Morgunblaðið - 15.06.1960, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.06.1960, Blaðsíða 1
24 síður 47. árgangur 133. tbl. — Miðvikudagur 15. júní 1960 Frentsmiðja Morgunblaðsins Ég vona oð ekkert gerist að þriggja mánaða tímabilinu liðnu En við viðurkennum ekki 12 mílna fi skvei ðilandhelgi Samtal við John Hare, fiskimálaráð- herra Breta John Hare. — Myndin tekin á Genfar-ráðstefnunni. Blekking Jóhannesarborg, 14. júní (NTB). FRAMLEIÐENDUR í Suður- Afríku flytja nú vörur sínar út án þess að merkja þær „Made in South Africa“. Er þetta gert vegna ábendinga innflytjenda er- lendís, sem þurfa þá ekki að gefa upp hvaðan vörurnar eru. En í um 20 löndum er nú verzlunar- bann með suður-afrískar vörur í mótmælaskyni gegn kynþátta- stefnu stjóxnarinnar. London, lj. júní. —- Einka- skeyti til Mbl. frá Matthíasi Jóhannessen. —• í MORGUN átti ég stutt samtal við John Hare, land- búnaðar- og fiskimálaráð- herra Bretlands og spurði hann nokkurra spurninga um landhelgisdeiluna. Ráðherrann tók vingjarn- lega á móti mér í skrifstofu sinni og röbbuðum við sani- an í rúman hálftíma. Hare sagðist í fyrstu ekki vilja að samtalið yrði birt, en féllst svo á að nokkur atriði kæmu fyrir almenningssjónir. í fyrstu töluðum við um toppfundinn í París, og hafði Norðmenn tnln um tólf mílur Kaupmannahöfn, 14. júní: Einkaskeyti til Mbl. — DAGBLAÐIÐ Berlingske Tid- ende hefur það í dag eftir tals- manni norska sjávarútvegsmáia- ráðuneytisins að viðræður verði teknar upp við Vestur-Þjóðverja um fyrirætlanir Norðmanna um að víkka landhelgi sína í tólf mil- ur. Munu þær hefjast strax og við ræðum Norðmanna við Breta er lokið. Viðræður brezkra og norskra sérfræðinga munu mjög bráðlega verða teknar upp að nýju, en þær hafa legið niðri um tíma. Enn er ekki ákveðið við hverja verður rætt næst, þegar viðræð- um við Þjóðverja er lokið, og ekki er heldur ákveðið hvenær tólf mílna mörkin ganga í gildi. En það verður ekki fyrr en málið hefur verið rætt við fulltrúa allra þeirra landa, sem veiðar stunda við Noreg. Tekur það að sjálfsögðu langan tíma. hann mikinn áhuga á fram- komu Krúsjeffs þar. HARE A VERÐI Þegar við fórum að tala um landhelgismólið, var hann mjög á verði og túlkaði brezka sjón- armiðið af festu. Hann er aug- sýnilega sannfærður um að þessi deila verði ekki leyst nema með samningum og sagði fullum fet- um og ákveðið að Bretar mundu ekki viðurkenna tólf mílna fisk- veiðilögsögu. Ennfremur lagði hann óherzlu á að möguleikar væru á því að brezk herskip vernduðu aftur togarana innan 12 mílna landhelginnar, þegar þriggja mánaða fresturinn, sem Bretar veittu eftir Genfarráð- stefnuna, er útrunninn um miðj- an næsta mánuð. En eins og kunnugt er hafa togaraeigendur bannað skipstjórum sínum að veiða innan 12 mílna um þriggja mánaða skeið. SAKARUPPGJÖFIN BÆTTI ANDRÚMSLOFTIÐ Þegar ráðherrann var búinn að hræra í kaffibollanum sínum, spurði ég hann, hvað hann héldi að mundi gerast þegar þriggj'a mánaða fresturinn væri runninn út. Hann svaraði: „Ég vona að ekkert gerist. Það væri mjög slæmt ef eitthvað gerðist. Andrúmsloftið hefur batnað til muna síðan ríkisstjórn ykkar veitti brezku togaraskip- Eisenhower vel fagnað á Filipseyjum Manila, Filipseyjtim, Ut. júní. —■ (NTB — Reuter) — EISENHOWER forseta var fagnað ákaflega, þegar hann kom til Manila í dag. Talið er að um hálf önnur milljón eyjaskeggja hafi tekið þátt í fagnaðarlátunum. Carlos Garcia, forseti Filips- eyja, tók á móti Eisenhower á flugvellinum, og óku þeir for- setarnir saman í opinni bifreið þaðan til Malacanang-hallarinn- ar, þar sem Eisenhower mun búa meðan hann dvelst í Manila, en þetta er rúmlega 11 km. leið. Allar götur voru fullar af fagn- andi fólki, og brauzt mannfjöld- inn margsinnis gegnum fyiking- ar lögreglunnar, svo bifreið for- Auglýsendur I’eir, sem hefðu hugsað sér að koma auglýsingum í blaðið n. k. s u n n u d a g, 19. júní, eru vinsamlegast minntir á að skila handritum fyrir kl. 6 f i m m t u- d a g 16. j ú n í. — A LAUGARDAG KEMUlí EKKERT BLAÐ ÚT. — JltarpinMð&ifr setaijna varð að nema staðar. VIÐRÆÐUR A miðvikudag munu forset- arnir eiga viðræður þar sem talið er að rætt verði um óskir Fiiipseyinga um að fá nýtízku vopn, endurskoðun á herstöðva- samningi Bandaríkjanna og kröf- ur