Morgunblaðið - 20.12.1962, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.12.1962, Blaðsíða 8
MORGVNBLAÐ1Ð Fimmtudagur 20. des. 1962 FÖSTU’DAGURTNN 12. október- rann upp bjartur og fagur að hætti grískra daga. í Aþenu fcvað stundum ekki rigna nema 10 daga á ári. Gróður landsins líður vegna þessara sífelldu þurrka og lætur á sjá. Við ís- lendingar þyrftum að geta skipt við Grikki á regni fyrir sólskin. En tæknin er eklki enn svo langt bomin, að hægt sé að verzla með veðráttu. Og hvort mundi ekki draga til ágreinings, ef slík við- skipti gætu átt sér stað? Nú' var för okkar heitið til hinnar fornu háborgar, Akrópól- *s. Útsýn hafði ráðið Sigurð A. Magnússon ritihöfund til þess að verða leiðsögumann hópsins. Við höfðum ihitt hann í Vínarborg. Sigurður var þaulkunnur öllu í Grifcklandi og talaði mál þjóð- arinnar reiprennandi. Var nú gott að njóta kunnáttu hans og leiðsagnar. Við ókum fyrst gegn um borgina og sáum helztu opin- berar byggingar, svo sem kon- ungshöllina og þinghúsið. Okkur var bent á Hótel Grand Bretagne og skýrt frá því, að þangað hefðu Séð yfir hluta Aþenuhorgar, með Lákabettoshæðina fögru í baksýn. —' Myndin er tekin frá Akropolis. inn til að horfa á fylkinguna, sem hljómsveit gekk fyrir. Þeir sem tóku þátt í þessari göngu voru herforingjar og óbreyttir hermenn, sem tekið höfðu þátt í átökunum fyrir 20 árum. Einn- ig fólk, sem hafði orðið að þola misþyrmingar af hendi Þjóðverja og bæklast. Ég sá t. d. að kona ein, sem var fánaberi, hafði mjög skaddaða hönd. Líka voru í fylkingunni ungar stúlkur í þj óðbúningum. Eg virði fyrir mér hið fagra útsýni frá Akrópólis: Borg glæsi lega yfir að ííta, lognsæ og eyjar við hafsbrún, bíá fjöll. Og loftið er tiltölulega tært í svo suðlægu landi. Það rifjast upp fyrir mér, að fyrir eitthvað 35 árum heyrði ég dr. Guðmund Finnbogason flytja ræðu af svölum Alþingis- hússins. Þá var háborgarhug- myndin mjög í tízku í Reykja- vík. „Háborg íslenzkrar menning ar“ átti að rísa á Skólavörðu- holtinu. Og dr. Guðmundur gat þess í þessari ræðu sinni, að merk ur útlendingur ^em hefði kom- ið hingað til lands, hefði látið þau orð falla, að útsýnið frá væntanlegri háborg íslendinga svipaði mjög til þess útsýnis, sem gæfist frá gríska Akrópólis. Nú er búið að eyðileggja Skólavörðu holtið með skipulagsleysi borg- arinnar, og háborgarhugmyndin lognaðist út af, enda andvana EIIMAR IV». JOIMSSOIM: LR AIJSTURLAIMDAFÖR Akrópólis og Parþenon-hafið nafnkennda. Neðst á myndinni er hringleikahús Heródesar Attíkusar, sem enn er notað. yfirvöldin, að hætti Grikkja, sótt einn íslenzkan embættis- mann, Agnar Kl. Jónsson sendi- herra, og fylgt honum með pomp og pragt á fund konungs, er sendiherrann gekk fyrir hann í fyrsta sinn. Grikkir eru myndarlegt fólk, og þrifnaður allur og hirðusemi virðist í bezta lagi, jafnvel í fá- tækrahverfunum. í þessum efn- um er mikill munur eða í Tyrk- landi. Verðlag virðist líka betra í Grikklandi, og er það vandað og fallegt, sem selt er. Og nú gnæfir Akrópólis fram undan á 156 m háum kletti. Það- an hefur verið gott til varnar, er hættu bar að höndum, og er líklegt, að staðurinn hafi upp- runalega verið notaður sem sldkur. Þá hefur elzta byggð á þessum slóðum verið í kringum klettinn. Seinna varð varnar- kerfið bundnara höfninni og Akrópólis þá eingöngu staður helgaður guðum Hellena. Við förum úr bílnum og göng- um upp brekkuna, leggjum leið okkar meðfram hinum mikilfeng