Morgunblaðið - 07.08.1959, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.08.1959, Blaðsíða 1
20 siður 4 Það var ekki ást við fyrstu sýn Anna María og Steven Rocketetter giftast 22. ágúst í sömu kapellu og Björnstjerne Björnsson og Karolina SÖGNE í Noregi, 6. ágúst. — (Reuter). — Trúlofun Stev- ens Rockefellers og ungu norsku stúlkunnar, Önnu Maríu Rasmussen, hefur vak- ið feykilega athygli í Noregi og víðar um heim. Hópur blaðamanna, m. a. frá öllum stærstu heimsblöðunum, hef- ur flykkzt upp í sveitahérað- ið þar sem Rasmussen-fjöl- skyldan býr og vilja allir fá að tala við hjónaleysin. Hafa þau nú sagt blaðamönnunum undan og ofan af ástarævin- týri sínu. Faðir Önnu Maríu var fisk- kaupmaður á eynrý Boröya. — Þar fæddist stúlkan og bjó hjá foreldrum sínum, unz hún flutt- ist til Kristjánssands og gerðist þar búðarstúlka. Hún sigldi alein til Bandaríkj- anna 1956, og var ætlun hennar að kynnast heiminum, fá sér vinnu og læra ensku. Fyrsta hálfa mánuðinn bjó hún hjá frænda sínum 1 New York og kvaðst hún aðeins hafa þjáðst af heimþrá fyrstu vikuna. Svo fékk hún vinnu og var fljót að kom- ast upp á að skilja og tala málið. Árið 1957 vann hún nokkra Frh. á bls. 19 Krúsjeff kemur 15. sept- ember til Bandaríkjanna WASHINGTON, 6. ágúst. — (NTB-Reuter). — Ákveðið er að Krúsjeff komi til Bandaríkjanna 15. september. Hann mun dvelj- ast í. höfuðborginni Washington en síðan ferðast í 10 daga um Bandaríkin. Dagskrá heimsókn- arinnar hefur ekki enn verið samin, en fjöldi bæja og stofn- ana í Bandaríkjunum hefur lýst sig reiðubúin til að taka á móti Krúsjeff. Ef Krúsjeff óskar þess mun hann fó leyfi til að heimsækja leynilegar hernaðarbækistöðvar. Til dæmis mun hann fá að heirh- sækja bækistöðvar yfirstjórnar sprengjuflugvélasveita Banda- ríkjanna og Canaveral-höfða á Flórída, sem er helzta eldflauga- stöð Bandaríkjanna. Krúsjeff sendi Eisenhower í dag erindi, þar sem hann segir að Sovétríkin óski þess af heil- um hug, að róttækar breytingar verði hið fyrsta í alþjóðamálum, svo að kalda stríðið verði upp- hafið og varanlegur friður megi komast á. Frá Moskvu berast þær fregn- ir, að Krúsjeff hafi enn ekki sett fram neinar formlegar ósk- ir um það hvaða staði hann fái að heimsækja, nema hvað hann nefndi það við blaðamenn fyrir nokkru að hann langaði til að sjá Chicago og kúreka-búgarð í Texas. Frakkar óttasf. aö Krú- sjeff leiki á PARÍS, 6. ágúst — (Reuter). — Franskir stjórnmálamenn eru áhyggjufullir út af hinum fyrirhugaða fundi Eisen- howers og Krúsjeffs. Ber mikið á þeirri skoðun í París, að hætta sé á því að Eisen- hower forseti láti Krúsjeff leika á sig og geri við hann einhvern samning, sem verði á kostnað Frakka, Vestur- ★-------------★ Föstudagur 7. ágúst Efni blaðsins m.a.: Bls. 3: 65 þús. kr. í hlut á 2 mánuðum. — 6: ísl. börn fá viðurkenningu fyr- ir teikningar. — 8: Útlánaaukning banka aldrei meiri en 1958. * 4 — 10: Forystugreinin: „Getur svika- stjórn verið góð stjórn?