Morgunblaðið - 11.12.1958, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.12.1958, Blaðsíða 8
8 MOnr.rt'vnr 4 fílÐ Flinmtudagur 11. des. 1958 Attræð # dag: Evlalía Cuðmundsdóttir Bolungarvík Kristmann Cuðmundsson skrifar um Bók Vilhjálms Finsens Hvað landinn sagði erlendis. Eftir Vilhjálm Finsen. Bókaútgáfan Norðri. VILHJÁLMUR Finsen var raun- verulega sendiherra íslands á Norðurlöndum löngu áður en honum var veitt sú nafnbót opin- berlega. Allt frá árinu 1922, var hann fastur starfsmaður við norska stórblaðið „Tidens Tegn" og einnig við kvöldútgáfu þess, „Oslo Aftenavis“, en síðar einn af ritstjórunum. Og fyrir þann tíma hafði hann skrifað um ís- lenzka menn og íslenzk málefni í útlend blöð, einkum dönsk, og er fyrsta greinin í þessari bók frá árinu 1904. Fjallar hún um þá dönsku nýlendusýningu, sem haldlin var í Höfn árið 1905, og var uppnefnd af íslendingum „Skrælingjasýningin“, en út af henni var mikið veður, og er skýrt og skilmerkilega frá því öllu sagt í bókinni. Þá er þar grein úr norska blaðinu „Verdens Gang“ frá 1911, um söngför danskra stúdenta til Ameríku, en með í þeirri för var ísl. óperu- söngvarinn Pétur Jónsson. Finsen var Svo sem ekki að byrja blaðamennskuferil sinn, er hann hóf að rita á norsku. Árið 1904 varð hann ísl. fréttaritari við „Politiken". Um nokkurra ára skeið var hann starfsmaður Marconifélagsins og fór þá víða um heim. Hautsið 1913 kom hann heim og stofnaði þá, ásamt Ólafi Björnssyni, „Morgunblaðið". í árslok 1921 lét hann af ritstjórn þess að fluttist upp úr því til Noregs. Gerðist hann vinsæll mjög og mikils metinn meðal Norðmanna og þótti forkunnar góður blaðamaður. Hann kunni til hlítar þá vandlærðu list, að segja það, sem máli skiptir í fá- um orðum, kunni að vera stutt- orður og gagnorður, en vekja þó athygli lesandans. Flestar greinarnar í hinni nýju bók Finsens eru frá árunum 1922 til 1938, og hefur obbinn af þeim birzt í „Tidens Tegn“, en nokkrar í öðrum norskum blöðum, svo og í „Berlingske Tidende“. — Auk greinanna um nýlendusýninguna dönsku og söngför dönsku stúd- entanna, er í upphafi bókarinnar viðtal, frá 13. febr. 1913, við Gu'- mund Kamban, „ungan og dálítið óframfærinn", skömmu áður en Konunglega leikhúsið sýndi leik rit hans „Höddu-Pöddu“. Þar er þess getið, að Jóhann Sigurjóns- son sé á góðum vegi til heims- frægðar, Gunnar Gunnarsson riti prýðilegar smásögur og góð kvæði, og ljóðskáldið Jónas Gu-;- laugsson sendi frá sér hvert kvæðasafnið eftir annað. Viðtal- inu fylgir mynd af Kamban ung- um og önnur tekin í Höfn 1942, — líklega síðasta Ijósmyndin, sem til er af honum. Starfsferill höf. hefst svo í Nor- egi með grein um bannlögin, frá 6. febr. 1922. Þá er viðtal við að-- alræðismann Norðmanna á ís- landi, Henry Bay, fróðlegt um ástand þeirra tíma. Síðan er rætt við forsætisráðherrann Sigurð Eggerz um afnám áfengisbanns á íslandi, og við sendiherra okk- ar í Danmörku, Svein Björnsson, um sama efni. Geir Zoéga talar um járnbrautir og Thor Jensen um hag sjávarútvegsins. Kennara stóll í íslenzku er stofnaður við háskólann í Osló, og öruggar frétt ir herma, að hann sé ætlaður ís- lendingnum Sigurði Nordal, sem þá er fyrir nokkru orðinn próf- essor við Reykjavikurháskóla. Knud Zimsen segir frá ráðagerð- um um upphitun höfuðstaðarins með hveravatni, og þótti sú frétt merk. Finnur Jónsson heldur fyr- irlestra víð háskólann í Osló og neitar því ákveðið að ísland eigi réttarkröfu til Grænlands. Einar Benediktsson og Bjarni frá Vogi eru honum ósammála. Þá er við- tal við Þorstein Gíslason um „öfl- uga borgaralega sameiningu á fs- landi“. Síðan er rætt við