sig hraðskákmeistara titli þessa árs, er úrslitaKeppni hraðskákmóts Reykjavikur fór fram í Sjómannaskólanum í fyrra dag. Herman Pilnik, stórmeistari, hreppti annað sætið, en hann keppti sem gestur á mótinu. Þriðji varð Guðmundur Pálma- son og má segja að þessir þrír hafi borið allmjög af, því að ekki var nema hálfs stigs munur a útkomu þeirra hvers um sig. Ann ars urðu úrslitin þessi: 1. Ingi R. Jóhannsson 21(6 v. 2. Herman Pilnik .... 21 v. Verður rekin með sama sniði og áður Baldur Guðmundsson sem rek- ið hefur Valbjörk h.f., að Lauga- vegi 99, veitir einnig hinni nýju verzlun forstöðu. Verzlunin verð- ur rekin með sama fyrirkomu- lagi og áður og hefur aðalumboð fyrir Valbjörk h.f. á Akureyri. Bólstrun Fyrirhugað er að í sambandi við hina nýju verzlun verði kom- ið á fót bólstrun, til þess að auka á fjölbreytni þess sem verzlað er með og að gera þjónustuna fyllri. Verzlunin mun þannig hafa á boðstólum úrval af alls konar húsgögnum og auk þeirra gólfteppi, dregla og áklæði. Hef- ir verzlunin nú þegar á annað hundrað tegundir af áklæði. Rúmgóð og vistleg húsakynni Húsnæði það sem verzlunin hefur nú til umráða er mjög vistlegt og rúmgott. Málningarliti í verzlunina hefur Sveinn Kjarval valið en Svan Magnússon og Björn Gíslason séð um verkið. Grindavíkurbátar hefja netjaveiði GRINDAVÍKURBÁTAR hafa nú lagt línu sína á land. 1 landleg- unni í gær var unnið að'liví að steina netin og' mun flotinn þar almennt róa með net er veðrinu slotar. Á línuvertíðinni hafa 19 hátar róið frá Grindavík, en nú þegar bátarnir hefja netjaveiðar munu fleiri bátar leggja upp þar. — Hæstu bátar í Grindavík eru Hrafn Sveinbjarnarson, Arnfirð- ingur og Sæljón. Fyrir helgina lagði bátur frá Reykjavík, „Ásdís“ net sin á mið Grindavíkurbáta og fékk 11 tonn í 30 trossur, eftir tvær nætur. 3. Guðm. Pálmason .. 20% V. 4. Jón Þorsteinsson .. 18 V. 5. Jón Pálsson 17% V. 6. Baldur Möller .... 16 V. 7. Sveinn Kristinsson 15% V. 8.-9. Jónas Þorvaldsson 13% V. 8.-9. Ólafur Magnússon 13% V. 10. Benóný Benediktss. 13 • V. 11. Reimar Sigurðsson 12% V. 12. Jón Víglundsson .. 12 V. Arir minna. Ingi R. tapaði fyrir Braga Ás- geirssyni og gerði jafntefli við Jón Pálsson. Pilnik tapaði fyrir Inga R. og Jóni Pálssyni. Guð- mundur Pálmason tapaði fyrir Inga R. og Pilnik en gerði jafn- tefli við Reimar Sigurðsson. — Úrslitakeppnin stóð í 5 klst. Verzl.vIftsScipti vlð varn- arllðið €$ff verktaka þess um. Ingi R. Jóh. hraðskák- meistari Reykfavíkur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.