Morgunblaðið - 23.04.1958, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.04.1958, Blaðsíða 2
2 MORCUNBT.4Ð1B Miðvik'udagur 23. apríl 1958 Hátíðahöld úti og inni lyrir börnin á vegum „Sumargjaiar ti FRÉTTAMENN áttu í gær viðtal við formann Barnavinafélagsins Sumargjafar, Pál S. Pálsson, ásamt stjórn félagsins, en það er nú að undirbúa hátíðahöld sum- ardagsins fyrsta sem er á morg- un. Félagið hefur um langt ára- bil staðið fyrir hátíðahöldum fyrir börnin þennan dag og mun svo verða enn. Þennan dag verð- ur bókin Sólskin seld á götum bæjarins og kostar hún 15 kr. Einnig blað félagsins sem heitir „Sumardagurinn fyrsti“ og merki þess. Blaðið og merkin kosta 5 krónur. Það er 29. árgangur Sólskin sem út kemur nú. Að þessu sinni hefur Fóstruskóli Sumargjafar séð um útgáfuna og er það í fyrsta skipti. Aðalstjórn um út- gáfu bókarinnar hefur haft Val- borg Sigurðardóttir, en nemandi skólans Þrúður Kristjánsdóttir, hefur gert teikningar í hana og einnig í blaðið „Sumardagurinn fyrsti“. Blaðið skýrir frá starfsemi fé- lagsins og flytur einnig margvís- legt efni. Forystugreinina hefur Halldór Kiljan Laxness slrrifað og heitir hún „Lóan“. Þá er í blaðinu prentað lag og ljóð sem heitir „Sumarkveðja til íslenzkra barna“. Ljóðið er eftir Sigurð Einarsson en lagið eftir Jón Þór- arinsson. Félaginu barst einnlg annað lag við sama ljóð, eftir Sigfús Halldórsson, tileinkað barnadeginum, og verður það gef ið út sérprentað innan skarams. Afhending merkja, bókarinnar og blaðsins Bókin „Sólskin" og blaðið, verða afgreidd til sölu í dag, frá íslenzk kona kynnir sér hreinsun málverka KONA ein hér í bæ, frú Kristín Guðmundsdóttir, húsvörður við Bæjarbókasafnið, hefur að und- anförnu aflað sér nokkurrar þekk ingar á því, hvernig hreinsa skuli gömul málverk. Fór hún m. a. út til Kaupmannahafnar sl. sum ar og fékk aðstöðu til að kynna sér þessar aðferðir við eitt af stærstu málverkasöfnum Dan- merkur. Getur hún þó ekki sagt, við hvaða safn þetta var, því að yfirleitt þarf margra ára nám í viðgerðum og viðhaldi á mál- verkum, sem er líka miklu víð- tækara en hreinsunin ein — en af sérstakri góðvild safnstjórn- enda, fékk frúin tækifæri til að kynnast hreinsunaraðferðum á um tvegja mánaða tímabili. sem hún dvaldist erlendis. Eins og öllum málverkaeigend um er kunnugt, setjast óhreinindi smám saman á olíumálverk, svo þau verða æ dekkri með aldiin- um. Einkum fer sígarettureykur illa með þau. Hér á landi hefur verið ö'rðugt að fá málverkin hreinsuð á réttan hátt. Oft reynir fólk jafnvel að þvo mál- verk með sápuvatn, en slíkt hef- ur hin skaðvænlegustu áhrif á olíumálningu. Hreinsun málverka er mikið vandaverk, því að gæta verður þess að það séu aðeins óhreinindin sem hverfa, en að sjálft málverkið verði ekki fyrir neinum skemmdum, sagði frúin. Sýndi hún blaðamanni Mbl. eina danska mynd, sem hún er nú hálfnuð með að hreinsa fyrir embættismann einn hér í bæn- um. Þetta var landslagsmynd, af skógarlundum, og var munurinn svo mikill á því sem no fði verið hreinsað og á hinu, sem ekki var búið að hreinsa, að svo virtist, sem annar helmingur myndar- innar væri málaður að degi en hinn að nóttu. Kvað frúin p&S taka um fjóra daga að hreinsa slíka mynd. kl. 1 e.h. á eftirtöldum stöðum: í skúr við Útvegsbankann, í Grænuborg, Barónsborg, Steina- hlíð, Brákarborg, Drafnarborg, Vesturborg, Lauféisborg og and- dyri