Morgunblaðið - 05.02.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.02.1961, Blaðsíða 10
10 MORGVNBLÁÐIÐ Sunnudagur 5. febr. 1961 Ölið á Alþingi IJr ræðu PéSurs Sigurðssonar með ölinu og ræðu Halldórs Asgrímssonar gegn ölinu FRUMVARP Péturs Sigurðs- sonar um breytingu á áfeng- islögunum, þannig, að heim- ila ríkisstjórninni að leyfa tilbúning og sölu áfengs öls, var tekið til 1. umræðu í neðri deild Alþingis í fyrra- dag, eins og skýrt var frá í blaðinu í gær. Fylgdi flutn- ingsmaður frumvarpinu úr hlaði með ítarlegri ræðu. — Hann sagði í upphafi máls síns, að miklar umræður hefðu átt sér stað að undan- förnu um þetta ölfrumvarp, bæði í blöðum og útvarpi. Hefði þar verið fjallað um málin á breiðum grundvelli og myndi hann því einnig gera það í sinni ræðu. Lítið samræmi Flutningsmaður kvað það lengi hafa verið sína skoðun, að lítið samræmi virtist í þeirri ákvörðun Alþingis að leyfa sölu á sterku áfengi og fela ríkis- valdinu dreif- irrgu þess, en b a n n a fram- leiðslu og sölu á öli, sem væri veikasta stig áfengra drykkja. Við slíkar rök- semdir hlyti sú vakna, hvort þeir löggj af arf undinum, núverandi fram- kvæmd mála væru sjálfum sér samþykkir, er þeir létu hjá líða að beita sér fyrir algeru banni á sölu sterkra vína, fyrst brugg- xm og sala á öli, veikasta stigi áfengis, væri sá bölvaldur, er' sömu aðilar teldu það vera. Mikil Ieynibruggun Það mun og mála sannast, hélt ræðumaður áfram, að við núverandi aðstæður sé mjög mikið um leynibruggun öls, er hlýtur að skapast í þjóðfélagi, sem viðurkennir sölu og neyzlu sterkra áfengra drykkja og þar sem tiltölulega er mjög auðvelt að ná í efni þau, sem til öl- gerðar og annarrar bruggunar þarf. Ég dreg þessa ályktun m. a. af því, að mér er kunnugt um að árlega flytjast til lands- ins hundruð ef ekki þúsundir glerkúta undir sýrur allskónar. Lítið af þessum kútum er flutt út aftur, en hinsvegar er mér tjáð, að svo mikil eftirspurn sé eftir þessum ílátum, að um bið- lista kaupenda sé að ræða. Enda mun það mála sannast, að allur almenningur hefur það á til- finningunni að sá einstaklingur sé ekki afbrotamaður, sem spurnmg fulltrúar sem fylgdu síðasta ári. Þeir sem vilja leyfa bruggun öls í landinu, hélt Pét- ur Sigurðsson áfram máli sínu, telja að sala á áfengu öli geti að nokkru leyti bætt úr því öngþveiti sem hér ríkir í áfengismálum, og breytt á ýms- an hátt til hins betra drykkju- ósiðum sem hér ríkja. Hinir, sem eru andvígir ölinu, telja að sala á því skapi hér hömlulaust áfengisflóð og muni sérstaklega auka drykkjuskap meðal ungl- inga og ennfremur meðal verka- manna og iðnáðarmanna. Hafa hinir síðarnefndu dregið mjög hæpnar og vafasamar ályktanir frá ákveðnum stöðum í ná- grannalöndum okkar. Draga fram tölur Rakti ræðumaður síðan í ítar- legu máli ástand í áfengismál- unum í nágrannalöndum okkar og víðar og skýrði frá kynnum sínum af þessum málum í er- lendum hafnarborgum. Þá drap hann á tölur frá Áfengisvarnar- ráði og minntist ó þá baráttuað- ferð ölfjenda að draga fram ákveðnar tölur, þegar þær hent- uðu áróðri þeirra, en fullyrða það gangstæða við hinar sömu tölfræðilegu staðreyndir, ef samanburðurinn væri óhentugur. Síðar í ræðu sinni minntist Pétur Sigurðsson á ofnautn áfengis og þær hörmungar, sem af því kunna að leiða og sagði í því sambandi: Hugsýki og sálrænir kvillar Ég held því hiklaust fram, að þegar rætt er um áfengissjúk- dóma og áfengissjúklinga sé alltof oft gripið til hinna nær- tæku og handhægu skýringa, að telja áfengið orsökina en ekki afleiðinguna af ýmiss kon- ar hugsýki, sálrænum kvillum og félagslegum vandamálum. í nýútkominni bók eftir Karl Strand lækni er fjallað um ým- is vandamál sálsjúklinga og þó einkum þeirra, er þjást af