skáldið Davíð 'Stefánsson og prýðileg skrípamynd af honum eftir Kolu- man. „Áfengisbannið á fslandi hrein- asta smán“, segir bæjarfógetinn í Reykjavík, Jóhannes Jóhannes- son. Samningarnir um kjöttollinn vekja allmikla athygli, og mikið er rætt um fjármál og annað ástand á ísaláði, allt fróðlegt og létt aflestrar. Þó er og ýtarlegt Vilhjálmur Finsen viðtal við Einar skáld Benedikts- son um ísland og Grænlandsmál- ið, en Einar barðist eins og kunn ugt er ötullega fyrir rétti ís- lendinga í því máli. 29. júní 1924 gaf „Tidens Tegn“ út sérstakt „fslandsblað“, sem var tileinkað Sveini Björnssyni sendi herra. Tilefnið var hvorki mera né minna en það, að „honum hafði tekizt, ásamt þeim Jóni' Árna- syni, síðar/ þjóðbankastjóra, og Pétri A. Ólafssyni ræðismanni, að fá norsk stjórnarvöld til að falla frá hækkun á tollínum á söltuðu .íslenzku kindakjöti í Noregi.“ Ritaði margt stórmenni í það blað að vonum, og Finsen á í því ail-, margar greinar og birtir tvær þeirra í bók sinni. Viðtöl eru sama ár við Garðar Gislason og Jón Laxdal. Hinn síðarnefndi seg ir frá tónlistarlífinu á íslandi það herrans ár 1924. „Góðir norskir listamenn ættu að fara til ís- lands“, segir hann m. a. og var sú hugmynd framkvæmd mörg- um árum síðar. Guðmundur Jóns- son skipstjóri er sagður „skæðasti óvinur þorksins" um þessar mund ir, og talið er að stjórnin sé mjög völt í sessi 23. marz 1925. 11. apríl ræðir Ágúst Kvaran um þjóðleikhús á íslandi, og Gunnar Gunnarsson talar um nor ræna samvinnu í Osló. í viðtalj við Finsen gerir hann grein fyrir því, hvers vegna hann skrifi á dönsku. Skemmtilegt viðtal, — en sama er raunar að segja um obb- ann af viðtölunum í bókinni. — Sigurður Nordal er gestur Oslóar háskóla í ágúst 1925, og er viðtal við hann ásamt mynd, sem er mjög ólík honum. Einar Markan syngur og er vel tekið. Kaaber bankastóri segir frá fjárhagsmál- um íslendinga, og ísl. karlakór kemur til Noregs 1926. Norska Titan-félagið ætlar að hefja stóriðnað á íslandi 1926, og von á nýrri bók eftir íslenzkan rithöfund í Noregi 1927. íslenzk símamál eru mjög á dagskrá, kjöt tollurinn enn í uppsiglingu 1932, og rætt um beint flugsamband við Bandaríkin. Höf. er nú orðinn einn af ritstjórum „Tidens Tegn“, og eru þarna nokkrar ritstjórnar- greinar, sem koma fslandi við. Árni Eylands talar um fyrirhug- aða áburðarverksmiðju. Sumarið 1935 er hægt að tala til íslands frá Noregi, en þykir skrambi dýrt, kostar 10 kr. á mínútuna. Og svo framvegis. Hér er aðeins minnzt á fátt eitt af innihaldi þessarar stórfróðlegu og skemmtilegu bókar. Hún gefur dálitla hugmynd um það feikna- starf, sem Vilhjálmur Finsen hef- ur unnið í þágu þjóðar sinnar sem blaðamaður í Noregi, og eru þó vitanlega fæstar af greinum hans birtar í þessari bók, — til þess þyrfti mörg bindi slík. „Hvað landinn sagði erlendis", er ánægjuleg bók, sem ekkj mun rykfalla í hillum, en verða mikið lesin af öllum stéttum þjóðfé- lagsins. ÞAÐ sem af er þessari öld hefur verið mikið um hátíðahöld hér á landi, af margskonar tilefni, en þrjár hátíðir hafa þó verið merk astar og munu lengi í minnum hafðar. En þar er Alþingishátíðin 1930, Lýðveldishátíðin 1944 og Skálholtshátíðin 1956. Eins og eðli legt er, hefur hver þessara hátíða verið með sínum sérstaka biæ, en allar hafa þær verið þjóðinni til sóma og öllum ógleymaniegar, er áttu þess kost að taka þátt í þess- um hátíðahöldum. Þá má cg telja, að þær hafi allar komið af stað nokkurri þjóðlegri vakningu. Um Alþingishátíðina og Lýð- veldishátíðina komu á sínumtíma út mjög fróðlegar og skemmti- legar bækur, er greina frá öllu bví er gerðist á þessum