Morgunblaðið - 26.11.1963, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 26.11.1963, Blaðsíða 23
Þriðjudagur 26. nóv. 1963 MORGVN B LABSÐ 23 Kennedys minnzt á Alþingi Á FUNDI Sameinaðs Alþing is í gær minntist forseti deild arinnar, Birgir Finnsson, hins látna forseta Bandaríkj- anna, Johns F. Kennedys. Meðal viðstaddra í þingsöl- um var James K. Penfield, sendiherra Bandaríkjanna hér á landi ásamt öðrum er- lendum sendimönnum. Minn ingarræða Birgis Finnssonar fer hér á eftir: Síðastliðinn föstudag spurðust þau hörmulegu tíðindi um heim al'lan, að Jöhn Fitzgerald Kenne- dy, forseti Bandaríikjanna, hefði Ibeðið bana í skotárás í borginni DaWas í Texas, þar sem hann var é ferðalagi til þess að flytja ræðu. Hvarvetna setti menn hljóða við þessa skelfilegu fregn, eins og jafnan, þegar milkinn voða ber óvænt að höndum, og erfitt er að sætta sig við, að slíkix Ihlutir geti átt sér stað. En fregnin var sönn, og í dag fer jarðarför forsetans fram í (höfuðborg Bandaríkjanna, að við stöddum þjóðhöfðingjum og for- tistumönnum þjóða viðsvegar að úr heiminum. J’öhn Fitzgerald Kennedy hafði aðeins verið forseti þjóðar Binnar í 3 ár, er hann lézt með evo sviplegum hætti, en á þeim skamma tíma hafði hann aflað sér slíks ólits og virðingar, bæði meðal samherja og andtæðinga, að flátítt mun vera í sögunni. Þessvegna streyma í dag til þjóðar hans frá öllum löndum heims hinar einlægustu samúð- arkveðjur. Þessvegna heiðrum við minningu hans á þessum stað, og á þessari stundu ,og vi;lj- um jafnframt votta fjölskyldu hans, hinum nýja forseta, þjóð- þingi Bandaríkjanna og banda- rísku þjóðinni allri, dýpstu og innilegustu samúð Allþingis og íslenzku þjóðarinnar. tíambili hans, og hefur það nú kornið í hlut Lyndon B. John- sons, sem var kjörinn varafor- seti Bandaríkjanna árið 1960, að taka við hinu mikilvæga og vandasama forsetaembætti út kjörtímabilið. Hinn nýi forseti er íslendingum að góðu kunnur síðan hann var hér í heimsókn í sl. septemibermánuði ásamt konu inni og dóttur. John Ftzgerald Kennedy kvæntist árið 1953 eftirlifandi konu sinni, Jacqueline, fæddri Lee Bouvier, og eiga þau tvö ung börn á lífi. Var hún manni sínum jafnan mikil stoð, og glæsilegur fulltrúi yngri kynslóð arinnar sem húsmóðir í Hvíta toúsinu. Systkini hins l’átna forseta, og fjölskylda hans öll, veittu hon- um mikinn stuðning á stjórn- málaferli hans. Bræður hans, Röbert, núverandi dómsmálaráð herra Bandaríkjanna, og Ed- ward, öldungadeildarþingmaður fyrir Massadhusetts, eru einnig lausn hennar. Þá var hann ein- beittur og hugrakkur á hættunn- ar stund, en hikaði þó ekki við að semja við andstæðing sinn, þegar svo var komið, að báðir gátu gefið eftir með sæmd. Misst mikilhæfan og ðugandi leiðtoga Hinar frjálsu þjóðir heims hafa við fráfail Jöhn F. Kenne- dys, forseta, misst mikilhæfan og dugandi leiðtoga, sem þær virtu og treystu til árangursríkr- ar forustu. Þann skamma tíma, sem hon- um auðnaðist að gegna forseta- störfum, var hann mjög athafna- samur á sviði innanríkismála í Bandaríkjunum, og vann að margháttuðum umibótum í menntamálum og félagsmálum. Hann vi’ldi koma á sjúkra- og ellitryggingum, og fyrir honum var lausn kynþáttavandamálsins aðeins ein: Fullt jafnrétti þel- dökkra manna og hvítra, ekki aðeins í orði kveðnu, heldur í reynd. Hann var eindreginn stuðn- ingsmaður Sameinuðu þjóðanna, og vildi efla þær og styrkja. Taldi