Morgunblaðið - 10.07.1965, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.07.1965, Blaðsíða 1
24 síður 44 st. vinnuvika- r 4% grunnkaups- hækkun - 5% aldursuppbót í GÆR voru undirritaðir samningar milli atvinnu- rekenda og verkalýðsl'élaganna í Reykjavík og Hafnarfirði, Dagsbrúnar, Hlífar, Framsóknar og Framtíðar. Hafði fundur sáttasemjara, Torfa Hjartarsonar, með þessum aðilurn þá staðið nokkuð á annan sólarhring. Samkomulagið var lagt fyrir fundi verkalýðsfélaganna og vinnuveitenda þegar í gærkvöldi. •I Jafnframt gaf ríkisstjórnin út yfirlýsingu um sérstakar úrbætur í húsnæðismáium, aðallega fyrir láglaunafólk, og er hún birt annars staðar í blaðinu. Meginatriði samkomulagsins, sem undirritað var £ gær eru þessi. ^ Vinnuvikan verður 44 klst. með óskertu grunnkaupi. Styttist vinnuvika því um 4 klst. Grunnkaup hækkar um 4%. 5% aldursuppbót vikukaupsfólks, sem starfað hefur tvö ár samfleytt hjá sama atvinnurekenda. Auknar greiðslur vegna veikindadaga. h Samningurinn gildir til 1. júní 1966. Fulltrúar Reykjavíkurborgar og vinnuveitenda við undirskrift samninganna. Talið f. v.: Magnú: Óskarsson, fulltrúi Reykjavíkurborgar, Gunnar Guðjónsson, Ingvar Vilhjálmsson, Kjartan Thors formaður Vinnuveitendasambands íslands, og Björgvin Sigurðsson, frkvstj. Vinnuveitendasamb. milli flokka í samningnum, og fleiri smávægilegri breytingar eru frá fyrri samningum. Ákveðið er, að vinnuveitendur og Dagsbrún og Hlif setji á stofn nefnd til þess að semja um kaup og kjör þeirra, sem vinna á stór- virkum vinnuvélum, steypubíl- um og gaffallyfturum í hafnar- vinnu. Auk þessara samninga gerði Vinnuveitendasamband íslands ýmsa sérsamninga við Dagsbrún m.a. vegna Mjólkursamsölunnar Reykjavík og við Verkamannafi lagið Þór á Selfossi vegna Mjólk urbús Flóamanna. Úrbætur í húsnæftis- málum láglaunafólks Auk þeirra meginatriða sam- komulagsins, sem nú hefur verið getið kveður samkomulagið svo Hermann Guðmundsson, formað- lir Hlífar í Hafnarfirði, undirrit- «r samkomulagið f. h. Hlífar. á, að eftirvinna skuli greiðast með 50% álagi, en nætur- og belgidagavinna með 91% álagi og er það sama og júnisamkomu- lagið kvað á um. Gjald atvinnurekenda í Riyrkta- og/eða sjúkrasjóði félag (uma greiðist samkvæmt þeim reglum, sem giltu á síðasta samn- ingstímabili, einnig á þeim tíma, er samningarnir voru lausir. Ennfremur er í samningunum ákvæði um, að verkafólk, sem vinnur hluta úr degi samfellt hjá sama atvinnurekanda, njóti sama réttar, og þeir sem vinna fullan vinnudag, við greiðslur fyrir fri daga, veikinda- og slysadaga, starfsaldurshækkanir o. fl. Ýmsar tilfærslur eru gerðar — Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar I GÆRKVÖLDI gaf ríkis- stjórnin út yfirlýsingu um húsnæðismál í tilefni af lok- um samninga verkalýðsfélag- anna og atvinnurekenda og að | undangengnum viðræðum fulltrúa liennar og Alþýðr sambands Islands. I yfirlýsingunni kemu fram, að ríkisstjórnin mu beita sér fyrir verulegum úi bótum í húsnæðismálum, séi staklega fyrir láglaunafólk. Helztu atriði yfirlýsinga ríkisstjórnarinnar eru þessi: 1. Húsnæðismálastjórnarlá til þeirra umsækjenda, sem hóf byggingarframkvæmdir á tímí bilinu 1. apríl til 31. des. 19í hækka úr 150 þús. í 200 þús. út hverja íbúð. Hámarkslán Húsnæðismál: stjórnar verða endurskoðuð fi og með 1. janúar 1966, með hlið- sjón af hækkun vísitölu bvgging- arkostnaðar frá 1. júlí 1964. Láns- upphæðir verða endurskoðaðar árlega, en næstu fimm ár hækka lánsupphæðir ekki um minna em 15 þús. kr. á ári. 2. Gerðar verða sérstakar ráð stafanir til byggingar íbúða fyrir láglaunafólk í verkalýðsfélögun- um. Á vegum ríkisstjórnarinnar og Reykjavíkurborgar og í sam- vinnu við verkalýðsfélögin verða byggðar ekki færri en 250 íbúðir á ári í fjölbýlishúsum með fjölda framleiðsluaðferð, fram til ársins 1970. 200 þessara íbúða eru ætlað ar láglaunafólki í verkalýðsféíög- unum, en 50 til útrýmingar heilsu spillandi húsnæði. Framhald á bls. 6. Félögin staðfestu VERKALÝÐSFÉLÖGIN fjiigur, Dagsbrún, Hlíf, Framsókn og Framtíöin, sem undirrituðu samkomu- lagið í gær, héldu öll félagsfundi í gærkvöldi, þar sem samningarnir voru teknir fyrir og voru þeir staðfestir í ölium félögunum. Vinnuveitendasamband íslands staðfesti samkomulagið einnig á fundi í gærkvöldi. Guðmundur J. Guðmundsson, varaformaður Dagsbrúnar, undir- ritar samkomulagið fyrir hönd D agshrúmar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.