Morgunblaðið - 22.05.1960, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.05.1960, Blaðsíða 1
24 síður I'AÐ var fyrst og fremst snarræði flugstjórans að þakka, að ekki fór verr. — Caravelle frá Air Algérie flugfélaginu var að búa sig til lendingar á Orly-flug- vellinum við París. Skyndi- lega sá hann einhverri þúst bregða fyrir og samstundis tók hann dýfu, sem bjarg- aði hinni þéttsetnu Cara- velle-þotu. Það, sem flug- maðurinn hafði séð, var lítil einkaflugvél. Rakst hún á þotuna og reif bók- staflega af henni þakið.---- Hreyfill einkaflugvélarinn- ar ásamt öðru braki lenti í farþegarúminu. — Einn farþegi lézt, 18 slösuðust, lendingin tókst prýðilega. Stjórnandi litlu vélarinnar beið bana. — Einkavélar mega ekki fljúga í ná- grenni flugvallarins, þvi slíkt getur valdið stórslys- um eins og geta má nærri. — Myndin var tekin af Caravalle-þotunni skömmu eftir lendinguna. Átök Kreml — segir Eisenhower Washington, 21. maí. BREYTT afstaða og átök innan forystu Ráðstjórnar- j mundsson ' hjá ÁburðarVölurTni, r I Osannindi Tímans um áburðarverðið Bændur burfa ekki oð borga ósk- hyggjuverd Framsóknarmanna TÍMINN birtir í gær 4 dálka for sáðufyrirsögn um, að útreikn- ingar ríkisstjórnarinnar hefðu brugðizt og sönnunin var sú, að pokinn af Kjarna kostaði nú 136 krónur, en rikisstjórnin hefði sagt, að hann mundi kosta 135 krónur. Þrífosfat kostar nú hjá Tímanum 356 krónur, Kali 133 krónur og blandaður áburður 135 krónur. Hins vegar segir Tíminn réttilega, að Ingólfur Jónsson, landbúnaðarráðherra hafi heitið því, að verðið á þrífosfati yrði 335, Kali 108 kr. og blönduðum á- burði 117 kr. Fékk Mbl. í gær staðfest, að við allt þetta hefur verið staðið ,svo að bændur þurfa ekki að borga óskhyggjuverð Tímans. I samtali Mbl. við Björn G<uð- ríkjanna hefur orftið til þess, að Krúsjeff hélt þannig á spilunum, að „toppfundur- inn“ fór út um þúfur, sagði Eisenhower í bréfi, er hann ritaði Franco meðan forset- inn dvaldist í Portúgal á heimleið frá París. Krúsjeff hlýtur að hafa kom- Framh. á bls. 23. Krúsjeff kominn heim MOSKVU, 21. maí: — Krúsjeff kom til Moskvu í morgun með föruneyti sínu. Nokkrir Ráð- stjórnarleiðtogar tóku á móti hon um svo og börn með blómvendi. Enga yfirlýsingu gaf Krúsjeff við komuna. staðfesti hann, að frétt Tímans væri röng. — Verðið er nákvæmlega eins og landbúnaðarráðherra upplýsti í vetur, sagði Björn Guðmunds- son. Þrífosfat 45% kostar 225 kr. hver 100 kg., Kali kostar 108 kr. 75 kg. pokinn og blandaður áburð ur kostar 116 kr. hver 50 kg. poki (10-10-15%) og 120 kr. (10-12- 15%). — Verðið er miðað við áburð- inn kominn á hafnir, sem skip S. í. S. eða Skipaútgerðar ríkisins koma á. Síðan bætist uppskipun- arkostnaður við. .— Er þetta nákvæmlega eins og ráðherrann sagði, bætti Björn enn við. Draga síðan ályktanir af ósannindunum Áburðarverksmiðjan h.f. sel- ur sjálf Kjarna og frá henni barst blaðinu í gær eftirfarandi yfir- -ýsing: „Að gefnu tilefni óskast upplýst að Áburðarverksmiðj- an h.f. selur „Kjarna“ á kr. 2.500.00 hverja smálest eða kr. 125.00 hvern 50 kg. poka. Verð þetta miðast við að áburðurinn sé afhentur, kom- inn á bíl í Gufunesi eða á hafnir út á landi. I þessu verði er innifalið þátttaka í upp- skipunarkostnaði kr. 60.00 á a hverja smálest. Áburðarverksmiðjan h.f.