Morgunblaðið - 10.04.1960, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.04.1960, Blaðsíða 1
24 síður > Banatilræði við forsætisráðherra Suður Afríku J óhannesarborg, 9. apríl (Reuter). — HENDRIK F. Verwoerd, for sætisráðherra Suður-Afríku, var í dag sýnt banatilræði. Skotið var á hann og hæfði kúlan forsætisráðh. í and- litið. Hvítur maður hefur ver- ið handtekinn fyrir morðtil- raunina, en ekkert verið gefið upp um nafn hans. Verwoerd var þegar í stað fluttur í sjúkrahús, þar sem læknisaðgerð fer fram. Fréttum ber ekki saman um hve mikið forsætisráð- herrann er særður, en tvö skot munu hafa hæft hann í andlit og háls. Hendrik F. Verwoerd Fyrsta skipti opinberlega Verwoerd var að opna sýningu í JóhanneSarborg í tilefni þess að fimmtíu ár eru liðin frá stofn un Suður Afríkuríkisins. Var þetta í fyrsta skipti, sem forsæt- isráðherrann kom opinberlega fram eftir að neyðarástandi var lýst í landinu hinn 30. marz sl. Hafði hann nýlokið við að flytja ræðu, þar sem hann sagði meðal annars að hann áliti ástandið í Suður-Afríku vera að batna. Sat ráðherrann í viðhafnarstúku, en kona hans stóð við hlið hans er skotið reið af. Árásarmaðurinn handtekinn. Sjónarvottur skýrir svo frá að hann hafi heyrt skotið, litið upp og séð blóðið streyma úr andliti forsætisráðherrans, sem hefði gripið báðum höndum um and- litið og fallið aftur á bak. Annað skot árásarmannsins hitti lífvörð ráðherrans í augað. Skotið var af mjög stuttu færi, og var árás- armaðurinn strax gripinn og af- hentur lögreglunni. Mannfjöldi réðst að lögreglu- bifreiðinni, sem flutti manninn burt, en lögreglunni tókst að koma honum undan. Fulltrúar rannsóknarlögregl- unnar neituðu að gefa upplýs- ingar um árásarmanninn, en sjón arvottar segja, að hann sé mið- aldra bóndi, meðlimur nefndar- innar, sem sér um sýninguna. fylgir blaðinu ekki í dag, en kemur næst út á skírdag. Dr. Hastings Banda: MYNDIN sem hér fylgir, sýn- ir dr. Hastings Banda, þegar hann kom til Lundúna á fimmtudag frá Njassalandi, þar sem hann hefur nýlega verið leystur úr haldi. Á flug- vellinum var margt manna til „Ég vil sjálfstæði nú þegar” að taka á móti honum, einkum blökkumenn frá Afríku. Báru þeir ýmiss konar spjöld, eins og „pólitískur Messías Afríku“ og „lengi lifi okkar dýrðlegi Banda, ókrýndur konungur Njassalands“. Koma dr. Banda til Lund- úna hefur vakið mjög mikla athygli í brezkum blöðum og hafa þau skrifað margt um hann og land hans. Þá hefur hann einnig átt samtal við blöðin og komið fram í sjón- varpi. í sjónvarpsviðtali krafðist dr. Banda þess m.a. að 140 •samstarfsmönnum hans, sem nú sitja í fangelsum í Afríku, verði sleppt úr haldi. Kvaðst hann ekki mundu taka þátt í viðræðum við Monckton- nefndina svonefndu, sem fjall ar um framtíð Mið-Afríku- ríkja-sambandsins, fyrr en þessir stuðningsmenn hans mættu um frjálst höfuð strjúka. Þess má geta að 1300 Njasslendingar voru teknir höndum með dr. Banda í ó- eirðunum fyrir 13 mánuðum. „Ég vil sjálfstæði“ . . . Dr. Banda, sem er leiðtogi Malahvi-Congressflokksins var mjög ákveðinn í sjónvarps viðtalinu, að því er frétta- menn segja, og lagði höfuð- áherzlu á að hann mundi krefjast þess, að Njassaland fengi sjálfsstjórn nú þegar og slitið yrði samband þess við Mið-Afríkuríkjasambandið, en um forsætisráðherra þess, Sir Roy Welensky, sagði hann m. a.: — Hann vildi ekki, að mér yrði sleppt úr fangelsinu. Hann vildi, að ég yrði þar í tvö ár. Ég er ekki undir það búinn að ræða neitt við Sir Roy Welensky“. Og þegar á hann var gengið og hann spurð ur um álit sitt á Sir Roy, þá svaraði hann þurrlega: — „Hann er tuddi“. Á einu stlgi samtalsins þrýsti hann þumal- fingrinum í borðið og hrópaði: „Ég vil sjálfstæði, nú, nú, nú“. Ýmsir aðilar í Lundúnum eru hræddir um, að Suður- Rhódesía taki höndum saman við Suður-Afríku, ef Mið- Afríkusambandið verðnr leyst upp og Njassaland fær sjálfs- stjórn. Þess má geta hér að forystumenn Njasslendinga vilja helzt mynda nýtt ríkja- samband með Norður-Rhód- esíu og Tanganika. Ekki æðri stétt Aðspurður, hvort hann vildi reka hvíta menn úr Njassa- 1 landi, svaraði dr. Banda: — Það er nóg pláss fyrir okkur alla. Eiginlega þurfum við frekar að flytja fólk inn í land ið en út úr því. Ég hef átt heima við hliðina á hvítu mönnunum í 50 ár og þeir eru góðir vinir mínir. En ég vil ekki fallast á að þeir séu æðri stétt í landi okkar. í blaðaviðtölum skýrði Dr. Framhald á bls. 2. □- |s §| . lliSÍi Hvaða foss er þetta? Hann heitir Stórifoss og er við bæjardyr Reykvíkinga. en aðeins á tíu ára fresti. — Sjá nánar á þriðju síðu. , , Sunnudagur 10. apríl Efni blaðsins m.a.: Bls. 2: Leggjumst á eitt um stór- átak gegn krabbameininu. Úr ræöu Sigurðar Bjarnasonar k Alþingi. — 3:Fossar í Elliðaánum. — 6: Úr verinu. — 10: Baráttan gegn eiturlyfjasmygl urunum. — 12: Ritstjórnargreinar: — Fram- kvæmdafrelsi. — Ljósvika. — 13: Reykjavíkurbréf. — 15: Fólk í fréttunum. — 22: Ferming í dag. □-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.