Morgunblaðið - 24.09.1964, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 24.09.1964, Blaðsíða 21
Fimmtudagur 24. sept. 1964 MORCU N BLAÐIÐ 21 HAMARSRÉTT EKKI þurfum við að fara lang- an veg svo að fyrir okkur beri ýmsir þeir staðir er til vor tala í gegnum ótal minningar frá liðnum árum. Það eru skýrar og óbrotgjarnar myndit. Til þessara staða má telja Hamarsrétt, skilarétt Vatnsnes- inga, hún er til orðin fyrir fram- tak forfeðra okikar. Þeir völdu Ihenni þennan stað, sem veitti tnönnum oig skepnum skjól fyrir þrem veðuráttum og hringlaga hvammur afmarkaði stærð rétt- arinnar. Þeir voru ek'ki alltaf lopnir í hagsýninni gömlu mennirnir. > í þessu tilfelli er engu líkara en hvammurinn sé til fyrir rétt- ina og réttin fyrir hvamminn. Jafnan var það svo er um byggingar var að ræða að notað var það efni, sem næsta um- hverfi gat í té látið og svo var einnig hér. Réttin var gerð úr torfi og grjóti í tveim misstórum hring- um. Bili á milli ytra og innri hrings var skipt í dil'ka með timbur- skilrúmum, en innan innri hringsins var hinn svokallaði al- menningur með tveim jarðefnis- veggjum til vesturs sem mynd- aði innreksturganginn. Á þann hátt var vesturkantur réttarinnar notaður til stuðnings við aðrekstur en sjórinn veitt aðhald á hinn veginn. Fjársafn stóð við sjóinn sunn- an við Hamarsá meðan réttað var. Þar stóð hin prúða Gráflekka, aem átti fallegu söguna, sem börnin um allt ísland lásum í Dýravininum. En ofan við Fjársafnið léku þær siti hófaspil Þorgrímsstaða Skjóna og Hlíðarnös með Sauða- dalsá og Hamarsrétt sem loka- mörk sprettfæris. Þar var heldur ekki langt frá fallegi grái hesturinn hann Sauðadalsá-Fálki, sem segja mátti að ætti Hamarsá að leik- systur. Hann var alltaf jafn rólegur og svipbriigðalaus hvort heldur áin hjalaði við hann og laugaði fætur hans, eða hún var ör og ólgandi og lagðist honum að síðu. Á austurvegg Hamarsréttar liggur Spori viðbúinn að sækja hverja þá kind, sem frá réttinni sleppur, og ekki langt þaðan ejáum við Tevu, sem átti tryggð- ina svo mikla að hún lagðist á fjárhúsmæni yfir líki húsbónda síns. og varð ekki þaðan tekin fyrr en blýkúlan hafði veitt henni líkn I þraut. Þanniig og á fjölmarga fleiri vegu tala minningar húsdýranna til okkar. Segja mátti að Hamarsrétt væri hinn óformlegi þingstaður hreppisins, þangað sóttu ur.gir ©g gamlir. Þar voru mestu gleði- tnót ársins hjá unigu fólki, en einnig afgreidd hin þýðingar- mestu mál af ýmsu tagi að ógleymdri kaupstefnu hinna eldri manna. Þar voru reikningsskil og þar málti heyra töluð orð í fullri meiningu án undandráttar. En þar voru einnig jafnaðar deilur og mælt til vináttu. Þanniig koma minningarnar mér fyrir sjónir. Ekki er ætlan mín að rekja hér lerugi þennan þátt liðinna atburða. Þó get ég ekki stillt mig um eð draga fram tvö atvik, sem sýna að fleiru var sinnt í Ham- ersrétt en brýnustu skyldum við íjárskilin. Við erum stödd í Almenning Hamarsréttar fagran haustdag, sólin er ekki komin í hádegis- stað og réttarstörf eru um það bil hálfnuð. Okkur verður litið norðvestur yfir réttina oig fyrir augun ber kona, er kemur ríðandi norðan fjörukambinn. Hún hvetur hestinn og heldur að réttardyrum. Við gangvegginn rennir hún sér liðlega úr söðlinum og leggur taum . hestsins yfir dyrastöpul- inn, svo genigur hún teinnétt og hvatlega í átt að Almenning. Þar kastar hún kveðju á fólk- ið svo snýr hún máli sýnu að ungum manni nærstöddum, sem var höfðinu hærri en aðrir þeir sem í almenningnum voru. Þegar þau hafa tekið tal sam- an dregur hún skjal úr barmi sínum og réttir honum, en hann kveður sér hljóðs og les og að lestri loknum talar