Morgunblaðið - 11.06.1964, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.06.1964, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLADIÐ Flmmtudagur 11. júní 1964 011 getan var hjá KR, en þó var leiðinlegur leikur Effir 4:0 sigur yfir Þrótti er KR efst í 1. deild MÖRKIN í leik KR og Þróttar í 1. deildar keppninni í gær- kvöld voru það eina sem ekki sveik áhorfendur. KR skoraði fjögur mörk og voru þau falleg öll og tvö mjög glæsileg. En þar með er líka nær upptalið allt sem gerðist í leiknum til skemmtunar og augnayndis. Og MOLAR | Um þessar mundir stendur = | yfir í Genf undankeppni 1 i fyrir Evrópulið og úrslit i I hennar ákveða hvaða i I Evrópulönd taka þátt í loka- i I keppni OL í Tokíó í körfu- | I knattleik. Fyrst vakti það | i athygli að Finnar unnu Pól- i l verja örugglega eftir jafnan = jj leik allan tímann. i Síðan höfum við ekki haft i i fréttir af keppninni þar til í j i gær að frétt kom um að i i Búlgaría hefði unnið Bclgíu i i 80—63. Þetta var eini leik- i i urinn í gær og var endurtek- i I inn leikur vegna villu er i i varð í tímatöku er þessi lönd i \ léku s.l. laugardag. I þeim | i leik unnu Belgir 59—57 en | i leikurinn var kærður vegna i | rangs leiktima og reyndist i \ kæran rétt. Frakkar senda 160 íþrótta- j i menn tU OlympíiUeikanna í! : Tokíó. Með þeim fara 26 j I þjálfarar og 14 fararstjórar j j og aðstoðarfólk. Val íþrótta- j j fólksins fer ekki fram fyrr j j en síðar en frjálsíþróttamenn j j verða 36—39. í róðri verða j j næst flestir eða 22. Eini knatt j j leikurinn sem Frakkar taka j j þátt í er körfuknattleikur og j ! undankeppnin í Genf sker j ! úr um hvort Frakkar komast j ! tU lokakeppni í Tokió. Real Madrid, sem nýlega ! j tapaði fyrir Milan Inter í úr- j j slitum um Evrópubikarinn, j j tapaði aftur í gær leik móti j j Atletico Madrid með 1:2. — j j Þetta var aukaleikur liðanna j j um það hvort sk.vldi komast í j j 4 liða úrslit um spánska bik- j j arinn. Puskas og di Stefano j j voru nú settir úr liðinu en j j „nýju“ mönnunum tókst ekki j ; betur upp en þetta. KR selur bílmerki Knattspyrnufélag Reykjavíkur hefur látið prenta merki félags- ins á plast í þeim tilgangi að KR-ingar og aðrir stuðningsmenn félagsins kaupi merkin og setji á rúðu í bifreið sinni. Heyrzt hefur að fleiri Iþrótta- félög séu í þann veginn að láta prenta sín félagsmerki á sama hátt. Alls konar bílmerki eru algeng erlendis þar á meðal félagsmerki íþróttafélaga. Hér á landi er það fyrst og fremst Félag ísl. bif- reiðaeigenda sem látið hefur gera bílmerki. þó. Af og til brá fyrir hjá KR fallegum samleik, en heildar- svipur leiks KR-liðsins er ekki enn sem íslandsmeisturum sæm- ir. En vafalaust hefur það sín áhrif á baráttuvilja og dugnað er lið hefur alger tök á leikn- um, en það hafði KR í gær. ★ KR tekur forystu Það var þóf og nokkuð jafn leikur fyrstu mínúturnar. Sóttu Þróttarar nokkuð fast á stund- um og þannig var staðan er að- dragandi