Morgunblaðið - 22.06.1960, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.06.1960, Blaðsíða 23
Miðvikudagur 22. júní 1960 MORGUNBLAÐIÐ 23 IngiríSur Bergsfeinsdótfir Minningarorð HÚN andaðist í Bæjarspítalan- um 15. jan. sl. og var jarðsungin frá Fossvogskapellu 27. s. m., að viðstöddu miklu fjölmennL Það er ekki ætlun mín með þessum fátæklegu minningarorð- rim að rita ævisögu Ingiríðar, til þess munu mér færari verða, en ég vildi einmitt nú minnast þessarar mætu konu og þakka henni alla þá miklu velvild, er hún ávallt auðsýndi mér og fjöl- skyldu minni, því þann 20. þ. m. hefði Ingiríður orðið 73 ára, ef henni hefðu auðnazt lengri ævi- dagar. Mér kemur í hug málsháttur- inn: „Sá er vinur, sem í raun reynist", þegar ég lít til baka og hugurinn dvelur við minningar um ævi Ingiríðar, svo mun vera um samferðamenn hennar. Frú Ingiríður er fædd í Raft- holti í Holtasveit þann 20. júní 1887, dóttir hjónanna þar, Mar- grétar Ámadóttur og Bergsteins Jónssonar. Þar ólst hún upp hjá foreldrum sínum ásamt systur. Bjuggu foreldrar hennar góðu búi í Raftholti, enda bæði atorku söm og hagsýn. Ingiríður giftist 20. jan. 1915 Sigurði Lýðssyni frá Hjallanesi í Landssveit, ágætum manni, sem reyndist henni hinn bezti förunautur. Foreldrar Sigurðar voru Lýður Árnason bóndi i Hjallanesi og Sigríður Sigurðar- dóttir kona hans, en þau eru komin af alkunnum bændaætt- um þar eystra. Sigurður og Ingiríður tóku við búi í Hjallanesi sama ár og þau giftust. Bjuggu þau þar rausnar- búi. Á fyrstu búskaparárum þeirra mun Sigurður hafa stund- að sjómennsku á vetrarvertíðum og hefur þá eðlilega reynt meira á húsfreyjuna um stjórn heimil- isins, en hún reyndist vandanum vaxin og hagur þeirra hjóna batnaði með ári hverju. Vel hílzt þeim á vinnuhjúum, því að glaðværð var ríkjandi á — Hnefaleikar Framh. af bls. 15. Ebba, Jens og ötl hin Ingo hefur komizt í kynni við margar fagrar kvikmynda- dísir, sem allar dá auðæfi hans (og hann sjálfan auðvit- að líka). En Ingo á enn sömu unnustuna og í fyrra, sænska stúlku, Birgittu Lundgren. — Hún er dökkhærð og lagleg stúlka, sem hann kynnir ýmist sem einkaritara sinn, unnustu, eða einkaritara-unnustu. Hún flutti með honum til New York, því þar hefur hann dvalj izt lengst af síðan hann varð frægur. Hann hefur keypt þar stórhýsi og þangað hefur fjöl- skylda hans tínzt smám sam- an, fyrst foreldramir Ebba og Jens, systir hans Eva, bróðir hans Rolf og hans kona Ann- ette. Og þar njóta þau öll lífs- ins meðan Ingo hleypur 7 míl- ur að morgninum eða fær sér blund eftir hádegið. Ingo þyrfti því ekki að berj- ast lengur sakir fátæktar, því fjölskyldan er ekki stærri og togaraútgerðin gengur vel. heimilinu ásamt hlýju viðmóti og góðri aðbúð. Voru þau hjón bæði til fyrirmyndar með það að láta starfsfólki sínu líða vel. Árið 1944 brugðu þau hjónin búi og fluttust til Reykjavíkur og bjuggu á Óðinsgötu 11. Þau hjónin, Ingiríður og Sig- urður, eignuðust fjögur börn, sem öll eru nú búsett hér í bæn- um. En þau eru: Lára Sigríður, gift Guðmundi Ingvarssyni, verkam., Margrét, gift Gísla Þorsteinssyni, útgerðarmanni, Bergsteinn, trésm., giftur Unni Malmquist og Sigríður, gift Benedikt Sigurðssyni, vélstj. Enn fremur tóku þau hjón til fósturs dreng að nafni Þór Pálsson, og reyndust honum á allan hátt eins og sínum eigin börnum. Á heimili þeirra hjóna var gott að koma, því að hógværð og hj artahlýja húsfreyjunnar færðist til allra, sem í návist hennar voru. Fyrir fimm árum veiktist mað- ur hennar og var svo þungt hald- inn, að honum var vart hugað líf. Þegar hann var fluttur heim af spítalanum, hjúkraði Ingiríð- ur manni sínum af þeirri um- hyggju og ástúð, sem var henni eiginleg og hefur án efa átt mik- inn þátt í bata hans. í þeim erfið- leikum reyndust börn þeirra þeim eins vel og unnt var. En einmitt þegar hún sá árangur- inn af sínu fórnfúsa hjúkrunar- starfi, veiktist hún sjálf. 