Morgunblaðið - 06.04.1960, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.04.1960, Blaðsíða 1
24 síður 09 Barnalesbók Lðgregluþjónn stal 12 þús. kr. Hirti hluta af skemmtanaskattinum BÆJARFÓGETINN í Kefla- vík staðfesti í gærkvöldi við Morgunblaðið að fyrir nokkr- um dögum hefði lögreglu- manni í Keflavíkurlögregl- unni verið vikið úr starfi vegna misferlis, sem hann gerðist sekur um. Hér er um ungan lögreglumann að ræða, sem starfað hafði í um það bil 6 mánuði, er hann varð uppvís að því að hafa stolið peningum í starfi sínu sem iögreglumaður. Þannig er mál með vexti, að skemmtanaskattur er innheimt- ur strax sama kvöldið á dans- leikjum, sem haldnir eru í lög- sagnarumdæminu á laugardags- kvöldum. Svo er farið með þenn- an skatt og hann geymdur í hirzl um lögreglunnar á lögreglustöð- inni unz bæjarfógetaskrifstofan opnar á mánudagsmorgnum. Ungi lögreglumaðurinn mun ýmist hafa farið í þessa hirzlu og stolið peningum eða tekið þá er hann átti að fara með þá í bæjarfógeta skrifstofuna. Stal 12 þús. kr. á sex mánuðum Fjárhæð sú sem maðurinn hef- ur stolið með þessum hætti nú í vetur, því ekki hefur hann starfað lengur í lögreglu Kefla- víkurkaupstaðar en 6 mán., nem- ur um 12 þús. kr. Rannsókn þessa þjófnaðarmáls mun vera lokið í Keflavík og verður það nú sent dómsmála- ráðuneytinu til umsagnar. En eft- ir því sem blaðið hefur frétt, mun grunur leika á því, að maður- inn hafi átt hlutdeild í innbrot- um á Keflavíkurflugvelli áður en hann gerðist lögregluþjónn. En rannsókn þess atriðis mun standa yfir, og hann mun ekki hafa viðurkennt að eiga neina hlut- deild í því. Robert Quentin-Baxter fulltrúi Nýja Sjálands Geysis slysib kvik- myndað á íslandi Kaupmannahöfn, 5. apríl. — Einkaskeyti frá fréttaritara Mbl. KVIKMYNDAFÉLAGIÐ Nordisk Film er nú að undir- búa kvikmyndun af frásögn- inni um Geysis-slysið á Vatna jökli árið 1950 og björgun áhafnarinnar, en frásögn þessi birtist sem framhalds- saga í danska vikuritinu Familie Journal og var síðar þýdd á íslenzku. Israel viðurkennir sérstöðu íslands Genf, 5. apríl. Frá fróttaritara Mbl. í>. Th. RÆÐUHÖLD ganga mjög seint hér á landhelgisráðstefn- unni. Árdegis í dag tókst að- eins tveim fulltrúum að ljúka ræðum sinum, en það voru þeir Baxter frá Nýja Sjálandi og Corea frá Ceylon. Álitið er vonlaust að at- kvæðagreiðsla geti farið fram í þessari viku í heildarnefnd- De Gaulle fagnað í London London, 5. apríl — (Reuter). — DE GAULLE Frakklandsfor- seti kom í dag í opinbera heimsókn til Bretlands, og mun dvelja þar í fjóra daga. — Á Victoria járnbrautar- stöðinni voru mætt til að taka á móti honum Elisabet drottning og maður hennar, Macmillan forsætisráðherra og fleira stórmenni. Er þetta í fyrsta sinn að Elísabet kem- ur fram opinberlega eftir að Andrew prins fæddist. De Gaulle og kona hans fóru með Caravelle-þotu frá París til Gatwick-flugvallar í Bretlandi og fylgdu þotunni sex brezkar orustuþotur. Frá Gatwick var farið með járnbrautarlest til Lundúna. Þetta er í fyrsta sinn I 16 ár að de Gaulle kemur til London, en á stríðsárunum var hann sem kunnugt er búsettur þar sem leiðtogi Frjálsra Frakka. 