Morgunblaðið - 01.04.1960, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 01.04.1960, Blaðsíða 13
Föstudagur 1. apríl 1960 MOnGTjyBLAÐlÐ 13 I Jóhann Mannesson, pröfessor: Við strikum út „sál og ást” bókmenntir — listaverk — viS hæfi nútímamannsins eins og hann er í upplausn sinni. Og þessir menn hafa meira rétt að mæla en menn vilja viðurkenna. Eða hvað vita íslenzkir foreldrar um útbreiðslu kynvillu hér á landi, svo nefnt sé dæmi? Menn myndu neita að trúa staðreynd- um, ef birtar væru. En þó ekki strax, ekki fyrr en fermingin er um garð gengin. Fram að fermingunni teljum vér sjálfsagt að kenna barninu að til sé Guð, að til sé sál og til séu boðorð, sem ber að halda og að kærleikurinn sé hið æðsta af öllu. Eftir þann tíma er blaðinu snúið við í uppeldi þjóðarinnar. Skólakerfið kennir unglingunum fyrirhafnarlaust að kristin fræði eigi heima hjá barnabókunum. Fyrirmynd eldri kynslóða tekur í sama streng. Margir lifa eins og enginn Guð sé til, og ekkert bindandi siðalögmál; allt telst álitamál og öll hugtök teygjan- leg, einnig kærleikurinn. Og margir foreldrar staðfesta þetta með því að fara aldrei í kirKju með börnum sínum, nema við skirn, fermingu og jarðarfarir. Menn skipta við kirkjuna eins og við „sjoppu“, kaupa það, sem kirkjan hefur til sölu. Annað, sem þar gerizt, láta menn eiga sig, bæði boðskapinn um kær- leikann og um lögmálið. í stað sálar setur nútímamað- urinn skilyrðisbundin andsvor eða viðbrigði (conditioned re- flexes or reaction) og í stað ástar setur hann kynhvöt (sexual instinct). Hann lítur ekki á sig sem andlega veru, heldur sem hið æðsta spendýr, efst í stiga þróunarinnar. Hann mótar svo smátt og smátt menningu sína í samræmi við þetta. Listin verð- ur grein af dýrafræðinni. Mann- fræði verður dýrafræði. Upp- lýstur unglingur veit meira um fætur skordýra en sína eigin sál og samvizku. Það liggur í eðli dýrsins að hafa jafnan það sem nærtækast er og girnilegast, þvi þá ekki að hnupla eða svindla? Verði maður leiður á konu sinni, þá finnst honum skynsamlegt að taka aðra girnilégri og gerir það. Margir kjósa heldur að sleppa hjónabandinu alveg, með því eru allar götur greiðari og auðið að ná meiri hraða. Við strikum út orð eins og ást og sál. Þeir, sem halda að þetta séu ýkjur eða svartsýni, ættu að fylgj ast betur með í bókmenntum, inn lendum og erlendum. Þannig seg- ir eitt af skáldum vorum: „í stiittu máli, ég er hingað kominn til að semja sögu um pilt og stúlku, áhrifamikla smá- sögu, grundvallaða af nýjustu kenningum erlendra vísinda- manna og heimspekinga........... Mér er engin launung á því að ég hef afráðið að láta piltinn sálga sér eftir miklar þrengingar, en skilja við stúlkuna sjúka og ör- vilnaða, ef til vill geðbilaða. Óneitanlega fellur mér illa að þurfa að fara svona með þau, en fæ þó ekki við því spornað ... . Ég skrifa mjög hægt og marg les hverja setningu til að koma í veg fyrir að óvísindaleg, úrelt eða vafasöm hugtök slæðist inn í söguna: ég gerilsneyði hana jafn óðum, strika út orð eins og ást og sál, vísa miskunnarlaust á bug allri linkind og hef sífellt í huga nýjustu uppgötvanir og kenning- ar. (Ól. Jóh. Sigurðsson: Ljósir dagar, bls. 174). Höfundur fer þó alls ekki þá leið, sem hann er hér að gefa í skyn og veit að er farin er- lendis, eða öllu heldur var farin á næstu árum eftir styrjöldina. Saga hans verður ein af sögum hinna „ljósu daga“. Ég hefði getað tilfært orð eftir erlendan höfund, en kýs hinn íslenzka, vegna þess að orð hans hér sýna í mjög skýru og stuttu máli þann skilning á manninum, sem hefir stöðugt verið að vinna á sl. 10—15 ár í heiminum. Mað- urirm er í upplausn, maðurinn er í mótsögn við sjálfan sig. Hann getur