lega vegg Þemistoklesar, sem umlykur háborgina, og höldum inn eftir súlnagöngunum Pró- pylea. Musteri fornaldarinnar birtast, tigin og stórfengleg í elli sinni og hrörnun. Mikilmenni hins griska anda komu fram í hug ann. Hér lágu þeirra spor. Þeir litu þessi marmarahof nýbyggð. Nú er grjótið veðrað og brotið. Svo langter síðan þeir voru uppi. En hugsanir þeirra, sem geym- ast í orðunum, sem þeir skráðu eru enn jafn ungar og lifandi og forðum. Þó virðist ekkert eins dauðlegt og hugsunin, sem kvikn ar og orðið, sem berst út í vind- inn. Eg lít yfir sviðið. Hinn mikli Períkles lét reisa þessi musteri og að því er sagt er á einum 40 árum. Á hans dögum og næstu ár eftir dauða hans fékk staður inn þann svip, sem hann siðan hélt í aðaldráttum. Það var á þessum tíma, sem grískur andi náði þeirri hæð, sem allar aldir hafa síðan dáð og undrazt. Par- þenon vekur mesta athygli, Það er byggt í dóriskum stíl. Aþenu- líkneskið fræga eftir Fidías stóð þar. Það var lagt gulli og fíla- beini. Það er margt, sem á daga þessa hofs hefur drifið. Fyrst var það helgidómur Aþenu, síðan kristin kirkja og loks bænahús hjá Tyrkjum. Þeir höfðu það einnig að vopnabúri og geymdu þar púður. Þegar Feneyjamenn sátu um Aþenu 1687 sprakk nofckur hluti hofsins í loft upp. í Parþenon, var mikið af líkneskj um og veggskrauti. Enski lávarð urinn Elgin fór með mestan hluta þess og mikið annað af dýrmæt- um grískum listaverkum til Eng lands, og eru þau geymd í British Museum. Listaverkin eru því tek in úr sínu rétta umihverfi, og hafa Englendingar ekki viljað skila þeim aftur. Þess ber þó að gæta, að listaverkin tala alþjóðlegt mál, sem allir skilja, hvar sem þau eru, en handritin okkar, sem geymd eru erlendis, tala aðeins íslenzku. Skammt frá Parþenon stend- ur annað hof nokkru minna, byggt í jónískum stíl og miklu fíngerðara. Það heitir Erekþeion og er talið ein af perlum klass- iskrar byggingarlistar. Útskot er á suðurhlið þess og þar er þak- inu haldið uppi af sex yndisfögr- um meyjuim. f kristnum sið var hofið notað sem kirkja, en síð- ar var það gert að tyrknesku fcvennabúri. Um það eru grískar goðasagn ir, að sjávarguðinn Póseidon og gyðjan Pallas Aþena hafi í önd verðu keppt um réttinn til verncT ar borginni. Þá á Póseidon að hafa slegið kvísl sinni, tákni kraftar síns, niður á þessum stað og gert holu í klettinn, sem enn má sjá. Vatn situr í þessari glufu. En Pallas Aþena gróður- setti olíuyið á Akrópólis og varð hlutskarpari. Sá olíuviður varð forfaðir allra þeirrar trjáa teg- undar. Enn er eitt hof ótalið, en það er hof sigurgyðjunnar Níke .Það ' hafði verið jafnað við jörðu á 1 dögum Tyrkja, en var endurbyggt 1 1835, og var það danskur maður, ' Christian Hansen, sem átti mest an og beztan þátt í því. Ofan af Akrópólis sést niður á hið forna hringleikahús Aþen- inga. Þar stóð vagga sjónleikj- anna. Á þeim stað voru sýnd lista verk fornu snillinganna Aiský- losar, Sófóklesar og Evripídes- ar. Hljómburður kvað vera ó- trúlega góður þarna, og kemur það enn fyrir, að þar séu sýndir sjónleikir. — í fjarska sjást einn ig leifarnar af hofi Seifs í hjarta borgarinnar. Þennan dag var mikil kröfu- ganga í Aþenu í tilefni af frelsun borgarinnar úr höndum Þjóð- verja fyrir 20 árum. Mér var sagt, að þessi kröfuganga hafi fengið á sig mjög mikinn póli- tískan blæ. Fylkingin fór um Akrópólis meðan við vorum þar stödd. Fjöldi Grikkja kom á stað fædd. En ekki gat ég gertþað