Morgunblaðið - 06.07.1965, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.07.1965, Blaðsíða 1
32 sí«iui $2. irgangwr. 149. tbl. — Þriðjudagur 6. júlí 1965 Prentsraiðja Morgunblaðsin*. Efnahagsbandafag ústarfhæft Fulltrúar Frakka ganga af Mum Brússel, 5. júlí (NTB-AP) FULLTÚAK Frakka hjá Efna hagshandalagi Evrópu í Ilrússel tilkynníu í dag að l»eir hefðu fengið fyrirmæli frá stjórninni í París um að hætta allri þátttöku í störfum handalagsins um óákveðinn tíma. Þýðir þetta það að allar nefndir verða óstarfhæfar þar til Frakkar skipta um skoð- un. Nær vinnustöðvun þessi til 18 franskra fulltrúa, sem að jafnaði starfa í aðalstöðv- um bandalagsins í Brussel. — Ákvörðun þessa mun franska etjórnin hafa tekið vegna mik ils ágreinings um landbúnað- armál. Frönsku fulltrúarnir tóku þátt í fundum og störfum bandalags- ins fram að hádegi í dag. En þeg- ar síðdegisfundir áttu að hefjast tiikynnti einn frönsku fulltrú- anna, V. Ullrich, að Frakkar tækju ekki þátt í áframhaldandi fundarhöldum né nefndarstörf- um. Sagði hann að fastafulltrúi Frakka, Jean-Marc Boegner sendiherra, mundi láta af emb- setti á morgun, þriðjudag. Á miðvikudag stóð til að halda fund í stjórnarnefnd bandalags- ins, en í dag var tilkynnt að fundi þessum væri frestað. Nefnd þessi er ein hin þýðingarmesta innan bandalagsins, því hún á- kveður m.a. tolla og verð á land- búnaðarvö-rum. Talsmaður nefnd atinnar sagði í dag að vonazt væri til þess að Frakkar héldu áfram störfum í stjórnarnefnd- inni. í nefnd þessari eru 17 full- trúar, og áttu Frakkar fjóra þeirra. Komi Frakkar ekki til fundar er nefndin óstarfhæf, því eamkvæmt starfsreglum hennar verða fulltrúar allra aðildarríkja EBE að vera viðstaddir þegar á- kvarðanir eru teknar. Vonað er að unnt verði að halda fund í nefndinni í næstu viku og að Frakkar hafi þá skipt um skoðun. Eftir að frönsku fulltrúarnir hættu nefndarstörfum í dag var ákveðið að umræðum um land- búnaðarmál yrði engu að síður haldið áfram í Palais de Congres í Brússel. En fundir stóðu ekki lengi. Ýmsa nefndarfundi átti að halda á morgun, en talið að full- trúar Frakka mæti. Hafa fulltrú- ar hinna aðildarríkjanna snúið sér til ríkisstjórna sinna og bíða fyrirmæla um hvað gera skuli. Lands- leikurinn Erlend aöstoð fúslega þegin sé hún án BoumedSenrie Viarðorður í garð Ben Bella Algeirsborg, 5. júlí (AP-NTB). I DAG var þess minmzt í Alsír, að þrjú ár eru liðin frá því landið varð sjálfstætt. í því sambandi flutti Houari Boumedienne of- ursti, formaður byltingarráðsins, útvarpsávarp til þjóðar sinnar. Skýrði bann þar í fyrsta sinn frá þv* hverjir skipa hina nýju stjórn, sem tók við völdum í land imi eftir að Ben Bella var steypt af stóli hinn 19. júní s.l. Er stjórn in skipuð 24> mönnum, og eru flestir þeirra úr herforingjaráði Boumediennes. Skömmu áður en Boumedienne flutti ávarp sitt var skotið 101 fallbyssuskoti í Algeirsborg í til efni dagsins. Borgin var fánum prýdd, en útvarpað var hergöngu lögum. Svo flutti Boumedienne ávarp sitt eftir að útvarpsþul- urinn hafði kynnt hann sem „bróður Boumedianne". Hann réð ist harðlega á Ben Bella, fyrrum forseta, sem hann kallaði ein- 40 látast í óveðri á Italíu Hvirfilvindar hafa gengið yfir norðurhluta landsins í tvo daga Róm, 5. júlí (NTB) á Hvirfilvindar bafa nú geisað á Norður-Ítalíu í tvo daga og valdið miklu tjóni. 