Melaskólans. Merki dagsins verða afgreidd á sömu stöðum eftir kl. 4 í dag og merkin, blaðið og bókin einnig á morgun frá kl. 9 fyrir hádegi á sömu stöðum. Merkin má þó ekki selja á götunum fyrr en á morgun. Eru foreldrar beðnir að klæða börn sín vel áður en þau hefja söluna. Svo sem að venju, verða mikil hátíðahöld í bænum í tilefni dags ins, fyrir börnin. Þá verða einnig inniskemmtanir fyrir yngri og eldri börn í kvikmyndahúsum og samkomuhúsum bæjarins. Verð- ur dagskráin sem hér segir: KL. 12.45 hefjast skrúðgöngur barna frá Austurbæjarskólanum og Melaskólanum að Lækjartorgi. Leika lúðrasveitir fyrir. Skrúð- göngurnar nema staðar í Lækjar götu kl. 1,30 pg þar flytur form. Sumargjafar Páll S. Pálsson ávarp, lúðrasveit leikur sumar- lög, skemmtiþáttur verður flutt- ur og almennur söngur með und irleik lúðrasveitar. Fyrir yngri börnin hefjast kvikmyndasýningar í Nýja-, Gamla- og Stjörnubíói kl. 1,30. Aðrar barnaskemmtanir eru í Góðtemplarahúsinu kl. 1.45, þar sem börn úr Melaskólanum ann- ast skemmtiariðin ásamt yngri nemendum Tónlistarskólans og nemum í dansskóla Rigmor Han- son. í Iðnó kl. 2, þar sem Fóstra fél. faglærðra kvenna á heimilum 'Sumargjafar annast skemmtun- ina. Er hún ætluð börnum 2—7 ára. Hafnarslarfsmaður fólbrofnar í Magna SÍÐDEGIS í fyrradag varð slys hér í Reykjavíkurhöfn. Starfs- maður hafnarinnar, Sverrir Ax- elsson, Nökkvavogi 33, vélstjóri á hafnsögubáti, fótbrotnaði mjög illa. — Sverrir var að fara með mæli- tæki um borð í dráttarbátinn Magna, en hann lá utan á Goða- fossi. Var Sverrir efst í stiga sem lá niður með hlið Goðafoss og niður í Magna, er hann allt í einu missti fótanna og féll aftur yfir sig. Svo hátt var fallið, sennilega einir 5 metrar, að Sverrir snerist heilhring í loft- inu, og er hann kom niður á þilfar Magna, kom hann á báða fætur. Við fallið hælbrotnaði hann á báðum fótum og hlaut ýmsar aðrar skrámur. Liggur Sverrir nú í hinu slæma fót- broti vestur á Landakotsspítala. Samkoirta Breiðfirðingafél. É kvoid f Austurbæjarbíói kl. 3, þar sem börn úr Austurbæjarskóla (9 ára) annast skemmtiatriði auk nema í Tónlistarskólanum. í Trípólíbíói kl. 3, þar sem lúðrasveit drengjaleikur ogbrúðu leikhúsið sýnir m. a. í Iðnó kl. 4, þar sem yngri nemar Tónlistarskólans skemmta auk nema í Austurbæjarskólan- um. Leiksýning verður kl. 8 í Iðnó og sýnd Draugalestiw. — Kvik- myndasýningar verða kl. 5 í Nýja bíói, kl. 5 og 9 í Gamla bíói, kl. 5 og 9 í Hafnarbíói, kl. 5 og 9 í Stjörnuubíói og kl. 5 og 9 í Austurbæjarbíói. — Dansleikur verður í Alþýðuhúsinu um kvöldið. Aðgöngumiðar að barnaskemmt- ununum og kvikmyndasýning- um yngri barna í Nýja bíói, Gamla bíói og Stjörnubíói verða seldir í Listamannaskálanum frá kl. 5— 7 síðasta vetrardag (í dág). — Aðgöngumiðar að barnaskemmt- unum kosta kr. 10 og að kvik- myndasýningum yngri barna kr. 8,00. Vildu ekki frekari umræður BREIÐFIRÐINGAFÉLAGIÐ í Reykjavík gengst fyrir fjöl- breyttri skemmtisamkomu í Breiðfirðingabúð að kvöldi síð- asta vetrardags hinn 23. apríl. — Félagið vinnur að ýmisskonar menningarmálum í sambandi við breiðfirzkar byggðir. Eitt aðal- áhugamál þess nú er að efla björg unarskútusjóð Breiðfirðinga, og mun allur ágóði af skemmtun þessari lagður í þann sjóð. Sömu leiðis gjafir er félagsmenn eða aðrir áhugamenn í þessum mál- um vildu leggja fram þennan dag. Ákveðið er að helga þessu málefni