Morgunblaðið - 01.11.1959, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 01.11.1959, Blaðsíða 23
Sunnudagur 1. nóv. 1959 MORGUNBLAÐIÐ 23 — Krúsjeff Framh. af bls. 1. og 40 mínútur — og einkenndist öðru fremur af því, hve hann virtist forðast að ræða viðkvæm deilumál austurs og vesturs. Til dæmis minntist hann aðeins lítil lega á þýzku vandamálin — lét sér nægja að láta í ljós þá von, að þau yrðu farsællega leyst á fundi æðstu manna, sem haldinn yrði fyrr en seinna. Hann beindi heldur ekki neinum skörpum skeytum að vestrænum stjórn- málamönnum — og forðaðist að minnast á svo stjórnmálalega „viðkvæm" svæði sem Afríku og Suður-Ameríku. — Megináherzlu lagði hann á nauðsyn friðsam- legra sambúðar austurs og vest- urs. — Fréttaritarar virðast yf- irleitt sammála um það, að Krúsjeff hafí í þessari ræðu sinni gert sér far um að varðveita og Styrkja „andan í Camp David“, sem hann nefndi svo — þ. e. a. s. þann hógværa anda, sem virtist ríkja í viðræðum þeirra Eisen- howers forseta á dögunum. 9 Grundvallaratriði Krúsjeff lagði áherzlu á það, að allar þjóðir yrðu að vinna af alefli að „réttlátum friði í heim- inum“ — slíkt væri skilyrði þess, að styrjöld yrði endanlega úti- lokuð, og bætti við, að spenna í alþjóðamálum hefði greinilega minnkað verulega undanfarið og friðarhorfur mjög batnað. í sam- bandi við þetta lagði forsætis- ráðherrann áherzlu á tvö grund- vallaratriði í stefnu Sovétríkj- anna: I fyrsta lagi, að. þau héldu fast við hugsjónafræði Marx og Lenins — og í öðru lagi væru þau andvíg hernaðarbandalögum vestrænna þjóða. Það vakti athygli, að um leið og Krúsjeff lýsti enn yfir stuðn- ingi við „Rsmða-Kína“, harmaði hann árekstrana á landamærum Kína og Indlands — án þess þó að ræða nokkuð um það, hvor aðilinn ætti þar meiri sök. Hann sagði: „Þessir atburðir hryggja okkur mjög, og það mundi vera sérstakt gleðiefni, ef deilurnar yrðu leystar í vinsemd, á friðsam legan hátt“. '• Gromyko Á eftir Krúsjeff talaði Gromyko utanríkisráðherra. Hann sagði m. a., að viðræðurnar við Eisenhower hefðu markað upphaf nýs tíma. „Hér hefir ver- ið lagður grundvöllur, sem við getum byggt á varanlegan frið“, sagði hann. — Hann ræddi af- vopnunartillögur Sovétríkjanna og kvað þar m. a. vera gert ráð fyrir ströngu eftirliti með því, að samningar yrðu haldnir. — Hins vegar talaði hann um, að koma upp njósnaneti í sósíalísku — Tyrkland Framhald af bls. 8. á sinn sérkennilega hátt upp á hringlaga „útisvið" og hófu að leika og syngja stríðssöngva frá 15. og 16. öld á alls kyns undar- leg blásturshljóðfæri, margs konar trommur, flautur, bjöllur o. s. frv. Músikin varð sífellt villtari og henni lauk með bæn. „Láti Allah sverð ykkar verða sem beittast“, hrópaði stjórnand- inn og allir tóku undir. „Já, Allah". Þegar hér var komið, var ég orðin sannfærð um að næst yrðu allir vantrúarmenn brytjaðir nið- ur. En vígalegu hermennirnir stigu bara upp í hermannatrukk og stjómandinn kom til að svara spurningum okkar. Hann hefur nýlega komið upp þessari ná- kvæmu eftirlíkingu a£ fyrstu hljómsveit tyrkneska hersins á 16. öld, sem þeir fullyrða að sé fyrsta herhljómsveitin í heimin- um. En þau urðu örlög fyrir- myndarinnar á sinum tíma, að