Morgunblaðið - 21.11.1963, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.11.1963, Blaðsíða 20
20 MORCUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 21. nóv. 1963 BRJÁLAÐA HÚSIÐ ELIZABETH FERRARS — Rétt segir þú. Það næsta, sem ég hugsaði um var dagur- inn þegar stúlkan var myrt. Ég vissi, að hún hafði einhverntíma lagt frá sér veskið — hjá því gat ekki farið. Og ég vissi, að það var ein viss stund síðdegis, þeg- ar hún hlaut að hafa gert það. Það var þegar hún var að blanda þessa drykki. Ég gat ekki skilið, hvernig hún hefði getað hand- fjatlað flöskur og glös og sóda- flöskur og ís, og haldið veskinu stöðugt undir hendinni. Hún gat ekki hengt það á handlegg- inn af því að hankinn var slit- inn. — Og frú Fry fór inn að sækja blýanta einmitt á sama tíma og Lou var inni, sagði Toby með ákafa. — Rétt er það. Ég geng út f>;á, að gamla konan hafi haft eiturglasið á sér allan daginn, tilbúin að víxla því fyrir kvef- meðalaglasið, og hafi hætt að standa á sama, þegar Lou sleppti aldrei veskinu. Frú Fry vissi ekkert um peningana. Ég býst við, að Lou hafi ætlað að gæta veskisins svona vandlega, þang- að til hún hefði tekið úr ávís- unina þína og afhent Drunu alla peningana, en hafi ekki viljað fá henni ávísunina og gera þannig upp.skátt hver hefði hjálpað henni. En jafnvel þó að frú Fry hefði verið inni á sama tíma og Lou, þá var það heldur engin sönnun. í hæsta lagi var hægt að segja, að það kæmi ekki í bága við hugmyndina mína. Þegar hér var komið fór ég að hugsa um, að ég þyrfti sönnun á tilgátu minni og þyrfti því að gera tilraun. — Og þú gerðir hana á próf- essornum, sagði Toby. Georg jánkaði því. — Ég fékk hugmyndina snögglega meðan hann var að tala við þig um synd ina í gærkvöldi í herbergi þínu. Ég skauzt út. Það fyrsta sem ég gerði var að fara til Belling Lodge og þar snuðraði ég þang- að til ég fann eitrið og tilheyr- andi — það var rétt til að sann- færa mig um, að ég væri ekki að vaða reyk með allan þennan grun minn. Og þarna var þetta, ásamt litlu vasabókinni, sem frú Fry lærði af, hvernig hún ætti að fremja morðin — og margar aðrar aðferðir, ef hún skyldi þurfa á að halda. En það nefndi ég ekki neitt við lög- regluna, af því að ég hélt, að það yrði bara til þess að koma gamla manninum í bölvun, þar sem það lá næstum í augum uppi, að hann hafði stolið þeim. Það næsta sem ég gerði var að leita uppi prófessorinn. Hann var ekki háttaður og hressti mig á nokkrum glösum, og við spil- uðum klínk dálitla stund og hann spilaði á píanóið — þessa ágætu spænsku dansa, sem hann fékk lánaða hjá Gillett í gær- morgun — og svo sagði ég hon- um frá öllu, sem mér hafði ver- ið að detta í hug. Max Potter greip fram í: — Hann vann mig í klínkinu, hel- vízkur! — Hann vinnur alltaf, sagði Toby. — Það, sem ég vildi prófess- ornum .skilurðu, sagði Georg, — var, að hann færi til frú Fry og léti einhver orð falla um það, að það væri hann, sem hefði komið Vanessu burt, og ætlaði ekki að skila henni aftur. Það var hann, sem fann upp þessa sögu um Ameríkuferðina — lag- leg saga, sem ég hefði ekki treyst mér að bæta um sjálfur. Og hann sagði henni líka, að hann yrði heima allan daginn, svo að