Morgunblaðið - 27.07.1965, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.07.1965, Blaðsíða 1
28 siður Víet Mam: Bandarísk þofa skofin niður með rússnesku flugskeyfi Saigon, 25. júlí NTB — AP. { ALMENNT er álitið, að banda- ríska þotan, sem var á flugi yfir NorSur Viet Nam sl.. laugardag liafi verið skotin niður með flug Bkeyti, sem skotið hafi verið upp írá flugstöð í grend við Hanoi ©g sé þarna um að ræða flug- skeyti smíðað í Rússlandi, enda bafi Rússar komð upp stöðinni þaðan sem skeytinu var skotið. Begir, að bandarískir flugmenn, sem sáu til ferða flugvélarinnar, bafi séð, hvar hún sprakk í lofti ©g sundraðist, án þess að skotið Tæri á hana úr loftvarnabyssum •f jörðu. Eru báðir flugmennirn fcr, sem í vélinni voru, taldir af. I»etta hefur gefið tilefni til enikilia bollalegginga, hvort flug stöðvar þær við Hanoi, þaðan sem flugskeytinu mun hafa veri'ð skotið, muni fljótlega verða skot mark bandarisku sprengjuflug- véla. Áður hafði því verið lýst yfir af talsmönnum bandarísku stjórnarinnar, að éngin þörf væri á að gera árás á þessar stöðvar. Þá er gert ráð fyrir því nú, að svo kunni að fara, að bandarísk- ar loftárásir verði hafnar á helztu iðnaðarsvæðin í Norður Viet Nam, en þau eru að mestu í kringum höfuðborgina Hanoi svo og Haiphong. Johnson Bandarikjaforseti ræddi um helgina við helztu ráð- gjafa sina um auknar aðgerðir Bandarikjanna í Viet Nam, en Framhald á bls. 19 Larsen og Tal gerðu jafntefli í 3. skákinni Myndin er frá útför gríska pilts ins Sotirious Petroulas i Aþenu sl. föstulag, en hann beið bana í óeirðum á miðvikudaginn var, er stuðningsmenn Papandreous mótmæltu valdatöku Athanas- iades Novas. Fremst á myndinni sjást faðir piltsins og systir bori n á undan likkistunni á leiðinni frá kirkjunni til kirjugarðsins. — AP. Grlkkland: Allsherjarverkfall átti að Sfaðan jöfn eftir 3 umferðir Reginald Maudling Bled, Júgóslavíu, 26. júlí (AP) Einkaskeyti til Morgunbiaðsins. ÞRIÐJa skákin í einvígi þeirra Bent Larsens og Mikhail Tals í undankeppni um heimsmeistara- titilinn lauk í dag og varð hún jafntefli. Larsen hafði hvítt og náði sterkri sókn, en Tal svaraði í sömu mynt. Kom upp óreglu- legt afbrigði af kóngs-indverskri vörn og var teflt af mikilli hörku af beggja hálfu. Larsen komst í tímaþröng í flókinni stöðu, en tókst að komast út úr henni og bauð jafntefli í 42. leik, sem Tal þáði. Staðan í einvíginu er nú þannig, að hvor um sig hefur nú 1% vinning, en sjö skákir eru eftir. Vann Larsen fyrstu skák- ina, sem farið hafði í bið, en Tal vann aðra skákina, sem tefld var á laugardag. hef jast í helztu borgum landsins í nótt Mýr forsætisráðherra, Stephanos Stephanopoulos talinn líklegur Aþenu, 26. júlí — NTB-AP STJÓRN hinnar voldugu grísku Landshreyfingar bjó sig í dag undir sólarhrings þolraun, þar sem kannaður skyldi styrkur hreyfingarinnar. Er þetta þáttur í andstöðubaráttunni gegn stjórn Novas forsætisráðherra, og skyldi gert með allsherjarverk- falli, sem hefjast á í nótt, að- faranótt þriðjudagsins og ná til Aþenu og tveggja annarra borga og standa í einn sólarhring. Hafði Maudling líklegur sem foringi brezka ihaldsflokksins London, 26. júlí (NTB). REGINALD Maudling, var í dag álitinn hafa heldur meira fylgi en Edward Heath í bar- áttunni um, hver verða skuli leiðtogi brezka Ihaldsflokks- ins, en hann verður kosinn á morgun, þriðjudag. Maudling, sem er 48 ára að aldri, er sennilega hinn eini, sem getur gert sér vonir um að hljóta meiri hluta atkvæða við fyrstu atkvæðagreiðslu. Það er einkum tvennt, sem talið er að bæta muni aðstöðu Maudlings. í fyrsta lagi er kominn fram einn maður enn, sem keppa mun um forystuna í flokknum. Það er Enoch Powell, fyrrverandi heilbrigð- ismálaráðherra, og er almennt álitið, að hann muni einkum taka til sín atkvæði, sem ann- ars myndu falla á Heath. í öðru lagi er það ákvörðun Peters Thorneycrofts, um að bjóða sig ekki fram sem flokksleiðtogi í fyrstu at- kvæðagreiðslu. Hins vegar er það haft eftir Thorneycroft, að hann muni endurskoða af- stöðu sína, ef enginn hlýtur meiri hluta þá. Enda þótt Powell fengi að- eins milli 20 og 30 atkvæði, gæti það orðið nóg til þess, að tryggja Maudling sigurinn. Leiðtogi íhaldsflokksins verð- ur nú í fyrsta sinn kjörinn af þingmönnum flokksins í Neðri málstofu brezka þingisins, en þeir eru nú 303. Til þess að sigra við fyrstu atkvæða- greiðslu verður viðkomandi að hljóta 15% atkvæðum fleira en næsti keppinautur hans. Stuðningsmenn Maudl- ings héldu því fram í dag, að hann hefði þegar tryggt sér svo mörg atkvæði, að nægja myndi honum til sigurs. Nikolas Papageorgiu, aðalritari Landshreyfingarinnar, áður skýrt frá því, að að minnsta kosti 175,- 000 manns myndu taka þátt í þessu verkfalli. Papageorgiu lýsti enn fremur yfir því, að allsherjarverkfallið væri aðvörun gegn þeim, sem ógnuðu stjórnarskrárbundnum réttindum grísku þjóðarinnar. Það var haft eftir talsmanni hinn ar nýju ríkisstjórnar, að þetta hlytu að verða síðustu mótmæla- aðgerðir stjórnarandstöðunnar í því skyni að reyna að þvinga stjórnina til þess að segja af sér. AP-fréttastofan skýrði frá því í dag, mánudag, að tilraunir Pap- andreous til þess að komast aftur til valda í Grikklandi væru nú að fara út um þúfur og annar stjórnmálamaður, Stephanos Stephanopoulos, væri nú hugsan- legur forsætisráðherra í mála- miðlunarskyni. Um 100 þing- manna Miðflokksins, .sem er flokkur þeirra beggja, Papan- dreous og Novas, eru sagðir ekki hafa tekið neina áfstöðu í valdastreitu þeirra, en stjórn^ Novas verður að hljóta trausts- yfirlýsingu meiri hluta gríska þingsins síðar í þessari viku og hefur enn hlotið aðeins stuðning 30 af um 170 þingmönnum Mið- flokksins, en um 40 þeirra styðja enn Papandreou. Meiri hluti þingmanna Mið- flokksins er hins vegar talinn því hlynntur, að hvorugur þeirra Papandreous né Novas verði for- sætisráðherra, heldur verði Step- hanos Stephanopolos valinn til þess, en hann var aðstoðarfor- sætisráðherra í stjórn Papan- dreous. Ástæðan til þessa er, að þingmennirnir munu óttast, að deilan milli hinna tveggja fyrr- greindu kunni að leiða til bylt- ingar eða valdatöku hægri manna fyrir stuðning hersins. Talið er, að 99 þingmenn þjóð- lega sambandsflokksins vilji styðja Stephanopolos sem for- sætisráðherra og þeir ásamt þeim 100 þingmönnum Miðflokksins, sem ekki hafa enn tekið afstöðu, myndu tryggja honum yfirgnæf- andi meirihluta. SÍDUSTU FRÉTTIR FRÁ GRIKKLANDI AP-fréttastofan skýrði frá því Framhald á bls. 19 Bandaríkjomoður jótar morð d landn sínum og konu írd Saigon- Saigon, 26. júlí (AP) LÖGREGLAN í Saigon hand- tók í gær Bandaríkjamann, Robert Kimball, að nafni. Er hann sakaður um að hafa skotið til bana einn af yfir- mönnum bandarísku hjálpar- sveitanna í S-Víetnam, Jack Ryan, og frú Nguyen Thi Hai, 26 ára gamlan S-Víetnambúa. í dag játaði Kimball á sig glæpi þessa, en ekki hefur verið skýrt nánar frá framburði hans. Verknaðurinn var framinn í garði húss þess, er Ryan hafði til íbúðar og var frú Nguyen Thi Hai þar hjá honum. Kimball og frúin voru nánir vinir og talið er að afbrýðisemi hafi ráðið gerðum hins sakfellda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.