1 fylgd með forsetanum er utanríkisráð- herra Frakka, Maurice Couve de Murville. Hundruð þúsunda Lundúnabúa fögnuðu forsetanum er hann ók ásamt Elisabetu drottningu í opnum, skrautbúnum vagni frá járnbrautarstöðinni til Bucking- hamhallar. Alls staðar kváðu við hrópin „Vive de Gaulle“ og „Vive la France“. Ræðir við Macmillan Opinberlega er de Gaulle að heimsækja Bretadrottningu, en hann mun einnig eiga viðræður við Macmillan forsætisráðherra og brezku ríkisstjórnma og flytja ávarp í brezka þinginu. Búizt er við að de Gaulle noti þetta tækifæri til að fara fram á það að Frakkar fái aðgang að kjarnorkuleyndarmálum Breta og Bandaríkjamanna, með hlið- sjón af því að Frakkar hafa nú þegar sprengt tvær kjarnorku- sprengjur. Þá er gert ráð fyrir að de Gaulle og Macmillan ræði undir- búning undir væntanlegan „topp“ fund Austur og Vesturs í París, áhrif af heimsóknum Krúsjeffs til Parísar og Mac- millans til Washington og sam- bandið milli Evrópumarkaðs- landanna, sem Frakkland er að- ili að, og Fríverzlunarsvæðisins (EFTA), sem Bretland tilheyrir. Skiptust á gjöfum Franska fréttastofan AFP seg- ir að de Gaulle hafi við kom- una til Buckinghamhallar fært drottningunni að gjöf úrvals Aubusson-glitvefnað, en manni hennar valin frönsk vín og líkj- öra. Elísabet drottning þakkaði fyrir sig með því að gefa for- setahjónunum Colport postulíns- borðbúnað. Háskalegt fram- ferði Tímans og Þjóðviljans Hefja brigzlyrði um svik og und- anhald i landhelgismálinu! I FORYSTUGREINUM Þjóð- viljans og Tímans í gær eru hafin brigzl og dylgjur um það, að fyrir dyrum kunni að standa svik og undanhald af hálfu stjórnarflokkanna í land helgismálinu! Þessa háskalegu iðju hefja blöð kommúnista og Frain- sóknarmanna rétt í þann mund, sem til úrslita er að draga á sjóréttarráðstefnunni í Genf, þar sem forystumenn allra hinna íslenzku stjórn- málaflokka skipa sendinefnd Islands! Um þetta atferli stjórnar- andstöðunnar hér heima er bezt að hafa sem fæst orð. Um það er þó rætt nokkru nánar í Staksteimim blaðsins í dag á bls. 3. inni um framkomnar tillögur og talið sennilegt að ráðstefn unni ljúki ekki fyrr en viku eftir páska. Stöðugt fleiri rök eru borin fram fyrir tímatak- mörkuðum sögulegum rétti eða uppsagnarfresti á veiði- rétti innan 12 mílna, og flestir ræðumanna farnir að minnast á þann möguleika. Bæði Ghana og Nýja Sjáland hafa í ræðum áskilið sér rétt til að bera fram slíka tillögu ef aðrir geri það ekki. Heyrist mér að orðrómur sé farinn að ganga um það að Bandaríkin beiti sér fyrir slíkri tillögu, en ætlun þeirra sé að smáriki fremur en stórveldi beri hana fram. Ekkert er þó ákveðið enn. Langorðir Fulltrúar Nýja Sjálands og Ceylons, sem báðir studdu banda rísku tillöguna á síðustu ráð- stefnu, töluðu hvor um sig í þrjá stundarfjórðunga og ræddu báð- ir um tímatakmörkuð söguleg