hátiðum og máli skiptir og vekja hinar ánægjulegustu endurminningar. Nú hefur þriðja bókin bætzt við, um Skálholtshátíðina 1956 og verður hún án efa, ein af vinsæl- ustu jólabókum þessa ars. Er bók þessi með líku sniði og hinar fyrri, en er þó dálítið lrá- brugðin, þar sem hún er bæði frá- saga um Skálholtshátíðina sjálfa og það, sem þar var flutt, en hef- ur auk þess að geyma íróðlega þætti úr sögu Skálholts. Séra Sveinn Víkingur, hiskups ritari, befur tekið bókina saman, en hann var formaður hátíða- nefndarinnar. Hefur hann ritað kaflann um hátíðahöldin og ann að er máli skiptir í því sambandi. Fjölmargar ágætar myndir prýða bókina, bæði frá hátíðahöld unum í Skálholti og Reykjavík, enda voru óvenju góð skilyrði til myndatöku í Skálholti þennan bjarta og fagra hátiðisdag. Bók þessi er í tveimur köflum. Fyrri hlutinn er frásaga um undir búning hátíðahaldanna og hátíða höldin sjálf og það helzta er máli skiptir. Þá eru birtar í bókinni ræður þær er haldnar voru, há- tíðaljóð þau, er verðlaun hlutu, leikþátturinn: „Leiftur liðinna alda“, eftir sr. Svein Víking, er einnig hlaut verðlaun hátíðar- nefndar. Þá er sagt frá hátíðahöld um þeim, er fram fóru í Reykja- vik næsta dag, skýrt frá gjöfum til Skálholtskirkju o. fl. í síðari kafla bókarinnar eru birtar mjög fróðlegar ritgerðir, eftir þrjá ágæta fræðimenn. Dr. Jón Jóhannesson, prófessor: Upphaf Skálholts og hiuir fyrstu Skálhyltingar. Dr. Magnús Jónsson: Skrúð- ganga Skálholtsbiskupa. Sr. Benjamín Kristjánsson: Skálholtsskóli. Upphaflega var svo ráð fyrir gert. að sérstakt rit kæmi út um í DAG á Evlalía Guðmundsdótt- ir í Bolungarvík áttræðisafmæli. Þessi dugmikla og drengilega kona lítur nú yfir mikið og far- sælt ævistarf. Afkomendur henn- ar eru nú orðnir yfir 90 talsins. Hún á 46 barnabörn á lífi, 39 barnabarnabörn og 5 hennar eigin barna eru á lífi. — Þessi hópur mannvænlegs og dugandi fólks minnist í dag sinnar mikil- hæfu og góðu ættmóður með ást- úð og þakklæti fyrir liðinn tíma. Evlalía er ættuð innan úr Djúpi eins og svo margir Bolvíkingar, fædd að Heydal í Reykjarfjarð- arhreppi. Til 11 ára aldurs ólst hún upp hjá móður sinni, Sigríði Bjarnadóttur, en vann eftir það að mestu fyrir sér sjálf. Ung að aldri réðist hún að Garð stöðurn til hinna ágætu hjóna Sigríðar Jónsdóttur og Jóns Ein- biskupstóls þar, en af því gat ekki orðið. Áðurnefndar ritgrerðir voru því teknar með í þessa bók og eykur það stórum gildi hennar. Hinsvegar munu ýmsir sakna þess, að ræður þær og ávörp, sem flutt voru hér í Reykjavík, seinni hátíðisdaginn, skyldu ekki vera tekin með, en það hefði auðvitað lengt bókina nokkuð og gert hana dýrari. En þegar á allt er litið, verður ekki annað sagt, en að mjög vel hafi tekizt til um útgáfu þessarr- ar bókar og að hún skipi virðu- legan sess við hlið hinna fyrri bóka um hinar þjóðlegu hátíðir 1930 og 1944. Við lestur „Skálholtshátíðar- innar 1956“, mun rifjast upp fyrir mönnum hinn ógleymanlegi dag- ur 1. júlí það ár, sem var einn hinna allra íegursfu sumardaga, er koma hér á landi. Var þetta í augum margra tákn þess, að hulinn verndarkraftur hvíldi yfir 'Skálholti og hinni ísienzku þjóð. Frágangur bókarinnar er allur hmn smekklegasti og ég hygg að ekki verði valin öliu heppilegri bók til jólagjafa, að þessu sinni en „Skálholíshátíðin 1956“. Ó. J. Þ. Aðalfundur ,Eddu4 í Kópavogi AÐALFUNDUR Sjálfstæðis- kvennafélagsins Eddu í Kópavogi var haldinn 3. þ.m. Þar voru kjörnar í stjórn: Sólrún Hanni- balsdóttir formaður, Hansína Helgadóttir, María Vilhjálmsdótt ir, Margréf Guðmundsdóttir og Ólafía Guðnadóttir. Eftirfarandi ályktun var