Morgunblaðið - 09.09.1960, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.09.1960, Blaðsíða 1
24 síður 47 árgangur 205. tbl. — Föstudagur 9. september 1960 Prentsmið-ja Morgunblaðsins Ræðir öryggisráð- /ð Kongó í dag? Hammarskjöld sakar Belgi um oð hafa svikizt um oð flytja lið sitt frá landinu NEW YORK, 8. september. — (NTB — Reuter) — í dag var útbýtt til fulltrúa í Ör- yggisráðinu nýrri skýrslu Hammarskjölds, framkv.stj. S. þ., um ástandið í Kongó, og er búizt við, að fjórði fund- ur ráðsins um Kongómálið hefjist þegar á morgun, þar sem ástandið hefur farið versnandi á margan hátt und- anfarið. — Þá hefir Hamm- arskjöld gagnrýnt Belgi all- harðlega fyrir að hafa ekki staðið við skuldbindingar sín- ar í Kongó. • Skýrsla Hammarskjölds. Höfuðatriðin í skýrslu Hamm arskjölds eru þessi í stuttu máli: 1) Hann gagnrýnir það, að utan aðkomandi aðilar skuli hafa blandað sér í gang mála í Kongó — en nefnir engin nöfn. Hvetur hann ráðið til að ítreka samþykkt sýna um, að engir einstakir að- ilar eða ríki skuli skipta sér af Kongómálinu. 2) Hann skorar á þátttökuríki S. þ. að stofna í skyndi 100 millj. dollara hjálpar sjóð fyrir Kongó. 3) Hann telur nauðsynlegt að Kongóher — eða a.m.k vissár herdeildir hans — verði afvopnaður. • Skortur á samstarfsvilja. Gagnrýni Hammarskjölds á Belgi kemur fram í skeytaskipt- um milli hans og belgisku stjórn arinnar, sem birt hafa verið. Þar fullyrðir hann m.a., að enn séu um 650 belgiskir hermenn á tveim stöðum í Kongó, þrátt fyr ir margföld loforð belgisku stjórn arinnar um að hafa lokið brott- flutningi allra hermanna sinna fyrir sl. mánaðarmót. — Kveðst hann harma þann skort á sam- starfsvilja Belgíu við S.þ., sem þannig komi berlega fram. með her Yfirlýsing Lumumba, er hann hafði knuið öldungadeild þingsins til fylgis við sig LEOPOLDVILLE, 8. sept. — (NTB — Reuter — AFP) — Lumumba forsætisráðherra krafðist þess í kvöld, að all- ar liðssveitir Sameinuðu þjóðanna yrðu tafarlaust á brott úr Kongó. — Lumumba bar fram kröfuna eftir að hann hafði fengið traustsyfir- lýsingu öldungadeildar þings- Nýjar hindranir kommúnista í Berlín BERLÍN, 8. sept. (NTB-Reuter) — Austur-þýzka stjórnin samþykkti í dag að takmark- anir á ferðum vesturþýzkra borgara til Austur-Berlínar skuli ganga í gildi að nýju, að því er austur-þýzka frétta- stofan ADN hermir. — Þetía er í annað sinn á tíu dögum, að slíkar takmarkanir eru settar. Hinar nýju reglur munu eiga að gilda frá mið- nætti í nótt. Þær gilda ekki fyrir íbúa Vestur-Berlínar. ins, með 41 atkv. gegn 2. Að atkvæðagreiðslunni lokinni sagði Lumumba: „Vér verð- um að krefjast tafarlauss brottflutnings allra her- manna S. þ. frá Kongó.“ — Kvað hann S. þ. raunveru- lega hafa „hernumið“ landið með því að taka í sínar hend- ur flugvellina og útvarps- stöðina. Hann kvaðst hins vegar áfram mundu leita eft- ir tæknilegri samvinnu og að- stoð samtakanna. ★ ATKVÆÐAGREIÐSLA OG HERMENN Hinn eindregni stuðning- Innrás í Katanga SÍÐUSTU fregnir herma, sem gerðist meðan á -atkvæða greiðslunni stóð, segir AFP- fréttaritarinn. Nafnakall var viðhaft, en rétt sem það var byrjað tóku hermenn Lum- umba að streyma inn í þing- salinn. Höfðu þá tveir þing- menn greitt atkv. gegn for- sætisráðherranum. Við komu hermannanna varð dauða- hljóð í salnum, — og allir þingmenn greiddu Lumumba atkvæði, nema tveir, sem sátu hjá. — a Áður höfðu þingmenn hins vegar snúizt gegn honum, er hann vildi fá orðið, áður en hon- um bar. Fyrstur talaði Albert Delvaux, ráðherra sá, sem fjall- að hefir um mál er varða sam- bandið við Belgíu, en Lumumba hefir vísað honum úr stjórninni. Delvaux hafði stutt þá ákvörð- un Kasavubu forseta að reka Lumumba úr embætti, og gerði hann nú grein fyrir þeirri af- stöðu sinni og kvað hana hafa verið löglega í