Morgunblaðið - 26.11.1963, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 26.11.1963, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 26 nóv. 1963 MORGUNBLAÐIÐ 13 Lee Harvey Oswald á lögreglustöðinni í Dallas. sjárstöð í Bandaríkjunum með an hann gegndi herþjónustu. 14. nóvember 1959 sagði Os- wald, að sovézk yfirvöld hefðu neitað að veita honum ríkisborgararétt, en sagt hon- um að hann gæti búið í land- inu þó að hann væri erlendur borgarL Fregnir herma, að Oswald hafi fengið vinnu í verksmiðju í Minsk, en ekki hafi liðið á löngu þar til hann varð ó- ánægður með að búa við stjóm kommúnista. Hann kvæntist í Minsk Mariu Nikolayevnu, starfsstúlku í sjúkrahúsi þar. Maria er nú 22 ára. í janúar 1962 barst John C. Tower, öldungadeild-arþing- manni frá Texas, eftirfarandi bréf frá Oswald: ,,Kæri Tow- er öldungadeildarþingmaður. Ég heiti Lee Harvey Oswald og er 22 ára. Ég átti heima í Fort Worth þar til í október 1959, en þá fór ég til Sovét- ríkjanna með það fyrir aug- um að setjast þar að. Ég fékk dvalarleyfi í Sovétríkjunum, en ekki ríkisborgararétt Sendrráði Bandaríkjanna í Moskvu er kunnugt um mál mitt Frá 20. júlí 1960 hef ég viljað fara frá Sovétríkjunum og sótt án árangurs um vega- bréfsáritun fyrir mig og konu mína, en yfirvöldin neita okk ur um fararleyfL (Kona mín sendi Sendiráði Bandaríkj- anna í Moskvu umsókn um innflytjendaleyfi til Bandaríkjanna 8. júli 1960). Ég er bandarískur ríkisborg- ari og ég bið yður þess herra öldungadeildarþingmaður, að ræða mál mitt við Sovétstjórn ina, þvi að hún heldur banda rískum þegn í landi sínu gegn vilja hans og óskum. Yðar einlægur, l.ee Harvey Oswald." ítrekuð ósk Tower, öldungadeildarþing- maður, skýrði Fredrick G. Dutton, aðstoðarutanríkisráð- herra, bréflega frá ósk Os- walds. Hann sagðist hvorki þekkja Oswald né mál hans og ekki vita hvað stjórnin vildi gera honum til aðstoð- ar. Ein af aðstoðarstúlkum öld- ungadeildarþingmannsins seg- ir, að 1. febrúar 1962 hafi hon- um borizt tilkynning frá utan- ríkisráðuneytinu varðandi Os- wald. Stóð í tilkynningunnL að Oswald óskaði eftir að fá að snúa aftur til Bandarikj- anna ásamt konu sinni, sem ætti von á barni. Móðir hans, sem byggi í Vernon í Texas, gæti ekki borgað far hans heim og hugsazt gæti að utan- ríkisráðuneytið tæki að sér að lána Oswald fyrir ferðakostn- aðinum. Það er ekki óalgengt, að utanríkisráðuneytið veiti Bandaríkjamönnum, sem eru févana erlendis, slíka aðstoð og endirinn varð sá, að Os- wald, kona hans og nýfætt barn þeirra komu til Banda- ríkjanna með aðstoð ráðu- neytisins. Skýrslur stjórnar- innar sýna, að þau fóru frá Moskvu í maílok 1962. Ekki er ljóst hvort Oswald hefir endurgreitt lánið. í júlí s.l. gekk Oswald á fund Carlos Bringimers, for- manns stúdentafélags kúb- anskra útlaga. Sagðist hann vilja aðstoða Kúbubúa í bar- áttunni gegn kommúnisman- um. Vildi hann leggja fram 10 dali (430 ísl. kr.) til starf- seminnar og benti hann á, að sem fyrrverandi landgöngu- Iiði hefði hann þekkingu, sem gæti komið að góðu gagni ef innrás yrði gerð á Kúbu. Bringuier segist hafa tortryggt Oswald og jafnvel talið, að hann væri fulltrúi alríkislög- reglunnar (F.B.Í.) eða leyni- þjónustunnar (C.I.A.), sem ætlaði að reyna að komast að áætlunum félagsskaparins. Os wald fékk Bringuier pappírs- poka og í honum var kennslu bók landgönguliða. Nafn Os- walds var ritað með blýanti á titilblað bókarinnar. Framh. á bls. 20 Fæddur í New Orleans Samkvæmt upplýsingum, sem bandarískar fréttastofur hafa aflað sér, var æfiferill Oswalds sem hér segir. Hann fæddist í New Or- leans 18. október 1939. Barna- skólanám stundaði hann í Fort Worth, og í september 1956 innritaðist hann í gagn- fræðaskóla á Arlington hæð- um skammt fyrir utan Dallas. Hann stundaði ekki nám þar nema 23 daga, en sagði sig þá úr skólanum og gekk i flot- ann. Hann var þrjú ár landgöngu liði í flotanum. Þegar hann hafði verið leystur úx her- þjónustu heimsótti hann má- konu sína, frú R.C. Osw£ild í Fort Worth. Segir hún, að hann hafi þá sagzt hafa löng- un til þess að ferðast víða og m.a. talað um að fara til Kúbu. í stað þess að láta verða af KúbuferðinnL hélt Oswald til Moskvu og kom þangað með ferðamannavegabréf 13. okt. 1959. Þá sagðist hann vera fulltrúi í útflutningsfyrirtæki og búsettur í Forth Worth. 