framvegis það sem unnt yrði að gera til fjársöfnunar hinn síðasta vetrardag. Aðalstjórn félagsins skipa nú Árelíus Níelsson, formaður, Al- fons Oddsson gjaldkeri og Erling -ur Hansson ritari. NEW YORK, 22. apríl. — Full- trúi Ráðstjórnarinnar í öryggis- ráðinu dró í gærkvöldi til baka ákæruna á hendur Bandaríkjun- um um að flugvélar þeirra flygju með kjarnorkusprengjur í áttina að landamærum Rússlands, er öryggisráðið hafði gert Rússum ljóst, að það mundi vísa á bug tillögu þeirra um að ráðið skor- aði á Bandaríkin að hætta slík- um ógnunum við Rússland. — Vildu Rússar þá ekki frekari um- ræður um málið. Bílar fari ekki um Almannagjá LÖGÐ hefur verið fram á AI- þingi þingsályktunartillaga um að fela Þingvallanefnd að láta hætta allri bílaumferð um veg- inn eftir Almannagjá og leggja nýjan bílveg, er eigi liggi gegn um gjána. í greinargerð segir m. a.: Það er brýn nauðsyn að láta hætta allri bílaumferð gegnum Almannagjá, ef sá staður á að vera raunverulega friðlýstur. Nú er svo komið, að illverandi er fyrir fólk í gjánni sakir bílaum- ferðar og þess ryks og ókyrrðar, sem af umferðinni stafar. Og ekki er ólíklegt, að umferð hinna þungu farartækja, sem sífellt verða fyrirferðarmeiri, valdi auk inni hættu á hruni úr gjárbarm- inum, — og með tímanum gref- ur rykið, sem upp er þyrlað, búða rústirnar, ef þannig er haldið áfram. Almannagjá á að vera friðaður reitur, þar sem menn fara um fót gangandi, þar sem blóm og grös fá að vaxa í næði og þar sem fólk getur verið í friði við minjarnar um forna tíma og sérkennilega náttúrufegurð staðarins. Frekar mætti prýða gjána villtum blóm- um, án þess að fara samt að búa þar til nokkra blómareiti, í stað þess að ausa hana svo ryki sem nú er gert með bílaumferðinni. Auðvelt er að tryggja betri samgöngur en nú eru í gegnum Almannagjá með vegarlagningu til Valhallar af vegum þeim, sem nú liggja niður frá þjóðveginum fyrir neðan Kárastaði. Flutningsmenn tillögunnar eru Einar Olgeirsson, Eggert Þor- steinsson, Sigurður Ó. Ólafsson, Ágúst Þorvaldsson, Sveinbjörn Högnason, Bjarni Benediktsson, Jóhann Jósefsson, Finnbogi R. j Valdimarsson og Friðjón Skarp- 1 héðinsson. S.I. laugardagskvöld var Róbert Arnfinnssyni fyrstum íslenzkra leikara afhent peningaupphæð, kr. 8,000 úr Menningarsjóði Þjóð- leikhússins. Er upphæðin ætluð til utanfarar leikarans. Mynd- in er frá afhendingunni. Fréttabréf úr Skagafirði: Karlakórinn Heimir 30 óra ÞANN 28. marz s.l. minntist Karlakórinn Heimir í Skagafirði 30 ára afmælis síns með hófi í samkomuhúsinu Bitröst á Sauðár króki. Var þar margt manna saman komið. Jón Björnsson bóndi og söngstjóri á Hafsteins- stöðum flutti aðalræðuna og rakti sögu félagsins. Fleiri ræð- ur voru fluttar þar á meðal flutti Sigurður Sigurðsson sýslumaður kórnum þakkir frá sýslubúum fyrir störf hans. Þá var sýnd kvikmynd. Á milli sungu einsöng Steinbjörn Jónsson Hafsteins- stöðum og Árni Kristjánsson Hofi. Þar næst var kórsöngur Karlakórsins Heimis. Hófst hann með því að kórinn söng afmælis- ljóð er Gunnar bóndi Einarsson á Bergskála hafði ort til kórsins undir nýju lagi eftir söngstjórann Jón- Björnsson. Að lokum var stig inn dans. Hófið fór virðulega fram og var til ánægju þeim er það sátu. Stofnfundur Heimis var hald- inn að Húsey í Vallhólmi 2. des. 1927 með 10 þátttakendum. — Þetta var þó ekki fyrsta söng- félagið í sveitum Skagafjarðar. Fyrirrennari