hún gæti gengið að hon- um vísum. , — Og svo átti hann að sitja rólegur og bíða þess að verða myrtur? — Rétt er það, sagði Georg. — Til hamingju, prófessor, sagði Toby. — Gallinn var sá, sagði Georg, — að við vissum ekki, hvenær hún myndi koma. Ég vildi, annaðhvort þú eða Vann- er yrðu sjónarvottar að öllu sam an. Ég athugaði vagnaferðir, því að ég vissi, að hún mundi aldrei fara þetta gangandi — og mér taldist svo t'il, að hún yrði aldrei komin fyrr en klukkan hálftólf. En svo varst þú svo upptekinn af þessari játningu gamla manns ins, að það mátti ekki tæpara standa. — Ég býst við, að gamli mað- urinn hafi verið svo lengi búinn að hafa morðin á heilanum, að loksins hafi hann raunverulega haldið sig hafa íramið þau. Vanner sagði: — Mér fannst alltaf eitthvað tortryggilegt við þessa játningu. Hún einhvern veginn var ekki sjálfri sér sam- kvæm. Láttu hann vera sex vik- ur úti við sjó, og þá áttar hann sig á því, að hann myrti aldrei neinn. Allt í éinu laut hann fram og greip tuggða blýantinn frá Toby. Hann sagði glottandi: — Þú ættir ekki að vera að tyggja blýanta . . það aflagar á þér munnsvipinn. Toby andvarpaði. Þú skilur, að það er hræðilegt til að hugsa til þess, hvað hefði getað orðið, ef frú Fry hefði tekizt þetta. Öll þessi sjúklega ágirnd hennar að gleypa veslings bainið, eins og hún á sínum tíma gleypti Evu og spillti henni . . . Mér dettur í hug, að nú er ekki nema eitt eftir. Æ, ég veit ekki. Eg held ég verði að fara og reyna að finna það út sjálfur. — Hvað er það? sagði Vann- er. — Hvort honum Reginalds Sand hefur tekizt að bleikja stuttbuxurnar sínar, svo að þær fari vel við sólbrunann á skönk- unum á honum. Kemurðu, ° o ° L-'Opib —Z—o— 5r -g o O O ° ^ o O o o o -------—- ^ . . u O O ^ _ O / O n ° COPENHAGEN ° „ * o°e O „ O o • °o0 So 0 °Q O o " W o O ° o o • • ° •/« O °o °o 0 O o o O o o o o _ O ¥ O o 0° o° O 0^0° u °o ° °0 O o00©0 ° O o „ o o Oo0 o°° O o o o ° o o o°° o o o ° o . _ OO o o ° o o O 0o 60 00 «' o O o o ° O__°_o O o Vo ° o° 6 ° oO0°o ° _ O o ° ° O o °_ o o o » ° O ° o °0 °o o°o g000 O0°0°000000 O O o o ~ O COSoER. Georg? Þegar við erum búnir að komast að því, er ekkert til að halda okkur hérna lengur. — Ja . . a, sagði Georg dræmt, — sannast að segja . . . sann- leikurinn er sá, að . . . . — Við ætluðum í krána, sagði Potter, — og skjóta gaflokum. — Kannski þú viljir koma líka? sagði Georg. — Nei, þakka þér fyrir, sagði Toby. — Ég skal bíða eftir ykk- ur í Wilmers End. Þið munduð ekkert standa í mér í skotfim- ínm. (Sögulok) . I Skýrsla Dennings um Profumo-málið „Ward sem hefur viðkunnan- lega framkomu og er tölugur vel, var fullkomlega hreinskilinn um samband sitt við Ivanov. Enda þótt stjórnmálaskoðanir hans séu vissulega einkennilegar og Rússar gætu haft gagn af þeim, held ég ekki, að þær séu verk- efni fyrir öryggisþjónusíuna (þetta þýðir, að þær séu ekki teljandi hættulegar), en hann er augsýnilega ekki maður, sem við getum haft neitt gagn af. „Ward fór með manninn heim til sin, þar sem hann „kynnti mig ungri stúlku, sem ég heyrði ekki nafnið á, en bjó sýnilega með honum. (Þetta hefur senni- lega verið Christine Keeler). Hún var mikið máluð og