upp við mig á Akrópólis, hvort ein- faver vitglóra hefði verið í áliti fains merka útlendings. Hitt er það, að úr Öskjuhlíðinni séð er guðdómlegt útsýni yfir Reykja- víkurborg til hafs, eyja og fag- urra fjalla, ekki síður en af Akrópólis, þótt allmjög sé það á annan veg. Aþeningar eiga líka sína Esju, þeir kalla sitt fjall Hymettos. Það kvað taka á sig urstu meyjar til Krítar. Það var skrímslið Mínótáríus, sem krafðist þessarar fórnar. Hinn ungi Þes- ervs, sonur Egeusar ákvað að létta þessum mannfórnum af Grikkj- um og drepa ófreskjuna. Hann sigldi burtu frá Aþenu undir svörtum seglum og lét svo um mælt, að ef ferðin lán- aðist kæmi hann aftur und- ir hvítum seglum. Honum tókst að leggja óvættina að velli en í gleði sinni gleymdi hann að setja upp hin hvítu segl. Þegar Egeus fconungur sá svörtu seglin koma aftur að landi greip örvænt ingin hann, og steypti hann sér þá niður of brúnni. Þessi staður kvað enn vera siðasta hæli margra örvæntingafullra Grikkja — Musteri Þesevs er í r.orðvestur af Akrópólis. — Eitt stórbrotið kvæði er til á íslenzku þar sem þessi saga er ’höfð að yrkisefnL Það heitir Sögnin um Þesevs og er eftir séra Sigurð Einarsson. Vestur af Akrópólis er klett- ur, sem nefnist Areópagos eða Aresarhæð. Þar voru áður háðir dómar. Þrumuraust Demosþerjes ar ómaði á þeim stað. Á Aresar- hæð var það sem Páll postuli flutti spekingum Aþenu sína ó- gleymanlegu ræðu, sem finna má í 17. kap. Postulasögunnar. Hin glæsilega faáborg blasti við sjónum faans með sínum há- reistu marmarahofum þar sem 10 metra hátt líkneski Pallas Aþenu gnæfði við himin. En ræða hans einkenndist af hugsun þeirri, sem felst í orðum Einars Benediiktssonar: Marmarans höll er sem moldarhrúga musteri guðs ^ru hjörtun, sem trúa. Fullur öryggis og sannfæringar kraftar segir meðal annars í þess ari ræðu: „Guð, sem gjörði heim inn og allt, sem í honum er, hann,, sem er herra himins og jarðar, býr ekki í musterum, sem af ihöndum eru gjörð, og ekki verð,- ur honum heldur þjónað af hönd um manna, eins og hann þyrfti nokkurs við, þar sem hann sjálf- ur gefur öllum líf og anda og alla hluti“. Og hann litur til Pallas Aþenu, sem veifar hátt í loft sínu gullrekna spjóti, og bætir við: „... í honum lifum, hrærumst vér, eins og lí'ka nokfc ur af skáldunum hjá yður hafa sagt“: „Því að vér erum líka faans ættar". „Fyrst vér erum nú Nokkrir ferðalanganna á Akrópólis. hina furðulegustu hverfiliti ekki síður en Esjan okkar. En ekki þóttu mér útlínur þess fjalls fagrar, séð frá Aþenu. Hvar fynd ist sá íslendingur, sem mundi vilja skipta? Þegar ég kom aftur niður fyrir vegg Þemistoklesar, horfði ég upp til brúarinnar, sem Níke- hofið stendur á. Þaðan á Egeus konungur að hafa fleygt sér nið ur í örvæntingu sinni. Þessi á- hrifamikla saga er í fáum orðum þannig: Á ári hverju höfðu Aþen- ingar orðið að senda sjö sína á- gætustu syni og sjö sinar feg- guðs ættar, megum vér ekki ætla, að guðdómurinn sé líkur gulli eða silfri eða steini: mynd gjörð um af mannlegum hagleifc og hugviti". En tiúboðinn er engan- veginn örvæntingarfullur um sálaxheill Aþeninga í framtíðinnL Hann mælir til þeirra á þessa leið: „Aþeningar, þér komið mér svo fyrir sjónir, að þér í öllum greinum séuð miklir trúmenn, því er ég gebk hér um og skyggndist eftir helgidómum yðar, fann ég meðal annars altarL sem á var ritað „Ókunnum guði", Framhald á bls. 18,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.