ekki alið böm sín sæmi- lega upp þrátt fyrir allsnægtir, hann gengur í hjónaband tilbúinn til að flýja úr því ef eitthvað blæs á móti. Hann kann að falla niður í áfengiseitrun, kynvillu eða eiturlyfjanautn — eða halda sér fyrir ofan þetta allt og hafa það að féþúfu. En upplausnin bíður þá barna hans eða barna- barna. Og hann kýs að vera án ástar og sálar, hefir lært það og vanist á það, þegar hann var tjóðraður við hinn dýrafræðilega skilning á manninum. Til dýra- fræðinnar hefur hann skotið máli sínu og til dýranna skal hann og fara. En hann fær ekki lengi að vera þar. Hann er fljótt kominn niður fyrir þau. Paradís dýranna er manninum aðeins viðkomu- staður, ekki dvalarstaður. Fram til fermingar kennum vér börnunum að halda boðorðin, en skömmu síðar að brjóta þau öll, fyrst og fremst kærleiksboð- orðið. Til þess höfum vér fjölda kvikmynda, skemmtanir, tímarit, áfengi og ýmislegt fleira. Ilvað er þá eftir? Það er að kerma mönnum að brjóta einnig boðorð náttúrunn- ar, leiða manninn út í sálsýkina. I einu nágrannalandi voru hefur komið fram sú hugmynd að stofna „hjónabönd" milli kynvill inga. Menn verða leiðir á að taka sér hunda, tíkur, ketti og stóð- SL. miðvikudag sagði Morgbl. með feitu letri frá grein, er danskt tímarit, Kirkens Verden, hefði birt um Albert Schweitzer Greinarhöfundurinn danski er mér ókunnugur, timáritið einnig. En sem lesandi Mbl. vil ég ekki láta undan falla að gera stuttar athugasemdir við það, sem hér er verið að halda að lesendum. I greininni er talað fyrirlitlega um Albert Schweitzer, sem „gam aldags“ „læknistrúboða“, er ,reyndar standi jafnfætis mörg- um slíkum". Þetta er gersamlega villandi. A. Schweitzer stendur ekki að eins jafnfætis mörgum þeim, sem kristindóm boða framandi þjóð- um, svo mjög ber hann höfuð og herðar yfir þá alla, að millj- ónir manna kunna ekki nafn á nokkrum öðrum kristniboða sn honum, þeirra sem nú starfa. Þeir eru sjálfsagt margir ágætir menn, en hann er mikilmennið í hópi þeirra, enda afneita þeir honum margir og vilja ekkert af starfi hans vita. Hinu geta þeir góðu menn ekki afstýrt, að fjöldi manna á Vesturlöndum er sann- færður um, að kristniboðið væri árangursríkara og betur á vegi statt, ef kristniboðarnir ættu meira af frjálslyndi hans og karl- mannlegri kærleikslund, en minna af þeim ágreiningi um kennisetningarnar, „dogmurnar“, sem vekur tortryggni „heiðingj- anna“ og rýrir stórlega álit kristniboðsins meðal hugsandi manna í ekki-kristnum heimi. Þegar Albert Schweitzer fór til Afríku til þess að hefja það starl, sem hann hefir fyrir löngu hlotið heimsfrægð og aðdáun fyrir, var hann orðinn kunnur maður víða um heim fyrir guðfræði sína, kunnur sem djarfur, frjálslyndur guðfræðingur og sannleiksvottur. Minni háttar menn en hann hafa hross til fyrirmyndar. „Hugsjón- ir“ þeirra verða of háleitar mönnum. Þetta er ekki nýjung hjá mannkyninu. f sögu Mongól- íu, Grikklands og rómverska rík- isins getum vér lesið um þetta. Þeir sem ekki hafa vísindarit við hendina, geta lesið um þess konar upplausn mannsins í Rómverja- bréfinu, því það er staðfest sann- söguleg heimild hér um í ljósi rannsókna. Norskur rithöfundur, Gleditsch að nafni, hefur tekið til með- ferðar vandamál hinnar sálsjúku skáldsögu (Den perverse roman). Það sem einkum hefir orðið upp lausninni að bráð á sl. 10 árum, er að hans dómi samvizkan, um- gengnissiðir og kynferðislífið. Kynlífið hefur verið slitið úr þeim samböndum, sem eru því eðlileg hjá manninum, bæði þeg- ar miðað er við lífið sjált og við eldri bókmenntir. Ef vér spyrjum: Hvernið er ástin strikuð út? þá fáum vér hjá þessum höfundi þetta svar: „Með því að taka burt fórnfýsi, samlif, ábyrgð og forystu