hug- sýki og leyfi ég mér að vitna til orða hans um það efni, en hann segir m. a.: Tilfinningaleg vandamál „Sálfræðingar og geðlæknar hafa skilgreint sjúkdómsmynd hugsýkinnar, sem afleiðingu ákveðinna tilrauna einstaklings- ins, til að komast hjá sérstökum tilfinningalegum vandamálum, ná á þeim tökum, eða vega á móti þeim. Hún er tilraun til málamyndunar og verndunar persónuleikans. Sameiginlegt þessum fyrir- bærum er vanmætti eða mistök á að ráða við þá hugkreppu sem til grundvallar liggur, ótti við vandamálið og kvíði fyrir afleiðingum þess. Þetta sambland af ótta og bruggar öl fyrir sjálfan sig eða kvíða, sem á rót sína að rekja sitt heimili, því bannið á brugg- 1 í dulvitund sjúklingsins, nefnist un öls er ekki í samræmi við kvíðni og talið er að hún sé sá réttarvitund fólks almennt. Engin flaska flutt inn Auk þess mikla magns, er þannig fer ótollað fram hjá ríkissjóði, má benda á að mikið magn hlýtur að koma af tilbúnu öli til landsins í hendur þeirra, sem til þess hafa aðstöðu. Því til sönnunar má/'benda á þá staðreynd, að ölgerð sú, er framleiðir megnið af öllum bjór og pilsner í landinu, hefur ekki flutt inn eina einustu tóma flösku síðan 1956 og var þó tappað á yfir 4 millj. flaskna á möndull, sem hugsýkin snýst aðallega um. Sjúklingurinn grípur til ým- issa örþrifaráða gegn kvíðni sinni, því í sjúkdómsmyndinni fléttast oft saman andleg og líkamleg einkenni og því fylgir oft í kjölfarið ýmiskonar hátt- emisbreyting, t. d. ýmiskonar ofnautn og þ. á. m. ofneyzla áfengis". Þar sem hér hefur verið minnzt á kvíðni er rétt að benda á hversu það hugtak hefur verið skilgreint í sömu bók: Kvíðni „Kvíðni er hræðslukennt þensluástand, sem gefur til kynna að einstaklingnum sé hætta búin. 1 venjulegum ótta er tíðast óttavaldur, t. d. óvin- ur eða refsing, en í kvíðni er óttavaldurinn oft ímyndaður eða óraunverulegur og oftast dulvitaður. Kvíðni er höfuðþáttur í flest- um huglægum vandamálum og kvillum og hefur víðtæk áhrif á hátterni manna og getur skapazt á hvaða aldursskeiði sem er. Sálfræðingar hafa dreg- ið saman einkenni hugsýkinnar í 6 flokka eða kerfi, eftir athug- anir á hátterni sjúklinganna. Þessir flokkar nefnast í fyrsta lagi: Kvíðni, 2. fælni, 3. árátta og þráhyggja, 4. hugþreyta, 5. sút og þunglyndi, 6. sefasýki. Sálfræðingarnir sjálfir viður- kenna þó ósamræmi í flokkun- araðferðinni, þegar horft er á önnur og einangruð hugsýkis- fyrirbæri, sem hafa afmarkað viðbragðssvið, eins og t. d. sjúk- leg neyzla áfengis og kynvilla. 1 báðum þessum tilfellum, er um hátterni að ræða, sem vafa- lítið má í flestöllum tilfellum rekja til huglægs uppruna. Og það sama má bæði segja um það sem kallað hefur verið sadismi og exhibitionismi. Hin huglæga sjúkdómsmynd Viðbragðsform í þessum sjúk- dómsfyrirbærum mælir með, að þau séu talin sérstakur flokkur hugsýki, en huglæga sjúkdóms- myndin er hinsvegar oft sam- kynja þeim, sem finnast í öðr- um fyrirbærum, eins og dul- kvíðni. Gott dæmi upp á þetta telja sálfræðingar sjúklega neyzlu áfengis, þar sem kvíðni er meg- inaflið í framvindu sjúkdóms- ins“. Þegar við lítum á þær læknis fræðilegu kenningar, sem ég nú hef nokkuð drepið á, mun sú staðhæfing koma fljótt fram, er bendir á, að sjúkleg ofneyzla þurfi ekki að vera bundin við áfengt öl eða sterk vín, hún geti komið fram á miklu víð- ara sviði. Þá fór ræðumaður nokkrum orðum um nauðsyn þess að kenna mönnum frá blautu barns beini að umgangast vín og öl á mennilegan hátt. Vék hann nokkuð að þeim hugsunarhætti sem ríkti gagnvart ölinu og sagði: í þessu sambandi get ég ekki Varist því, að minnast á verk- stjóra, vinnuveitendur o. fl., sem stigið hafa nýlega fram á hinn vota völl ölmálsins, og lát- ið í ljós mikinn ótta á öl- drykkju