Morgunblaðið - 11.06.1964, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.06.1964, Blaðsíða 2
2 MORGU N BLAÐIÐ Fimmtudagur 11. júnx 1964 Átumagn meira á djúp- sldðum en nær landi Niðurstöður rannsöknarleiðangurs Ægis á svæðinu frá Snæfellsnesi til Kolbeinseyjar HINN árlegi vorleiðangur Ægis hófst 1. júní si. og hefur svæðið frá Snæfeilsnesi að Kolbeinsey verið rannsakað. Helztu niður- stöður leiðan,gursins eru þessar: Út af Breiðafirði náðu athugan ir allt að 150 sjómílur til hafs, en allt að ísbrún út af Vestfjörðum og Húnaflóa. Á svæðinu írá Húnaflóa að Kolbeinsey, þ.e. á vestursvæðinu norðanlands náðu athuganirnar 'hvarvetna norður á 68 breiddargráðu eða um 100 sjó mílur frá landi. ísröndin er nú nær landi út af Vestfjörðum og Strandagrunni en í meðalári, á'þekk og var í fyrra um þetta leyti. Meðal fjar- lægð ísrandarinnar frá Straum- nesi sl. 14 ár er um 45 sjómilur í júní, en var nú 35 sjómílur. Norð-norð-austur af Horni var íslirafl nú aðeins um 24 sjómílur undan landi. Hitastig sjávar vest anlands og norðan að Siglunesi reyndist vera 1 gráðu hærra í efstu 2 til 400 metrunum en í meðal ári og um 2 gráðum hærra en var um svipað leyti í fyrra. Neðra var hiti áþekkur og í meðalári. Hitahreyfing í sjónum svipar nú til heitu áranna 1954, 1960 og 1961. Vegna góðviðris og hlýinda í vor hefur átt sér stað talsverð upphitun við yfirborðs- lög sjávar vestan lands, allt nið- ur í 25 metra, þannig að yfir- borðshiti er allt að 9 gráðum og í 20 metra dýpi allt að 7-9 gráður. Þetta ástand er óvenjulegt fyr- ir þessar slóðir um þetta leyti árs. Norðanlands hefur hins veg- ar ekki myndast hitaskipulag í sjónum, en þar er hitastigið í edstu 50 metrunum 6 til 6’/2 gráða. Út af Kögri og Húnaflóa gætti nokkurra áhrifa íss, þannig að þunnt yfirborðslag af allt að 20 gráðu köldum sjó fannst á stöku stað. Þörumagn er víðast hvar í meira lagi á rannsóknarsvæð- inu og er hærra en meðal átu- magn áranna 1956 til 1963 og mun meira en á sama tíma í fvrra. Þó sker Húnaflóasvæðið sxg úr, en þar er átumagnið nú talsvert undir meðallagi og var reyndar einnig í fyrravor. Einn ig hefur komið fram, að átumagn aimennt er meira á djúpslóðum en nær landi. Út af Vesturlandi og Vestfjörð- um er allmikið af fullvaxinni rauðátu, en á vestur- og mið- svæðinu norðanlands er mestur hiuti rauðátunnar ung og ó- þroska dýr sem ekki munu hi^gna fyrr en eftir nokkrar vik ur. Einnig er áberandi, að tals- vert magn er af fiskiseyðum í Laxveiðin mjög treg það sem af er LAXVEIÐIN hefur gengið mjög treglega þá daga, sem af eru „vertíðar“. Mun það einkum stafa af því, að vatn er nú af mjög skornum skammti í flest- um ám landsins, og allar horfur á því, að það ástand muni hald- ast, ef ekki gerir vætutíð bráð- lega. Af ám á Suðvesturlandi er það skemmst að segja, að veiði þar hefur gengið ákaflega treglega. BFÖ bauð í ökuíerð UNDANFARIN sumur hefur það verið venja, að Bindindisfélag ökumanna hafi boðið vistmönn- um og starfsfólki Viðineshælis í skemmtiferð. Þann 24. maí sl. var ein slík ferð farin. Var ekið á 9 bílum austur yfir Fjall og um Suður- landsundirlendi. Heppnaðist ferð in mjög vel, enda veður ákjósan- lagt Heppinn fékk 1400 kg