Morgunblaðið - 07.11.1964, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.11.1964, Blaðsíða 17
Laugard'agur 7. nóv. 1964 MORGUNBLAÐIÐ 17 N.K. befjast sýningar aftur á hinu ' vinsæla barnaleikriti Mjallhvít í I>j óðleikhúsinu og er sýninigin / fcl. 3 e.h. Á s.l. leikári var leik- Urinn sýndur 32 sinnum í Þjóð- - leikhúsinu og var uppselt á ©g án afskipta pólitískra úthlut- ! unarnefnda. Loks hafa verið gerð I er víðtækar endurbætur á skatta- 1 íögunum og tollum í því skyni að i veita atvinnufyrirtækjum betri Btarfsskilyrði og auka áhuga þeirra og möguleika til fram- jt. iðsluaukningar. Með öllum þessum ráðstöfun- um hefur tekizt að leysa úr læð- inigi mikið afl með þjóðinni til framtaks og aukinnar framleið- elu. Þannig var lagður grund- völlur mestu alhliða efnahags- íramfara, sem átt hafa sér stað hér á landi á jafn skömmum tima. Hér hafa hagstæðar ytri aðstæður, góður afli og síðustu tvö til þrjú ár hagstæðir mark- aðir, átt mikinn þátt. Hinu mega irenn þó ekki gleyma, að hag- ptæð ytri skilyrði vérða því að- eins til búbótar að menn geti gripið tækifærin, þegar þau gef- ast, en þá er athafnafrelsið öllu öðru dýrmætara. 1 Þetta hefur líka komið fram tindanfarin 2-3 ár. Þegar á það er litið hve tækniframfarir hjá íslenzkum atvinnuvegum hafa verið örar og fjárfesting mikil til framleiðsluaukningar. ‘ Hér hefur mjög skipt um frá því sem var seinni helming síð- eta áratugs. í staðinn fyrir til- tölulega lítinn hagvöxt árin 1955- 1960, hafa þjóðartekjurnar aukizt injöig ört undanfarin þrjú ár. Á árinu 1962 jukust þjóðartekjurn- ar þannig um 8%, árið 1963 um 1% og líklegt, að aukningin verði svipuð á þessu ári. Hér er því um að ræða nærri því fjórð- tingsaukningu þjóðarteknanna á þriggja ára tímabili miiðað við sama verðlag. Árið 1962 fór veru- legur hluti hinna auknu þjóðar- Itekna til þess að styrkja stöðu þjóðarbúsins út á við, en drjúg- ur og sívaxandi hluti hefur far- ið til þess að auka fjárfestingu og framkvæmdir og búa þannig í haginn fyrir framtíðina. ' Eins og ég gat um áðan hefur £ þessum árum orðið gerbreyting á stöðu þjóðarbúsins út á við. ís- lendingar hafa eignast í fyrsta tinn síðan í stríðslok víðunandi gjaldeyrisforða. Rétt er að fara um þetta nokkrum orðum þar eem því hefur einatt verið hald- ið fram að staðan út á við hafi rauoverulega ekkert batnað síð- on í árslok 1958. Því til sönnunar er bent á, að nettóskuld þjóðar- innar út á við, ef saman eru tekn ar skuldir til langs tíma, vöru kaupalán og gjaldeyriseign, hafi verið 300 millj. kr. hærri í érslok 1963 en í árslok 1958. Þót^ slíkur smanburður sé tölu- lega réttur, þá gefur hann ranga tnynd af stöðunni. Áhrif efna- hagsaðgerða ríkisstjórnarinnar fór ekki að koma fram, fyrr en 1960, en á árinu 1959 versnaði ítaðan út á við um 640 millj. kr., og var það bein afleiðing þeirr- ar hafta- og uppbótarstefnu, sem rekin hafði verið árin á undan. Bíðan í árslok 1959, þegar núver andi ríkisstjórn tók við, oig til ársloka 1963, batnaði heildarstað gestir urðu alls um 20 þúsund. Það hefur verið fastur liður í starfsemi Þjóðleikhússins undan- farin ár að sýna barnaleikrit og hafa mörg þeirra orðið mjög vinsæl hjá ynigstu kynslóðinni an út á við um 340 millj. Á ár- unum 1956-1958 versnaði hins- vegar heildarstaða þjóðarbúsins út á við um 1240 millj., mest vegna aukinnar skuldasöfnunar. Þessi