Morgunblaðið - 18.09.1960, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 18.09.1960, Blaðsíða 13
Sunnudagur 18. sept. 1960 MORGVNHLAÐ1Ð 13 um, að íslenzka þjóðin hljóti að líða undir lok ef erlent varnar- lið helzt í landinu. Auðvitað mundu allir íslendingar óska þess, að ástand heimsmála yrði slíkt, að ekki væri þörf á vörn um hér á landi. Brottför liðsins er að sjálfsögðu æskileg, en dvöl þess hér er nauðsyn, þótt hún sé ill, meðan ekki er friðvænlegra í heiminum en enn er. Síður en svo er ástæða til að gera minna úr annmörkum varn anna en vert er, en jafnfráleitt er að ýkja þá úr öllu hófi. Hverj um getur dulizt að íslenzka þjóð in hefur sýnt meiri lífsþrótt og dug hin síðari ár en nokkru sinni fyrr í sögu sinni? Segja má, að hver einasti er- lendur maður, sem hér kemur og kynnist aðstæðum að nokkru ráði, láti uppi aðdáun á því, sem | þessi fámenna þjóð hefur áorkað i ið“, þar sem þvert á móti er um og er að gera, Mest hefur einmitt frjálsan samning að ræða. Samn löguð til þess að villa um fyrir almenningi og veikja traust á þjóðinni hvarvetna er til spurð- ist. Óheilindin, sem vinstri flokk arnir sýndu þá og lauk xneð end- urnýjun varnaí samningsins á vetrarmánuðunum næstu á eft- ir, eru nú farin að fyrnast, en eru vissulega þess eölis, að þau mega aldrei falla í gleymskunn- ar dá. Enn er Framsóknarflokkurinn gerklofinn í málmu, eins og æcíð þegar hann er utan stjórnar Fyr irlitning forystumanna Fram- sóknar á flokksbræðrum sínum lýsir sér m. a. í því, að þeir skuli nú kalia sig „hernámsand- stæðinga", og þar með taka und- ir þann róg Kommúnista að flokkur þeirra sé með í og beri ábyrgð á að landið sé „hernum- Kongómenn fagna , valdatöku Lumumba? falli Lumumba? eða REYKJAVIKURBREF ——————————. Laugardagur 17. sept. Bað um farþega- listann Framferði forystumanna og rás atburða suður í Kongó hefur ver ið með þeim hætti, að ýmsir hafa átt erfitt með að taka alvarlega. Þar af koma gamansögur eins og þessi: Nýlega var Lumumba í flug- ferð. Vaf honum þá sýndur mat- seðill en likaði ekki það, sem á boðstólum var. Bað hann þá í þess stað um að fá að sjá far- þegalistann! Kjarni slíkra sagna er sá, að gefa til kynna, að ekki sé furða þótt illa fari, því að þarna sé í raun og veru um að ræða villi- menn, sem ekki kunni til sjálfs- stjórnar. Því miður er það rétt, að Kongóbúa skortir bersýnilega um sumt þekkingu og þroska til meðferðar eigin mála. En fjarri fer, að slíkt sé efni til gaman- mála. Þvert á móti stendur þarna sorgarleikur, ekki aðeins hættu- legur fyrir íbúana suður þar, heldur fyrir miklu fleiri. Ábyrgir stjórnmálamenn tala berum orð- um um að ef ekki sé aðgert í tíma, sé hætta á, að þarna brjót ist út ný „Kóreustyrjöld". Reynd ur stjórnmálamaður, Sir Anth- ony Eden, hefir nýlega sagt, að meiri hætta steðji nú að lýð- frjálsum þjóðum en nokkru sinni síðan 1939. Þá á hann ekki við Kongómálið eitt, heldur kalda stríðið í heild og hinar stöðugu hótanir og ögranir Krúsjeffs. „Allan rétt og enga skyldu“ Vonandi leysist Kongómálið betur en á horfðist. Hvað sem bráðri ófriðarhættu líður, telja sumir tilveru Sameinuðu þjóð- anna í veði, ef illa tekst til. Að flestra dómi hefur