hann frá eiigin brjósti. Hér voru þau að vinna að einu og sama máli húsfreyjan á Heiðafelli, Auðbjörg Jakobsdóttir og tengdasonur hennar, Guð- mundur Arason síðar hreppstjóri á Illugastöðum. Þau eru að minna á ungan mann í hreppnum, sem hefir orðið að ganga undir þann ör- lagadóm að missa aðra hend- ina á há skeiði æfinnar, oig þau biðja hreppsbúa að leggja fram sitt litla lóð til að bæta honum þann missi að svo miklu leyti sem það er á ’þeirra valdi. Hvað er lífið? Gáski og alvara, tvær greinar af sama stofni. Ég sagði áður að Hamarsrétt hefði verið staður reikningsskila. Þar var ósjaldan innköllun sveitangjalda. Við vissum hvað það þýddi er góðkunningi okk- ar tóku sér sæti á vegg almenn- ingsins og fór að handleika brúna leðurveskið með ólinni sem reynt var að smeygja yfir miðj una, enda stóð þá sjaldan á kall- inu til gjaldenda. Ég minnist eins slíks atviks. Granni okkar er kominn í sæti sitt og beinir rödd sinni til þín og mín í almenningnum. En þá uppgötvum við tíðum að við höfðum farið van búnir að heiman, og þá var að grípa til þeirra ráða, sem helzt voru til- tæk. Ætli hann Fúsi geti ekki lánað mér? Og Fúsi lánaði. Ég ætla að biðja Sigfús, og Sigfús lánaði oig lánaði. Loks var nafnalistinn á gjald- skránni á enda og síðast var Sig- fús kallaður og beðinn að borga útsvarið. Einum of seint, brunnurinn var þurrausinn. Sigfús hafði lán- að allt úr veskinu sínu. Þá hló skattheimtumaðurinn og sagði: „Trúir nokkur því að hann Sigfús í Stöpum geti ekki borg- að útsvarið sitt?“ Tíminn með sína þjóðlífshætti breytist. Nú sézt ekki lengur að bændur og búalið raði sér í hvamminn og stífi þykk sauða- föll úr hnakktöskum. En ennþá á Hamarsrétt með sínu sérkennilega umhverfi að- dráttarafl. Um hásumarskeið renna lang- ferðabílar að réttinni og hús- freyjur úr höfuðstað norður- lands taka mali sína og ganga í hvamminn. Þættir tilverunnar eru á ýmsa vegu samofnir, og litbrigði lífs- ins mörg. En að baki okkar þylur niður tímans við eyru og við berumst fram fyrir næsta leiti. Ágúst Jónsson Svalbarði. íbúðaskipti Vil skipta á 4 herbergja íbúð fyrir 6 herbergja íbúð í Vogunum. Tilboð sendist Morgunblaðinu merkt: „Stækkun — Vogar — 9010“. Starfsstúlku vantar í tvo mánuði á stórt heimili í nágrenni Reykjavíkur. Ágætt kaup. Þær sem vilja sinna þessu leggi nafn og heimilisfang og símanúmer ef hægt er í umslag á afgreiðslu Morgunblaðsins fyrir 26. þ.m. merkt: „Ágætt kaup — 9009“. SALLY RANDALL „The Devil and the Virgin“ % Kvöldverður framreiddur frá kl. 19,00. GLAUMBÆR simi 11777 Skrifstofu- og iðnadarhúsnæði 150 — 200 ferm. húsnæði óskast sem fyrst fyrir skrifstofur og saumastofu. Þarf helzt að verá nálægt miðbæ. — Upplýsingar í síma 1 65 90. H úsgagnasmiÖir Húsgagnasmiðir eða trésmiðir vanir innréttinga- vinnu, einnig lagtækir hjálparmenn óskast nú þegar. C. Skúlason & Hlíðberg Þóroddsstöðum. ODYBT! Fyrir konur! Fyrir karla! Kápur, margar teg. Mislitir bolir kr. 295.- fcr. 55.- Sísléttar blússur Sportskyrtur kr. 125.- kr. 150.— Hvítar og mislitar Peysur skyrtur kr. 45.— fcr. 750.- Síslétt sængurver fcr. 3T5.— Pophn blússur frá kr. 175.— Síslétt lök kr. 125.— Sportskyrtur kr. 175.— Karlmannafrakkar Ullargarn, 50 gr. margar tegundir kr. 20.— kr. 400.— Fyrir börn og unglinga ! Telpnaúlpur Drengjaskyrtur kr. 295.- kr. 98.— St. 10—12 Barnapeysur Drengjaúlpur kr. 35.— kr. 295.— Ullargolftreyjur St. 2—10 kr. 200.— Sportsokkar Drengjagallabuxur kr. 12.— Stærðir 14—16 Telpnasportbuxur ■i • >0 00 • 1 kr. 98.- Itlotiií tækifærið - ( lerið ódýr innkaup - Hiícins |i essa tikn Austurstræti 9.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.