Morgunblaðið - 14.01.1964, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.01.1964, Blaðsíða 1
28 sfður lagðist á hliðina — Mannbjörg af báðum bátum hann hélt áfram yfir. í>að hefur tekið 10 til 15 mínútur þar til hann var sokkinn. — Ég get ekki sagt með vissu hvað hefur gerzt. Við vorum búnir að setja síld bakborðsmeg- in til að vega upp á móti þunga nótarinnar. — Þegar ljóst varð hvað verða vildi kallaði ég út og bað um að- stoð, en ca. 5 mínútum siðar kall- aði ég út að við yrðum að fara í bátana. Þá var kominn sjór í klef ana og nokkuð í brúna. — Við vorum með tvo gúmbáta um borð. Annar var á bátapalli og gátum við blásið hann út þar, en hallinn var þá orðinn svo mik- ill að hann var að nokkru í kafi. Hinn gúmbáturinn var á stýris- húsinu og fór hann fljótt í kaf, svo að við gátum ekki notað hann. — Flestir stóðu á bakborðshlið- inni og sökk báturinn undir fót- um okkar. Flestir stukku í gúm- bátinn, en a.m.k. tveir lentu í sjóinn, allir urðum við blautir. — Við höfum verið komnir ca. 2—3 metra frá Hringveri þegar hann hvarf. Þá hefur klukkan verið rúmlega hálfsex. Arni Þor- kelsson var þarna nærri og tók hann okkur um borð. Dimmt var og hafði hann fyrst séð ljósin af Hringveri og svo ljósið í toppi gúmbátsins. — Um borð í Árna var hlúð að okkur og fengum við skínandi móttökur, sem við erum skipverj- um á Árna Þorkelssyni mjög þakklátir fyrir. Var fljótlega haldið af stað með okkur til Eyja og var komið þangað um klukk- an 4 í dag. Áhöfnin á Hringveri var 10 manhs í þessari ferð. Eng- um varð meint af volkinu. Menn- irnir voru hinir prúðustu og tóku allir hættunni rólega. — Að einu leyti mátti litlu muna að illa færi. Gúmbáturinn, sem var á bátapalli, hafði verið í skoðun og tókum við hann aftur fyrir aðeins 2 dögum. En þegar til átti að taka blés hann sig ekki upp nema að hálfu leyti. Maraði báturinn i hálfu kafi með okkur. Hann hefði að líkindum ekki enzt lengi. ísleifur Guðleifsson, skipstjóri á Árna Þorkelssyni, sem bjarg- aði skipbrotsmönnum af Hring- veri, skýrði Morgunblaðinu svo frá, að þeir á Áma Þorkelssyni hefðu verið nýbúnir að kasta, og hefðu verið að taka til þegar Hringver heyrðist kalla að hann væri kominn á hliðina og að sökkva. ísleifur sagði ennfrem- ur: — Ég fór að líta í kring um mig og sá bót, sem hallaðist á hliðina, skammt frá mér. Við héldum strax af stað, en rétt áð ur en við komum að bátnum sá- um við hann hverfa í hafið. — Það hafa ekki liðið nema 5—7 mínútur frá því að ég sá Hringver þar til hann var sokk inn. Myrkur var, ágætis veður en nokkur alda. Fyrst sá ég ljós in af bátnum, en þegar þau hurfu vorum við komnir svo nálægt, að við sáum hann í ljósgeisla frá okkur. — Skipbrotsmennirnir voru í gúmbátnum, en hann var aðeins Framh. á bls. 12. Isleifur Guðleifsson, skipstjóri á Árna Þorkelssyni, og Richard Sighvatsscn, skipstjóri á Hringveri, nýkomnir til Vestmannaeyja í gærdag. Ljósm. Sigurgeir. TVEIR Eyjabátar, Hringver, VE-393, og Ágústa, VE-350, sukku með skömmu millibili austan til á Síðugrunni í gær- morgun. Mannbjörg varð. Prýðisveður var, en nokkur kvika í sjó. Hringver var eign Helga Benediktssonar, útgerð armanns, og var smíðaður úr stáli í Djupvik í Svíþjóð árið 1960. Hann var 126 tonn að stærð. Hallaðist báturinn snögglega á hliðina og sökk á skömmum tíma. Ágúst var eign Oskars Gíslasonar, út- gerðarmanns, smíðuð úr eik í Nyborg í Danmörku árið 1930. Hún var 65 tonn að stærð og hét Árnanes áður fyrr. — Mikill leki kom að bátnum og varð ekki við hann ráðið. Hér