kær- leikans í kynlífinu". Þetta hlýt- ur viðurkenningu af því, að sálin hefir áður verið strikuð út og hinn dýrafræðilegi skilningur mannsins á sjálfum sér viður- kenndur. í heimi bókmenntanna er þó lítið að græða á því að lýsa karldýri, sem yfirgefur kvendýr síðar farið aðrar leiðir, og höfuð- strumur guðfræðinnar hnigið ril afturhaldssamari áttar. Þess vegna telur danski greinarhöf. hann eftirlegukind í guðfræði. En líkan dóm fella ýms smá- menni sænsku kirkpunnar í dag um Söderblom erkibiskup. Auð- sjáanlega geldur sænska kirkjan þess ú, en nýtur ekki, eins og málun; sýnist þar vera kom- ið, vegna kvenprestadeilunnar og annars einstrengingsháttar strangra kirkjumanna. Þá er sagt, að greinarhöf. gagnrýni mjög einkunnarorð Al- berts Schweitzers: „Lotningin fyrir lífinu“, en þau eru megin- inntak allrar heimspeki hans. Þá hugsjón sækir hann beint í kenn- ingu Krists um gildi mannssálar- innar, persónuleikans, einstak- lingsins. Upp af þessari kenningu Krists er sprottin lýðræðishug- sjón vestrænna manna, en Al- bert Schweitzer lætur hana ná lengra, til dýranna, til alls sem og afkvæmi. Sú plata er fyrir löngu slitin orðin í bókmenntun- um og þá þarf að spila inn nýja. Og efnið kemur sjálfkrafa ef „karlýrið er sálsjúkur maður sem hittir fyrir sálsjúk „kven- dýr“, sem eru konur eða jafn vel karlar. Þar blasir við verk- efni hinnar sálsjúku kynóra- skáldsögu, möguleikinn til að mynda hinn nýja bókmennta- flokk, sem nú er mjög til um- ræðu. „Roðasteinninn" var að- eins inngangurinn að þessu efni hér á Norðurlöndum og tiltölu- lega daufur og meinlaus að sögn hinna sérfróðu manna. Ekki skyldu menn þó vera svo einfaldir að halda að rithöfund- arnir geri þetta eingöngu til þess að „slá fé“ á því. Sumir líta á þetta frá sjónarmiði köllunar og segja: Svona er maðurinn orðinn í upplausn sinni, vér erum aðeins að lýsa honum, eins og aðrir höf- undar lýsa syngjandi fuglum í skógi. Vér skrifum þetta ekki til þess að vinna að upplausn mannsins, heldur aðeins til þess að greina frá þvi á hvaða stigi hún er nú. Aðrir eru sjálfir sál- sjúkir, eins og söguhetjur þeirra og hafa kynnzt öðru fólki af sömu gerð. Þá er nokkuð af efn- inu frá sálfræðingum og lækn- um og sérfræðilegum bókmennt- um, aðeins klætt í listrænan bún- ing. Við erum aðeins að framleiða lifir. En þessari kenningu sam- rýmist illa gerspillingarkenning og útskúfunarlærdómur, og þess vegna eru þeir margir fleiri en danski maðurinn, sem lengi hafa haft sterkan ýmugust á heim- speki Schweitzers um lotninguna fyrir lífinu. Hitt er vandséð, hvernig andmælt verði því, að þessi hugsjón er rökrétt afleiðing af meginkenningu Fjallræðunnar um manninn, persónuleikann. Fxjrðulegust eru þó þau um- mæli og fráleitust, að A. Schweitzer hafi „valið hina frjáls lyndu trú og fleygt fyrir borð kristindómi Nýja testamentisins" Frjálslynda guðfræði aðhyllist hann heilshugar, en er það ekki herfileg fölsun staðreynda, að leyfa sér að halda því fram að sá maður „fleygi fyrir borð kristin- dómi N. tm., sem hefir lifað þjón ustu-hugsjón Krists með svo ein stæðu ævistarfi sem því, er ligg- ur nú eftir þennan mikla mann- vin, hálfníræðan? Hvað er þá kristindómur? Er hann þrugl um játningar og bók- stafsþrældómur, eða líf í kær- leika Krists? Um það kjósa marg ir fermur að spyrja Fjallræðuna en einsýna guðfræðinga. Ótaldir eru þeir menn á Vestur löndum, sem í dag eru á einu máli um, að enginn nútímamaður beri krafti kristindómsins annað eins vitni og A. Schweitzer gerir. Hverju hefir hann fómað af vís- indafrægð og listamannshróðri í tónleikasölum heimsins, til þess að líkna vesælum mönnum og holdsveikum í Svörtu-Afríku? Á að neita þessum manni um krist- ið