sam- þykkt á fundinum: „Vegna nýafstaðins atburðar, sem vakið hefur skelfingu allra hugsandi foreldra, beinir aðal- fundur Sjálfstæðiskvennafélags- ins Eddu, Kópavogi, 3. des. 1958, þvi til almennings og yfirvalda um land allt að láta einskis ó- freistað til þess að vernda bernsku og æsku þjóðarinnar fyrir afbrotamönnum í kynferð- ismálum. Sérstaklega vill fundurinn skora á lögreglu, dómara og rit- stjóra blaðanna að íhuga, hvort rétt sé að halda nöfnum slíkra afbrotamanna leyndum fyrir al- menningi, því birting nafns þeirra með mynd kynni að verða einhverjum nægilegt aðhald að almenningi til leiðbeiningar varð andi öryggi barnanna. Fundurinn hvetur kvenfélög landsins til þess að taka þessi vandamál til meðferðar og láta vilja sinn í ljósi um þau“. arssonar, foreldra Jóns Auðuns alþingismanns og þeirra systkina. Síðar var Evlalia í Ögri hjá Þur- íði Óiafsdóttur og Jakobi Rósin- karssyni. Var heimili þeirra þá eitt mesta myndar- og rausnar- heimili við Djúp. Evlalía reyndist þegar í æsku frábærlega dugleg, áreiðanleg og trú i öllum sínum störfum. Árið 1901 giftist hún Sigurði Þórðarsyni frá Hestfjarðarkoti. Byrjuðu þau búskap að Markeyri í Ögurhreppi. Bjuggu þau þar nokkur ár, en fluttust síðan út að Folafæti í Súðavíkurhreppi. Bjuggu þau þar til ársins 1916, er Sigurður lézt að lokinni þungri sjúkdómslegu úr lungnabólgu. Þeim Evlalíu og Sigurði farn- aðist vel á Fæti. Bæði voru þau sérstakt atorkufólk. Sigurður sótti jöfnum höndum sjó með búskapnum, byggði upp bæ sinn og eignaðist gott og myndarlegt bú. Mikill harmur var að Evlalíu kveðinn er hún missi mann sinn á bezta aldri. Höfðu þau þá eign- ast sjö börn, sem öll voru í ómegð. Hélt hún áfram búskap og fékk ágætan mann, Jón Pét- ursson, sem ættaður var úr Reyk hólasveit til ráðsmennsku á bú- inu. Bjuggu þau saman til dauða- dags Jóns, en hann lezt árið 1936. Árið 1935 brá Evlalía búi og fluttist til Bolungarvíkur, þar sem hún hefur átt heimili síðan. Þar hefur þessi vinnusama og þrekmikla kona haldið áfram að starfa. Hefur hún stundað þar vél prjón og ekki dregið af sér við þau störf fremur en önnur. Starfsáhugi, æðrulaus festa og trygglyndi eru megin einkenni Evlalíu Guðmundsdóttur. Hún hefur aldrei látið bugast þótt á móti blési. Börnum sínum og hin- um fjölmenna hóp annarra af- komenda sinna hefur hún verið mikil og virðuleg ættmóðir. Af sjö börnum hennar eru f:mm á lífi eins og fyrr segir. Eru það þau Guðrún húsfreyja í Bolung- arvík, Sigurgeir útgerðarmaður í Bolungarvík, Hannes skipstjóri í Bolungarvík, Björg húsfreyja I Bolungarvik og Þórður skipstjóri í Súðavík. Öll eru börn Evlalíu dugnaðar- og atorkufólk. Hún varð fyrir þeirri sorg að missa tvö barna sinna, Sigur- bofgu og Þórarinn. Þekkti ég Þór- arinn vel persónulega, þar sem hann var nokkur misseri á heim- ili foreldra minna i Vigur. Var hann sérstakur efnismaður. En hann drukknaði á vélbátnum „Sæbirni" frá Súðavík árið 1930. Við, sem þekkjum Evlalíu Guð- mundsdóttur og fólk hennar, vit- um að hún er um marga hluti óvenjuleg kona. Starfsþrek henn- ar, vinnugleði og umhyggja fyrir ættingjum sínum og vinum, er einstök. f skoðunum er hún sjálf- stæð og hvikar í engu frá því, sem hún telur vera satt og rétt, enda ágætlega gefin og drengileg mann eskja. Hinn fjölmenni ættingja og vinahópur þessarar öldruðu konu hyllir hana í dag áttræða og þakkar henni allt gott á liðnum tíma. S. Bj. Skálholisháfíðin 1956 Níu alda minnings biskups- Skálholt, í tilefni 900 ára afmælis dóms á íslandi. Sr. Sveinn yíkingur sá um útgáfuna. Útg. Bókaútgáfan HAMAR.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.