á eftir segja skipstjórar Hring vers og Ágústu frá því í við- . tali við Morgunblaðið hvernig atburðir þessir atvikuðust, svo og skipstjóri Árna Þorkels- sonar, sem bjargaði áhöfn Hringvers: Morgunblaðið átti í gær tal við Richard Sighvatsson, skip- stjóra á Hringveri, og sagðist hon um svo frá um atburðinn: — Við vorum staddir í austur- kanti Síðugrunns og vorum þar að síldveiðum ásamt fleiri bát- um. í fyrsta kastinu fengum við um 700 tunnur og þegar við köst- uðum aftur fengum við ágætt kast. — Við vorum búnir að háfa alsvert úr því, þegar báturinn lagðist snögglega á hliðina. Þá vorum við rétt að fylla lestina, en Hringver á að geta borið um eða yfir 1100 tunnur í lest. — Hægur vindur var en tölu- verð kvika og á einni kvikunni valt báturinn og fór á hliðina. Við reyndum að loka öllu, en Bandaríska rannsóknarnefndin telur líklegt að Reykingar séu aðalorsök krabbameins í lungum Yfirgripsmesta rannsókn á skaðsemi reykinga segir próf. Dungal AÐ undanförnu hefur farið fram í Bandaríkj- unum ýtarleg athugun á því, hvaða samband muni vera milli reykinga og krabbameins í lungum. — Bandarísku heilbrigðisyfir- völdin skipuðu fyrir rúmu ári tíu manna rannsóknar- nefnd, er safnað hefur og unnið úr upplýsingum vís- indamanna víðsvegar að og skilað álitsskýrslu um nið- urstöður þeirra athugana. ^ Rannsóknarnefnd þessi telur að reykingar hafi í ríkum mæli heilsuspill- andi áhrif og séu aðalorsök krabbameins í lungum svo og annarra sjúkdóma, eink- um meðal karlmanna. ^ Telur nefndin, að reyk ingar séu mun hættu- legri heilsu manna, en t.d. mettun andrúmsloftsins af kolareyk, olíustybbu o.þ.h. Helztu niðurstöður rann- sóknarnefndarinnar eru eftirfarandi: 1. Sígarettureykingar í Bandaríkjunum eru það hættulegar heilsu manna, að ástæða er til að grípa til róttækra læknisfræði- legra gagnráðstafana. 2. Sígarettureykingar hafa meiri óhrif hjá karlmönn- um til myndunar krabba- meins í lungum en nokk- urt annað atriði. 3. Minni upplýsingar liggja fyrir um krabbamein í lungum kvenna, en allt bendir til þess að reyking- ar hafi sömu áhrif og hjá karlmönnum. 4. Um 9—10 sinnum meiri líkur eru fyrir því, að meðalreykingamaður fái lungnakrabba en sá, sem ekki reykir. Hjá þeim, sem reykir mikið, eru lík- urnar tuttugufaldar. 5. Meiri líkur eru fyrir því að þeir, sem reykja pípur, vindla eða hvort tveggja fái krabbamein í lungu en hinir, sem ekki reykja. Hinsvegar eru líkurnar ekki eins miklar hjá þeim og sígarettureykingar- mönnum. 6. Talið er sannað, að pípu- reykingar geti orsakað krabbamein í vörum. 7. Sígarettureykingar hafa þýðingarmikil örvandi á- hrif á krabbamein í barka kýli. karlmanna. 8. Sígarettureykingar eru helzta orsök ólæknandi lungnakvefs (chronic bronchitis) í Bandaríkjun- um, og auka hættuna á því, að sjúkdómurinn verði banvænn. 9. Sígarettureykingar þung- aðra kvenna geta dregið úr þyngd ófæddra barna þeirra. Ekki er vitað, hvort reykingarnar hafa nokkur lamandi áhrif á lífsþrek barnanna. 10. Samband er milli lungna- þembu (pulmonary emp- hysema) og sígarettureyk- inga, en ekki staðfest, að sambandið sé skapandi. 11. Karlmenn, sem reykja sígarettur hafa hærri dán- artölur af völdum hjarta- og æðasjúkdóma en þeir, sem ekki reykja. Ekki er þó fullsannað, að reyking- arnar séu orsökin. 12. Hsettan á lungnakrabba Framh. á bls. 2. Bandaríska rannsóknarnefndin að störfum. Tveir Eyjabátar sukku á Síðugrunni í gærmorgun * Leki kom að mb. Agústu — mb. Hringver

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.