á 19. öld, þegar herhljómsveit- in var orðin of voldug og óþæg við soldáninn, lét einn þeirra umkringja herskála hennar og skjóta alla hljómlistamennina. E. Pá. löndunum — og þá fyrst og fremst í Sovétríkjunum. • Ályktun æðsta ráðsins Æðsta ráðið samþykkti í dag ályktun, þar sem skorað er á lög- gjafarþing allra þjóða að stuðla að allsherjarafvopnun, sem sé eina leiðin til að koma í veg fyr- ir þriðju heimsstyrjöldina. Sovét ríkin vilja, segir í ályktuninni, gera allt, sem þau megna, til þess að leysa afvopnunarspursmálið og vona_ að löggjafarþing ann- arra þjóða stuðh að því eftir megni. — Það er framkvæman- legt að leggja allar vígvélar end- anlega til hliðar. — Hallveig Fródadóttir Framh. af bls. 1. miðum, er neitað um læknishjálp i íslenzkum höfnum, ef slys ber að höndum, höfðu i gærkvöldi í hótunum að neita enn að af- greiða islenzka togarann. — í framhaldi af þessu segir síðan: ★ En fyrr í gær, á meðan verka- mennimir voru að bræða það með sér og deila um, hvað þeir ættu að gera, gekk áhöfn togarans — 31 maður — í land til þess að verzla. — íslendingarnir, með skipstjór- ann, Sigurð Þórarinsson í broddi fylkingar, höfðu 1.100 pundum úr að spila. Sigurður skipstjóri var auð- vitað „bezt stæður“ hafði 45 pund í vasanum. En jafnvel yngsti pilturinn um borð, Hilmar Skúlason, sem er 16 ára, hafði ráð á að eyða 35 pundum. Um- boðsmenn skipsins höfðu greitt áhöfninni þessa peninga fyrir fram — út á væntanlega sölu. Skipstjórinn hélt beinustu leið í fataverzlun. Það eru nú 18 mán- uðir, síðan hann hefir stigið fæti á brezka grund. — Er við hittum hann í gær, brosti hann og sagði: „Það er eins og að koma heim eftir langa fjarveru. Mér finnst ég vera meðal gamalla vina“. ★ Og hann bætti við: „Allur fisk- urinn, sem við veiddum og kom- um með hingað, er tekinn langt fyrir utan 12 mílna takmörkin. 'Satt að segja veiddum við hami 30—40 mílur undan ströndum“. — Loks klykkir blaðið út með eft- irfarandi klausu: Orsökin til þess, að „fiskstríð- ið“ heldur áfram er sú, að íslend- ingar krefjast þess, að allir tog- arar, nema þcirra eigin, stundi veiðar sínar utan 12 mílna frá landi. — Skipstrand Framh. af bls. 1. Skipið tók fljótlega að hallast, og var þá ákveðið, að farþegar og áhöfnin, 6 menn, skyldu hverfa frá borði. Landtakan tókst vel, og bjó hið skipreika fólk um sig á ströndinni eftir föngum — notaði gúmbj örgunarbátana sem „tjöld“. Fimm tímum síðar kom skipstjórinn einnig í land. Á fimmtudagskvöld var send hjálp bæði frá „Sykurtoppnum“ og Kangamiut — og um kl. 18 þann dag kom skútan „Finnhval“ á vettvang og flutti fólkið til byggða. Hið strandaða skip stend ur nú að mestu á þurru og er ekki talið mikið skemmt. ★ Það má heppni kallast, að ekki varð þarna meiri háttar slys. Engin næturvakt er í loftskeyta- stöðvunum í „Sykurtoppnum“ eða Kangamiut — og gat þvi Godthaab ekki náð sambandi þaugað fyrr en kl. 8 á fimmtudags morgun. Er það skoðun manna, j að ef skipbrotsmenn hefðu blotn- að og ekki verið tiltölulega hlýtt í veðri, hefði sú töf, sem af þessu | stafaði jafnvel getað kostað þái iífið. Hefir þetta ástand, sem erj ekkert einsdæmi á ströndum! Grænlands, mjög verið gagnrýntj í sambandi við þennan atburð. FRÚ Liney Jónsdóttir skírir skipið. — Hjá henni standa þeir Helgi Bergsson, formaður félagsstjórnar og eigandi skipa-smiða- stöðvarinnar Max Kremer. Laxá, nýju skipi Haf- skips, hleypt af stokkum ÞANN 20. okt. sl. var hinu nýja vöruflutningaskipi hlutafélagsins Hafskip hleypt af stokkunum. Er skipið 750 smálestir að stærð, knúið Deutz-dieselvéL Lestarmál skipsins er áætlað 53 þús. rúmfet. Skipið var skýrt 19. sept. sl. að viðstöddum 30 manns og hlaut það nafnið Laxá. Var upphaflega gert ráð fyrir að skipinu yrði hlevpt af stokkunum um leið og það var skýrt, en vegna óvenju- legrar þurrkatíðar varð að fresta sjósetmngu. Afhendingu skipsins mun þó ekki seinka svo neinu nemi og verður það afhent eig- endum um miðjan desember, og gert er ráð fyrir að það komi til landsins um áramót. Þakka innilega vinsemd og gjafir á 65 ára afmæli minu Ingibjörg Ingvarsdóttir, Reykjavíkurvegi 31. Innilegar þakkir færi ég öllum þeim mörgu er sýndu mér hlýjan hug á sextugsafmæli mínu 26. okt sl. Hinum fjölmennu samtökum granna minna um veglega gjöf til mín mun ég seint gleyma. Stefán J. Guðmunðsson, Hveragerði Skipstjóri á skipinu verður Steinar Kristjánsson hafnsögu- maður, vélstjóri Þórir Konráðs- son og 1. stýrimaður Páll Ragn- arsson, sjómælingamaður. Framkvæmdastjóri Hafskips er Sigurður Njálsson. S S | inn í land- j i helgi i SIGLUFIRÐI, 31. okt. — Um kl. 7.20 í gærkvöldi tók varðskipið Albert vélskipið Braga SI-44 frá Siglufirði, að veiðum 0,5—0,7 míl- ur fyrir innan nýju fiskveiðitak- mörkin á Grímseyjarsundi út af Skjálfanda, að því er kipherrann á Albert telur. Skipstjórinn á Braga taldi sig hafa verið fyrir utan fiskveiðitakmörkin, en reng- ir hins vegar ekki mælingar varð skipsins. Skipið var með lítinn sem eng- an afla, og Albert kom með hann inn til Siglufjarðar í nótt. Réttar- rannsókn er ekki lokið í málinu. — Stefán. „MOHAIR“ Kápuefni komin. Einnig ullarefni í kápur og dragtir, fallegir litir. — Saumastofa Guðfinnu Magnúsdóttur Barmahlíð 51. Sími 18928. Við kaupum Gull JönSipniunÖGson Síiörlpripoverííun Laugavegi 8. Faðir okkar VILHJÁLMUR GlSLASON Ásbergi, Eyrarbakka andaðist að heimili dóttur sinnar Vestmannaeyjum 3L október. Börnln Móðir okkar DAGMAR SIGGEIRSDÓTTIR lézt að Vífilstöðum föstudaginn 30. okt. Jarðarförin ákveðin síðar. Börn hinnar látnu Jarðarför dóttur minnar ÁSDlSAR JÓHANNSDÓTTUR fer fram frá Hveragerði miðvikudag. 4 nóv. og hefst með húskveðju frá heimili mínu Friðarstöðum kl. 13,30 Jarðsett verður að Kotströnd. Bílferð frá Bifreiðastöð íslands kl. 12 sama dag. Jónína Benediktsdóttir Innilegustu þakkir til allra, sem auðsýndu samúð og vináttu við andlát og jarðarför móður minnar, ÞÓRU JÓNSDÓTTUR Fyrir hönd mína og annara vandamanna. Jón Hafliðason Hjartans þakkir til allra nær og fjær, sem sýndu okkur vináttu og samúð, við andlát og jarðarför föður okkar, tengdaföður og afa, GUÐVARÐS Þ. JAKOBSSONAR Miðstræti 5 Börn, tengdabörn og bamabörn Hjartanlega þökkum við öllum, er sýndu okkur sam- úð og hluttekningu við andlát og jarðarför eiginmanns míns og fósturföður okkar, ÁRNA JÓNSSONAR Hverfisgötu 57, Hafnarfirði Júlía Jónsdóttir og fósturböm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.