fyrsta marks KR hófst. Allir Þróttrar voru á vallar- helmingi KR og nokkuð fast pressað að marki KR. Markvörð- ur náði knettinum og spyrnti frá. Gunnar Felixsson fékk knött inn á eigin vallarhelmingi og brunaði upp, hljóp af sér varn- armenn Þróttar og skoraði fram hjá úthlaupandi markverðinum. Þá voru 12 mín. af leik. Litlu síðar átti Þróttur gott færi en misnotaði af eigin klaufa skap. Eru þar með upptalin tæki færi Þróttar við mark KR og eftir 20 mín. af leik voru KR ingar einráðir á vellinum og áttu allt spil sem sást þó það væri að vísu vonum minna. Á 29. mín. skora KR-ingar annað mark sitt og það falleg- asta. Gunnar Guðmannsson lék fram hægri kant, gaf inn í víta- teiginn til Gunnars Fel. Hann sá Ellert í góðu færi renndi vel fyrir hann og Ellert skoraði sér- lega glæilegt mark af um 16 m færi. Á 42. mín. gaf Gunnar Guð- mannsson fyrir frá hægri og það fór sem ætlað var að Ellert náði sendingunni og skallaði í netið — laglega gert. ★ Daufur síðari hálfleikur 3—0 staðan í hálf — gerði út um leikinn og sá síðari var næsta dauflegur. KR hélt sínum tökum á leiknum og á 14. mín. bættu KR-ingar 4. markinu við. Lék Jón Sigurðsson að enda- mörkum vallar við vítateigslínu og dró til sín alla vörn og mark- mann Þróttar. En fyrir markið kom hann knettinum og Ellert renndi í mannlaust markið. KR átti öll tækifæri er buðust eftir þetta. Gunnar Guðmanns- son skaut í fang markvarðar úr ágætu markfæri og litlu síðar íþróttandmskeið að Lougum HÉRAÐSSAMBAND Suður- Þingeyinga mun halda íþrótta- námskeið fyrir unglinga á aldr- inum 12 — 16 ára dagana 18. — 28. júní n.k. Námskeiðið verður að Laugum. Kenndar verða Frjálsíþróttir, Knattspyrna, Hand knattleikur og Fimleikar. Á kvöldin verða kvöldvökur. sem unglingarnir verða látnir undirbúa sjálfir og einnig dans- kennsla. Kennarar námskeiðsins verða Óskar Ágústsson, Arngrímur Geirsson, Kristjana Jónsdóttir og Stefán Kristjánsson. Þátttaka tilkynnist Óskari Ágústssyni, Laugum, sem mun veita allar nánari uppiýsingar. átti örn skot í stöng úr góðu markfæri. En 4—0 færa KR í efsta sætið í deildinni því ekk- ert félag á svo gott markahlut- fall. KR hefur leikið tvo leiki og unnið báða og skorað 6 mörk gegn 1. Kannski er þetta for- boði þess sem koma skal — en allt getur skeð í knattspyrnu, sérstaklega íslenzkra. — A. St. Illllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll Tveir settu 119 met ÞESSIR tveir hafa sett sam- tals 119 ísl. sundmet. Til hægri er Jónas Halldórsson sundþjálfari ÍR, sem á sínum keppnisferli sem Ægir-ingur setti 57 ísl. met á 15 árum. Eftir þann glæsilega feril tók hann til við þjálfun og hefur á undanförnum áratug þjálf- að aUa beztu sundmenn og konur landsins. Einn í þeim hópi er Guðmundur Gíslason sem nú nýverið bætti „meta- met“ Jónasar og hefur sett 62 ísl. sundmet. Um þessar mundir er Jónas að draga sig í hlé frá sund- þjálfun hjá ÍR og landsliðinu en Guðmundur tekur við þjálf