Morgunblaðið - 18.09.1960, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 18.09.1960, Blaðsíða 17
Sunnudagur 18. sept. 1960 MORCUNBLAÐIÐ 17 Sjötug á morgun: *AnnaSigurðardóttir frá Vík í Héðinsfirði FRÚ ANNA Sigurðardóttir frá .Vík í Héðinsfirði, nú til heimilis að Kollugerði við Akureyri er sjötug á morgun (19. sept.) Anna er fædd í Héðinsfirði 19. sept. 1890, dóttir hjónanna Sig- urðar Guðmundssonar og Hall- dóru Björnsdóttur, er lengi bjuggu að Vatnsenda, en síðar í Siglufirði. Anna giftist 1910 Birni Ás- grímssyni, er var ættaður úr Fljót um, og bjuggu þau lengst af á bálfri jörðinni Vík í Héðinsfirði. I>eim hjónum varð 9 barna auð- ið, er flest voru ung, er Björn varð að fara til Reykjavíkur til langdvalar á sjúkrahúsi þar, og varð sú dvöl syðra alls 12 ár, en Ihonum auðnaðist þó að koma heim aftur og eiga enn nokkur ár með ástvinum sínum, en Björn lézt árið 1943. í fjarveru manns síns og eftir að hann féll frá faélt Anna áfram búskap með börnum sínum, en elzti sonur- inn. Sigurður stóð lengst af fyrir búi hennar. Lífsbaráttan var lengst af hörð 1 Héðinsfirði, samgöngur voru erfiðar og vetrarríki mikið, enda fækkaði þar búendum smám sam- an. Anna flutti með fjölskyldu sinni til Eyjafjarðar 1951 og var faún þá síðust búenda þar í firð- inum. Nú eru allar bújarðir í Héðinsfirði komnar I eyði, en um síðustu aldamót voru þar, að minnsta kosti, 6 búendur. Anna var óvenjuleg þrek og dugnaðarkona og ekki hefði öll- um verið hent að ganga í hennar MÁLFLUTNINGSSTOFA F.inar B. Guðmundsson Guðlaugur Þorláksson Guðmundur Pétursson Aðalstræti 6, III hæð. Símar 12002 — 13202 — 13602. spor. Á heimili þeirra Víkur- hjóna var skráð merkileg saga, þó að hún verði ekki rakin hér. Það var hetjusaga í þess orðs beztu merkingu. Það sem hjálpaði Önnu yfir örðugustu hjallana á lífsleiðinni, var iífsgleði hennar og bjartsýni, dugnaður og trúartraust. Nú á afmælisdeginum verður (hún umvafin kærleika barna sinna og ástvina og gamlir vinir senda henni og fjölskyldunn; beztu kveðjur og árnaðaróskir. Ó. J. Þ. /Kirkjurán' SÖLVI Betúelsson skrifar í Mbl. 6. september, að það sé búið að taka kirkjuna okkar Hesteyringa. Þetta er það eina í grein Sölva, sem ég tel réttara að kalla: „Það er búið að ræna kirkjunni okk- ar“. Kirkjur hafa verið rændar mun um sínum, en sjálfar staðið eft- ir. Hafa blöð og andlegrar stéttar menn fyllst vandlætingu, sem vonlegt er, og heimtað rannsókn og þyngstu refsingu fyrir slíkan verknað. En hvað á þá að gera við menn, sem ræna heilli kirkju, þar eð slílkt hefur ekki heyrzt hér fyrr? Grein Sölva er sannleikur, og verður hún sennilega drjúgur styrkur, þá er að reikingsskilum kemur. Það er leitt að spyrja, þó ei sé enn sannað, að andlegrar stéttar maður sé mjög við þetta rán riðinn, jafnvel framámaður fyrirtækisins, og þá heldur, að hann muni vera biskup vorrar kristilegu íslenzku kirkju. Sé því þannig varið leyfi ég mér að spyrja: Hvaða rétt hefur æðsti þjónn kristilegrar trúar til slíks verks? Eg held tæplega andlegan en fráleitt veraldlegan. Eignar- réttur einstaklingsins er sem bet- ur fer virtur í þjóðfélagi voru, þar eð mér vitanlega hefur „frið- ardúfum“ ekki enn tekizt að kroppa hann út úr stjórnar- skránni. Ég krefst þess, að biskup svari skrifum um þetta efni, og þá hvernig hann réttlæti þennan verknað án minnsta viðtals við fyrrverandi sóknarbörn Hesteyr- ar. Það væri ef til vill ekki ótil- hlýðilegt í þessu sapibandi að benda á Sögu Strandarkirkju, og þá sérstaklega bls. 26, skilaboð Marta; kapitulan Regnið, bls. 56; bls. 80—81, Reykur; og að lokum bls. 360—370. Ilallgrímur Pétursson frá Hesteyri. INNFUTJENMHt - IDUENDUII Ungur maður, vel menntaður og þaulvanur guðshúss, sem við erum nú stödd í. Kirkjuvígsla er helgiathöfn. Þar birtist sú trú, er boðar líf og gleði. Þessi nývígða kirkja mun minna okkur og komandi kyn- slóðir á sjálfan höfund lífsins, skapara okkar og frelsara, á Guð. En á því hvílir líf og hamingja íslenzkrar þjóðar, að hún gleymi ekki Guði. Þessi hátíð er hald- in til staðfestingar þessum sann- leika. Fáar þjóðir hefur Guð verndað og blessað