Morgunblaðið - 14.10.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 14.10.1961, Blaðsíða 3
Laugardagur 14. okt. 1961 MORGUNBLAÐIÐ 3 Hér sjást nokkrir þeirra íbúa Xristans, sem l>ar hafa dvalizt einungis um tíma: („heimsmennirnir") Charles Jewell, klerkur, kona hans og börn — og frk. Ethel Bennet (t. v.) kennarinn á eyjunni. — Myndin var tekin í febrúar s.l., er fólkið hélt frá Sout- hamton í Englandi til Tristan da Cunha. Hvað bíður ibúa eyjarinnar Tristan da Cunha? MUNDUM við ekki mörg gjarna vilja búa við hið fullkomna frelsi, þar sem engin yfirvöld væru til þess að banna okkur að gera þetta eða hitt — og þar sem við þyrftum aldr- ei að kvíða heimsókn skattheimtumanns með lögtakskröfu? Sjálfsagt værum við sum hver til með að flytjast á slíkan stað. En það er eins og „forsjón“ alls kosti kapps um að jafna hag barna sinna sem mest, að ein- um hlotnist ekki eintóm • lífsins gæði og öðrum að- eins barátta og erfiðleik- ar. # Frá frelsi til óvissu Á hinni litlu fjalleyju Trist- an da Cunha langst suður í Atl antshafi — sem oft hefir verið nefnd „einmanalegasta eyja heimsins“ — lifði um 300 manna samfélag við frumstæð skilyrði, en laust við flestar hömlur menningarinnar, lifði frjálst í sátt Og samlyndi, ó- hindrað af boðum og bönnum — og skattheimtumönnum. En náttúruöflin eru óblíð Og misk unarlaus úti á reginvíðáttu Atlantshafsins — stormurinn æðir og öldurnar rísa fjallháar og ógna litlum bátskeljum, sem leggja frá landi til að sækja björg í bú. Og svo gerist það skyndilega, sem fáa hafði órað fyrir: Eldfjallsrisinn, sem myndað hefir eyjuna endur fyrir löngu, vaknar af meira en aldarlöngum dvala og spýr eldi og eimyrju yfir hið frið- sæla samfélag, svo að fólkið verður að flýja „sælueyjuna“ sína og sigla út í óvissuna — á vit hinnar framandi menning ar 20. aldarinnar. # Vandamál stórveldis Þetta gerðist á Tristan de Cunha aðfaranótt sl. þriðju- dags. Fólkinu tókst að bjarg- ast á litlum bátum til nær- liggjandi eyðieyjar, „Nætur- galaeyjarinnar“ — og nú er það á leið til Bretlands, þar sem óviss framtíð bíður þess. Enginn veit í rauninni, hvað á að gera við þetta fólk, sem er frumstætt á margan hátt og þekkir lítt til þess lífs, er tíðk- ast í þjóðfélögum nútímans. Þessar 300 sálir, sem fáir vissu fyrir nokkrum dögum, að væru til, eru skyndilega orðn- ar eitt af vandamálum stór- veldis — eitt hinna minni að vísu, en vandamál samt. Kom- ið hafa fram tillögur um að fá fólkinu bústað annaðhvort á einhverjum óbyggðum stað í Skotlandi — eða t. d. á Hjaltlandseyjum, sem kunnug ir segja það „skyldar" fyrri heimkynnum þess, að senni- lega myndi það una sér þar. — Eitt er nokkurn veginn víst: það á ekki afturkvæmt til Tristan da Cunha, því að elds- umbrotin virðast vera að eyði- leggja eyjuna gersamlega. — Sæfarendur segja, að hluti hennar sé þegar sokkinn í sæ, og glóandi hraunið hefir nú þakið mestan hluta þess litla láglendis, sem á eyjunni var, og eyðilagt frumstæð hús eyj- arskeggja. # Fyrsti landnámsmaðurinn En hvað um sögu þessarar „einmanalegustu eyjar heims- ins“? — Um hana er reyndar ekki ýkjamargt að segja. Eyj- an er (eða var) 116 ferkm. að stærð, og fastir íbúar voru taldir 280, auk 25 annarra, sem höfðu þar búsetu um lengri eða skemmri tíma: umboðs- menn brezku stjórnarinnar, starfsmenn við radíóstöð, veð- urathugunarstöð, . fjölskylda prests, kennari o. fl. Tristan da Cunha heitir eft- ir portúgölskum sjóliðsfor- ingja, sem fann þær og ná- grannaeyjarnar (Næturgala- eyju, Cougheyju og Inaccessi- ble, sem þýðir „hin ókleifa") árið 1506. Eftir að eyjarnar fundust munu ýmis skip á leið til Indlands hafa haft þar við- komu öðru hverju — en svo sem engar sögur fara þó af eyjaklasanum fyrr en árið SOUTIiATLAUTIC »I5S 'mklarid ^ W0ti .liliSÍI® Þetta litla kort sýnir legu Tristan da Cunha (neðri hlut inn) og eyjuna sjálfa (efri hlutinn), sem er lítið annað en eldfjallið. Það er rúmlega 2000 metrar á hæð. 1816 eða ’17 (heimildum ber ekki saman), þegar brezk yf- irvöld settu litla varðsveit á Tristan da Cunha, undir stjórn skozks liðþjálfa að nafni Will- iam Glass. Sveit þessi var stað sett þarna í þeim tilgangi að hindra, að vinir Napóleons gætu notað eyjuna sem bæki- stöð til þess að frelsa keisar- ann úr útlegðinni á St. Helenu, sem er um 2000 km til norð- austurs frá Tristan da Cunha. — Þegar hermenn Williams Glass héldu aftur til Suður- Afríku — en þaðan komu þeir .