sífellda skuldasöfnun og vaxandi greiðslubyrði, sem henni var samfara, var eitt meginvanda málið, sem núverandi ríkisstjórn átti við að glíma í öndverðu. Góð mynd af þessu fæst með því að bera saman heildarskulda- stöðu þjóðarinnar út á við á bverjum tíma, bera hana saman við heildartekjur hennar í erlend um gjaldeyri, bæði á útflutningj og duldum greiðslum. Árið 1955, áður en vinstri stjórnin tók við völdum, þá nam nettóskuld þjóðarbúsins út á við 22,5% af gjaldeyristekjunum. Ár ið 1958 var þessi tala komin upp í 50%, 1959 upp í 85% og hæst komst hlutfallið 1960 nærri 70%, enda voru þá tekin mikil lán vegna skipakaupa erlendis, en síðan hefur þetta hlutfall farið söðugt lækkandi. Það var kom- ið niður í 38% á árinu 1963 og mun vafalaust enn lækka á þessu ári. Miðað við greiðslugetu þjóð- rrinnar og tekjur í erlendum gjaldeyri, eru skuldir hennar út á við nú því mun lægri en nokkru sinni á síðustu sjö árum og fara enn lækkandi. f stað sífelldrar skuldasöfnunar og vaxandi gjald- eyrisörðugleika hefur komið lækkandi skuldabyrði og vaxandi traust út á við. Þessar tölur, sem ég nú hef nefnt, ættu að nægja til að stað- festa það sem reyndar öll þjóð- inn veit af eigin reynslu, að tek- izt hefur að ná þeim tveim meigin markmiðum að tryggja stöðu þjóðarbúsins út á við og auka vöxt þjóðarteknanna. Þriðja markmiðinu að tryggja sæmilega stöðugt verðlag í land- inu hefur hinsvegar því miður ekki tekizt að ná. Undanfarin þrjú ár Qg þá einkum 1963 áttu sér stað miklar hækkanir kaup- gjalds og verðlags í landinu. Þessar hækkanir áttu sér fleiri en eina orsök, tvær eru þó mikil- vægastar: Annars vegar of mik- il eftirspurn eftir vörum og vinnuafli vegna stóraukinna tekna í útfluningsatvinnuvegun- um og mikillar fjárfestingar. Hins vegar miklar og óraunhæf- ar kaupkröfur í skjóli ofþenslu á vinnumarkaðinum. Ríkisstj órninni hafa lengi ver- ið ljósar þær hættur, sem vax- andi þensia í efnahagskerfinu skapaði. Hún hefur ekki viljað vinna á móti þenslunni með að- haldi í peningamáluip, þ.e. útlán um lánastofnana, og með greiðslu afgangi hjá ríkissjóði. Þótt veru- legur árangur næðist í þessum efnum og mikill greiðsluafgang- ur yrði hjá ríkissjóði á árunum 1962 og 1963, nægði þetta eng- an veginn til að koma í veg fyr- ir óeðlilega mikla þenslu. Verði ríkisstjórnin sökuð fyrir eitt- bvað í þessum efnum er það því of lítið aðhald, en ekki samdrátt- ur. Því miður hefur mikið vant- að á almennan skilning á því, Alls koma fram um 20 leikarar í Mjallhvíti auk margra auka- leikara og dansara. Carl Billich er hljómsveitarstjóri, en leik- stjóri er Klemenz Jónsson. Myndin er af dvergunum. hve nauðsynlegt er að gæta hófs í peninga- og fjármálum ef koma á í veg fyrir verðbólgu. Það kemur bezt fram í því, að ráðizt skuli hafa verið látlaust á ríkisstjórnina fyrir samdráttar- stefnu, á meðan hver vinnufær maður hefur fullt verkefni og margir meira en þeir geta annað. Önnur megin orsök verbólg- unnar hefur legið í kröfum um kauphækanir án tillits til raun- verulegra hagsmuna launþega og þjóðarbúsins. Á árinu 1963 hækk aði kaupgjald í landinu um 30% eða meira hjá svo að segja öllum iaunþegum. Þessi mikla kaup- bækkun hafði ekki eingöngu í för með sér verðhækkunarskriðu, heldur kippti hún um stund fót- um undan því trausti til fram- tíðarinnar, sem menn höfðu öðl- ast á árunum 1960-1962 