eins ríkulega og einmitt okkur íslendinga. Og víðast um landið nefur hann minnt okkur á gæzku sína með dýrlegu árferði nú í sumar. Við Páll Pálsson, cand. theol.: Það breytir myrkri í Ijós Ávarp við vígslu Kálfafellskirkju 21. ágúst Hávirðulegi herra bisikup. Virðulegu prestar. Kæri Kálfafellssöínuður. Eg er ekki meðlimur þessa safn aðar og ekki búsettur í þessari sókn. En sarot er ég með vissum hætti tengdur kirkju hennar: Hér var faðir minn fæddur. Hér var afi minn siðasti presturinn. Og hér var ömmubróðir minn næst- síðasti prestur. Vegna þessara tengsla var prófastur svo vinsamlegur að bjóða mér að vera viðstaddur þessa ykkar kirkjulegu hátíð. Fyrir það er ég innilega þakk- látur, því að mér er þessi staður kær vegna minningarinnar um föður minn og aðra ættmenn, og nú mun ég einnig eignast minn- ingu um hann vegna þessarar fagnaðarhátíðar, sem óg hef feng- ið að taka þátt í með ykkur hér í dag. Ég vil lí'ka þakka prófast- imum hans hlýju og fögru orð í garð ættmenna minna, svo og vin áttu hans og alúð, er ég hef not- ið af hans hálfu um árabil. Mér er einkar Ijúft að vera hér á meðal ykkar vegna þeirrar helgiathafnar, er hér hefur nú fram farið, svo og vegna þess, að flestar mínar björtustu og beztu minningar eru með einum eða öðrum hætti tengdar þessu und- urfagra og mikilúðuga héraði: Skaftafellssýslum. Af þessu orði leggur sérstakan Ijóma í huga mínum, svo að mér finnst það heiður að vera Skaftfellingur, og hingað í hérað þykist ég geta rak- ið allt það bezta, sem mér hefur verið innrætt á liðnurn árum. Héð an er runnin sú ríka ósk mín að mega vinna íslamdi gagn, frjálsu Islandi, vinna að heill þess og Eieiðri. Guðsblessun yfir land og lýð. Þetta er arfur minn frá nán- ustu ættmennum mínum hér. Hann vil óg varðveita, því að það er gæfa mín að hafa séð, lifað og starfað í þessum anda. Þar hef ég hauik á hendi. Og þessa er gott að minnast mú, þegar hér er hald- in vegleg hátíð með vígslu þess - KAÖPMEI allskonar verzlun, vegsömum hann því og þökkum homum allar gjafir hans og þessa hátíð og hlustum á boðskap kirkju hans. Hún boðar hinn krossfesta og upprisna Krist, sém er líf, friður og sáluhjálp allra þeirra, er á hann trúa. Þegar sinnuleysi færist yfir menn og margir steypa dása, þá er hollt að fylgja kirkjunni í boð- skap henmar og hlýða kalli Biblíunnar, sem segir: „Þakkið Drottni, þvi að hann er góður og miskunn hans vaiir að eilífu“. Allan ársins hring, já allt til graf- arinnar, skal gleði og fögnuður kristinnar trúar ásamt lofgjörð- inni og þakkargjörðinni til Guðs ríkja í hjörtum okkar. Það mun- ar öllu, að við fylgjum Jesú Kristi. Það breytir myrkri í ljós, sorg í gleði, vanmætti í sigur og dauða í líf. Jesús Kristur. Það er nafnið, sem okkur er ætlað hólpnum fyrir að verða. Hið heilaga blóð frelsarans veitir sig- ur í hverri raun og þrenging. Það er tryggimgin fyrir fyrirgefn- ingu syndanna og það veitir okk- ur eilíft líf heima hjá Guði. Á þessari hátíðar- og gleði- stund þarf ég ekki að hafa þessi orð fleiri, en segi hér að lyktum: Ég bið þessari kirkju, presti hennar og söfnuði blessunar Guðs. Guð blessi kirkju íslands. Guð blessi ísland og íslendinga. Laghentir verkamenn óskast. — Uppl. á skrifstofunni u Húseignin nr. 7 við Bakkastíg, hér í bæ er til sölu Upplýsingar gefnar á skrifstofu Svein- bjarnar Jónssonar hæstaréttarlögmanns, sími 11535. Einbýlishús í Hoínariirði Glæsilegt steinsteypt einbýlishús á mjög góðum stað í suðurbænum lil sölu. — Húsið er ein hæð 140 ferm. 5 herb. — ÚtDorgun kr. 200 þús. og greiðslukjör að öðru leiti hagstæð. GLÐJÓN STEINGRlMSSON hdl, Reykjavíkurvegi 3, Hafnarfirði Símar 50960 og 50783 Fyrstadagsumslög EVROPA C.e. FVRSTADAOSBRéF silkiprentuð í réttri stærð fyrir Evrópu- merkin, sem koma út á morgun. Frímerkjasatan Lækjargötu 6A. vill taka að sér rekstur innflutnings- eða iðnfyrirtækis, þar sem hann gæti orðið meðeigandi. Kaup á fyrirtæki að hálfu eða öllu leyti koma til greina. — Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir 25. þ.m. merkt: „Trúnaðarmál — 499“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.