Filipseyinga um bætur vegna tjóns í síðustu heimsstyrjöld. VIÐBÚNAÐUR I TÓKÍÓ Frá Manila mun Eisenhower halda til Formósu og síðan til Japan með viðkomu á Okinawa. Mikið er enn um óeirðir í Jap- an og hefur þar verið kvatt út 35 þús. manna lögreglulið til að gæta öryggis forsetans og Hiro- hito keisara. stjórunum sakarauppgjöf. Það hefur haft mjög góð áhrif^Einn- ig hefur sú ákvörðun brezkra togaraeigenda að láta skip sín veiða utan tólf mílnanna um þriggja mánaða skeið orðið til þess að lægja öldurnar. Þá ákvörðun tóku þeir af frjálsum og fúsum vilja“, bætti ráðherr- ann við. SÉRSTAÐA ÍSLANDS OG FÆREYJA Hann gat þess einnig að þessi ákvörðun hefði verið tekin til þess að auðvelda viðræður milli ríkisstjórnanna, em leitt gætu til einhverra samninga. Síðan sagði Hare mér frá ræðum sínum á Genfarráðstefnunni og lagði á- herzlu á að hann hefði alltaf tek- ið fram sérstööðu íslands og Fær eyja, vegna þess, hve þessi lönd væru háð fikveiðum. Bretar hefðu verið reiðubúnir að fall- ast á betri kosti íslandi til handa en voru í bandarísk-kanadísku tillögunni. Ég spurði, hvort hann héldi að einhverjir slíkir samningar mundu nást milli Breta og Is- lendinga. Kvaðst hann gera sér vonir um það. „En það þarf tvo til að gera samning.“ VIÐURKENNA ALLS EKKl 12 MÍLUR Þá benti ég honum á að ólík- legt væri að íslendingar mundu gefa eftir í þessari deilu. Islend- ingar hefðu raunar litið svo á þegar Bretar fóru út fyrir 12 mílurnar að deilan væri leyst. Bretar mundu ekki koma inn fyrir aftur. Ráðherrann varð þá mjög al- varlegur og sagði ákveðið þegar ég spurði hann hvað Bretar mundu gera ef ekkert samkomu- lag næðist fyrir miðjan næsta mánuð: — „Það er erfitt aS segja hva8 við gerum, en við viðurkennum alls ekki 12 milna fiskveiðiland- helgi“. — Og munuð ekki gera, spurði ég? — „Nei“, svaraði hann. — Hafið þið kannski i hyggju að verja brezku togarana aftur fyrir innan 12 mílumar, spurði ég? — „Það er mögulegt að við ger um það“, sagði John Hare, „ef ekkert samkomulag næst áður en þriggja mánaða fresturinn er út- runninn". — Það mundi hafa slæm áhrif á samskipti þjóðanna. Teljið þér vináttu íslands ekki mikilvægari Framh. á bls. 2. Anna Pauker látin Belgrad, 14. júní (NTB, Reuter). — SAMKVÆMT fréttum sem bor- izt hafa til Belgrad, lézt Anna Pauker, fyrrverandi utanríkisráð herra Rúmeníu, fyrir viku. Hún var 66 ára er hún lézt. Rúmensk blöð hafa ekki skýrt frá dauða hennar, en samkvænat upplýsingum ferðamanna, sem komið hafa til Belgrad, mun bana mein hennar hafa verið hjarta- slag. Anna Pauker varð utanríkis- ráðherra 1947 og var í stjórn rúm enska kommúnistaflokksins, en féll í ónáð 1952, og hefur lítið borið á henni síðan. Á valdatímum hennar var hún talin einn ötulasti stuðningsmaö- ur Stalínismans. í fangelsi Stjórnmálaferill hennar hófst 1940, þegar Rauði herinn réðist inn í Bessarabíu. Hún sat þá í fangelsi, þar sem, hún var að af- plána 10 ára fangelsisdóm fyrir landráð. Fengu Rússar hana lausa og sendu til Meskvu, þar sem hún komst i náin tengzl við Stalín. Ráðherra Anna Pauker var ekki meðlim ur í fyrstu ríkisstjórn kommún- ista í Rúmeníu, sem mynduð var ári 1945, en kaus heldur að vera einn af leiðtogum flokksins. í Anna Pauker - nóvember 1947 varð hún utan- ríkisráðherra. Árið 1949 tók að bera á óánægju meðal flokks- bræðra hennar, sem reyndu hvað eftir annað að hrekja hana frá völdum. Tókst það loks 1952. Vinalaus Ymsar sögur hafa gengið um að hún hafi §etið í fangelsi síðan, en talið er sennilegra að hún hafi búið alein og vinalaus í út- hverfi Búkarest-borgar og stund- að atvinnu sína við eitt af ráðu- neytunum. Lumumba falin stjórnarmyndun Leopoldville, Belgíska Kongo, lj. júní. — (Reuter) PATRICE LUMUMBA, for- ingja þjóðernisheryfingarinn- ar í Kongó, hefur verið falin myndun fyrstu stjórnar lands ins, en það verðúr sjálfstætt ríki 30 júní n. k. Vonast hann til að geta tilkynnt um skip- un ríkisstjórnar n. k. fimmtu- dag. — MEIRIHLUTI TRVGGÐUR Flokkur Lumumba hlaut 35 þingsæti af 137 sætum við . ný. afstaðnum kosningar og er stærsti flokkur landsins. Vantaði hann þó 34 þingsæti til að hafa meirihlutastuðning á þingi. En eftir að hafa átt viðræður við leiðtoga annarrci flokka, kveðst Framhald á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.