þess var Bændakór- Suiuarfagnaði frestað FORMAÐUR Stúdentafélags Reykjavíkur hefur beðið blaðið að geta þess að sumarfagnaði stúdenta hafi verið frestað til 31. þessa mánaðar og verður hann haldinn að Hótel Borg. Með góðan afla af Grænlandsmiðum PATREKSFIRÐI, 22. apríl. — j Eftir tólf daga útivist er togar- inn Gylfi væntanlegur inn í dag vestan af Grænlandsmiðum, með ágætan afla, 360—380 tonn, þar af er um 160 tonn af stórþorskí, en hitt er karfi. Togarinn landar þorskinum á Ísafirði og þaðan verður hann fluttur til vinnslu hjá Einari Guð finnssyni útgcrðarmanni í Bol- ungarvík. Karfinn verður allur tekinn hér til vinnslu. Vegna fólkseklu er ekki hægt að taka meiri fisk til vinnslu hér, því að um vikulokin er væntanlegur í kjölfar Gylfa, togarinn Ólafur Jóhannesson, einnig af Græn- landsmiðum, og mun hann vera með svipað aflamagn. Hér er rigning og suðvestan stormur í dag. Vegir hafa nú ver- ið ruddir norður til Tálknafjarð- ar og inn á Strönd, yfir Kleifar- heiðina. Vegir eru illfærir vegna j aurbleytu. — Karl. inn stofnaður í janúar 1917 af 9 bændum og bændasonum, úrvals söngmönnum er voru dreifðir um nokkra hreppa “sýslunnar. Bænda kórinn starfaði á árunum 1917—1925, en hætti þá störfum, höfðu þá dauðsföll og búferla- flutningar höggvið tilfinnanleg skörð í raðir söngflokksins. Minningin um Bændakórinn og hrifningin af söng hans lifir enn í hugum eldra fólks í Skagafirði. stofnun Heimis voru gamlir fé- Stofnendur og hvatamenn að stofnun Heimis voru gajnlir fé- lagar úr Bændakórnum, og ungir og upprennandi bændur og bændasynir. Félagið hefir nú starfað óslitið í 30 ár. Er það út af fyrir sig þrekvirki að halda uppi tímafrekum söngæfingum í öll þessi ár, þar sem þátttak- endur hafa oft verið búsettir í 5—6 hreppum sýslunnar. Flestir eru bændur, sem ekki hafa ann- an tíma aflögu til söngæfinga en kvöldin og fyrri hluta nætur, eftir að þeir hafa lokið bústörf- um á heimilum sínum. Svefntím- inn verður því stuttur þær næt- ur er söngæfingar fara fram. Söngstjóri Heimis nær allt þetta tímabil hefir verið og er enn Jón Björnsson bóndi á Haf- steinsstöðum, sem hefir rækt þetta starf af einstökum áhuga og fórnfýsi. Vert er áð geta þess að þrátt fyrir erfiðar aðstæður sem greint hefir verið frá, hafa þrír af stofn- endum Heimis verið starfandi félagsmenn öll þessi ár, þeir Björn Ólafsson bóndi Kristhóli, Halldór Benediktsson bóndi Fjalli, og söngstjórinn Jón Björnsson. Á þessum 30 árum hefir Heim- ir haldið samtals 114 opinberar söngskemmtanir innan héraðs og utan. Auk þess hefir kórinn sungið á hérðassamkomum og við fjölmörg önnur tækifæri í héraðinu. Heimir hefir á þessum þremur áratugum unnið merki- legt menningarstarf í sveitum Skagafjarðar. Hann hefir með söng sínum oft átt sinn þátt í að móta mannfundi í héraðinu og gera þá hátíðlegri en ella hefði orðið, auk ánægjunnar sem söngur Heimis hefir veitt fjölda manna, öll þessi ár. Frá Alþingi Á FUNDI sameinaðs þings kl 1,30 í dag eru fjárlögin fyrir 195í á dagskrá svo og þessar fyrir spurnir: Gjaldeyrisafkoma. Hæl Náttúrulækningafélagsins. Bisk upsstóll í Skálholti. Félagslegt ör yggi. Atómvísindastofnun Norð urlanda. Jafnlaunanéfnd. Söng kennsla. Skipakaup frá Noregi Óþurrkalán. Brotajárn. Heymjöl verksmiðja. Glímukennsla. Flóa báturinn Baldur. Vegakerfi i , Þingvöllum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.