1 sinni löngu sjúkdómslegu háði hún þunga baráttu við hinn skæða sjúkdóm með einstakri rósemi og hugprýði. Bjargföst trú hennar á kærleiksríkan Guð gaf henni styrkinn til að heyja þá baráttu þar til yfir lauk. Ég votta eiginmanni hennar, börnum og barnabörnum samúð mína. Og um leið og ég kveð þig, Ingiríður, minni hinztu kveðju, þakka ég þér allt, sem þú varst okkur. er samferða þér vorum. Axel Þórðarson. ★ Kveðja frá börnum: Ó móðir kær, hve minningarnar kalla, og margir hlutir, sem að þakka ber. En hann, sem skilur hugsun vora alla, — íbróttir Framhald aí bls 22. KSÍ gengið lengst allra. En landslið Islands er ekkert einkamál Landsliðsnefndar. Knattspyrnuforystunni og eðr um á að vera Ijúft og skylt að gera sitt til að landsliðið geti staðið sig sem bezt. Mín- ar uppástungur nú eru 1) leitun að hæfni sérhvers manns í sérhverja stöðu. 2) gerum það með stöðug- um æfingjaleikjum sem eru fullir kappleikir tveggja val- inna liða, undirbúnir af al- vöru og skoðaðir sem alvöru- leikir, þó áhorfendur séu ekki endilega að þeim. hann sigurlaunin æðstu veitir þér. Þú grandvtír varst í verki bæði og orði, svo vísast það til fyrirmyndar var. Og einnig þrátt af þínu nægtarborði, þú vildir miðla þeim, sem nauðir bar. Um hljóðlát störf þín ei var mikið masað, þau munu sjálfsagt annarsstaðar skráð. Um hlutina var hjá þér aldrei fjasað, með hetjulund, var síðasta stríðið háð. Nú allt er hljótt, eg Iaus þú ert frá hörmum, hve gott að fá að launum sigurkrans. Og lausnarans í mildum líknarörmum, nú ljúf er hvíldin þreyttu barni hans. Nú sof þú rótt Og sætlega þig dreymi, senn lifnar allt, er vetrarísinn fóL Ó, móðir kær, þótt moldin hold þitt geymi, þá mun þinn anda vernda kærleikssól. Lára Sigr. Sigurðardóttir. — Quemoy Framh af bls. 13 sagði við mig: „Frá þessum eyj um getum við sent áróðursmiða inn yfir Kína og þær eru mikil vægasta varðstöð okkar. Þaðan myndum við skjótlega verða þess varir ef kommúnistar væru með innrásarundirbúning“. „Það væri alvarlegt áfall fyrir okkur, ef við yrðum að yfir- gefa eyjarnar. Kommúnistar myndu hernema þær og spennan á Formósa-sundi myndi haldast eftir sem áður“. Bandaríkjamenn eru ekki allir sömu skoðunar og þjóðernissinn ar í þessu máli. Þeir hafa að vísu veitt þjóðernissinnum 2 milljarð dollara hernaðaraðstoð á síðustu tíu árum og sjöundi floti þeirra hefur stundum verið á siglingu í nágrenninu. Banda- ríkjamenn hafa skuldbundið sig til að koma þjóðemissinnum til hjálpar, ef ráðist yrði á For- mósu. Hinsvegar hafa þeir ekki skuldbundið sig að veita þjóð- emissinnum hjálp til að halda smáeyjunum. Þetta er Peking- stjóminni fullkunnugt um og því getur verið áð þeir velji fyrsta hentuga tækifærið til land göngu. (Observer — öll réttindi áskilin) Snmkomur Kristniboðssambaiidið Almenn samkoma I kvöld kl. 8,30, í Kristniboðshúsinu Betaníu Laufásvegi 13. Felix Ólafsson kristniboði talar. — Allir eru hjarianlega velkomnir. Leiðréttingar í FREGN blaðsins í gær um Þjóð hátíð á Akranesi misritaðist nafn hljómsveitarstjórans. Henni stjórnaði Geirlaugur Arnason. ★ í FLATEYJARGREIN 16. júní gætti missagnar, sem leiðréttist hér með. í greininni var sagt að Gísli Konráðsson, fræðimaður og sagn- ritari og seinna Hermann S. Jónsson og Jens Hermannsson hefðu skráð Persónusögu Flat- eyjarhrepps. Þeir skráðu Flat- eyjarsögu, Persór.usögu Flateyj- arhrepps skráði hins