Morgunblaðið - 05.06.1965, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.06.1965, Blaðsíða 1
32 siður ocf Lesbók 92. árgangur. 126. tbl. — Laugardagur 5. júní 1965 Prentsmiðja Morgunblaðsina. Geimferðin gengur að óskum — Lýkur væntanlö’ga eítir 62 hringi, mn 6-leytið á mánudag Houston, Texas, 4. júní. GEIMFERÐ þeirra Edwards Whites og James McDivitts hefur til þessa gengið að ósk- iim og bendir allt til þ-ess, að þeir verði látnir fara 62 bringi umhverfis jörðu. Er éætlað, að ferðin taki 97 klst. og 50 mín. og að þeir muni lenda í Atlantshafinu um það bil 600 km suðvestur af Ber- muda um sexleytið (skv. ísl. tíma) á mánudaginn. • Geimförunum hefur liðið ágæta vel. Þeir hafa skipzt á að mota og borðað sæmilega. En at- burffir gærdagsins urffu til þess *ff þeir hafa hvorki veriff sér- lega svefnþurfi né matlystugir. Segja vísindamennirnir, sem tylgjast meff líffan þeirra, aff eftir væntingunni, er fylgdi dvöl Whites fyrir utan geimfarið, sé um að kenna. Hafi hjartsláttur Whites veriff nokkru örari en venjulega fyrstu klukkustundirn *r eftir að hann kom inn í geim- fariff aftur. Geimfararnir hafa upplýst i *amtaii við Virgil Grissom, að þeir hafi átt í smáerfiðleikum með að loka geimfarinu eftir að White kom aftur in í það. Telja þeir réttast að hreyfa ekki hurð- ina aftur, fyrr en þeir eru komn ir til jarðar. Áður hafði verið fyrirhugað, að þeir opnuðu hana til þess að kasta út ýmsu smá- vegis, er þeir þyrftu ekki lengur á að halda í geimfarinu, til dæm Framhald á bls. 31 Þessa mynd tók Sveinn Þormóðsson fyrir skömmu af börnum vi ff garffyrkjustörf í Skólagarðin um í Laugardal. — Sjá bls. 10. Ríkisstjórnin vinnur að friðsamlegri og happasælli lausn kjarasamninga — segir Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra í viðtali við Mbl. MORGUNBLAÐIÐ sneri sér í gærkvöldi til Bjarna Bene- diktssonar, forsætisráðherra, og leitaði fregna af gangi samninganna, sem nú standa yfir milli verkalýðsfélaganna og atvinnurekenda. Forsætis- ráðherrann kvaðst ekki geta sagt um samkomulagshorfur á þessu stigi málsins, en sagði, að ríkisstjórnin mundi halda áfram að vinna að friðsam- legri og happasælli lausn samninganna. — Viðtalið fer hér á eftir: — Hvað viljið þér segja um horfur á samkomulagi í kjara- samningum þeim, sem nú atanda yfir? •— Um það get ég ekki sagt á þessu stigi málsins. Fundir aðila, Ár //ð/ð frá undirskrift júnisamkomulagsins: Hefur tryggt meiri kaup- mátt launa en áöur í DAG er eitt ái liðið frá undirskrift Júnísamkomulagsins, »em markaði þáttaskil í kjarasamningum hér á landi. Morg- unblaðinu þykir því rétt að gefa nokkurt yfirlit yfir þann ár- angur, sem náðst hefur með þessu samkomulagi. Nokkur meginatriði hans eru þessi: Kaupmáttur timakaups verkafólks hefur aukizt meir em nokkur dæmi eru um. Verbffólgunni hefur aff mestu veriff haldið í skefj um. Vinnufriffur hefur verið tryggffur. Affgerffir til styttingar vinutíma hafa veriff und- irbúnar. Aukiff jafnvægi skapast i efnaihags- og atvinnumál- • Lán til húsbyggin&a hafa stóraukizL Kaupmáttur timakaups verka- fólks hefur aukizt meir en dæmi eru til Júní-samkomulagið gerði ekki ráð fyrir verulegum beinum kauphækkunum til handa verka- fólki, en