Hammar- skjöld, framkvæmdarstjóri þeirra, staðið sig með ágætum í þessum vanda. Hann hefir vegna þeirrar frammistöðu sinnar, ver ið kallaður snjallasti „diplomat" í heimi. Sjálfur segir hann, að erfitt sé að eiga við forvígismenn, Sem þykjast hafa allan rétt sín megin, en engar skyldur. Harðvítugar árásir Rússa S Hammarsköld, sýna hverjir það eru, sem undir róa í Kongó og setla sér að hafa gagn af van- þroska stjórnenda þar. Rússar hafa skorizt úr leik í viðleitni Sameinuðu þjóðanna til að setja deilurnar niður og beinlínis stutt að því að magna þær eftir föng- um. Það atferli er einn liður í allsherjar herferð þeirra til splundrunar lýðræðisþjóðum. Kommúnistar hvarvetna gera sér fulla grein fyrir því. Ein uppá- haldsfrú þeirra sagði í hvatning argrein í Þjóðviljanum fyrir Brúsastaðafund, að ástandið í Afríku ætti að vera íslendingum fagnaðarefni og fyrirmynd! Ferðir Krúsjeffs Því verður ekki móti mælt. að Krúsjeff er snjall áróðursmað ur. Stundum sýnisf þó svo sem yfirlæti hans sé helzt til mikið. Vafasamt er t. d. hvert fagnaðar efni Finnum var að heimsókn hans á afmæli Kekkonens, for- seta. Að sjálfsögðu urðu þeir að láta eins og allt væri í lagi. En víst hefðu Rússar getað dulið betur ógnarvald sitt yfir hinni hugprúðu finnsku þjóð, en svo að Krúsjeff kæmi sjálfur til Finn- lands til að veita þar leyfi til þess, að það mætti ganga í við- skiptabandalag með Vestur-Ev- rópuríkjunum sjö. Þeir, sem svo fara að njóta ekki einungis valds ins, heldur vilja láta alla sjá að þeir gera það. Ferð Krúsjeffs ásamt Kadar og öðru þjónustuliði vestur um haf á einnig að sýna mátt hans og megin. Sjálfur meinaði hann Eis- enhower, forseta Bandaríkjanna, að heimsækja Rússland, en kem- ur nú með föruneyti sínu í aug- Ijósa áróðursferð til mestu borg ar Bandaríkjanna. Að vísu er hann að forminu til ekki að heim sækja Bandaríkin, enda þangað lítt velkominn eftir aðfarirnar í París, heldur Sameinuðu þjóðirn ar. En einnig þeim ögrar hann með því að taka með sér Kadar, lifandi mynd stjórnarfars, sem Sameinuðu þjóðirnar hafa for- dæmt, og hann svarar með því að neita fulltrúum þeirra um að koma til Ungverjalands. Úr því að höfuðstöðvar Sameinuðu þjóð anna eru í New York, verða Bandaríkjamenn að una þessari heimsókn, en skiljanlegt er, að þeir taki henni ekki með sérstök um fögnuði. Nokkuð er til í þeirri samlíkingu, sem mikilsháttar blaðamaður vestra gerði, þegar Rússar kvarta nú undan takmörk un ferðafrelsis þessara stórhöfð ingja, að þá sé það svipaðast því, þegar maður, sem búinn var að drepa föður sinn og móður, kvein aði síðan undan því, að vera orð inn munaðarlaus. Annar verri öryggisleysi í heimsmálunum má bezt marka af því, að þrátt fyrir allt þ. á. m. endurteknar hótanir um beiting flugskeyta, þá skuli Krúsjeff þó talinn friðar sinni miðað við hina kommún isku valdamenn í Kína. Milli þeirra og Krúsjeffs er hörð deila um, hvort nýtt heimsstríð sé ó umflýjanlegt eða ekki. Þeir telja svo vera, og hælast um yfir þvi, að ef til stórstyrjaldar komi, þá muni þó 300 millj Kínverja af 700 millj halda lífi. Þessvegna sé styrjöld ekki sérlega hættuleg fyrir þá! Þegar um þetta er deilt, er furðulegt að finnast