46 menn hafa látizt af völd- um þeirra og rúmlega 200 særzt. | í gær fylgdu miklar rigningar og haglél í kjöl- far hvirfilvindanna, en áð- ur en hvessti hafði hita- bylgja gengið yfir ítaliu og var hitinn allt að 40 gráð- um í skugganum. ♦ í dag var óveðrið á leið auslur yfir Pódalinn í átt til Júgóslavíu og Austur- rikis. í hafnarborginni Tri- este leystu skipin landfest- ar og héldu til hafs undan veðrinu. Ástæðan til óveðursins er, að yfir Norður-Ítalíu hafa mætzt kaldur lofsstraumur frá Atlantshafinu og heitur lofsstraumur frá Sahara. Skemmdir hafa orðið mjög víða af völdum hvirfilvind- anna, tré rifnað upp með rót- um, þök íokið af húsum, rúð- ur brotnað og bifreiðir feykzt út af vegunum. Nokkrir öku- menn hafa látið lífið í slíkum slysum. Fólk í Pódalnum segir, að mjög furðulegt hafi verið að sjá, er bifreiðir tókust á loft í veðurofsanum á sunnudags- kvöldið. Þær hafi kastazt í loft upp og framluktirnar lýst upp skýin eins og ljóskastarar. Bærinn Busserto nálægt Parma lagðist nær algerlega í eyði í óveðrinu, en flestir íbú- anna sluppu ómeiddir. í Padri ciano í NA-Ítalíu misstu hundrað manns heimili sín. — Mikil flóð urðu í Mílanó. — Vatn fossaði um göturnar og olli miklum skemmdum, og járnbrautarsamgöngur milli borgarinnar og Bologna lágu niðri margar klukkustundir vegna skemmda á teinunum. í haglélinu, sem fylgdi í kjölfar hvirfilvindsins á sunnudag- inn, eyðilagðist um 80% vín- uppskerunnar í héruðunum umhverfis Veróna. vald og lýðskrumara, og sagði Ben Bella bera ábyrgð á efna- hagsvandræðum í landinu. Framhald á bls. 31. 1ALDVIN Baldvinsson mið- íerji, skoraði eina mark Is- ands í leiknum gegn Dönum gærkvöldi, sem Danmörk ann með 3-1. Þetta er í fyrsta dnn sem Baldvin klæðist andsliðspeysu og stóð hann ig mjög vel — ógnaði dönsku örninni oft með hraða sín- im og baráttuvilja. Hér hef ur hann komizt í svipað færi og hann siðar skoraði mark itt úr — en hér tókst danska markverðinum Max Möller að bjarga. — Frásögn og fleiri myndir frá landsleiknum eru á iþróttasiðu á bls. 30. (Ljósm. Sv. Porm.) „Gemiiii 5“ frestað Kennedyhöfða, 5. júlí. HAFT var eftir áreiðanlegum heimildum á Kennedyhöfða í dag, að frestað hefði verið geimferð „Gemini 51', en hún átti að fara fram í byrjun ágúst. Gert er ráð fyrir að ferðin verði farin 17. ágúst. Sem kunnugt er, á „Gemini 5“ að vera átta daga á ferð umhverfis jörðu. Með geimfar inu verða 2 geimfarar, Gordon Cooper og Charles Conrad. Philip prins vítíur fyrir óþarfa afskipti af málum Rhodesiu London, 5. júlí (AP) JOSEPH Murumbi, utanríkis- ráðherra Kenya, réðist í dag harðlega á Philip prins, eigin- mann Elisabetar Bretadrottn- ingar, fyrir afskipti hans af málefnum Rhódesíu. En fram tíð Rhódesíu er mikið deilu- mál innan brezka samveldis- ins. — Prinsinn flutti á föstudag ávarp til stúdenta við Edinborgarhá- skóla, og skýrði þar skoðanir sín- ar á ýmsum málum varðandi samveldið í heild. Varðandi Rhó- desíu sagði hann að sjálfstæðis- mál landsins og valdataka blökku manna þar yrðu að bíða síns tíma ef koma ætti í veg fyrir blóðug átök. En hann sagði einnig að aliir viðurkenndu að sá tími Framh. á bls. 31

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.