Akranesi, 10. júnL Á morgun, fimmtudag, fara héðan norður á síldveiðar Heima skagi, Höfrungur HI, Sólfari og Sigurður. Trillubáturinn Heppinn land- aði í morgun 1400 kg. af þorski og þyrsklingi er aflaðist á hand- færi. Hrognkeisaveiði er treg hjá þeun sem eua stunda þær veiðar. f Elliðaánum hafði aðeins einn lax veiðst í gær. Fék’kst sá í Skötufossi 5. júní og vó 8 pund. Svo sem menn minnast, gekk veiði í Elliðaánum mjög stirt framan af í fyrra, en rættist úr, er á leið. Til þess er nú tekið, að vatnið í ánum sé óvenjulega ’heitt eftir gott vor, eða nálega 9 stig. Vatn er og ekki ýkja mik- ið í ánum. I Norðurá hefur veiði einnig gengið mjög stirt. Er stjórn Stangaveiðifélags Reykjavíkur var þar fyrsta daginn, fókk hún fimm laxa. Næsti hópur á eftir, fékk einn lax, sá þar næsti tvo. Vatn er mjög lítið í ánni, og mun fara minnkandi. Erfiðlega hefur gengið í I.axá i Kjós, en hermt er að þar hafi veiðst dýrasti lax á íslandi, og stóð hann í 30 þús. kr. í gær. Lax þessi fékkst fyrsta daginn í ánni, en þar hafa verið 3 steng- ur daglega síðan fyrsta júní, en meðalverð á stöng yfir veiði- tímann í þeirri á er 1000 kr. á dag. Ekki fréttist um veiði þar síðdegis í gær. Af öðrum ám má nefna Mið- fjarðará, einhverja dýrustu á landsins, og jafnframt sem hvað gjöfulust hefur verið. Þar fékkst einn fiskur fyrsta daginn á níu stengur. Næsti veiði mannahópur mun hafa fengið eina bleikju. Hermt er, að erfið- lega hafi gengið að selja alla dagana í ánni, og muni þeir liggja á lausu enn að einhverju leyti. Veiðin í Laxá í Þiwyeyjarsýslu og nokkrum ám öðrum hófst í gær, en ekki höfðu fregnir borízt um árangur í gærkvöldL Síldarleitarskipið Pétur Thor- steinsson hefur nú athugað svæð ið út af Austur- og Norðaustur- landi. Samkvæmt þeim at’hugun- um er nú þegar talsverf átumagn á djúpmiðum austaniands. Síldar hefur þar víða orðið vart og stórar torfur fundizt út af Digra nesgrunni. Virðist þar vera um nýja síld- argöngu að ræða, sem einnig verður fylgzt með eftir föngum Skipstjóri á Pétri Thorsteinssyni er Jón Einarsson. Þá mun leitarskipið Fanney, skipstjóxi Benedikt Guðmu-nds- son, hefja síldarleit einhverja næstu daga. 1 kvöld kl. 8 verður frum- sýning í Þjóðleikhúsinu á leikritinu Kröfuhafar, eftir Augu.st Strindberg. Sýning þessi er á vegum Bandalags íslenzkra listamanna í tilefni af listahátíðinni, sem nú stend ur yfir. Það verður aðeins þessi eina sýning á leiknum að þessu sinni. Leikstjóri er Lánis Pálsson, en leikendur eru Helga Valtýsdóttir, Gunn ar Eyjólfsson og Rúrik Har- aldsson. Þýðandi er Loftur Guðmundsson rithöfundur. Leiktjöld eru gerð af Gunnari Bjarnasyni. Kröfuhafar er langur ein- þáttungur og tekur nær eina og háifa klukkustund að sýna leikinn. iiiiiiimiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiimiiiimiiiiiiiiiiimmiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiMiiimiiiiiimmiiiiiimiiiimiiui Dr. Richard EINS og skýrt var frá í blað- inu í gær, miðvikudag, hlekkt ist áburðardreifingarflugvél Sandgræðslunnar á í hiíðinni skammt frá Ferstiklu í Hval- firði. Flugmaðurinn slapp ó- meiddur og vélin skemmdlst lítið, þrátt fyrir að hún þeytt- Árbær opnar ÁRBÆR verður opnaður sum