nafn? Þessi ummæli eru þeim mun ómaklegri og smánarlegri, sem fjöldi þeirra manna á Vestur- löndum, sem gamlar, úreltar kirkj ukenningar hafa hrundið frá kirkjunni, Ijúka upp um það einum munni, að ævistarf Al- berts Schweitzers hafi gefið þeim aftur glataða trú á mátt kristin- dómsins og hlutverk hans á vorri öld. Þröngsýn guðfræði kann að fullnægja einhverjum, en þessum mönnum segir hún sárafátt, sem þeir fást til að hlusta á. Þetta sjá ekki einsýnir „rétt- Gleditsch rithöfundur nefnir nokkur dæmi frá bókmenntum síðari ára. Um eina bókina segir hann: „Það er hið andnormala skipulag í bókinni, sem maðkétur hinn venjulega lesanda. Til þess að fást við lestur þess konar bók mennta þarf siðgæðilega festu, bókmenntalega þjálfun og fag- mannlega skarpskyggni. Menn staðhæfa að bók af þessari gerð sé fyrir ofan skilning flestra manna og að því leyti muni eng- inn skaði skeður. En engu að síð- ur mun það festast í vitundinni, að hið sálsjúka, sem slitið er út úr samhengi sínu, er orðið að viðfangsefni listarinnar og í þessu samhengi segir hinn venju- legi maður við sjálfan sig: Þetta er þá möguiegt". Rithöfundurinn lítur svo á að almenningur í Noregi sé ekki að ráði móttækilegur fyrir þessi áhrif. En, segir hann, hið sál- sjúka kynlíf er þegar viðurkennt sem listrænt viðfangsefni af dómbærum mönnum. Og hann spyr: Hvaða möguleika höfum vér til þess að halda þessum öflum í skefjum í þjóðfélaginu? Þegar úrvalsmenn hafa viður— kennt eitthvað, þá fylgir almenn- ingur þeim venjulega. Höfund- urinn minnist því næst á þá, sem vilja berjast fyrir almennri við- urkenningu kynvillunnar og Framh. á bls. 23 línumenn" í guðfræði. Játninga- ritin eru þeirra sannleiksheimur. Vér þekkjum einnig réttlínu- mennina í stjóxmmálaheiminum, mennina, sem þar vilja reyra allt í fjötra úreltra hagfræðikenn- inga, sem lífið sjálft hefir af- neitað og fleygt fyrir borð. Þeir eru sömu óþurftarmennirnir 1 stjómmálaheiminum, sem ein- sýnu réttlinumennirnir eru innan kristnu kirknanna, báðir gegna sama hlutverki, hvor á sínu sviði, og þeir hafa komið við sögu A. Schweitzers fyrr: Þegar hann leitaði þess við evangelíska kristniboðsfélagið i París, að mega fara á vegum þess en fyrir eigin reikning, til þess að hefja starfið í Mið-Afríku, lá samþykkið ekki alveg laust fyr- ir. Leyfið fékk hann loks með því skilyrði, að hann "æfi sig að líknar- og læknisstarfi einu og lofaði því, að ljúka ekki upp munni til þess að boða kristin- dóm. Hann var þá víðkunnur orð inn fyrir þá frjálslyndu kristin- dómsskoðun, sem skoðanabræð- ur danska greinarhöfundarins töldu ekki kristindóm. Það er enginn minnsti vafi á því, hvernig þorri Islendinga lít— ur á þetta mál. Þessvegna vil ég ekki, að islenzkt blað birti grein danska mannsins, án þess að at- hugasemd komi fram. Albert Einstein kvað upp þann dóm, að A. Schweitzer væri „mesti maður aldarinnar“. Stefan Zweig dáði hann meim en aðra samtíðarmenn og ritaði: „Þennan yfirlætislausa mann dá beztu menn jarðarinnar í dag cg líta til hans sem fyrirmyndar fyrir alla menn“. Albert Schweitzer er þetta. En óaðskiljanlegar frá hinum stórbrotna persónuleika hans og ævistarfi eru skoðanir hans i guðfræði og heimspeki. En ein- sýnir menn og minniháttar eiga þar að sjálfsögðu ekki allir sam leið með honum, og hann ekki með þeim. Það er eðlilegt. Og þá einnig hitt, að ekki geti allir andmæla- laust lesið það, að áhrifamesti mannvinur og máttugasti kær- leikspostuli aldarinnar sé afflutt ur, og í nafni guðfræði og krist- indóms reynt að hafa af honum kristið nafn. Jón Auðuns. s' Jón Auðuns dómprófastur: At h u g a s e m d v/ð ummæli um Albert Schweitzer

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.