alla staði. Lum- umba hugðist svara, en þá mót- mæltu margir þingmanna og Framh. á bls. 2. ÞETTA er mynd af fyrstu þrýstiloftsflugvél í heimi, sem getur hafið sig til flugs og lent — lóðrétt. Það er að von- um, að slíkt veki athygli, þeg- ar menn hafa óttazt, að þoturnar mundu krefjast sí- fellt lengri og dýrari flug- brauta. — Flugvéi þessi er brezk og nefnist Short SC-1. Hún vakti mesta athygli alls, sem fram kom á flugsýning- unni miklu í Farnborough í Englandi, sem hófst um s.l. helgi. — Þar er einnig til sýn is nokkur hluti af annarri slíkri flugvél, orrustuþotunni Hawker 1127, sem mikil leynd hvílir enn yfir. Þrjár franskar kjarnasprengjur PARÍ8, 8. sept. (Reuter). — Hið útbreidda blað „France Soir“ sagði í dag, að Frakkar myndu að líkindum sprengja þrjár kjamorkusprengjur í Sahara einhvern tíma frá því í nóvember í ár til apríl 1961. — ★ — Jacpues Bergeal, vísindafrétta- ritari blaðsins, sem staddur er í Kaupmannahöfn í sambandi við alþjóðlegt þing kjarnorkufræð- inga þar, sagði í frétt sinni, að sérfræðingar hafi upplýst, að sprengingarnar muni fara fram á Hoggarsvæðinu sunnarlega á eyðimörkinni — og verði fyrsta sprengingin neðanjarðar. — ★ — Frakkar hafa sprengt tvær kjarnasprengjur, hina fyrri 13. febr. og þá síðari 1. apríl sl. Danir kjósa í nóvember — um skattamálin fyrst og fremst Enn syrtir í álinn fyrir GaitskeH Kaupmannahöfn, 8. sept. (Einkaskeyti frá fréttaritara Morgunblaösins). VIGGO KAMPMANN for- sætisráðherra hefir ákveðið gefið í skyn, að þingkosning- ar í Danmörku muni fara fram í nóvember n. k. — og verði fyrst og fremst kosið um stefnuna í skattamálum. — ★ — Ekki hefir kosningadagur end- anlega verið ákveðinn, en mun verða kunngerður, þegar þingið kemur saman til skammrar setu hinn 4. október. Sennilega fara kosningarnar þó fram 22. nóv., hálfu ári áður en núverandi kjör- tímabil rennur út. — ★ —* Forsætisráðherrann hefir lát- ið svo um mælt, að efnahags- ástæður séu tryggar í Danmörku, varnarmálin hafi verið endur- skipulögð og miklar umbætur verið gerðar á sviði þjóðfélags- mála og lista — en eftir sé að koma á nauðsynlegri breytingu skattakerfisins. — Ekki muni reynast unnt að framkvæma hana með æskilegu meirihluta- fylgi skömmu fyrir kosningar. Auk þess sé réttast að gera sér sem gleggsta grein fyrir sjónar- armiðum kjósenda ,áður en breytingarnar séu gerðar. að um 300 manna her Lum- umba-stjórnarinnar sé nú kominn inn í Katanga-hérað- ið. — Hafi herlið þetta farið yfir Luika-ána á norður- mörkum Katanga í morguns- árið. Samkvæmt góðum heim- ildum í Elisabethville byrj- uðu hermenn Lumumba þeg- ar að leita uppi nafnkunna fylgjendur Tshombes forsæt- isráðherra, og hafa þeir þeg- ar komið fjölmörgum fyrir kattarnef. ♦-------------------------♦ ur, sem Lumumba fékk í öld- ungadeildinni (að vísu voru 29 þingmenn fjarverandi), verður að skoðast í ljósi þess, DOUGLAS, eyjunni Mön, 5. sept. (Reuter) — Þing brezku verka- lýðssamtakanna hér samyþkkti í dag einróma ályktunartillögu, þar sem eindregið var haldið fram gildi þjóðnýtingar í iðnað- inum — og bæri að auka hana. — ★ — Þessi samþykkt fer í bága við yfirlýsta stefnu Gaitskells, for- ingja Verkamannaflokksins, sem og önnur samþykkt þingsins í landvarnamálum í gær. Er hann nú talinn í erfiðri aðstöðu, er floWcsþing Verkamannaflokks- ins hefst í næsta mánuði — og auknar líkur til, að hann kunni að verða undir og þá sennilega hverfa frá stjórnmálaafskiptum. — ★ — Segja má, að allur þorri brezkra biaða hafi í dag beint harðri gagnrýni að þingi verka- lýðssamatakanna fyrir samþykkt hinna andstæðu tillagna í varn- armátum í gær. — Fara mörg blöð hinum háðulegustu orðum um þann hráskinnaleik og tala um „hneyksli" og „ómerkilega skopsýningu"

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.