skuli menn, sem halda að tímabært sé fyrir frjálsar þjóðir að slaka á vörnum sínum. Sá, er ekki vill meðan svo stendur leggja nokkuð að mörk- um til að tryggja frelsi sitt, á ekki skilið að halda því. Hann gengur beint í gin ljónsins. Það á ekki síður við um smáar þjóð- ir en stórar. Illutlcysi væri orðaleikur einn Smáþjóðir verða jafnf og aðrir, að muna, að þær hafa ekki ein- ungis rétt, heldur einnig skyldu, svo vitnað sé til orða Hámmar- skjölds. Kommúnistar skírskota raunar til Svía og Svisslendinga um að þeir séu hlutlausir. Þær þjóðir eru hvorugar stórar á heimsmælikvarða, þótt þær séu stórveldi miðað við ísland. Báð- ar leggja þær hlutfallslega frani meira fé sér til verndar enflestar aðrar. Hlutleysi þeirra er ekki orðaleikur einn, eins og vera mundi um okkur, heldur eru þær svo vel búnar að vopnum og ein- dregnar í að verja sig, að lönd þeirra yrðu ekki auðtekin. Varn arlaust ísland yrði hins vegar innrásaraðila óhjákvæmilega að bráð. Enda eru yfirgnæfandi lík- ur til þess, að það yrði umsvifa- laust hernumið, ef til stórstyrj- aldar kæmi. Varnarleysið mundi bjóða heim kapphlaupi um það, hver hér fengi fyrst aðstöðu. Þá yrði óhjákvæmilega barizt um landið. Alger misskilningur er, að Krúsjeff meti hlutleysi nokk- urs.Þegar hann var á ferð í Aust urríki í sumar, ræddi hann um, að Austurríki gæti ekki verið hlutlaust gegn vígbúnaði Ítalíu.. Hlutleysi íslands á með sama hætti að vera fyrsta skrefið til að færa það undir yfirráð Rússa. Móðgunin mesta Sjaldan hefur verið gert minna úr íslendingum en í þeirri full- yrðingu Brúsaskeggja á dögun- verið aðhafzt á þeim árum, sem hersetan hefur staðið og á hún þó að dómi Brúsaskeggja, að vera að hraðdrepa íslenzku þjóðina! Uppruni auðsær Þá er og harla smekklítil sú hótun þeirra félaga, að ef varn- arliðið dveljist hér áfram, muni því og allri íslenzku þjóðinni verða gereytt. Uppruni þeirrar hótunar er auðsær. Orðbagðið er hið sama og Krúsjeff tiðkar Rík ástæða er til að ætla, að orð- bragðið eitt sé ekki fengið að láni að austan. heldur hafi hinn gengdarlausi fjáraustur til und- irbúnings Brúsastaðafundar ver ið kynjaður úr sömu átt. Þegar svo er í pottinn búið, er að von- um. að Kommúnistar hælist yfir að hafa getað ánetjað nokkra ut- an sinnar eigin fylkingar. Ætla hefði mátt, að allir hefðu séð við vélabrögðum þeirra, svo að þeir, hvað sem sérskoðunum þeirra á þessu máli leið, hefðu a. m. k. forðazt þessa samfylk- ingu. Þó að ávöxturinn væri rýr, var hann meiri en málefni standa til. Mega hafa rangt fyrir ser Sem betur fer ræður hver mað ur á íslandi sínum eigin skoð- unum. • Menn mega hafa rangt fyrir sér. ef þeir sjálfir vilja. Þegar greindir og gegnir menn, þótt fáir séu. láta leiðast í ann- an eins félagsskap og á Brósa- stöðum, og halda fram þvílíkum fjarstæðum sem þar var gert, hljóta þeir áður en varir að sann færast um, að þeir hafa ratað á villigötur. í stað þess að gagna þjóð sinni eins og þeir vafalaust vilja, voru þeir að ganga er- inda kaldrifjaðra undirhyggju- manna, sem hafa einsett sér að splundra samtökum frjálsra þjóða, og síðan umturna hverju þjóðfélaginu á fætur öðru, til að koma á því kommúniska ógnar- veldi. sem