tals- vert áberandi klædd, og mér dettur í hug, hvort þetta sé stað- festing á því, að hann hafi feng- izt við milligöngu um vændis- konur“. Svo bætir hann við í skýrslu sinni: „Þegar við vorum að kveðjast,- spurði Ward, hvort það mundi vera í lagi, að hann héldi áfram að hitta Ivanov. Ég sagði hon- um, að engin ástæða væri til að hætta því. Þá sagði hann, að ef hann gæti á einhvem hátt orðið að liði, væri hann reiðubúinn til þess. Ég þakkaði honum gott boð og bað hann að hafa sam- band við mig ef Ivanov skyldi framvegis gera honum einhver tilboð“. 12. júlí 1961. Ward segir frá beiðni Ivanovs um upplýsingar. Fjórum vikum seinna var Cleveden-helgin, og það barst tafarlaust til öryggisþjónust- unnar. Mánudaginn eftir helg- ina, 10. júlí 1961, hringdi Ward til áðurnefnds manns úr örygg- isþjónustunni og bað um viðtal við hann. Þess ber að minnast, að maðurinn hafði áður beðið Ward að segja sér, ef Ivanov kæmi með einhver tilboð. Mað- urinn talaði við Ward miðviku- daginn 12. júlí 1961. Þá sagði Ward honum, að Ivanov hefði beðið sig að komast að því, hvenær Bandaríkjamenn ætluðu að afhenda Vestur-Þýzkalandi kjamorkuvopn. Það ber að at- huga, að Ward var algjörlega opinskár við hinn um þetta atr- iði. Maðurinn sagði við Ward, að hann skyldi ekkert gera til þess að verða við þessari bón Ivanovs, „og ef svo skyldi fara, að hann yrði einhvers vísari um þetta hjá einhverjum áhrifa- miklum kunningja sínum, skyldi hann undir engum kringumstæð um láta það ganga áfram til Ivanovs". (III) Ward þykist vera vinur Profumos. Ward sagði manninum frá ör- yggisþjónustunni, að Ivanov hefði verið heima hjá sér í sum- arbústaðnum á landareign Ast- ors lávarðar. Þar hafði verið mikið samkvæmi ýmissa heldri manna, sem hefðu verið að leika sér í sundlauginni, þar á meðan Profumo hermálaráðherra og Ivanov hefði haft mjög gaman af látum þeirra. Christine var þar og. (Ward lét þess getið, að Christine væri unga stúlkan, sem byggi hjá honum). Ivanov var greinilega hrifinn af henni. Eftir þessa sundsamkomu hafði Ivanov farið með hana heim í húsið til Wards og þau hefðu þar í félagi drukkið tvær flösk- ur af viskí. Ward lét þess getið, að hann og Ivanov væru miklir vinir og að Profumo hefði heim- sótt sig í London. Maðurinn frá öryggisþjónustunni tók saman álit sitt á Ward í þessum orð- um: „Ég held ekki, að hann sé hættulegur örygginu á þeim skiln ingi, að hann færi viljandi að verða óþjóðhollur, en einkenni- legar stjórnmálaskoðanir hans í sambandi við sýnilega aðdáun á Ivanov, gætu vel orðið til þess, að hann gerðist lausmáll, óvilj- andi“. (IV) Öryggisþjónustan telur rétt að aðvara Profumo. öryggisþjónustan fór eftir þessum upplýsingum á tvenn- an hátt. í fyrsta lagi vildi hún fá frekari vitneskju um heimili Wards og svo Christine. Því bað hún Sérdeildina í lögreglunni, hinn 31. júlí 1961 að rannsaka þetta. Hinn 8. ágúst 1961 til- kynnti Sárdeildin öryggisþjón- ustunni, að ekkert væri hægt að fá að vita um Christine og rann- sóknir hefðu ekki leitt neitt í Ijós, Ward til foráttu. Heimilis- fangið var í góðu hverfi þar sem ódulin, siðlaus hegðun mundi tafarlaust berast til eyrna lögreglunnar. f öðru lagi þótti