í vinnutíma, slappleika og gluggaútstillingum tómra og hálftæmdra ölflaskna. Daginn eftir Þessir menn virðast aldrei hafa séð menn daginn eftir ær- lega brennivínsdrykkju og kynnzt slappleika og sljóleika þeirra vígstöðva. Þeir vinnu- stjórnendur hér á landi, sem ekki hafa kynnzt þessari hlið áfengismála okkar, þurfa sann- arlega ekki að óttazt drykkju á áfengu öli í vinnutímanum, öli, sem þurfti að ná í til Áfengis- verzlunarinnar. Ef þeir hins vegar láta undan þessari og ann arri áfengisneyzlu eða öðrum vinnusvikum í vinnutímanum, sem undir öllum framkvæmda- formum áfengismála gæti verið reynt að fremja, þá eru þeir miklu sekari en neitandinn sjálf ur og alls óhæfir til vinnustjórn ar. Slík rök gegn áfengu öli finnast mér svo fráleit að engu tali tekur. • - . . Rannsóknir | Finnlandi > í lok máls síns vitnaði ræðu- maður í erindi, sem sérfræðing- ur nokkur, kunnugur í Finn- Frh. á bls. 23 UM miðjan dag á föstudagjH voru fréttamenn á rangli niðri| við Höfn. Herjólfur var að| leggjast að Sprengisandi. Far- þegarnir streymdu í land með j töskur og pinkla. Það var| frost og kalt að norpa þarna || á bryggjunni, svo við vorum: Tryggvi Blöndal, bauð upp á^Tireví Blöndal skipstjóri í brúnni á Herjólfi í Reykjavíkurhöfn,' heitan kaffisopa niðri í borð- — Ljósm. Ol. K. Mag. Miólk aðra leiðina salnum, og notuðum tækifær- ið til að rabba við hann. Tryggvi sagði, að skipið væri að koma frá Hornafirði og Vestmannaeyjum. Til Hornafjarðar fer það hálfs- mánaðarlega, venjulega þrjár ferðir til Vestmannaeyja á viku. Nú er ekki mikill far- þegastraumur frá Vestmanna eyjum, og vegna verkfallsins fær skipið ekki að taka neitt nema mjólk til eyjarinnar og tóma brúsa þaðan. — Er ekki erfitt að vera á ferðinni með tómt skip á þess- um tíma árs? — Það hefur verið sæmilegt veður þessa viku. En skipið var tómt í fárviðrinu í fyrri viku. Jú, það var mikill velt ingur. Einhverjir farþeganna höfðu orð á því að þeir mundu aldrei ferðast með okkur aft- ur. En fólk er nú fljótt að gleyma sjóveikinni. — Hvað eruð þið búnir að flytja marga farþega með Herjólfi? — Eg veit ekki, um 10 þús- und, held ég. Þið ættuð að koma með til Eyja eina ferð og líta í kringum ykkur. __________ _ viljum ekki tefja Tryggva I góðu veðri í sumar labb- lengur frá að komast heim til aði ég oft um eyjuna meðan sín. Skipið á að sigla aftur stanzað var, og sá alltaf eitt- kl. 9 til Vestmannaeyja. hvað nýtt og skemmtilegt. í Uppi á bryggjunni eru sumar var mikið af útlending- nokkrir ungir menn að skipa kynlegu braki upp úr lest- inni og setja inn í lokaðan bíl. — Hvað er þetta? spyrjum við. — Þessi staur. Það er gálginn úr „Þremur skálkum“ er svarið. Og það kem.ur á daginn að þarna er Leikfélag Vestmannaeyja á ferð, 31 mað ur og 28 stykki af leiksviðsút- búnaði. Leikfélagið er 50 ára um þessar mundir og er það tilefni þess að það leggur land undir fót og ætlar að sýna „Þrjá skálka“ á Suðurnesjum. — Svona leikför hlýtur að kosta mikið fé, segjum við og horfum á allan þennan far- angur. — Já, en við vonumst til að hafa upp í kostnaðinn, segir sá sem á að hengja í gálg anum víðsvegar um Suðurnes. um með okkur til Vestmanna- eyja, nú síðast í haust tveir ítalir frá stóru ferðaskrifstof- unni American Express. Þeir voru mjög hrifnir af Vest- mannaeyjum. Þið skulið samt ekki koma með núna. Það er ekkert líf þar núna. Má ekkert gera fyr- ir verkfallinu. Við fáum rétt að skipa upp mjólkinni og taka tómu brúsana. — Þið eruð ekki mikið heima, skipverjarnir á þessu skipj. .— Eina nótt í viku, aðfara nótt mánudagsins. Annars er- um við alltaf á ferðinni á næt urnar, og höfum daginn í höfn. Við þökkum fyrir kaffið. / brúsar hina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.