Morgunblaðið - 18.01.1964, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.01.1964, Blaðsíða 1
24 siður Ákvöröun um viöur- kenningu Frakka á Kína sögð tekin — opinberai yíirlýsingar þó ekki vænzt strax; vill De Gaulle seilast til nýrra áhrifa í Asíu, og tryggjci aðstöðu sína í N.-Afríku París, 17. janúar. — AP — NTB — NTB-fréttastofan norska skýrði frá því í dag, að franska stjórnin hefði til- kynnt stjórn- Bandaríkjanna, að Frakkland hafi ákveðið að taka upp stjórnmálasamband við Alþýðulýðveldið kín- verska. Er leitað var til talsmanns Hvíta hússins í Washington, vildi hann ekkert um málið segja, annað en það, að sér væri alls ókunnugt, hvort fréttin hefði við rök að styðj- ast. í París er talið, að tilkynn- ing af hálfu frönsku stjórnar- innar muni ekki væntanleg fyrst um sinn. Hins vegar telja fréttamenn þar, að frönsk stjórnarvöld hafi í hyggju að senda sérstaka sendimenn til Peking, og verði hlutverk þeirra að hæta sam- skipti Frakklands og Alþýðu- lýðveldisins, á sviði lista, vís- inda og verzlunar. • Það er löngu kunnugt, að stjórn Bandaríkjanna er mótfall- in því, að Frakkland viðurkenni stjórnina í Peking. Þó hafa fjögur lönd Atlantshafsbandalagsins þeg ,ar viðurkennt hana. Þau lönd eru Framhald á bls. 23 Forsætisráðherra Kúbu, Fidel Castro, sem fór í skyndiheimsókn til Moskvu, nú fyrir nokkrum dög- um, virðist hafa ýmsum hnöppum að hneppa. — Af myndum, sem teknar hafa verið af honum • þar, er helzt að ráða, að hann sé í skemmtiferð, þótt talið sé, að annað kunni að búa að baki. Ekki mun Castro leiðast í Moskvu, ef dæma má af þessari mynd, sem tekin var á barnaleikvelli í sov- ézku höfuðborginni. sland og Noregur gegn tillög- um á Lundúnaráöstefnunni Arthur Miller. ísland vill tryggja rétt til frekari útfærslu; fulltrúar 13 ríkja munu leggja tillögurnar fyrir viðkomandi ríkisstjórnir London, 17. janúar. — Einkaskeyti til Morgunblaðs- ins, — Lawrence Malkin Á fiskimálaráðstefnunni í London komu í dag fram á- kveðnar tillögur um fiskveiði lögsögu, en tvö ríki, ísland og Noregur, neituðu að fall- ast á þær, eða eiga gð þeim nokkurn þátt. Fulltrúar þessara tveggja ríkja, sem bæði hafa fært fisk veiðilögsögu sína í 12 mílur, lýstu því yfir, að ekki kæmi til nokkurra mála, að erlend- um fiskiskipum yrði leyft að veiða innan 12 mílna mark- anna. Af hálfu Danmerkur kom fram sú fullyrðing, að ekki yrði á það fallizt, að undan- þágur verði veittar við Græn land eða Færeyjar. Meiri- hluti þeirra fulltrúa, sem ráð stefnuna sitja, féllust þó á tillöguna, sem fram kom í dag, og munu þeir leggja hana fyrir viðkomandi ríkis- stjórnir. Samkvæmt tillögunni, þá eiga strandríki ein að eiga rétt til að veiða innan 6 mílna en á næsta 6 mílna svæði, sem þá tekur við, mega fiskiskip annarra þjóða — sem undir- rita samninginn, eða hafa um langa hríð veitt á þessu svæði — veiða. í tillögunni er enn fremur Er IUarilyn Hionroe aðalpersóna i nýju leikriti Arthur Mliller? Brezkur blaðamaður fullyrðir, að svo sé. Miller neitar því. Frumsýning í New York 23. janúar FRAMKOMA brezks blaða manns, John Gold, sem vinnur við blaðið „The London Evening News“, hefur valdið því, að fram- vegis fá blaðamenn ekki að vera viðstaddir æfingar á leikritum, sem nýtt leikfé- lag, „The Lincoln Center Reportory Theater Comp- any“, í New York, hyggst sýna. Nánari tildrög voru þau, að Gold var viðstaddur reynslusýningu á leikriti Arthur Millers, „After the Fall“. í frásögn skýrir Gold svo frá, að aðalpersóna leiksins sé ákaflega lík leik konunni látnu, Marilyn Monroe, sem leikritaskáld- ið Miller, var giftur á sín- um tíma. Talsmaður leikhússins skýrði svo frá, að blaðmönnum hefði verið leyft að vera viðstaddir sýningar, þó með því skilyrði, að þeir skýrðu ekki frá efni leiksins. Sagði talsmaðurinn, að framkoma Gold væri algert „brot“ á óskrifuðum reglum, og væri á engan hátt í sam- ræmi við þá reglu leikrita- gagnrýnenda að skýra ekki frá efni leikrita, fyrr en þau hefðu verið frumsýnd. Leikrit Millers, sem hér um ræðir, hef ur hvergi verið sýnt áður. Þetta er fyrsta leikrit skálds ins í sjö ár, og verður það einnig fyrsta leikrit, sem um- rætt leikhús gengst fyrir sýn- ingum á. Sýningartími er á- ætlaður um þrjár og hálf klukkustund. Nokkur atriði leiksins eru sögð nauðalík at- burðum, sem vitað er að áttu sér stað í sambúð Millers og Monroe. Sagt er, að við sögu Framh. á bls. 23 gert ráð fyrir, að sérhver þjóð geti dregið úr veiðum fiski- skipa annarra þjóða, á ytra 6 mílna svæðinu ef samkomu lag allra hlutaðeigandi fæst um það mál. • í yfirlýsingu, sem gefin var út í dag, að loknum síðasta fundi ráðstefnunn.ar, sem stað- ið hefur í 9 daga, er sagt, að sérákvæðin um ytri 6 mílurnar (þ.e. réttindin til að krefjast minni veiða á þessu svæði) ,,komi aðeins til greina, ef þjóð- in byggi tilveru sína að mestu leyti á strandveiðum.“ Enn freimur segir, að þar til að fiullt samkomulag hafi náðst (milli þeirra ríkja, sem' gerast vilja aðilar að samkomulaginu), sé rétt, að bráðabirgðasamkomu lag gildi. O Þá er þess farið á leit, að brezka stjórnin boði til ráð- stefnu, er fjalli um tæknileg at riði, og opin verði öllum fisk- veiðiþjóðum á N—Atlantshafi. Verði tilgangur hennar að setja reglur, byggðar á nútímaaðstæð- um, um fiskiveiðar. Stjómir Bandaríkjanna og Kanada verði beðnar að senda fulltrúa á ráð- stefnuna, svo að þær megi taka til athugunar aðild að samkoimu lagi um veiðar á Atlantshafi. Ráðstefnan samþykkti einnig sérstaka álitsgerð, þar sem allar fiskveiðiþjóðir eru hvattar til að gæta þess, að ekki sé gengið á fiskstofna, og gætt sé allra al- þjóðlega og þjóðlegra reglugerða í því sambandi. Loks var ákveðið, að efnt skyldi að nýju til ráðstefnu í London 26. febrúar, og verði þá firekar rætt um fiskverzlun á N - Atlantshafi. Framh. á bls. 9

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.