Morgunblaðið - 17.02.1959, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.02.1959, Blaðsíða 20
V EÐRÍD Suð-austan rok og rigning Svaðilför togarans Gerpis — Sjá bls. 11 39. tbl. — Þriðjudagur 17. febrúar 1959 Dauðaslys á togara út af Vestfjörðum ÍSAFIRÐI, 16. marz. — Togarinn Þorsteinn Ingólfsson kom hingað inn aðfaranótt sunnudagsins. Sviplegt slys hafði orðið um borð [ togaranum og einn skipverja beðið bana. Maðurinn sem beið bana var Ottó Guðmundsson frá Hafnarfirði. Þorsteinn Ingólfsson kom hing- að inn á laugardaginn og tók hér ís. Hélt hann aftur út á miðin um hádegisbilið. Togarinn mun ekki hafa verið búinn að vera á miðunum nema nokkrar klukkustundir er hið sviplega slys bar að höndum. Ottó Guðmundsson ,sem var háseti á skipinu, hafði fallið í stiga er liggur niður í hásetalúkarinn. Hafði hann komið illa niður á höfuðið og var meðvitundarlaus er skipsfélagar hans komu honum til hjálpar og lögðu hann í koju sína. Þegar togarinn kom hingað inn var Ottó Guðmundsson lát- inn. Hinn látni sjómaður var 48 ára að aldri og bjó á öldugötu 4 í Hafnarfirði. Hann var ættaður frá Þingeyri. — G. Háskólaráð veitir ammnmgu Morgunblaðinu hefir borizt eftirfarandi ályktun, sem gerð var á fundi Háskóla- ráðs í gær: ^ „í 1. tölublaði Stúdentablaðs, Gunnþórunn Hulldórsdóttir A SUNNUDAGINN lézt hér í Reykjavík Gunnþórunn Hall- dórsdóttir, leikkona, á 88. aldurs- ári. Lézt hún á heimili sínu, Amtmannsstíg 5. Með Gunnþórunni er fallinn í valinn einn af forvígismönnum leiklistarinnar hér á landi. Hún var síðust eftirlifandi af stófn- endum Leikfélags Reykjavíkur. Fyrstu sporin á leiksviði steig hún í Breiðfjörðsleikhúsi við Bröttugötu, í ársbyrjun 1895. Hún hafði leikið um eða yfir 100 hlutverk á leiksviði hér í bæn- um, langmest hjá Leikfélagi Reykjavíkur, þar sem hún lék um 70 hlutverk. Síðast þeirra var gamla konan, Anna heyrnar- lausa, í „Jónsmessudraumur í fátækraheimilinu". Ásamt Frið- finni Guðjónssyni, lék hún við opnun Þjóðleikhússins í Fjalla- Eyvindi. Hún var kosinn heiðurs- félagi Leikfélagsins 1938. Hún var ein langfremsta leikkona Is- lands fyrr og síðar. KÓPAVOGUR SKEMMTUN Sjálfstæðisfélag- anna í Kópavogi er í kvöld í Breiðfirðingabúð. KEFLAVÍK FULLTRÚARÁÐ Sjálfstæðisfé- laganna i Keflavík heldur fund í Sjálfstæðishúsinu annað kvöld, miðvikudag 18. febr. kl. 8,30. — Kosnir verða fulltrúar á Lands- flund Sjálfstæðisflokksins. Einn- ig verður rætt um flokksmál. sem út kom 7. þ.m., birtist grein með fyrirsögninni Pereat. Grein- in er nafnlaus. Ber því ritnefnd blaðsins og útgefandi, sem er Stúdentaráð Háskólans, ábyrgð á ritsmíð þessari, en hún er ó- makleg persónuleg árás á mennta málaráðherra, dr. Gylfa Þ. Gísla- son, og að rithætti og allri gerð fullkomlega ósæmileg. Háskóla- ráð telur Háskólanum og stúdent- um almennt mikla hneisu gerða með birtingu þvílíkrar ritsmíðar og lýsir megnustu vanþóknun á slíku athæfi. Háskólaráð telur, að ritnefnd hafi gerzt sek um brot á 24. gr. laga um Háskóla íslands nr. 60/ 1957, sbr. reglugerð fyrir Háskóla fslands 35. gr., þar sem kveðið er á um það, að „háskólaráð get- ur veitt stúdent áminningu eða vikið stúdent úr skóla um tiltek- inn tíma eða að fullu ,ef hann hef ur gerzt sekur um brot á lögum og öðrum reglum Háskólans eða reynzt sekur um háttsemi, sem er ósamboðin háskólaborgara". Háskólaráð vildi ekki að þessu sinni grípa til brottvikningar, en áminnir Stúdentaráð eindregið og alvarlega um að gæta betur sóma Háskólans og sjálfs sín í blaða- útgáfu sinni“. Einar Jónsson Á vegum listkynningar Morgunblaðsins hefur undanfarið stað- ið yfir sýning á eftirprentunum Helgafells á listaverkum nokk- urra íslenzkra myndlistarmanna. Myndin hér að ofan er af list- ofinni mynd eftir Ásgerði Búadóttur. Nefnist listaverkið: Kona með fugl. Leitinni að Júlí bráð- lega hœft ENN hefur ekkert spurzt til tog- arans Júlí frá Hafnarfirði, sem hvarf um fyrri helgi vestur á Nýfundnalandsmiðum, í hinu ægilegasta veðri er þar geysaði. Lancaster-flugvél frá kanad- íska flughernum í Torbay og Neptune-flugvél frá bandaríska flughernum leituðu í gær, en skyggni var mjög slæmt, Ákveðið hefur verið að halda leitinni áfram í dag. Líkurnar fyrir því að togar- inn eða skipbrotsmenn af honum