hins vegar var samið um verðtryggingu kaupgjalds, nokkra styttingu vinnutima, auk ið orloí, vikukaupsgreiðslur, og nokkrar breytingar á eftirvinnu. Þótt kauphækkanir háfi farið nokkuð fram úr því, sem sam- komulagið gerði ráð fyrir, var þeim þó mjög í hóf stillt og hef- ur reynslan orðið sú, að á því tímabili, sem júní-samkomulagið hefur gilt, hefur kaupmáttur tímakaups verkafólks aukizt til muna meir en á árinu 1963, þeg- ar kauphækkanir urðu mjög miklar. Þessu til sönnunar skal vitnað í heimild frá Efnahags- stofnuninni. Ef miðað er við visitölu fram- færslukoetnaðar og miðað við töluna 100 árið 1059 hafði kaup- máttur tímakaups verkafólks og inaðarmanna hækkað í 110,6 þ. 1. marz sl., en var 103,6 árið Framhald á bds. 2 Bjarni Benediktsson a.m.k. sumra, hafa staðið yfir að undanförnu, en, eins og fyrr hef- ur verið sagt, mun enn skammt komið viðræðum um helztu vandamálin. — Hefur ríkisstjórnin sjálf tek- ið þátt í viðræðunum? — Rikisstjórnin hefur ekki tek ið þátt í samningafundum aðila og getur því ekki dæmt urti, hvort um nokkurn óeðlilegan drátt sé að ræða, en svo hygg ég að ekki sé heldur hitt, að kröfur voru seint fram settar, en þær mjög víðtækar, og þarfnast því rækilegrar meðferðar, sem hlýt- ur að taka verulegan tíma. — Ríkisstjórnin hefur verið sökuð um, að á henni standi um framlag hennar til lausnar vanda málanna. Hvað viljið þér segja um það? — Ríkisstjórnin hefur að sjálf- sögðu fylgzt með málum allt írá þvi í vetur, og margvíslegar und- irbúningsathuganir hafa átt sér stað af hennar hálfu. Jafnskjótt og aðilar hafa leitað til hennar um úrlausn ákveðinna atriða, hafa þau verið tekin til athugun- ar, auk þess sem stjórnin hefur látið aðilum í té þau gögn, sem hún hefur haft með höndum og aðilar hafa óskað eftir. Afskipta ríkisstjórnarinnar hef ur einkum verið vænzt um þrjú atriði, skattamál, húsnæðismál og atvinnumál á Norðurlandi. Um skattamálin er það að segja, að þau voru tekin til á- kvörðunar á Alþingi og verulega gengið til móts við óskir verka- lýðsfélaganna, þó að þau teldu þá úrlausn, sem fékkst, ekki full- nægjandi, enda munu fáir hafa búizt við slíkri viðurkenningu á þessu stigi málsins. Ákveðin málaleitun um aðgerð ir í húsnæðismálum og atvinnu- málum Norðlendinga kom hins vegar ekki fram, fyrr en nú síð- ustu vikurnar, og hefur stöðugt samband verið haft við fulltrúa verkalýðsfélaganna um þau efni síðan. Auk þess hef ég nær daglegt samband við þá, sem að lausn deilunnar vinna, og margítrekað, að ríkisstjórnin væri fús til fund- ar, hvenær, sem eftir væri leitað. Að öðru leyti hef ég og sam- starfsmenn mínir í ríkisStjórn- inni hagað afskiptum okkar að framgangi málá, eftir því, sem við höfum talið vænlegast að horfði til árangurs og þá ekki hirt um neina auglýsingastarf- semi í því sambandi, enda læt ég mér í léttu rúmi liggja hnjóðs- yrði þeirra, sem augljóslega vilja með skrifum sínum spilla þyí, að samkomulag náist. •— Hver eru hélztu vandamálin, sem við er að etja í samningun- um? — Ég tel mestu máli skipta, að menn kunni það hóf í kröfugerð og samningum, að von sé til þess, að raunverulegar kjarabætur fá- Framihald á bls. 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.