Morgunblaðið - 01.04.1960, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 01.04.1960, Blaðsíða 15
Fðstudagur I. apríl 1960 MORCUWBLAÐIÐ 15 sem vmnum RAUDMAGI Vorhattur Hér kemur eitt lítið sýnis- horn af vorhatiatízkunni, hár kúfhattur, úr gráu filti. Beige litað rúskinsbelti er spennt í kringum hattinn. Þegar fer að líða að sumri og hitna í veðri, er gert ráð fyrir að skipta um kúf og þá notaður kúfur úr grófu strái. ÞAÐ kemur vatn fram í munn inn bæði á ungum og gömlum, þegar minnzt er á rauðmaga, þennan feita, bragðgóða fisk, sem aðeins veiðist vissan hluta á árinu, snemma á vorin. En það er ekki sama á hvern hátt hann er matreidd- ur, hæglega er hægt að eyði- leggja hann með rangri með- ferð, sérílagi ofsuðu, o.fl. — Flastir kjósa hann glænýjan og soðinn og er þá aðferðin þessi: Rauðmaginn er hreinsaður úr heitu vatni, öfugt við flest ar aðrar fisktegundir. Rauð- maginn er afhausaður, slægð- ur og heitu vatni hellt á hann, eða rekinn ofan í sjóðandi vatn. Skafinn, þar til allir gaddar eru farnir af honum og hann er mjúkur. Sé hvelj- an ekki borðuð, þarf ekki að skafa rauðmagann, heldur er hún rifin af. Catalonia Arroz OSS hefur borizt eftirfarandi uppskrift frá Hansínu Helga- . dóttur Tossa de Mar á Spáni. Er uppskriftin af þjóðarrétt- inu Catalonia Arroz, og í hana þarf: 1 pk. humar eða 2 pk. rækj- ur, 12—14 kræklingar (skel- fiskur), 250 gr. ýsu eða þorsk- \ flak, 250 gr. nauta-, kinda- eða — svínakjöt, % kjúkling, 3 stk. laukar (meðalstærð), 5 stk. tómatar, 1 bolli grænar baun- ir, 600 kr. hrísgrjón, % 1. vatn, salt og pipar eftir smekk. Nota skal stóra steikar- pönnu. Feiti (olía eða smjör- líki) hitað á pönnunni, þá rasp aður laukurinn og tómatarnir og þeir brúnaðir. Síðan er smátt skorið kjöt og kjúkling- inum bætt á pönnuna, látið brúnast svolítið, þá er fiskur- inn settur á, sem hefur verið skorinn niður í frekar smáa bita. Því næst er humárinn (eða rækjurnar) og skeljarn- ar, sem eru hafðar í skelinni og baunirnar settar saman við. Ca. Vz 1. af vatni er hellt yfir, eða svo að fljóti vel yfir. Þeg- ar sýður er hrísgrjónunum bætt i og allt soðið í 20 mín. „Arossið“ er borið á borð á Fyrsta dags umslög R.K.Í. FYRSTA dags umslög sem Rauði Kross íslands gefur út í tilefni af alþjóða-flóttamannaárinu eru til sölu á skrifstofu RKÍ næstu daga frá kl. 1—5, ennfremur í blaða- sölu-turninum við Reykjavíkur Apótek Ritfangaverzluninni, Laugaveg 12 og Frakkastíg 30. pönnunni og nægir þessi upp- skrift fyrir 6. Frú Hansína lætur þess enn fremur getið, að fyrir Reyk- víkinga sé bezt að leita skelj- anna á Vatnsleysuströndinni eða í Hvalfirði og eflaust víð- ar. Gæti það orðið regluleg skemmtiferð fyrir fjölskyld- una að fara á kræklingafjöru, ekki síður en á berjamó. Rauðmaginn er skorinn í þunnar sneiðar og soðinn í 5— 10 mín. í vatni, sem salt og edik hefur verið sett í. Borð- að með soðnum kartöflum og ediki. Gott er að hafa pipar- rótarsósu með rauðmaganum. Lifrin er oft borðuð með og þá soðin með rauðmaganum eða sér í saltvatni í um það bil 10 mín. Oft verður hveljan eftir af rauðmaganum og er hún þá borðuð til kvölds og geymd í ediki. Hlutfallið er: 2—3 rauðmag- ar, lVz líter vatn, 1 matsk. salt, 2 matsk. edik. Rauðmagasúpa Rauðmaginn er hreinsaður, hveljan er ekki tekin af. Vatn, edik, salt og lárberjarlauf sett í pott. Þegar sýður, er rauð- maginn settur út í og þegar suðan kemur upp af honum er froðan veidd ofan af. Soðin í 10—15 mín. Tekinn upp úr. Smjörlíki brætt, hveiti hrært út í og þynnt út með hinu síaða fisksoði. Soðið í 10 mín- útur Edik og sykur sett í eftir smekk. Á endanum eru sveskj urnar settar út í ásamt vatn- inu, sem þær hafa soðið í. Rauðmaginn er borðaður með súpunni og soðnar kartöflur. Hlutfallið er: 2—3 rauðmag- ar, lVz líter vatn, 15 gr. salt, 1 matsk. edik, 5 lárberjarlauf, 25 gr. smjörl., 25 gr. hveiti, sveskjur, vatn og sykur, edik og sykur. Diors-klauf ÞRÖNG pils úr þykku efni verða oft ærið þykk og fyr- irferðarmikil, þar