þeir hafa talið sér trú um að bíði allrar heims- byggðarinnar. Lýðtæðissinnar verða að muna, að þótt þeim virðist sannindi skoðana sinna auðsæ og staðreyndirnar svo skýrar að engum geti dulizt, eru alltaf einhverjir, sem láta blekkjast, ef hinum góða mál- stað er ekki haldið á lofti. Frelsið þess virði, að það sé varið Fyrsta vörnin er sú að haidið sé uppi öruggum málflutningi og aldrei linað á því að skýra fyrir almenningi hið sanna sam- hengi hlutanna. Lýðræðissinnar mega og minnast þess, að ekki er lengra síðan en 1956, að Sjálf stæðismenn einir höfðu hrein- skilni til að segja þjóðinni satt frá þörf varna landsins. Þá létu hinir, sem betur máttu og hlutu að vita. hafa sig til þess að gera á sjálfu Alþingi samþykkt, sem þeir að vísu sennilega ætluðu aldrei að efna. Kún var mjög ing, sem íslendingar hafa ful’t vald til að segja upp, þegar þjóðarvilji segir til um. Skýrsla, sem allir þurfa að lesa J Skýrsla hins rorska sérfræð- ings, sem launþegasamtökin fengu til að rannsaka efnahags- ástand hér og viðhorf launþega til viðreisnarráðstafana ríkis stjórnarinnar, er þess eðlis að sem allra flestir þurfa að lesa ^ hana. Þar gerir maður, sem þaul vanur er slíkum viðfangsefnum, valinn af sjálfum launþegum, rökstudda grein fyrir, , að lífs- nauðsyn sé, að tilraun, sem nú hefur verið gerð til viðreisnar hér á landi, takizt Hann sannar, að ekki var um betri leið að velja fyrir launbega út úr þeim ógöngum, sem komið var í, en þá, er kosin var. Hann skýrir að vandamálin, sem krefjast úr- lausnar eru hvorki sök aðgerð- anna né þeirra manna, sem standa að þeim. Skorti kjark Nú tjáir og lítt að deila um hverjum sé að kenna, að svo var komið sem komið var. Hvert ein asta mannsbarn vissi, að við svo búið mátti ekki standa. Jafnvel þeir sem nú gagnrýna harðast það, sem gert var, skildu, að oitt hvað í þá átt þurfti að gera. Gremja þeirra stafar ekki sízt af því, að þeir viðurkenna með sjálfum sér, að þá skorti kjark til að gera það sem þeir vissu að óhjákvæmilegt var. Aðalatrið ið nú er það, að ef tilraunin fer út um þúfur, þá blasir við enn ömurlegra eymdavástand en nokkru sinni fyrr. Hver sá sem vinnur að því, að viðreisnin mis- takist, er að kalla yfir sig og sína böl, sem hann sér ekki fyrir endann á. Þess er að vænta að fáir gerist slíkir ógæfusmiðir. Kommúnistar hafa það sér til afsökunar, að þeir vilja um- turna öllu og skapa upplausn i þjóðfélaginu. Framsóknarmenn þykjast ekki vilja það, en þó er öfugugga háttur þeirra svo magn aður að þeir vinna '5"um árum að því að svo takist tii. Nú reyna þeir t. d. að gera sem minnst úr gildi þessarar merku skýrslu. Þjónustusemi þeirra við komm- únista lýsir sér ekki í einu, held ur öllu. Yfirlýsing Runólfs á Iíornsá Þegar þetta er haft í huga. er ekki furða, þótt gegrum bænd- um ofbjóði, og þeir viiji láta það koma Ijóst fram, að Tíminn og forsprakkar Framsóknar tali ekki í þeirra nafni, enda þótt þeir hafi áratug’im saman skip- að sér í þann flokk Á meðan vinstri stjórnin. var við vöid, var Tíminn alltaf öðru hvoru að vitna í orð hinna og þessara ó- nafngreindra ,SjálfstcCðismanna‘, Framh. á bis. 14

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.