Morgunblaðið - 18.07.1965, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.07.1965, Blaðsíða 1
32 siðui i { Kista Stevensons á heimleiö KISTA Adlai Stevensons ligg ur nú á viðhafnarbörum í Springfield, Iliinois, þar sem Stevenson var ríkisstjóri á ár unum 1949 til 1953 og verður svo þar til á mánudag að hann verður grafinn í fæðing arbæ sínum, Bloomington, skamt þar frá. I gær, föstudag, var haldin minningarguðsþjónusta um Stevenson i Washington, er kista hans kom þangað frá London. Voru þar viðstaddir Johnson forseti og fjöldi virð ingarmanna. t Springfield voru 3000 manns á flugvellin um er kista Stevensons kom þangað og þúsundir manna hafa komið i ríkisþingliúsið þar sem kistan iiggur á fall- byssuvagni einum fornum, er Lincoln forseti hvildi a liðið lik fyrir einni öld, að v.nta hinum látna rikisstjóra virð- ingu sína. Kista Stevensons borln ut 1 flugvel Bandarikjaiorseta a Lundunanugvelli. Kínasinnar að baki Enginn árðngtir Óeirðir í Aþenu Aþeriu, 17. júlí, AP.—NTB: f GÆRKVÖLDI, er hin^nýskip aða stjórn Athanasiadis' Novas hélt sinn fyrsta fund, kom til mikilla óeirða í höfuðborginni og átti lögreglan fullt í fangi með að hafa hemil á mönnum. Óeirð arseggirnir helltu olíu á trégirð ingar utan um vinnupalla og kveiktu í og köstuðu brennandi plönkunum út á götu. Varð lög- reglan að beita táragasi til að dreiía mannsöfnuðinum og koma umferðinni aftur i samt lag. Meira en hundrað manna hlutu meiðsli í átökunum, og nokkuð á annað hundrað voru teknir til fanga. Þeir sem að óeirðunum stóðu voru áhangendur Papandreous, sem vikið var úr embætti forsæt isráðherra er hann krafðist þess að varnarmálaráðherrann skyldi sviptur embætti.. Til óeirða kom einnig i Saloniki og fleiri borg- um er víttar voru aðgerðir stjórn arinnar. Athanasiadis forsætisráðherra sagði að rannsakað myndi verða hverjir hefðu staðið að óeirðun um, sér hefði borizt til eyrna að Miðflokkurinn (Miðsambandið), flokkur hans og Papandreous, ætti þar einhvern hlut að máli, sjálfur teldi hann að hér hefðu verið að verki vinstri-sinnar. •— Sagði forsætisráðherrann að slíkt athæfi yrði ekki liðið og myndi stjórn sín ganga hart fram í að bæla það niður. Konstantín konungur fór aft ur til Korfú eftir eiðtöku stjórn ar Athanasiadis að vitja drottn mgar sinnar og dóttur, en hang. er von til Aþenu á morgun, sunnudag, er kunngert verður, ! hverjir taki við ráðherraembætt I um þeim, sem enn er óskipað L Enn er barizt í Tíbet Nýju Dehli, 17. júlí. NTB. ÚTVARPIÐ í Lhasa hefur skýrt frá því að um 5000 manna lið kínverskra hermanna hafi verið sent til suðurhluta Tíbets til þess að bæla niður all öfluga upp- reisn þar gegn Kína. Dagblaðið „The Statesman" í Kalkútta hefur það eftir útvarp- inu í Lhasa, sem Kínverjar ráða, að Tíbetar hafi sjálfir komið upp andspyrnuhreyfingu til að berjast gegn uppreisnarmönnum og séu deildir úr henni út um allt land. 1 Suður-Tibet eru menn sagðir halda tryggð við Dalai Lama, hinn landflótta trúar- og þjóðar- leiðtoga Tíbetbúa. Enn eru skær ur í Tíbet norðaustanverðu og vestanverðu og þar hefst við fjöldi manna, er berjast gegn yfir ráðum Kínverja. Fréttatilkynn- ing útvarpsins í Lhasa staðfestir, segir „The Statesman", þann^ grun manna, að ekki sé allt með feildu í landinu. byltingartilrauninaii í Búlgaríu Vin, 17. júlí. — AP. HAFT er eftir Todor Zhivkov, tforsætisráðherra Búlgaríu og for manni kommúnistaflokks lands- ins, að Kinasinnar hafi staðið að baki hinni misheppnuðu bylting ertilraun sem gerð var í Búlga- riu i apríl s.l. Sagði Zhivkov sam eærismennina hafa verið heldur einfalda menn og utangátta, úr tengslum við flokkinn, herinn og fólkið í landinu. „Ef ekki hefði komið til sjálifsmorð eins þeirra og annar reynt að flýja, hefði þetta ekki verið neitt til þess að gera veður útaf“, sagði Zhivkov. Dómur féll í máli manna þes* ara, sem flestir eru úr hernum, og þar á meðal fimm hershöfð- ingjar í júní sJ. og hlutu þeir 10 til 15 ára fangeisL Tíðíndulítið austnn úr Víelnnm McNamara enn í Saigon Washington og Saigon, 17. júií. NTB—AP. ROBERT McNamara, varnarmála