argestum á morgun, föstudag. Verður Árbæjarsafnið opið alla daga nema mánudaga. Á sunnudögum kl. 2-7, aðra daga kl. 2-6. — Kaffiveitingar verða í Dillonshúsi alla daga sem opið er. Var góður róm- ur gerður að veitingum þess- um í fyrra og er ekki að ef- ast um að margir bregða sér upp að Árbæ til þess að skoða og fá sér kaffisopa á góðviðr- isdögum. — Síðan í fyrra hef- ur safninu bætzt gömul smiðja með öllu tilheyrandi, að því er Lárus Sigurbjörns- son tjáði blaðinu. Það var Skúli Helgason, sem sá um uppsetningu hennar. Þá er verið að reisa prestshús við Árbæjarkirkju. ist í loftköstum yfir stokka og steina, eftir að hafa tekið niðri aí einhverjum orsökum. — ; Myndin er tekin fyrir skömmu af vélinni upp á Sandskeiði. — Ljósmynd: Ottó Eyfjörð. — Öldungadeildin Framhald af bls. 1 Barry Goldwater fulltrúi Ariz- ona. Þetta er í fyrsta skipti í 35 ár, sem öldungadeildin tak- markar ræðutíma fulltrúanna. En í deildinni er lögð mikil á- herzla á að hvei fái að tala eins lengi og hann vili um hvert ein- stakt mál. Beck flytur fyrirlestur við háskólann DR. RICHARD BECK, prófessor í Norðurlandamálum og bók- menntum við Ríkisháskólann i Norður-Dakota, flytur fyrirlest- ur í boði Háskóla íslands n.k. föstudag 12. júní kl. 5,30 eJi. i Háskólanum. Nefnist fyrirlesturinn „Níutíu ára afmæli vestur-íslenzkrar þjóðræknisstarfsemi", og rekur dr. Richard Beck þar í megin- dráttum sögu þjóðræknismála Vestur-fslendinga síðan þeir héldu fyrstu þjóðhátíð sina I Milwaukee, Wisconsin, 2. ágúst 1874. Dr. Richard Beck er gagn- kunnugur þjóðræknisstarfsemi Vestur-fslendinga, enda hefir hann síðustu 30 ár verið einn af helztu forvígismönnum í þjóð- ræknis- og menningarmálum þeirra, þ.á.m. forseti Þjóðræknis- félags fslendinga í Vesturheimi um 12 ára skeið. Dr. Richard Beck er afkastamikill fræðimað- ur og rithöfundur, og hefir hann viða flutt fyrirlestra um íslenzk og norræn efni. Hann varð heið- ursdoktor frá Háskóla íslanda 1961. Öllum er heimill aðgangur að fyrirlestrinum. Vinnuveitendur halda hádegisfund um hag- ræðingarmál VINNUVEITENDASAMBAND íslands heldur háidegisverðarfund í dag í Þjóðleikhúskjallaranum. Þar mun norski verkfræðingur- inn John Andresen, frá Vinnu- veitendasambandi Noregs, ræða hagræðingarmál almennt og aí- stöðu norskra vinnuveitenda tll vinnurannsókna og fleira. John Andresen er hér á veg- um Vinnuveitendasambandsins og hefur hann m.a. tekið þátt í ráðstefnu Stjórnunarfélags ís- lands í Bifröst um sJ. heLgi um þessi mál. átunni, aðallega á vestursvæð- inu norðanlands og er hér mest- megnis um loðnuseyði að ræða. Um sandátu er það að segja, að lirfur ýmissa botndýra, sem lifa eingöngu í grunnu vatni, nær einnig óvenjulega langt á haf út. Þrátt fyrir tiltölulega góð fæðu- skilyrði og heppilegt leitarveð- ur hefur ekki enn orðið vart við neitt verulegt síldarmagn á rann sóknarsvæðinu fremur en á þess um tíma í fyrra. Vestangöngur síldarinnar inn á norðursvæðig virðast því vera mjög veikar, en austangangan, sem nú er út af Melrakkasléttu, er enn á vesturleið og verður lögð á það mikil áherzla, að fylgj ast sem bezt með því hve langt vestur hún fer.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.