finnist, minnka nú óðum. Flug- vélar og skip hafa leitað á feikna stóru svæði, en árangurslaust. — Hafa flugvélar og skip kannað um og yfir 60,000 fersjómílna svæði, síðan leitin að togaranum hófst. En á Nýfundnalandsmiðum hefur síðan skipið hvarf verið mjög risjótt veður, hvassviðri og frost, snjókoma og skyggni lé- legt. Hafa flugvélarnar verið búnar ratsjám, jafnframt því sem sérstakir varðbergsmenn hafa verið í leitarfluginu, þegar því hefur verið við komið að fljúga yfir hafflötinn undir skýj- um. Líkur eru til að leitinni verði mjög bráðlega hætt. Mesta Jbrumuveður sem komih hefur í áratugi HEITA má að stormar hafi verið stöðugir hér á landi undanfarnar 3 vikur og hefur þetta haft hin- ar alvarlegustu afleiðingar í för með sér fyrir þjóðarbúið, því ekki hefur verið komizt á sjó. Útgerðarmenn og sjómenn eru langþreyttir á þessu stöðuga að- gerðarleysi. í svo sem tvö skipti munu bátar hafa komizt út á miðin. Ekki var þó um að ræða almennan róður bátanna í bæði skiptin. Fóru þessir róðrar að mestu út um þúfur, því bátarnir hrepptu storm yfir línunni og urðu ýmist frá að hverfa eða drógu aðeins lítinn hluta af henni, og afli rýr. Á sunnudagsmorgun gekk hér yfir Reykjavík mesta þrumuveð- ur, sem komið hefur í áratugi. Aðalþrumuveðrið var milli kl. 7—7,30. Ekki er kunnugt um að tjón hafi hlotizt hér í bænum af völdum þess, en skammhlaup varð á háspennulínunni til bæj- arins og var rafmagnslaust nokkra stund í bænum. Þegar þrumuveðrið stóð sem hæst, tald. ist mönnum að 20 eldingarleift- ur hafi sézt og í kjölfar þeirra óskaplegur þrumugnýr. Talið er að þrumuveðrið hafi staðið lengur ýfir í nærsveitum bæarjns, t.d. hafði það staðið leng ur á Keflavíkúrflugvelli. AKUREYRI, 16. febr. — Hingað hefur enginn blaða- eða bréfa- póstur borizt frá því á miðviku- daginn var, að hann kom með flugvél frá Reykjavík. Á fimmtu- daginn kom hingað að vísu flug- vél að sunnan en hún flutti hvorki póst né blöð. Elding kveikti í Borgarneskirkju Glœsilegur sigur lýð- rœðissinna í Múrara- félagi Reykjavíkur UM síðustu helgi fór fram stjórn arkjör í Múrafélagi Reykjavíkur. Tveir listar voru í kjöri. A-listi sem borinn var fram af meiri- hluta uppstillingarnefndar og studdur af lýffræðissinnum og B- listi, er skipaður var kommúnist- «m og studdur af þeim. Úrslit urðu þau, að A-listi lýð- ræðissinna hlaut 91 atkv., en B- listi kommúnista 61 atkv. Stjórn félagsins er nú þannig skipuð: Einar Jónsson, formaður, Jón G. S. Jónsson, varaform., Ásmundur Jóhannsson, ritari, Hilmar Guðlaugsson, gjaldkeri styrktarsjóðs og Þráinn Þorvaldsson, gjaldkeri félagssjóðs. Varastjórn: Þorsteinn Ársælsson, Jón V. Tryggvason Baldvin Halldórsson. Trúnaðarmannaráð: Guðni Halldórsson, Hreinn Þorvaldsson, Ólafur Bjarnason, Stefán B. Einarsson, Sighvatur Kjartansson, Jón Guðmundsson. BORGARNESI, 16. febr. — í ó- venju miklu þrumuveðri, er gekk hér yfir á sunnudagsmorguninn, laust eldingu niður í kirkju kaup. túnsins, sem nú er í smíðum og kom upp eldur í henni. Elding- arnar orsökuðu víðar skenííndir hér. Þrumuveðrið, sem stóð óslitið að heita má frá klukkan 7—8 árd., virðist hafa náð hámarki sínu um kl. 7,30 — Var þrumu- gnýrinn þá einna mestur og er það álit manna að um það leyti hafi eldingunni slegið niður í turn kirkjunnar. Álitið er að eld- inginn hafi komizt eftir vatns- leiðslulögn allt út í net, sem klætt er með, en kirkjan er múrhúðuð. I öðrum útveggnum hefur svo kviknað í trétexklæðningu. Þeg- ar að var komið í kirkjuna um hádegið, var hún full af reyk, og rífa varð múrhúðunina frá á kafla, til að komast að eldinum og kæfa hann. í nokkrum húsum sprungu raf- öryggi, en í samkomuhúsinu og og á heimili Sig. Guðsteinss. hljóp eldinginn í rafeldavélar og stór- skemmdi þær báðar. Á bænum Árbrekku, sem er 10 km frá Borgarnesi, laust eldingu í húsið, og þar sem hún hljóp í steypustyrktarjárn við stiga þar í húsinu, sprengdi eldingin stein- inn frá járninu. FUNDURINN, sem vera átti í kvöld fellur niður af óviðráðan- legum ástæðum. Varðarfundi frestað ! > N VEGNA ófyrirsjáanlegra atvika verður Varðarfundinum, ■ sem átti að vera í Sjálfstæðishúsinu í kvöld frestað. ■ Nánar auglýst síðar. i Landsmálafélagið VÖRÐUR. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.