hann friðinn í heiminum vera bezt tryggðan með efl- ingu þeirra. Á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna haustið 1961 komst hann þannig að orði í gagnmerkri ræðu, að í nútíma- styrjöld gæti hvorugur aðili sigr að. Það er ekki framar hægt að útkljó deilumál með S’tyrjöldum, og styrjoldir eru ekki lengur málefni stórþjóðanna einna, sagði forsetinn í þessari ræðu og ihann bætti við: Hættan af kjarn- orkunni mundi breiðast út með Birgir Finnsson forseti Sam- einaffs Alþingis, flytur minn- ingarræffu um John F. Kenncdy á Alþingi í gær. vindum og vatni, og í krafti ótt- ans, og hún gæti skollið yfir stóra og smáa, ríka og fátæka — jafnt þátttakendur i syrjöld, sem ’hina, er utan við stæðu. „Mannkynið verður að binda endi á styrjaldir, því annars valda styrjaldirnar endalokum mannikynsins“, sagði Kennedy forseti í áminnstri ræðu, og það var vissuilega alvöruþrungin að- vörun, eins og þá var ástatt í heimsmálunum. í framihaldi af þessum orðum, gerði forsetinn síðan grein fyrir stórmerkum til- lögum stjórnar sinnar um af- vopnun og varðveizlu friðarins. Sá heimur, sem Kennedy for- seti sá fyrir sér, þegar búið væri að yfirstiga ófriðarhættur okkar tíma, var ’heimur friðarins, þar sem þeir voldugu væru réttlátir, en hinir veiku öruggir. Hver maffur geri skyldu sína Þannig voru helztu hugðar- efni Kennedys, og hefur þó fátt eitt verið talið. Sagan mun geyma verk hans og dæma þau, en um manninn sjálfan er dóm- ur samtíðarinnar óskeikull: Hann var mikill mannvinur og göfugmenni, drenglundaður og hugrakkur. Það er fáum mönnum gefið að gera hvorttveggja, að tileinka sér háleitar hugsjónir, og lifa og starfa og deyja fyrir þær, en slíkur maður var Kennedy for- seti. Hann áleit það undirstöðu mannlegs siðgæðis, að hver mað ur gerði skyldu sína, þótt að hon um kynnu að steðja persónuleg- ir örðugleikar, hættur og ögr- anir. Hann lifði samkvæmt þessari lífsskoðun Og dó vegna hennar, en þó dauða hans hafi borið að svo snemma og svo óvænt, og hann ’hafi átt margt ógert, þá er það víst, að störf hans hafa mark að spor, sem ekki verða afmáð af spjöldum sögunnar. Kyndill vonarinnar, sem hann tendraði verður ekki slökktur. Aðrir munu taka upp merki hans í baráttunni fyrir jafnrétti og frelsi manna og þjóða, en það jafnrétti er bezta tryggmg þess friðar í heiminum, sem hinn látni forseti vildi að ríkti“. Alþingismenn vottuðu síðan minningu John F. Kennedys virð ingu sína með þvií að rísa úr sæt um. - Sterkar llkur Framh. af bls. 15 var handtekinn, leiddi í ljós, að hann hafði skömmu áður skotið af byssu. Prófun þessi er gerð með þeim hætti, að fljótandi Paraffín-vaxi er hellt yfir hendur mannsins. Þegar það kólnar festast í því smáagnir, ef fyrir eru — í þessu tilfelli púðuragnir er komu á hendur hans, er skot ið hljóp úr byssunni. Vaxið flettist af undan ögnunum. Oswald er sagður hafa verið mjög góður skotmaður er hann var í flotanum. • í leiguherbergi Oswalds fannst Ijósmynd af honum með riffil í hendi. Þar fann lögreglan og nokkur eintök af „The Daily Worker“, sem kommúnistaflokkurinn í Bandaríkjunum gefur út. Hafði Oswald sagt lögregl- unni, að hann væri meðlim- ur í kommúnistaflokknum, en fyrir því hafði lögreglan ekki beinar sannanir. • Haft er eftir lögreglunni í Dallas, að vafalítið hafi Os- wald myrt forsetann. Jafn- framt er haft eftir ríkissak- sóknaranum Wade, að hann hafi sent menn í