31. október 1959. Gekk Oswald sem þá var tvítugur, inn í bandaríska sendiráðið í Moskvu kastaði vegabréfi sínu á af- greiðsluborðið og sagðist hafa sótt um sovézkan ríkisborg- ararétt. Starfsmaður sendi- ráðsins ráðlagði Oswald, að undirrita engin skjöl fyrr en hann væri viss um að sovézk yfirvöld myndu samþykkja umsókn hans. Bróði-r Oswalds, Robert, mjólkurpóstur í Fort Worth, sendi honum símskeyti og bað hann um að draga um- sóknina um sovézkan ríkis- borgararétt til baka. Robert Oswald sendi einnig símskeyti til Christians A. Herter utan- ríkisráðherra og bað hann að reyna að ná sambandi við Lee Oswald og telja honum hug- hvarf. En allt kom fyrir ekki og 2. nóvember 1959 sór Os- wald Sovétrikjunum hollustu- eið. Bandaríska sendiráðið tók þá við vegabréfi hans og sendi það dómsmálaráðuneyt- inu i Washington. „Eins og að sleppa úr fangelsi“ Fregnir frá Moskvu hermdu að Oswald hefði lýst sig sann trúaðan kommúnista og sagzt hafa lesið bækur um stefnu kommúnista frá því að hann var 15 ára. Hann sagðL að koma frá Bandaríkjunum til Sovétríkjanna hefði verið eins og að sleppa úr fangelsL Hann kvað aðalástæður þess að hann sneri baki við föður- landi sínu vera „heimsvalda- stefnu,“ (Bandaríkjanna) og fátækt í bernsku. Hann bætti við: „Meðan ég var í land- gönguliðssveitum Bandaríkja- hers gafst mér tækifæri til þess að kynnast hersetu Banda ríkjamanna erlendis, en hún er það, sem Rússar nefna „hernaðarlega heimsvalda- stefnu.“ Sagt er að Oswald hefði til kynnt starfsmönnum sendi- ráðs Bandaríkjanna í Moskvu að hann hygðist skýra Rúss- um frá öllu, sem hann varð vísan, er hann starfaði í rad- Leynilögreglumaður heldur á byssunni, sem Kennedy for- seti var skotinn með. LEE HARVEY OSWALD, sem í gær var skotinn til bana í Dallas, hafði áður verið ákærður fyrir morð á John F. Kennedy, forseta Bandaríkjanna, lögreglu- manninum J. D. Tippitz og tilraun til þess að myrða John B. Connally, ríkis- stjóra í Texas. Hér á eftir fer grein, sem birtist í „New York Times“ og fjall ar um Oswald og ævi hans. Ef utanríkisráðuneyti Banda ríkjanna hefði ekki lánað Lee Harvey Oswald 437 dali og 71 cent fyrir hálfu öðru ári, hefði hann ekki getað snúið aftur til heimalands síns frá Sovétríkjunum. Ferill hans var einkennilegur eins og áður hefur verið vikið að í fréttum. Hann var landgöngu liði í bandaríska flotanum í þrjú ár, til 1959, þá hélt hann til Sovétríkjanna og sótti um sovézkan rikisborgararétt, en umsókn hans var synjað. Síðar bað Oswald bandarískan öld- ungadeildarþingmann um að- stoð við að komast aftur til Bandaríkjanna og hélt því fram að Rússar vildu ekki leyfa honum og sovézkri konu hans að fara úr landi. Kúbanskir flóttamenn í Bandaríkjunum segja, að Os- wald hafi í júlí sJ. reynt að fá inngöngu í samtök þeirra, en þau miða að því að frelsa Kúbu úr höndum kommún- ista. Hann fékk ekki inngöngu þvi að formann samtakanna grunaði, að hann hygðist vinna gegn málstað þeirra. Síðar kom Oswald fram sem formaður New Orleans-deild- ar nefndar, sem gengur undir nafninu „Fair Play for Cuba“. Útbreiddi hann áróður fyrir Castro. Formaður nefndar þessarar hefur lýst því yfir að engin deild hennar sé starf- andi í New Orleans. Kveðst hann ekki hafa þekkt Oswald. Fyrir nokkru fékk Oswald vegabréf, þar sem hann var skráður atvinnuljósmyndari. Hafði hann skýrt frá því að hann ætlaði til útlanda og myndi dveljast þar í október og nóvember. Sagðist hann ætla að heimsækja Sovétrík- in, Bretland, Frakkland, Þýzkaland, Holland, Finnland, Italíu og Pólland. Maður frá Buffaló, Allen D. Graf, sem var í sömudeild flotans og Oswald 1954 og 1955, segist minnast hans sem „einmana innhverfs drengs“, sem alltaf hefði sagzt hata herþjónustuna og verið bitur vegna þess að móðir hans átti í erfiðleikum og hann gat ekki verið hjá henni. „Við héldum að hann þjáðist af heimlþrá eins og margir aðrir ungir menn í herþjónustu. Hann gaf sig lítið að félög- um sínum og virtist hálfgerð- ur vandræðadrengur," sagði Graf. Frú Howard Green, sem kenndi Oswald í síðustu tveim ur bekkjum barnaskóla, minn ist hans einnig sem innhverfs drengs. Hún segir, að Oswald hafi farið einförum og lesið mikið, en þrátt fyrir það hafi hann ekki tekið framförum í skólanum og verið fyrir neð- an meðallag á barnaskóla- prófL Fréttamenn, sem sáu Os- wald á lögreglustöðinni í Dallas segja, að hann hafi virzt hrokafullur maður, and- litsdrættir hans hafi verið skarpir, augun dökk og hárið skolleitt. Aðeins hafi mótað fyrir skalla. Einkennilegur æviferill Lán frá Bandarikjastlárn gerði Lee Harvey Oswald kleift að snúa heim

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.