Morgunblaðið - 19.05.1960, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.05.1960, Blaðsíða 1
24 síður Blaðamenn gerðu hröp að Krúsjeff Sovétleiðtoginn var æstur og órólegur — °g bituryrtur PARÍS, 18. maí. — (Reuter) — Á blaðamannafundi þeim, sem Krúsjeff hélt í Chaillot-höllinni í dag, voru mættir hátt á þriðja þúsund fréttamenn — og voru sumir hræddir um, að gólf hinna gömlu salarkynna myndu bresta undan öll- um þunganum. Svo fór þó ekki, en hins vegar varð fundur- inn allróstusamur. — Er Krúsjeff lét nokkur óvirðingar- orð falla um fréttamennsku sumra blaða, gerði allmikill hluti fréttamannanna hróp að honum og „púaði“ — en austrænir klöppuðu. — Krúsjeff gerðist þá æstur og lét „púarana“ fá það óþvegið — brá síðan fyrir sig gamansemi, og lægði þá öldurnar. í upphafi fundarins, sem stóð nær hálfa þriðju klukku- stund, las Krúsjeff alllanga skrifaða yfirlýsingu, þar sem hann dvaldi mjög við njósnaflug Bandaríkjamanna og end- urtók fyrri yfirlýsingar sínar í því sambandi. Hann kvað Sovétríkin gjarna vilja halda áfram viðræðunum í Genf um bann við kjarnorkutilraunum, en Rússar mundu hefja slíkar tilraunir á ný, ef Bandaríkin gerðu það, eins og boðað hef;,r‘ verið. — Annað mál væri um afvopnunarfundina í Hann væri þess „nær fullviss“, að Vesturveldin kærðu sig ekki um afvopnun, heldur eftirlit með vopnabúnaði — þ. e. löggiltar njósnir. Sovétríkin vildu þó reyna frekari viðræður. — Hann sagði, að Rússar vildu taka þátt í öðr- um toppfundi, jafnvel fyrr en eftir 6—8 mánuði, ef skilyrði væru fyrir hendi — og hann tryði því enn, að austrið og vestrið gætu samið friðsamlega um ágreiningsmálin. • ÞOL.UM EKKI MÓÐGANIR í upphafi ræðu sinnar rakti Krúsjeff allan gang mála í sam- bandi við njósnaflugið 1. maí og viðbrögð Bandaríkjamanna í því sambandi, sem hann kvað furðu- leg. — Nú spyrja sumir, sagði Krúsjeff, hvort okkur sé ekki nóg yfirlýsing Eisenhowers hér í París um það, að hætt hafi verið við slík njósnaflug, og þau muni ekki tekin upp aftur. — Þvílík yfirlýs.iig hefir e. t. v. fullnægt þjónum heimsvaldasinna, sagði hann. Þeir hafa vanizt líkum háttum og rússneskir kaupahéðn- ar viðhöfðu fyrrum: Þeir tróðu mustarði í vit þjóna sinna, en hinir síðarnefndu hneigðu sig og sögðu: „Þakka yður fyrir“! — Við þolum ekki móðganir — við Framh. á bls. 23. Mennirnir í bilnum hér að ofan hafa valdið miklum og uggvænlegum atburðum und anfarna daga. Myndin var tekin, þegar Krúsjeff og nán- ustu samstarfsmenn hans óku frá Elyssee-hölUnni siðastlið- inn mánudag, þar sem „topp- fundurinn“ leystist upp, áður en hann var raunverulega byrjaður. — Krúsjeff er þung búinn —' að baki honum sit- ur hinm svipmikli Malinov- sky marskálkur, sem sumir telja nú einn sterkasta mann Rússlands. Við hlið Krúsjeffs er sendiherra Rússa í París, Vinogradov, í miðju aftur- sætinu túlkurinn Trojanov- skij og við hægri hlið hans Gromyko utanríkisráðherra. Vonir þjóðanna að engu gerðar Svartsýni rikjandi eftir hrun leiðtogafundarins PARfS, 18. maí. — (Reuter). — Svartsýni ríkti hér í París í dag, þegar endanlega var ljóst, að ekki yrði a£ frekari viðræðum leiðtoga