“ Jarðgöng gegnum Moht Blanc (Utan úr heimi). — 11: Bókaþáttur. Umferðarsérfræðingur scgir álit sitt. — 18: íþróttir. ¥--------------------------¥ Eisenhower • Þjóðverja eða annarra þátt- tökuríkja í Atlantshafsbanda- laginu. Það vekur sérstaklega áhyggj- ur, að á sama tíma og Krúsjeff brosir til vesturs og undirbýr „vináttuför“ til Bandaríkjanna, eru kommúnistar austur í Indó- Kína að hefja innrásarstríð. — Þetta segja Frakkar að sé hin gamla aðferð kommúnista, að láta líklega og vinsamlega á ein- um víðstöðvunum en herða þeim mun meira árásir á öðrum víg- stöðvum. Segja stjórnmálamenn að innrásin í Laos sé skipulögð og stjórnað beint frá Moskvu. ítalska stjórnin hefur enn sett fram óskir um það að efnt verði til fundar forsætisráðherra allra NATO-ríkjanna áður en Eisen- hower tekur á móti Krúsjeff. — Hafa ítalir sérstaklega bent á það, að Eisenhower kemur í heim sókn til de Gaulle í París síðar í þessum mánuði, líklega 27. ágúst. Hafa ítölsk blöð lagt á- herzlu á það að ítalir hafi rétt til að krefjast slíks fundar vegna legu og hernaðarþýðingu lands- ins. Bandaríkjamenn smíða Satúrnus — stœrstu eldflaug heimsins N Ú eru Bandaríkjamenn tilraunaskyni í byrjun árs- að smíða nýja tegund eld- ins 1960. flaugar, sem verður stærri og kraftmeiri en allar fyrri eldflaugar, sem vitað er að séu til. Hún mun a. m. k. vera töluvert stærri en rússnesku eldflaugarnar, er Framh. á bls 18. (MYNDIN sýnir þýzka eld- | flaugasérfræðinginn Wernher S von Bra'un og bandaríska her- \ foringjann J. B. M. Medaris. i Þeir eru með líkan af nýju ( Satúrnus eldflauginni. Til • samanburðar er líkan af Ati- S S as-eldflauginni við hlið henn- | \ ar í sömu stærðarhlutföllum. í I | Rólegra í Kerala Kommúnistar þykjast vissir um sig notaðar hafa verið fram til þessa. Þessar nýju eldflaugar nefnast Saturnus og er orka þeirra 1,5 milljón punda þrýstingur, stærstu eldflaug ar Bandaríkjanna fram til þessa hafa haft um 400 þús- und punda þrýsting og eld- flaugar Rússa um 1 milljón punda þrýsting. Fyrstu Satúrnus-eldflaug unum verður skotið upp í TRIVANDRUM í Kerala, 6. ágúst (Reuter) — Ramakrishna Rao hinn skipaði landsstjóri í Kerala tilkynnti í dag, að ástandið væri nú að batna í héraðinu. Ró og regla væri smámsaman að kom- ast á. Þegar allt væri komið í samt lag væri það ætlun sam- bandsstjórnarinnar að láta efna til nýrra kosninga í héraðinu. Kvaðst landstjórinn vonast til að hægt yrði að halda kosningarn- ar mjög bráðlega og þá fengist úr því skorið, hver þjóðarviljinn væri. E. M. S. Nambudiripad foringi kommúnistaflokksins í Kerala kom til Delhi í dag. Hann sagði að ákvörðun sambandsstjórnar- innar um að víkja kompaúnista- stjórninni frá væri morð á lýð- ræðinu, ekki aðeins í Kerala, heldur í öllu Indlandi. Hann bætti því við, að kommúnistar myndu bjóða fram í öllum kjör- dæmum í kosningum þeim, sem í hönd fara og kvaðst hann vera viss um að flokkur hans myndi fá mjög öflugan meirihluta. í sið- ustu kosningum, sem fóru fram 1957 fengu kommúnistar tveggja þingsæta meirihluta á héraðsþingi. . •

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.