rafmagns- stólinn með veigaminni sann- anir í höndum en í máli þessu. Sá svarti senuþjófur Æyi forsetans Ég leyfi mér að rifja upp ör- fá atriði úr ævi forsetans. Jöhn Fitzgeral’d Kennédy var nðeins 46 ára gamall, er dauða hans bar að höndum. Hann var af írskum ættum, sonur Josephs og Rose Fitzgerald Kennedy, og var næst elztur af 9 systkinum. Faðir hans er auðugur maður og var um skeið sendiherra Banda- ríkjanna í Bretlandi. Afar hans voru báðir þekktir stjórnmála- menn á sínum tíma, og snemma hneigðist hugur hins unga Kennedys inn á þá braut. Hann stundaði háskólanám í þekkt- tistu háskólum Bandaríkjanna, i Princeton og Harward, og voru aða’lnámsgreinar hans stjórnvís- indi og alþjóðastjómmál. Hann útskrifaðist með láði frá Har- wardháskóla árið 1940. Á stríðsárunum starfaði Kenne dy í bandariska sjóhernum, og stjórnaði tundurskey t abá t; á Kyrrahafi. Kynntist hann þann- ið hörmungum striðsins, og rat- aði í miklar mannraunir. Gat hann sér frægðarorð fyrir björg- unarafrek, er hann vann, þegar hátur hans var sigldur í kaf af japönskum tundurspWli. Árið 1946 hófst stjórnmálafer- fll Kennedys með því, að hann var f framiboði fyrir demókrata í Massachusetts og var kjörinn þingmaður í fulltrúadeild Banda ríkjaþings. Hann var endurkjör- inn í fulltrúadeildina árin 1948 og 1950, en árið 1952 bauð hann Big fram fyrir fflofck sinn í Massachusetts við kosningar til öldung'adeildarinnar. Bar hann við þær kosningar sigurorð af andstæðingi sínurn úr flokki repúblikana og átti eftir það sæti í öldungadeildinni þar til hann var kjörinn forseti Banda- ríkjanna i sögulegum og minnis- •tæðum kosningum haustið 1960. Er þannig eitt ár eftir af kjör- þekktir stjómmálamenn vestan- hafs. Á fyrstu þingmannsárum Kennedys lét hann sig einkum varða málefni heimahéraðs síns og iðnaðarins í Nýja-Englandi, en auk þess studdi hann ein- dreðig stefnu Trumans forseta varðandi efnahagsaðstoð til ann- arra rí’kja og MarshaTIáæltunina. Árið 1957 var hann kjörinn í ut- anríkismálanefnd öldungadeild- arinnar, og gerðist þá, og var jafnan síðan ,talsmaður þess, að auka bæri aðstoð til vanþróaðra ríkja. Kennedy sem. forseti Hann taldi stjórnarfaralegt fullveldi þjóðanna vera lítið ann að en orðin tóm, ef þær skorti ráð og leiðir til ’þess að berjast gegn fátækt, fáfræði og sjúkdóm um, og þessvegna lagði hann til á þingi Sameintiðu þjóðanna 'haustið 1981, að þau samtök helg uðu framþróuninni þennan ára- tug. Hann beitti sér fyrir því, að þjóð hans fylgdi þessari stefnu í reynd og legði meira af mörk- um en nokkur önnur þjóð, til þess að hjálpa nýfrjálsum ríkj- um og vanþróuðum löndum tiil efnaihagslegs sjálfstæðis og sjálfs bjargar. Hann boðaði þá stefnu, að ríki heimsins skyldu öll vera frjáls og jafn rétthá, og stóð þess vegna fastur fyrir gegn ásælni þeirra einræðisafila, sem hvorki viðurkenna sjálfsákvörðunar- rétt né frjálsar kosningar. Hann ’hét því, að þjóð hans skyldi hvorki hefja árásir á aðra, né heldur gefa öðrum tilefni til áiása, þó hiún stæði ávallt föst fyrir gegn árásaröfilum. Kjörorð hans var, að semja aldrei af hræðslu, en vera held- ur ekki hræddur við að semja. Þetta voru ekki innantóm orð. Gleggsta sönnun þess úr lífi forsetans er Kúbudeilan og Ævisaga Haralds Björnssonar eftir Njörð P. Njarðvík Opinská lýsing á ævi leikara og samtíð hans ^feálíiolt fj.f

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.