Morgunblaðið - 22.01.1964, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.01.1964, Blaðsíða 1
24 siður Leggur fram tiliögur, i 5 liðum, um sam- komulag, í framhaldi af IVfoskvusáttmálanum um tilraunabann. — Tsarapkin lýsir samn- ingsvilja Sovétrikjanna Genf, Washington, 21. janúar. — (AP-NTB) — AFVOPNUNARRÁÐSTEFNAN í Genf tók til starfa á nýj- an leik í dag, en fundir hennar hafa nú legið niðri um fimm mánaða skeið. Lyndon B. Johnson, Bandaríkjaforseti, sendi í dag ráð- stefnunni hoðskap sinn, og flutti fulltrúi Bandaríkjanna, William G. Foster, fundarmönnum hann. í hoðskap sínum ræðir forsetinn möguleika á frekara sam- komulagi stórveldanna, er leitt geti til betri friðarhorfa í heiminum. Meginefnið er í fimm liðum, er greina helztu tegundir slíks samkomulags. Fulltrúi Sovétríkjanna, Seymon Tsarapkin, lýsti því yfir síðar í dag, að hann áliti það helzta viðfangsefni ráðstefn- unnar að reyna að koma í veg fyrir alla hættu á kjarn- orkustyrjöld. Gat hann að nokkru um tillögur Sovétríkj- anna, og vék m.a. að kjarnorkuvopnalausum svæðum. Sagði hann Sovétríkin einnig vera til viðræðu um aðgerðir vegna sjálfra kjarnorkuvopnanna, og herstöðvar á erlendri grund. í boðskap Johnsons, forseta, sagði m.a.: „Andrúmsloft vonar ,ríkir, etr a f vopnunarráðstef nan hefur nú starf á nýjan leik“. Siðan vék hann að gagnkvæm- um útgjaldalaekkunum Sovétríkj anna og Baindaríkj anna til her- mála, og sagði þetta „ga.gn kvaema fordæmi“ vekja nýjar vonir. Tillögur forsetans eru þessar: 0 Sett verði ba»n við hvers konar valdbeitingu, beinni og óbeinni, árásum, undirróðurs- starfsemi og leynileguim vopn- búnaði, er miðar að því að koma í kring landamærabreytingum - eða stuðla að landvinningum, og ryðja úr vegi löglagum yfir- völdum einstakra landa. • Gerðuæ verði samningur milli Sovétríþjanna, Bandaríkj- anna og bandatagsríkja- þeiæra, þar sem kveðið verði á um fjölda kjarnorkueldflauga, svo og flugvéla, er flutt geti árásar- eða varnarvopn atf þvi tagi. • Rætt verði um samning, samfára etftirliti, er kveði á um stöðvun frekari framleiðslu á kjamakleyfum efnum, til hem- aðarþarfa. Segir forsetinn, að á meðan viðræður um slikan samn ing fari fram, séu Bandaríkin reiðubúin að draga úr fram- leiðslu slíkra efna, svo framar- lega sem aðrir samningsaðilar geri það einnig, að komi þá um leið til eftirlit. • Reynt verði að gera allar hugsanlegar ráðstafanir til að koima í veg fyrir ityrjöld af misskilningi. Þurfi að taka upp viðræður um eftirlitsstöðvar í því sambandi. • Tryggt verði, að kjamorku- Framh. á bls. 23 Robert Kennedy, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, við sterkan sjónauka, sem komið hefur verið fyrir á mörkum Norður- og Suður-Kóreu. Þannig er hægt að sjá langt inn á yfirráðasvæði kommúnista. — Myndin er tekin s.l. sunnudag, en dómsmála- ráðherrann er nú á ferð í Asíu. „Hagnýtum og aukum á sundrung Vesturlanda" segja ráðamenn í Peking, er de ‘GauEBe hefur ákveðið að viðurkenna Alþýðulýðveldið París, Pekirjg, Bomako, 