Morgunblaðið - 17.01.1964, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.01.1964, Blaðsíða 1
28 síður Blaðamenn handteknir á Zanzibar t DAG ern 50 ár liðin síðan Einr«kipafélag íslands var stofnað. Það reyndist þegar í stað hið mesta þjóðþrifa- fyrirtæki og á ríkan þátt í þeirri efnahagslegu uppbygg- ingu, sem gerzt hefir í landinu á starfstíma þess. Morgunblaðið minnist hálfr ar aldar afmælis Eimskipa- félagsins með greinum og nr.yndum í blaðinu í dag. Blaðið óskar fyrirtækinu, stjórn þess, hluthöfum og ís- lenzku þjóðinni allri til ham- ingju með 50 ára starf og þjóðholla baráttu þess í sigl- ingamálum landsmanna. Á myndinni sjást 6 skip Eimskipafélagsins í Reykja- víkurhöfn. Ljósm. Mbl. Ól. K. Mag. Krúsjeff býr í SAS gistihusinu í Kuupmannuh. Kaupmannahöfn, 16. jan. NTB • Danska stjórnin hefur nú tekið endanlega ákvörðun um dvalarstað Krúsjeffs forsætisráð herra Sovétríkjanna í Kaup- mannahöfn, er hann kemur þangað í opinbera heimsókn í júní n.k. Tekur stjórnin á leigu SAS-gistihúsið stóra „Hotel Roy «d“, öll 475 herbergin, dagana 16.—21. júní. Hundrað herbergi fær Krús- jeff og föruneyti hans til um- ráða, en hin herbergin verða not uð fyrir danska sendimenn er- lendis, er koma heim til þess að taka þátt í hinni árlegu ráð- stefnu utanríkisráðuneytisins. „Ekstrabladet“ í Kaupmanna- höfn segir í dag, að eitt erfið- «sta vandamál ríkisstjórna Norð uriandanna þriggja í sambandi við heimsókn Krúsjeffs, sé að útvega skotheldar bifreiðir fyr ir forsætisráðherranin. Sé um það rætt, að stjórnir landanna Jegigi saman í kaup á einni Blíkri bifreið frá Bretlandi, Bandarikjunum, Fnakklandi eða V-Þýzkalandi- John Okello á blaðamannafundi: Stóð einn fyrir byltingunni hafði 600 manna lið Washington 16. jan. AP. í kvöld bárust þær fregn- ir frá Zanzibar, að tveir bandarískir sendiráðsstarfs- menn og fjórir bandarískir blaðamenn hafi verið hand- teknir — og hafi Karume for- seti byltingarstjórnarinnar og utanríkisráðherrann Abdul Rahman Mohammed staðið sjálfir fyrir handtökunni. — Samkvæmt síðustu fregnum voru Bandaríkjamennirnir settir í stofufangelsi í gisti- húsi í Zanzibar. • Fregnir um atburði þessa bárust frá brezkum blaða- manni er var vitni að handtök- unum, til bandariska sendiráðs- ins í Dar Es Saiaam, höfuðborg Tanganyika. Fylgdi það frétt- inni, að Karume forseti hefði lýst því yfir, að byltingarstjórnin hafi slitið öllu sambandi við Bandaríkjastjórn og allir þeir bandarísku borgarar, sem eftir séu á eynni verði fyrst um sinn í stofufangelsi. • Blaðamennirnir fjórir, sem Karume handtók eru: Robert Conley frá New York Framh. á bls. 19 — höfðu boga, örvar, hnífa og lurka að vopnum er þeir tóku útvarpsstöðina i Zanzibar Zanzibar, Washington, 16. jan. — AP. ■Jg John Okello, sem í út- varpssendingum byltingar- stjórnarinnar á Zanzibar, hef ur lýst sig leiðtoga byltingar- innar, sagði á fundi með fréttamönnum í dag, að hann væri hinn eini raunverulegi leiðtogi hennar, og hann hefði einn ráðið skipan í embætti nýju stjórnarinn- ar. Sagði hann leiðtoga „Verið d verði“ gegn Kína Moskvu, 16. jan. NTB • Blaðið „Kazakstan Pra- vda“, sem út er gefið í Alma Ata hefur enn á ný beint þeim tilmælum til íbúa rík- isins, að þeir séu vel á verði °S fylgist með öllu Því, sem gerist á landamærunum. • Einu Iandamærin, sem um er að ræða er við Kína, en þau eru um 3.500 km. • Áður hefur blaðið birt greinar, þar sem skýrt er frá sérstökum öryggisráðstöfun- um á landamærunum. flokks Karume, forseta, ekki einu sinni hafa vitað með vissu, hvenær byltingin yrði gerð — hann hefði ekki vilj- að hætta á að þeir svikjust undan merkjum og skýrðu soldáninum frá fyrirætlun- um sínum. • Ekki hefur til þessa gengið vel að afla ljósra frétta af því, sem gerðist í byltingunni, en tal- ið er nú, að á<standið á eynni séð óðum að færast í eðlilegt horf. • í dag fyrirskipaði Karume, forseti, að verzlanir skyldu opn aðar að nýju, svo as fólk gæti aflað sér nauðsynja. Að svo búnu hélt hann til Dar Es Sal- aam í Tanganyika. Er sagt, að hann muni biðja stjórnina þar aðstoðar við endurskipulagningu lögreglu eyjarinnar. • Kúba hefur nú viðurkennt nýju stjórnina á Zanzibar, að því er Havana útvarpið sagði í dag. Verður skipzt á sendiherr- herrum þjóðanna innan skamms. Enn berast fregnir um að kúb- anskir menn hafi tekið þátt í byltingunni í Zanzibar, — en óstaðfestar. Hinsvegar er talið Framh. á bls. 2. N eðanjarðarti Iraun i Nevada Washington, 16. janúar —AP. Tilkynnt var í dag, að gerð hefði verið neðanjaróar tilraun með litla kjarnorkusprengju í Nevada-auðninni í dag. Er það fyrsta tilraun Bandaríkjamanna á þessu ári. Viðurkennir d e Pekingstjórnin a Caulle brátt? París, 16. jan. — AP-NTB ■jg HAFT er eftir áreiðanleg um heimildum í stjórnar- búðum Frakka, að stjórnin muni líklega viðurkenna Pek- ingstjórnina formlega fyrir 15. marz nk. Er þess vænzt, að de Gaulle gefi yfirlýsingu þar að lútandi á næsta fundi sín- um með fréttamönnum. Á laugardaginn ketnur leggur nefnd sex franskra þingmanna af stað í mánaðar ferðalag um N- Vietnam, Cambodia og Kína, með stuttri viðkomu í Moskvu. Erindi hennar er að kynna sér efnahags- landbúnaðar- og menningarmál landanna og athuga leiðir til frek ari sambands landanna og Frakk- lands á þessum sviðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.