— varð hann sjálfur eftir á eyjunni, en hann var kvænt- ur suður-afrískri konu. Glass telst því fýrsti landnámsmað- ur á Tristan da Cunha. Síðar komu fimm fyrri félagar hans þangað með konur sínar og settust að. Og smám saman f jölgaði íbúunum — mest voru það skipbrotsmenn, sem björg- uðust á land á Tristan, er sett ust þar að. í þeim hópum voru að vonum margra þjóða menn — þar á meðal blökkumenn, enda er hið litla samfélag mjög blandað — og allir eru raunar náskyldir. Meðal hinna 280 föstu íbúa er þannig aðeins að finna sjö mismunandi ættarnöfn. # Aðeins óskrifuð lög Þetta fólk þekkir menningu 20. aldarinnar einungis af af- spurn. Aðeins örfáir hinna inn fæddu hafa ferðazt eitthvað út fyrir eyjuna. Fæstir hafa þannig nokkcu sinni séð bif- reið, sima, útvarp Og önnur „sjálfsögð“ tæki menningar- innar. Fólkið þekkir ekkert til hinna flóknu laga „siðaðs" samfélags — aðeins þau óskrif uðu lög, er hafa skapað frið milli manna, sem voru raun- verulega háðir hvor öðrum og urðu að reiða sig hver á annan í harðri baráttu við nátt úruöfl Og einangrun. Þar með hafa glæpir líka verið óþekkt fyrirbæri á Tristan da Cunha. Einangrunin hefir einnig haft annan kost í för með sér: íbú- arnir vita tæpast hvað sjúk- dómar eru. Farsóttir hafa ekki þekkzt — einungis smákvill- ar, kvef og slíkt, sem komið hafa upp, þegar skip menning- arinnar hafa lagt að landi með sýklafarma sína. — Þessi stað Framhald á bls. 22. STAKSTEII\iAR ■ lirtlnflnnlmilii Innfæddir: — Blandaðir mjög að kyni, eins og sjá má af útlitinu — og eiga nú fyrir hönd- um hin erfiðu fyrstu kynni við menningu 20. aldarinnar J Geggj unargrei nar Þjóðviljinn virðist nú kapp- kosta að hafa a.m.k. eina full- komna geggjunargrein í blaðinu daglega. I fyrradag skrifaði grein þessa Þorvaldur Þórarinsson, en í gær Benedikt Gíslason frá Hof- teigi. Hann fjallar um ræðu pró- fessors Ólafs Jóhannessonar á fundi í Varðbergi nú fyrir skömmu og ræðir um „fasisma** og „herbrask“ á íslandi, og er annað eftir því. í lok greinarinn- ar segir Benedikt: „Ég vorkenni svona gáfnafari, og hryggist mjög yfir athæfi þínu“. Þeim verður tíðrætt um gáfna- far hjá Þjóðviljanum, eins og menn vita, og jafnvel prófessor- ar eru hreinir aular að þeirra áliti, ef þeir ekki gera sér grein fyrir þeirri miklu vizku, að mann kynið muni þá fyrst öðlast Iífe- hamingju, þegar það í heild hef- ur ofurselt sig kúgurunum í Kreml. „Slæmur fyrirboði“ Kyndug grein birtist í Þjóð* viljanum í gær eftir Magnús Kjartansson, ritstjóra. Þar segir m.a.: „Framsóknarflokkurinn hefur flutt vantraust á rikisstjórnina og áróðursmenn flokksins halda því fram, að þær sýiri, hversu ómaklegar þær getsakir séu, að tilhugalíf sé hafið milli stjórnar- flokkanna og hinnar kviklyndu maddömu í Skuggasundi. Framsóknarflokkurinn flutti síðast vantraust á ríkisstjórn fyr- ir rúmum áratug......... Van- traust Framsóknarflokksins var samþykkt og stjórnin féll. En nokkrum dögum síðar var kom- in samstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins og fyrsta verkefni hennar var að fram- kvæma gengislækkun þá, sem notuð hafði verið sem tilefni til að fella íhaldsstjórnina." Eftir þessum orðum Þjóðvilj- ans að dæma, er eitthvað farin að kólna ástin milli kommúnista og framsóknarleiðtoganna. En Morgunblaðið getur huggað Þjóð- viljamenn með því, að stjórnar- flokkarnir hafa hreint ekki í hysgju að ganga til samstarfs við Framsóknarmenn. Framkoma leiðtoga þess flokks að undan- förnu hefur ekki verið með þeim hætti. að þeir geti talizt sam- starfshæfir, og Framsóknarflokk urinn hlýtur að verða áhrifalaus í íslenzkum stjórnmálum, þar til hann hefur borið gæfu til að skipta um forystu. Ekki á línunni Eins og kunnugt er hafa Fram- sóknarmenn allt frá því að nú- verandi stjórn hóf viðreisnar- ráðstafanirnar, talað um að land auðn væri að verða á íslandi, menn hefðu ekki til hnifs og skeiðar vegna „samdráttarstefn- unnar“, sem þeim er svo tíðrætt um. Mönnum brá því í brún þeg- ar þeir lásu eftirfarandi í sjáif- um Tímanum í fyrradag: „Nú er bilainnflutningurinn i fullum ganrgi og er svo að sjá sem fslendingar séu ekki aldeilis blankir, því þeir hafa á örskömm um tíma pantað nokkur hundruð nýrra bíla, sem kosta frá 120 þús. krónum og upp úr“. Blaðamaðurinn, sem þetta skrif ar hefur sýnilega farið út af „samdráttarlínunm“. En bílarn- ir koma til landsins hvert sem sjónarmið Tímans er og vonandi verða þeir fleiri og fleiri með hverju ári, sem geta leyft sér að eiga lítinn einkabíl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.