sem klauf- in eða lokufallið er, þar er þarf að margbrjóta efnið sam- an. Hjá þessu er hægt að kom ast með því að láta sauminn, þar sem klaufin á að vera, opna sig að neðanverðu, og sauma smá ferkantað stykki á fóðrið undir klaufinni, eins og sýnt er á meðfylgjandi mynd. Nú til dags eru langflest þröng pils fóðruð. Þetta er hin svokallaða Di- ors-klauf, nefnd eftir hinum franska tízkukóngi Christian Dior sem látinn er fyrir nokkr um árum, og átti hugmyndina að henni. Hann hugsaði ekki eingöngu um hinar frægu „lín- ur“ sínar, heldur lét ýmsa sma muni viðvíkjandi fatnaði sig miklu skipta. Ef betur er að gáð, er klaufin ekki einungis sett í á þennan hátt til þess að pilsið líti vel út. Mjög auð- velt er að setja klaufar í hlið- ar- eða framsauminn á fóðr- inu, sem veldur því að stúlk- ur, klæddar slíkum pilsum, eiga miklu þægilegra með að ganga og hreyfa sig frjálslega. Þess skal að lokum getið, að auðvelt er að útbúa Diors- klauf á ófóðruðu pilsi. Það er gert þannig, að stykkið er sett undir klaufina og það fest í barmana á hinu breiða saum- broti. Námskeið í bókasainsfræðum HINN 13. apríl n.k. kemur til Reykjavíkur á vegum upplýsinga þjónustu Bandaríkjanna Magnús K. Kristoffersen, bókavörður. — Mun hann dveljast hér úm mán- aðatíma, kynna sér íslenzka lög- gjöf um almenningsbókasöfn og fyrirhugaðar umbætur á þeirri löggjöf og halda námskeið í bóka safnsfræðum í Reykjavík og á Akureyri. Þá mun hann skoða bókasöfn í Reykjavík og víðar, hitta að máli bókaverði og ýmsa ráða- og áhugamenn um störf og starfsskilyrði almenningsbóka- safna. Dagana 12.—16. maí, mun hann halda tvo til þrjá fyrirlestra í Reykjavík fyrir kennara og kennaraskólanemendur. Magnús K. Kristoffersen, bóka- vörður, sem er danskur að ætt, er kunnur áhugámaður og fræð- ari um almenningsbókasöfn. Hef- ur hann farið víða um lönd og haldið námskeið í bókasafnsfræð- um og flutt fjölda fyrirlestra um starfsemi og gildi almennings- bókasafna. Námskeið Á námskeiðunum mun Kristof- fersen gera grein fyrir fenginni reynslu af gildi almenningsbóka- safna í ýmsum löndum jafnt á sviði almennrar sem sérhæfðrar fræðslu, skýra frá hvernig háttað er framlögum til amerískra al- menningsbókasafna, frá fjöl- þættri starfsemi þeirra og helztu atriðum skipulags og starfshátta. Um leið mun hann drepa á rekst- ur og starf safna í öðrum lönd- um. Verður lögð áherzla á, að námskeiðin geti haft hagnýtt gildi fyrir íslenzka bókaverði og verður þátttakendum gefinn kost- ur á að bera fram fyrirspurnir og óska skýringa. Námskeiðin og fyrirlestrarnir 'nunu Cara fram á dönsku. Verzlunar- og skrifstofufólk í austurbænum: Sjálfsafgreiðsla á bragð góðum og lystugum inat. Hraði, Þægindi, Gæði. Opnað kl. 7 f.h. MATSTOFA AUSTURBÆJAR Laugaveg 116. Rflálfundafélagið Ó Ð I M IM Kvikmyndasýning fyrir börn félagsmanna verður í Trípólibíó sunnudaginn 3. apríl kl. 1:15. Miðar afhentir í Sjálfstæðishúsinu frá kl. 2—5 í dag og á morgun. T i 1 s ö I u : Volkswagen sendiferðabifreið í fyrsta flokks ástandi, með nýrri öflugri miðstöð, hreifanlegu glerskilrúmi milli stýrishúss og aftur- hólfs, þrem gluggum á hvorri hlið, sætum fyrir 10 manns, sem hægt er að setja í og taka burtu mjög auðveldlega. Tilboð er greini nafn heimilisfang og verð óskast send Morgunblaðinu fyrir 7. apríl n.k. merkt: „Happ — 9456“. ITALIA $Q=^G^Q=^(?^Q=5«íO^Q^Cr::a<Q^<7 Umhverfis jörðina á matseðli í kvöld hefjum við ferðina. Fyrst skreppum við til ÍTALÍU og matseðillinn verður: SPAGHETTI CON AGLIO e OLIO ★ ZUPPA di SUINACI alla MODENESE ★ BACCALA alla VENEZIANO ★ LA COSTOLETTA alla MILANESE ★ FRITELLE di FARINA BIANCA ★ CAFFE ★ Að auki: PIZZA A LA MAISON SPAGHETTI ITALIENNE SPAGHETTI BOLONAISE ★ (skýringar á matseðli fást í Nausti) Tríó NAUSTS leikur ítölsk lög. Erlingur Vigfússon syngur ítölsk lög kl. 9:30 Svavar Gests kynnir, segir sögur og . . . smá getraun. Dans eftir kl. 10:00 Opið til kl. 01:00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.