vegar Svein björn Guðmundsson frá Skál- eyjum, sem látinn er fyrir nokkr um árum. Nær hún frá miðri 19. öld og fram til 1950, og fylgir Ijósmynd æviágripi hvers hrepps búa, sem þar er minnzt. Bæði þessi ritsöfn eru í Bókasafni Flateyjar. Einnig misritaðist nafnið á innsta hluta Flateyjar, en hann heitir Torta. A síld AKRANESI, 21. júní: — í kvöld fara héðan norður á síldveiðar tveir bátar, Sigurvon, skipstjóri Þórður Guðj ónsson og Skipaskagi skipstjóri Ragnar Friðriksson. — Oddur Tvæi nýjai bækni ÚT eru komnar tvær bækur ftf9 Hinu ísl. bókmenntafélagi. Nefn- ist önnur Uppruni mannlegs máls og er eftir dr. Alexander Jóhann- esson. Hún er 189 bls. og skiptist í 8 kafla, sem heita: Forsaga mannsins, Hvernig lærði frum- maðurinn að tala? Geðbrigða- hljóð, Hljóðgervingar, Nýjar leið ir, Innöndun, Útöndun, Þróun mannlegs máls Hin bókin, Nöfn Islendinga 1703, er rituð af dr. Ólafi Lárus- syni. Hún er 46 bls. og er unnin úr manntali Árna Magnússonar og Páls Vídalíns. — Námsstyrkir Framh. af bls. 11 inn fékk minna en þriggja rnánaðh gjaldeyrisyfirfærslu í samræmi við út- hlutunarreglurnar 1959). Með þessari breytingu er stefnt að því að Mennta- málaráð taki upp þá aðalreglu að út- hluta sömu upphæð til allra náms- manna, án tillits til þess í hvaða landi þeir stunda nám. Sú breyting er til hagsbóta efnalitlum nemendum, en hin reglan er auðsjáanlega ranglát, að nem endur sem hafa rúman fjárhag eða njóta svo góðra fríðinda, að þeir geti stundað nám í .dýrustu löndum heims, fái tvöfalt hærri upphæð í styrki eða lán en nemendur sem verða að hugsa um námskostnað þegar þeir velja sér dvalarland. Telji Menntamálaráð hins vegar rétt að úthluta að einhverju leyti mismunandi upphæðum til nái?É£- manna, ber að miða upphæðirnar við efnahag þeirra og hæfileika en ekki framfærslukostnað í mismunandi lönd- um heims“. — A. St. 45 fonna vélbátur Til sölu e@a leigu nú þegar. Nánari upplýsingar á skrifstofunni. KINAK SIGUBÐSSON, hdl. Ingólfsstræti 4 — Símar 10309 og 16767. Gólfdúkur Einlitur ítalskur linoleum-gólfdúkur til sölu. Upplýsingar í síma 16725 eftir kl. 7. Hjartanlega þakka ég öllum, sem glöddu mig með, gjöfum, heillaóskum, skeytum og á annan hátt í tilefni af 60 ára afmæli mínu 22. maí s.I. Guð blessi ykkur öli. Jón Óskar Pétursson, Skammbeinsstöðum Alúðarfyllstu þakkir sendi ég öllum þeim mörgu er sýndu mér margvislegan heiður og vináttuvott á átt- ræðisafmæli mínu 12. þ. m. Guð blessi ykkur öll. Steinunn Ölafsdóttir, Kaupmannahöfn. Það tilkynnist vinum og vandamönnum að eiginkona mín, móðir, fósturmóðir og amma, GUÐBJÖBG INGVABSDÓTTIB andaðist þann 14. júní á Bæjarspítalanum. Jarðarförin hefur farið fram. — Þökkum auðsýnda samúð. Davíð Ólafsson, börn, fósturdóttír og barnabörn Hjartkær eiginkona, móðir og systir JÓNA G. STENGBlMSSEN er lézt 15. þ.m. verður jarðsungin frá Fríkirkjunni fimmtudaginn 23. þ.m. kl. 10,30 f.h. — Athöfninni verð- ur útvarpað. Fyrir hönd ættingja: Sverre Stengrímssen Útför móður okkar og tengdamóður, HALLFBÍÐAK JÓHANNSDÓTTUB Njálsgötu 83, fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 23. júnl ld. 1,30 síðdegis. Lilja Sveinsdóttir, Jóhann Sveinssea, Sigursteinn Júliusson. Hjartans þakkir til allra þeirra, er sýnt hafa okkur samúð og vinarhug vegna andláts ÓLAFS EINABSSONAB Laugarnesvegi 63. Sérstakiega þökkum við tryggð vinanna, sem styttu honum stundir í löngu sjúkdómsstríði. Dóróthea Árnadóttir, Sigrún Ólafsdóttir, Anna Ölafsdóttir, Þuríöur Ólafsdóttir, Magnús Guðjónsson, Árni Ólafsson, Stella Marteinsdóttir, Hjálniar Ólafsson, Kristín Eyfells.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.