un hjá ÍR. ÍR-ingar halda mikið sund- mót til heiðurs Jónasi á laug- 1 ardaginn en þá er 50. afmælis- = dagur hans. Með því vilja þeir 3 þakka honum rúmlega tveggja j| áratuga gott starf sem leið- = toga sunddeildar félagsins og = vekja athygli á einstökum = ferli í íþróttum á íslandi, sem = Jónas á sem ókrýndur konung 3 ur sunds á íslandi í 15 ár og = síðar sem aðalþjálfari okkar 3 beztu manna á síðustu árum. = fllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllliU Skákmdtið í Amsterdam f ÞRETTÁNDU umferð var skák þeirra Larsens og Ivkovs sú mik- ilvægasta. Byrjunin var Sikil- eyjarvörn, þar sem Larsen fékk örlitla yfirburði í miðtaflinu, en reyndi fullmikið að vinna skák- ina og tapaði tveim peðum. Hann gafst upp í 73. leik. önnur úrslit. Quinones 1 Vranes'ic 0 Darga 1 Evans 0 Tringof V2 Reshewsky V2 Bronstein V2 Lengely Vz Tal 1 Bilek 0 Stein 1 Berger 0 Spassky 1 Benkö 0 Smyzlof 1 Perez 0 Pachman 1 Porath 0 Fogulman V2 Gligoric V2 Rosetto bið Portisch bið. Úrslit 14. umferðar urðu þessi: Portisch V2 Gligoric V2 Porath 0 Fogulman 1 Perez 0 Pachmann 1 Benkö Vz Smyzlof V2 Berger 0 Spassky 1 Bilek % Stein V2. Lengely V2 Tal V2 Reshewsky V2 Bronstein V2 Evans 1 Tringov 0 Vranesic % Darga V2 Ivkov 1 Quinones 0 Rosetto 0 Larsen 1 Vinningsstaðan eftir 14 um- ferðir. 1 Spassky 11 2—4 Tal, Larsen og Ivkov 10% 5—6 Bronstein, Smyzlof 10 7 Reshewsky 9% 8—9 Lengely og Stein 9 10 Darga 8% 11 Portich 7% + bið 12—13 Gligoric og Pachman 7% Segja má að þessir menn hafi ennþá möguleika á einu af sex efstu sætunum með tilliti til þess að tveir Rússar faila alltaf úr. Hér kemur svo ekta Tal skák. Hvítt: M. Tal. Svart: I. Bilek. Sikileyjarvöm. e4, c5. 2. Rf 3, d6. 3. d4, cxd4. 4. Rxd4, Rf6. 5. Rc3, a6. 6. Bg5, Rbd7. 7. Bc4, h6. 8. Bxf6, Rxf6. 9. De2 (Tal vill ekki draga úr hraðanum við útkomu manna sinna, og skiptir því á f6) 9. — e6. 10. O-o-O, Dc7. 11. f4, e5? (Hræðilegt uppátæki. Rétt var 11. — b5. Svartur þarf þó að hafa gætur á leikfléttumöguleik- um á e6). 12. Rd5! Red5. 13. exd5, Be7. 14. fxe5, dxe5. 15. Re6! (Ef 15. — fxe6. 16 Dh5f, Kd7. 17. Dg4! með mjög góðum fær- um fyrir hvítan. Ekki 16. dxe6, Bg5f. 17. Bbl, Hf8 og svartur á varnarmöguleika.) 15. — Dd6. 16. Rxg7t, Kf8. 17. Re6f, Ke8. (Ef 17. — fxe6. 18. Hhflf, Kg8. 19. Dh5, Hh7. 20. De8t, Bf8. 21. dxe6, De7. 22. Hxf8t og vinnur). 18. Hhfl, Bg5t. 19. Kbl, b5. 20. Dh5!, Bf4. 21. Bb3. 21. — a5. 22. Rc7t- Kxc7. 23. d6. gefið. (Ef. t.d. 23. — Dd7. 24. Hxf4!, exf4. 25. Dxeðt, Kf8. 26. Dxh8„ 15. umferð. Smyzlof 1 — Berger 0 Tal V2 Reshewsky V2 Stein 1 — Lengely 0 Larsen 1 — Portisch 0 Gligoric 0 — Porath 0 Spassky 1 — Bilek 0 Darga 1 — Ivkov 0 Aðrar skákir fóru í bið. Rafsuðumenn Óskum eftir að ráða Rafsuðumenn strax. Glófaxi sf. Ármúla 24. Opið í kvöld Kvöldverður frá kL 6 Söngkona Ellý Vilhjálms og Tríó Sigurðar Þ. Guðmundssonar skemmta. — Sími 19636.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.