réttindi. Fulltrúi Nýja Sjálands, Robert Quentin-Baxter, talaði mikið um fórnir og erfiðleika fjarlægra ríkja, sem þyrftu að gerbreyta efnahagskerfi sínu vegna fisk- veiðilögsögubreytinganna. Fulltrúi Ceýlon ræddi einnig mikið um tímatakmörkun, en var henni mótfállinn. Taldi hann að Bandaríkin hefðu þegar gengið allt of langt til móts við strand- ríkin, með því að bjóða takmörk- un þess afla er taka mætti inn- an tólf mílna. Útilokað væri að ganga lengra. Þá kvaðst hann algerlega mótfallinn því að strandríki hefði einkarétt til veiða utan sex mílna, en veita mætti strandríkinu forgangsrétt- indi. Sérstaða íslands Á síðdegisfundinum töluðu Rafael frá ísrael og Lamani frá Albaníu. Gideon Rafel, fulltrúi fsraels, vildi takmarka sem mest bæði landhelgi og fiskveiðilögsögu, sem tepptu frjálsar siglingar. Ekki væri mikinn fisk að fá af botni Miðjarðarhafsins, þess vegna myndu þeir smíða togara til að sækja miðin í Atlantshafi. Nauð- synlegt væri að stuðla að því að víðáttumikil fiskisvæði vær« öll- um opin. Hins vegar kvaðst hann fylgja bandarísku tillögunni til Framhald á bls. 'i Strax og frásögnin birtist, tryggði Nordisk Film sér kvik- myndaréttinn á henni, en marg- ar umsóknir bárust um hann frá þýzkum, brezkum og bandarísk- um kvikmyndafélögum. Kvikmyndin verður tekin á ís- landi, sennilega sumarið 1961. — Enn er ekki ákveðið hverjir leika í myndinni ,en höfundurinn, Erik Pouplier, er þegar farinn að vinna að kvikmyndahandritinu. Erik Balling, leikstjóri hjá Nord- isk Film, mun stjórna mynda- tökunni, og er gert ráð fyrir að hann fari til íslands í sumar til að undirbúa tökuna. Ráðgert er að myndin verði gerð í alþjóða útgáfu, ef til vill í samvinnu við eitthvert hinna erlendu félaga, sem sótt hafa um réttinn. Nordisk Film félagið segir að sérstakur óhugi ríki á Islandi fyrir því að danskt félag ann- ist tökuna, og hafin sé þegar dönsk-íslenzk samvinna til að koma þessu erfiða verki í fram- kvæmd. ísland hefur sérstöðu Genf, 5. april. — Einka- skeyti til Mbl. frá Þ. Th. I D A G átti ég stutt samtal við Dean, aðal- fulltrúa Bandaríkjanna hér á landhelgisráðstefn- unni, og spurði hann hvort fram færi að koma málamiðlunartillaga um tímabundinn sögulegan rétt tii veiða á svæðinu milli sex og tólf mílna. Dean kvaðst ekki geta sagt neitt ákveðið um það, en sagði að sátta- horfur hefðu farið mjög batnandi. Þá sagðist hann vona að hægt yrði á einhvern hátt að varð- veita rétt Islands, sem hefði algjöra sérstöðu. Dean kvað vonlaust að ráðstefnunni lyki fyrir páska. □- -□ Miðvikudagur 6. apríl. Efni blaðsins m.a.: Bls. 3: Genf — íslenzkur sögustaður. — 6: Listahátíð í Reykjavík. — 8: Ef kærleikur er glæpur « (rammi). — 10: Hjarta Vestmannaeyja. — 12: Forystugreinin: Auðhringurinn kvartar. Kastali Hamlets. — 13: Miklabrautin í Reykjavík. — 14: Búnaðarháskóli að Hvanneyrl. — 15: Stofugullsópur (grænn rammi). — 17: Fyrir unglingana. — 22: íþróttir. □- )

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.