öryggisþjónustunni ráðlegt að vara Profumo við að gerast um of lausmáll við Ward, af því að Ward væri hvikull og laus- máll og gæti hæglega sagt Ivanov það, sem hann yrði áskynja hjá Profumo. Ennfrem ur datt öryggisþjónustunni í hug, að ef til vill væri hægt að láta Ivanov ljóstra einhverju upp, með hjálp Wards. Profumo gæti þá ef til vill orðið einskon- ar tálbeita fyrir Ivanov. Yfir- maðurinn athugaði vandlega hvað gera skyldi. Hann fann, að hann gat tæpast snúið sér beint til Profumos þessu viðvíkjandi. Því minntist hann á málið við Sir Norman Brooke, 31. júlí 1961. Sir Norman var umboðs- maður ríkisstjórnarinnar, og hafði því aðstöðu til að hreyfa málinu við ráðherrann. Og svo talaði hann við Profumo, eins og segir hér að framan. (V) Profumo er varaður við. Það hefur verið almennt tal- ið, að öryggisþjónustan hafi vit- að að Profumo átti í ástarævin- týri við Christine Keeler, og hún samtímis við Ivanov; að þjón- ustan hefði skýrt Sir Norman Brooke frá þessu, að ætlunin hafi verið, að hann segði aftur Profumo frá og benti honum á hættuna, sem af þessu gæti staf að. Er öryggisþjónustan hefur haft nokkra slíka vitneskju, hefði ég haldið, að þarna væri um að ræða sérlega vandmeðfar- ið mál, sem hún hefði átt að ræða beint við forsætisráðherr- ann, eða ef hún hefur tilkynnt það Sir Norman, hefði hann átt að tilkynna það forsætisráðherr- anum. Hefði hann ekki gert það, hefði það verið mistök, eins að Radcliffe lávarður sagði í sjónvarpsviðtali. En ég er saní- færður um, að öryggisþjónust- an hefði enga slíka vitneskju, um að Christintine Keeler ætti mök við Profumo og ekki einu sinni að hún hefði þau við Ivanov. Hún vissi, að hún var hjákona Wards og átti heima hjá honum — það var allt og sumt. Tvöfaldur tilgangur hennar, þegar hér var komið var (1) að áminna Profumo að tala varlega við Ward og (2) að sjá til, hvort hægt væri að „komast að“ Ivanov. Það þyrfti varla milli- göngu forsætisráðherrans við þetta. Það hefur verið sagt, að ör- yggisþjónustan hefði átt að fara öðruvísi að. Hún hefði átt að setja vörð um hús Wards eða fá leyfi til að hlusta símana hans, því að þá hefði hún kom- izt að því, að Profumo átti mök við Christine Keeler heima hjá Stephen Ward, og að Ivanov kom þangað einnig oft. En ég er sannfærður um, að þessi gagn- rýni er ástæðulaus. Öryggisþjón ustan vissi allt, sem hún þurfti að vita um samband Wards og Ivanovs; og það hefði engu bætt við fróðleik hennar að láta halda vörð um hús Wards. Hún vissi, að Ivanov var rússneskur njósn ari, og hún hafði þegar, frá öðr um heimildum, vitneskju um heimsóknir hans og samband við Ward. Hún vissi líka að Pro- fumo kom heim til Wards öðru hverju. Og eftir þessari vit- neskju fór hún þegar hún lét aðvara Profumo. Mér finnst ekki hægt að áfellast öryggisþjónust una fyrir að gera ekki frekar að* 'flrul.whr SjiHiinmcnlivtg ífestl/schafL Töfrandi óperetta Þéa: kannist við lögin úr Greifanum frá Luxem- burg. Þau heyrðust m.a. á laugardagskvöldið eft- ir átta í útvarpkiu og ýmislegt annað vel sum.g ið og leikið bjóðum vér yður frá POLYDOR- hl j ómplötumerkiniu. HVERHTðHHR Hverfisgötu 50.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.