ráðherra Bandaríkjanna, er enn á Saigon og á þar viðræður við ráðamenn. Sagt er að stjórn S-Vietnam hafi beðið McNamara um að senda enn aukið lið bandarískra hermanna til lands- ins en ekkert slíkt verði afráðið fyrr en varnarmálaráðherrann komi aftur til Washington. Hátt á þriðja tug bandarískra sprengjuvéla af gerðinni B-52 tóku í dag þátt í bardögum ekammt frá Pleiku í S-Vietnam, til aðstoðar framrás herliðs etjórnar S-Vietnam. Frétzt hefur til Saigon að myrtur hafi verið úr launsátri Pham Ngoc Thao ofursti, sá er Ireistaði að steypa af stóii lands Stjórninni í fehrúar s.L 18 af 75 á sjúkrahús 17. júlí: — NTB: — FJÓRIR blökkumenn, sem þátt tóku í mótmælagöngu í Greens boro í gær, föstudag, liggja nú á sjúkrahúsi i Selma, illa haldn- ir af meiðslum eftir lögreglu- menn og hvíta sjálfboðaliða sem aðstoðuðu við að dreifa göngu- mönnum. Notuðu „sjálfboðalið- arnir“ prik og múrsfeina á blökkumennina en lögreglu- menn funduðu kylfur. Særðust 4 hættulega en 14 minna og voru allir fluttir á sjúkrahús í Selma. Göngumeinn voru 75 tals ins. af för Hðrrimðns Washington og Moskvu, 17. júlí — NTB: _ LOKIÐ ER í Moskvu viðræðum Averells Harriman og Kosygins forsætisráðherra og lítill árang ur sagður af þeim. Ekki hefur þó verið látið upp um hvað þeir hafi rætt og líkur taldar á að þeir muni ræðast við öðru sinni er Harriman kemur aftur til Moskvu úr ferðum sinum um Sov étrikin. Harriman gaf Johnson forseta skýrslu um viðræðurnar og sagði forsetinn að henni les- inni að skýrslan hefði verið hin athyglisverðasta en hann væri sammála utanríkisráðuneytinu i því að engin breyting hefði orð- ið á skoðanaágreiningi landanna vegna viðræðna Harrimans og Kosygins þessu sinni. HVAÐ HYGGJAST RÚSSAR FYRIR ? Moskvu, 17. júlí, NTB,AP. í gærkvöldi skutu Rússar á loft „vísindalegri geimrann- sóknarstöð”, 12.2 lesta þung- um gervihnetti, sem gefið var nafnið „Proton 1”. Öflug eld- flaug og af nýrri gerð kom hnettinum á braut sína um- hverfis jörðu. Gekk geim- skot þetta að óskum og starfa öll tæki Protons 1. eins og til- ætlað var. Fyrr í gær sendu Sovétrík in á loft fimm smærri hnetti af gerðinni Kosmos og voru ætlaðir til rannsókna á geim- ryki o.fl. Allt hefur þetta mjög ýtt undir sögusagnir um að Rúss ar hafi í hyggju að skjóta á loft mönnuðu geimfari og koma sér upp úti í geimnum bækistöð til undirbúnings tunglferða i framtíðinni. Eru allar líkur taldar á að Rússar hyggist nota þessa nýju og öflugu eldflaug sína til aðstoð ar við smíði tunglfars á slikri bækistöð og til að útvega elds neyti til tunglferðarinnar. Vísindamenn við Jodrell Bank-stöðina i Englandi kváð ust myndu fylgjast mjög vel með ferðum Protons 1. Urhelli og flóð í V-Þýzkaiandi Paderborn, 17. júlí. NTB. ÞRJÁTÍU vestur-þýzkar þyrlur flugu í dag til ýmissa staða í Neðra-Saxlandi, Hessen og Vest- falen, til að bjarga fólki, sem er í nauðum statt vegna mikilla flóða á þessum slóðum, og fjöl- mennt lið v-þýzkra, brezkra og belgískrg hermanna gengur vask lega fram í björgunarstörfum. Átta manns munu hafa farizt af völdum flóðanna, sem óskaplegt úrfelli í gær olli, og er óttast að fleiri kunni að fara á eftir. Segja sjónarvottar að flóðin séu sam- bærileg við þau sem gengu yfir Hamborg og nágrenni árið 1962 og urðu að bana 300 manns. Víða eru heil þorp undir vatni, en þyrlur fljúga yfir og reyna að bjarga mönnum af húsaþök- um, en þangað flýðu m.a. um tvö hundruð manns í Lippe-daln um í gærkvöldi og hafast þar við enn. Áttatíu manna var bjargað í Warburg-héraðinu í gser, og mátti ekki tæpara standa. Ekki Íinnir regninu og háir það mjög öllu björgunarstarfL Her- mennirnir nota gúmmíbáta og pramma sér til aðstoðar og verk= fræðingar eru önnum kafnir vio að byggja brú yfir Diemel-ána í stað þeirrar sem af tók þar í gær. Fólk byrgir dyr og glugga á húsum sínum og hleður sand- pokum til varnar gegn vatns- flaumnum, en flýr á þak upp er önnur ráð þrýtur. í Austur-Þýzkalandi mun einn- ig hafa rignt mjög mikið en eng ar fregnir eru þar af tjónd af I þeim sökum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.