stórveld- Ibúðarhúsin „Iceland Close“, sem byggð voru að miklu leyti fyrir íslenzkt gjafafé. „Iceland Close" opnað í dag „ICELAND Close" nefnast íbúða hús, sem byggð hafa verið í Hull fyrir aldraða sjómenn og sjó- mannaekkjur. Geir Hallgrimsson, borgarstjóri, mun í dag opna „Iceland CIose“ við hátíðlega at- höfn, en hann hélt þangað á þriðjudag í boði borgarstjórnar Iiull. Mikil viðskiptaborg fslands „Iceland Close“ er að miklu leyti byggt fyrir íslenzkt gjafafé. Hull varð fyrir miklum skakka- föllum á stríðsárunum vegna loft árása Þjóðverja. Ein árásin var þó mest, þá létu margir lífið og mikill fjöldi bygginga var jafn- aður við jörðu. Islendingar hafa jafnan verið Framh. a bls. 2. anna. Víða um heim þykjast menn sjá fram á nýtt „kalt stríð“, nú þegar Sovétríkin hafa sýnt það á tveim sól- arhringum, að þau hafa í rauninni ekki hug á að lifa í friði við kapítalisku löndin, svo sem látið hefir verið. Augu heimsins beinast nú einkum að Berlín eftir hrun toppfundarins — en menn búast við, að hún komist aft- ur í brennipunktinn, ef kalda stríðið nálgast frostmarkið á ný. — Krúsjeff hefir lýst því yfir, að hann haldi til Aust- ur-Berlínar á morgun. — Hann hefir nú kvatt vest- rænu leiðtogana, að Eisen- hower undanskildum — við hann hefir hann alls ekki talað. Leiðtogar Vesturveldanna hitt- ust síðdegis til þess að ræða út- litið í heimsmálunum nú eftir að rústir leiðtogafundarins hafa kramið vonir milljóna manna. Macmillan heldur heimleiðis á morgun, en Eisenhower mun leggja leið sína til Portúgals. Fastaráð Atlantshafsbandalags- ins hefir verið boðað til skyndi- fundar á morgun til þess að ræða hin nýju og alvarlegtu viðhorf. — Utanríkisráðherrar Bandaríkj- anna, Bretlands og Frakklands verða viðstaddir fundinn. — Einnig í Varsjárbandalaginu hef- ir verið kallað til skyndifundar, sennilega í sambandi við komu Krúsjeffs til Austur-Berlínar á morgun. ýtr Einn „ljós punktur" Margir stjórnmálaleiðtogar víðs vegar um heim hafa látið til sín heyra um viðhorfin, sem skapast við upplausn leið- togafundarins. Nokkrir, þ. á. m. Butler, innanríkisráðherra Bret- lands, hafa látið í Ijós þá skoð- un, að segja megi að einn „Ijós punktur“ sé við þessi úrslit — Framh. á bls. 23, Lange hættir við Moskvuför OSLÓ, 18. maí. (Reuter) — Þutt var tilkynnt hér í dag, að Hal. vard Lange, utanríkisráðherra, hefði hætt við fyrirhugaða heim sókn sina til Moskvu hinn 23. þ. m. — í tilkynningu utanríkis- ráðuneytisins um þetta segir: „Vegna aukinna anna í sambandl við ástand það, sem nú hefir skapazt, hefur Lange utanríkis- ráðherra ákveðið, að hann verði að hætta við einkaheimsókn sina til Moskvu í lok maí“. Stórsigur Kennedys WASHINGTON, 18. maí: — I prófkosningu, sem fram fór í gær í Maryland-ríki, fyrir forsetakosningarnar í haust, vann John Kennedy, sem berst fyrir því að verða útnefndur sem forsetaefni demókrata, mikinn sigur. Fékk hann yfir 70% greiddra atkvæða — og má segja, að líkur hans til að hljóta út- nefningu hafi enn aukizt talsvert. — Er þetta talinn hvað mesti sigur hans i próf kosningunum til þessa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.