og ýtti þannig undir óeðlilega mikla fjár íestingu og spákaupmennsku. Þegar svo var komið, lá við borð, að óstöðvandi skriðu yrði velt af stað og á skömmum tíma að engu gerður sá mikli árang- ur, sem náðst hefur í efnahags- rnálum þjóðarinnar undanfarin ár. Svo fór sem betur fer ekki. Með auknu aðhaldi í peninga- málurn tókst að koma í veg fyrir írekari aukningu eftirspurnar. Jafnframt tókst í júní sl. að gera heildarsam.ninga milli launþeiga, atvinnurekenda og ríkisstjórnar- innar sem hafa tryggt launþeg- um raunhæfar kjarabætur og jafnframt tryggt vinnufrið og stöðugt grunnkaup í eitt ár. Samningar þessir eru vissulega mikilvægur áfangi í þá átt að koma á heilbrigðari stefnu hér á landi í kaupgjalds- og verð- lagsmálum. En jafnframt því sem þessunm árangri í kaupgjaldsmálum er fagnað, er óhjákvæmilegt að benda á, að hinar miklu kaup- og verðhækkanir undanfarið hálft annað ár hafa skapað ríkis- sjóði vandamál, sem erfitt er að leysa. Kauphækkanirnar á árinu 1963 og sú mikla leiðrétting, sem opinberir starfsmenn þá fengu á launakjörum sínum, hefur valdið mjög mikilli útgjalda aukningu hjá ríkissjóði. Hin mikla hækk- un á verðlagi landbúnaðarafurða bæði á árinu 1963 og þessu ári hafa einnig valdið ríkissjóði aukn um útgjöldum og þá fyrst og fremst í hækkandi útflutnings- bótum. I launasamkomulaiginu í júní s.l. var svo farið inn á þá braut að nýju, að verðtryggja laun. Sú ráðstöfun hefur kallað á auknar niðurgreiðslur úr ríkis- sjóði. Jafnframt þessari gjalda- aukningu hafa tekjur ríkissjóðs einkum af innflutningi aukizt mun minna á þessu ári en undan farið. En á það vil ég að lokum leggja áherzlu, að fjárlög fyrir 1965 verður að afgreiða halla- laus, enda háskalegt fyrir þjóð- ina, ef ríkissjóður væri rekinn með halla eins og nú horfir í efnahagsmálunum. Herra forseti, ég vil leggja til að þessari umræðu verði frest- að og frumvarpinu vísað til hátt- virtrar fjárveitinganefndar. Kartöflumús — Kakómalt Kaffi — Kakó Þórður Þórðarson, Hafnarfirði Vaktmaður Óskum eftir að ráða næturvarðmann í bifreiðaverkstæði okkar. Bifrelðastöð Steindórs Sími 11588. Sænsk-íslenzka frystihúsið Okkur vantar stúlkur til vinnu við síldar- frystingu. — Upplýsingar hjá verkstjóra símar 19265 og 12401. Sænsk-íslenzka frystihúsið Takið eftir Vantar áhugamenn í hljóðfæraleik. — Allar frekari upplýsingar veittar í síma 4-18-35 og 4-05-89. LtJÐRASVEIT KÓPAVOGS. Ranitsóknarkona Rannsóknarkona óskast til starfa í rannsóknar- stofu Borgarspítalans í Reykjavík. Umsóknir um starf þetta sendist í skrifstoíu Sjúkrahúsnefndar Reykjavíkur Heilsuverndarstöðinni Barónsstíg 47. Umsóknarfresíur er til 20. nóv. n.k. Reykjavík, 6.11. 1964. Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur. IJtgerðarmenn Fiskvinnsiustöð í Vestmannaeyjum óskar eftir við- skiptum við báta á komandi vertíð. Upplýsingar i síma 17662 í Reykjavík. Til sölu • vegna brottfarar af landinu dönsk húsgögn, borð- stofuborð og fjórir stólar, bókahilla með skrif- borði, viðtæki, gólfteppi og svefnherbergishúsgögn. Upplýsingar í síma 13996 milli kl. 9—1. Til sýnis á sunnudag kl. 1—6 að Langholtsvegi 113. Unglingur óskast til sendiferða í bifreiðadeild vorri að Laugavegí 176. Þarf að hafa hjól eða skellinöðru. Sjóvátryggingafélag íslands Bezt ú auglýsa í IVIorgunblaðinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.