21. jan. — (AP-NTB) — ER Frakkland og Alþýðulýð- veldið Kína taka upp beint stjórnmálasamband, verður í fyrstu skipzt á sendiráðsfull- trúum einungis, þ.e., meðan unnjð er að nauðsynlegum undirbúningi, útvegun hús- næðis, auk annárs. Síðar verð ur skipzt á ambassadorum. í fréttastofufregnum í dag segir, að „Alþýðudagblaðið“ í Peking hafi í dag birt hvatn ingu til allra kommúnista- ríkja 'heims, þar sem ráða- menn þeirra eru hvattir til að færa sér í nyt skoðanaágrein- ing þann, er nú ríkir meðal vestrænna bandalagsþjóða. Hefur þessi afstaða blaðs- ins, málgagns kínverskra ráðamanna, vakið mikla at- bygli, enda stendur hluti af þeim ágreiningi, sem þar er vikið að, um afstöðu- Vestur- landa til Alþýðuveldisins, sem Frakkland ætlar að viður- kenna næstu daga. • >á vekur það einnig at- hygli, að Ohou-en-lai, forsætis- ráðherra Alþýðulýðveldisins sem nú er á ferðalagi í Maili, lýsti því yfir í dag, að hann vonaðist til samstöðu allra Afríkuriikja gegn „heimsvaldasinnuim.“ • í Parísarfregnum í dag segir, að franska stjórnin hafi svarað mjög stuttlega orðsend- ingiu Bandarikjastjóirnar, þar sem færð voru. rök gegn viður- kenningu á stjórn Alþýðulýð- veldisins. O Ráðherra V-þýzikra sér- Frh. á bls. 23 Johnson stefnunni forseti sendir nýjan boðskap afvopnunarráð- Amerískir forn leifafræðingar fallast á skoðanir Ingstads DAGINN fyrir gamlársdag kom Helge Ingstad hejm úr síðustu Vínlandsferð sinni. Ekki þó beina leið, því að hann hafði lagt lykkju á heim- leiðina og brugðið sér austur undir Himalajafjöll og heim- sótt maliarajainn af Bikanir. Ingstad varð 64 ára heim-"' komudaginn og fjöldi vina tók á móti honum á Fornebu og sægur blaðamanna. Ingstad hefur verið misseri í þessari síðustu ferð. Hann lætur vel yfir árangr- inum. Alls hafa nú verið graf- in upp átta hús í Lance aux Meadows, auk smiðjunnar, sem eigi er hvað sízt merki- leg. Stærstur er skálinn, 22x15 metrar og með hlóðum fyrir langelda, sams konar bygging og hjá Eiríki rauða i Bratta- hlíð. Enginn efast nú framar um að rústir þessar séu leifar af verkum norrænna manna og, aldursrannsóknir sem gerð- ar háfa verið á kolaleifum úr rústunum sýna allar tólf, aí þær séu frá þeim tíma er Leifur heppni fann Vínland. Ingstad vill ekki fullyrða að þessar rústir séu einmitt bær Leifs,-7,því að hann hefur ekki skilið nafnspjaldið sitt eftir þar,“ en að þaer séu norrænar og frá líkum tíma og Leifur fann Vínland, þykir engum vafa bundið. Amerísku forn- fræðingarnir Henry Collins og Julian Bird segja hiklaust að rústirnar séu norrænar og ald- urinn sé sannaður með rann- sóknirnar á kolu .um. Og kola grafirnar sýna, að þar hefur járn verið brætt úr rauða, með sama hætti og Rauða- Björn og Skallagrimur gerðu. Ingstad telur víst, að nor- rænir menn hafi tekið sér ból- festu víðar á Nýfundnalandi og Labrador. Og í sumar fór hann um svæði það á Labra- dor sem hann telur vera Furðu Framh. á bls. 23 Helge Ingstad

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.