“ Er þannig ljóst, að Tíminn hefur farið með helber ósann- indi. En athyglisverðar eru ályktanirnar, sem bl.iðið síð- an dregur af ósannindunum. í fyrsta lagi á nú að vera sann- að, að útreikningar ríkisstjórn arinnar hafi brugðizt, og í öðru lagi á svo Ingólfur Jóns- son að sitja á svikráðum við bændur. Þessar fullyrðingar eru ekki nýjar, en Tímamönnum hefur þótt miklu varða að fara að styðja þær rökum og tölum. En leitin hefur sýnilega orðið árangurslaus og þá ekki um annað að gera, en búa til töl- urnar og rökin og leggja síðan út af ósannindunum. Reknir veiði þeir í íslenzkri landhelgi — Grimsby, 21. maí. B R E Z K I R togaraeigendur hafa hótað skipstjórum sín- um því, að þeim verði vikið úr starfi í þrjá mánuði ef þeir geri sig seka um veiðar innan 12 mílna landhelginnar við Island. Og sex mánaða at- vinnumissi er togaraskipstjór um hótað fyrir ítrekað brot gegn þeirra samþykkt togara eigenda að láta skip sín ekki veiða innan 12 mílna land- helginnar við ísland um þriggja mánaða skeið. Eftir að þessi hótun togara eigenda var kunngerð í dag tilkynnti Dennis Welch, fram kvæmdastjóri félags yfir- manna á togurum í Grimsby, að fundur yrði boðaður í fél- agi hans á mánudaginn og yrði þá rætt hvort láta eigi til skarar skríða með verk- fall það, sem boðað hafði ver- ið en slegið var á frest um síðustu helgi. GerSu togaramenn þær kröf- ur, að þeim yrði heimilað að veiða upp að sex-mílum við ís- land og landanir íslenzkra togara þar ytra yrðu bannaðar þar til sérstök ráðstefna viðkomandi aðila í Bretlandi hefði sett lönd- unum útlendinga þrengri skorð- Rííssar halda flugvél og áhöfn HAMBORG, 21. maí: — Herstjórn Bandaríkjanna í V.-Þýzkalandi hefur krafizt þess, að áhöfn, far- þegum og flugvélinni, sem sögð er hafa lent í Austur-Þýzkalandi í gær verði skilað aftur hið bráð- asta. Flugvél þessi sem er af gerð- inni C—47, sama og DC—3, var Semja Norðmenn og Bretar um land- helgismálið ? NORSKA stórblaðið Aftenposten greinir svo frá, að óformlegar viðræður fari nú fram milli Breta og Norðmanna vegna fyr- irhugaðar útfærslu fiskveiðilög- sögunnar við Noreg. Jafnframt hafi viðræður átt sér stað milli Norðmanna, Breta, Bandaríkjamanna og Kanada- manna um fiskveiðimálin og þró- un þessara mála stefni nú í þá átt, að gerðir verði samningar milli Noregs og Bretlands vegna útfærslu fiskveiðilögsögunnar. Hugmyndin um heildarsam- Framh. á bls. 23. á leið frá Kaupmannahörfn til Hamborgar, en lokaákvörðunar- staður var Libya. Fimm manna áhöfn var á vélinni og fjórir far- þegar, þar af ein kona. Áætlaður flugtími vélarinnar til Hamborgar var ein klukku- svund og þegar hún hafði verið 40 min. á lofti tilkynnti flugstjór- inn, að hann væri yfir þýzku ströndinni. Á þessari flug eið fara vélar mjög nálægt landamærum A -Þýzkalands. Þeg&r flugvélin kom ekki fram á téttum tíma var farið að leita henn&r — og það var ekki tyrr en seint í gærkveldi, að sú fregn barst trá A.-Berlín, að véiin hefði lent um 22 mílur innan landa- mæra A.-Þýzkalands. Þessari frétt fylgdi aðeins það, að áhöfn- in væri heil á húfi í vörzlu rússnesku herstjórnarinnar. Síðari fregnir hermdu, að flug- vélin væri ekki mikið skemmd, en þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur ekki tekizt að afla frétta af því með hverjum hætti flugvél- in lenti eða hvernig á því stóð að hún villtist inn yfir A.-Þýzka- land. Rússar og A. Þjóðverjar neita að gefa upplýsingar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.