Morgunblaðið - 13.08.1965, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.08.1965, Blaðsíða 8
8 MORCUNBLAÐID i Föstudagur 13. águst 1965 EINS og kiunnugt er samþyfcfcti aiöasta Alþingi lög um rannsókn- ir í þágiu atvinnuveganna. Með lögum þessum var gerð veruleig breytimg á skipan og vertkeínum Ransóknaráðs ríkisins. Sam- kvaamt nýju lögunum á 21 mað- ur saeti í Rannsóknaráði. Sjö al- þingismenn, kjörnir í samein/uðu þingi, eiga sæti í ráðinu, og einn fuiUítrúi frá hverri eftirgreindra stoínana: Búnaðarfélagi ísands, Fiákifélagi fslands, Iðnaðarmáia stoflnun íslands, Efnahagssitofnun inni og Raforkuráði og raforku- máiastjóra. Háskólaráð tilnefni 3 fluHtrúa og forstjórar eftir- greindra stofnana eiga sæti í ráð Hið nýskipaða Rannsóknaráð riksins á fyrsta fundi sínum á borðsins er Gylfi Þ. Gíslason, menntamálaráðherra. Hið nýja Rannsóknarráð heldur fyrsta fund sinn 21 moður o sæti i ráðinu - Tveir gestir jbess fluttu erindi Hótel Sögu í gær. Fyrir enda (Lijóem. Mbl. Gísli Gestsson) rannsókinarsitofnunarinnar. Samkvæmt lögunum er menntamálaráðherra formaður Rannsóknarráðs og hann skipar varaformann úr hópi ráðsmanna. Verkefni hins nýja Rannsókna- ráðs er: 1. Efling og samræming hag- nýtra rannsókna og undirstöðu- rannsókna í landinu. Ráðið síkal hafa náið samstarf við hinar ýmsu ra nsóknastofin anir. Það skal hafa sem geggsta yfirsýn yfir alla naninsóknastarfsemi í laninu og gera tillögur til úr- bóta, ef það telur rannsóknar- starfsemina ófullnægjandi, rann- sókinaskilyrði ófullkomin eða markverð rannsókna'verfcefni vanrækt 2. Atihuganir á nýtingu nábt- úruauðæfa landsins til nýrra at- vinnuvega og atvinnugreinav enda skulu ailiLair tillögur um nýjungar á sviði atvinnuvega og atvinugreina, sem berast ríkis- vaildinu, sendar ráðinu, og Skal það beita sér fyrir því, að fram fari tæfcnileg og þjióðihagsleg at- hugun þeirra, ef það telur þes* þörf. 3. Gera tillögur um framlög ríkisins til rannsóknamála og fvlgjast með ráðstöfun opinberra fjárframlaga til þeirra rannsókna stofnana, sem lög þessi ná til. 4. Öflun fjármagns til rann- sófcinastarfseminnar almennt til viðbótar framlagi rílkisins og til— lögugerð um skiptingu þess á miili rannsóknastofnana og rann sóknaverkefna. 5. Að hafa í sínum vörzlum skýrslur um rannsóknir á sviði raunvísinda, sem kostaðar eru af opinberu fé, og hlutast til um, að niðurstöður séu kynntar. Rann- sóknaráð semur árlega SkýrsLu um rannsóknastarfsemina í land- inu. 6. Að stuðla að söfnun er- iltndra rita og annarra upplýs- inga um vísindastörf, rannsókna- störf og tækni og úrvinnslu þeirra til hagnýtingar fyrir at- vinnuvegi landsins. Upplýsing- um þessum skal komið á fram- færi við rannsðknastofnanir. Framhald á bls. 27 inu samkvæmt stöðu sinni: Rann! aðarins, Rannsóknarstofnunar sófcnarstofnunar byggingariðnað- landbúnaðarins, Rannsóknar- arins, Rannsóknarstofnunar iðn-! stofnunar fiskiðaðarins og Haf- - Siglfirðingar Framhald af bls. 28. Við göngum niður á hafn- arbryggjuna og hittum þar fyrst fyrir skipstjórann á Þor steini, Torfa Sölvason: — Við fórum frá Siglufirði aðfaranótt laugardags og keyrðum beint austur á mið- in. Þá var svolítil gola og skipstjórarnir ekki trúaðir á, að það tækist að háfa síldina á milli. Einn bátur, Víðir II, reyndi það svo aðfaranótt mánudags og gekk allt eins og búast mátti við. Um morg- uninn komu svo fleiri skip og hefðum við getað tekið meira en við fengum. Allir virtust mjög liprir og vildu reyna að lóta þetta takast. — Annars vil ég lítið segja um flutningana að svo komnu máli, þar sem reynslan er svo lítil. Þessi aðferð er ekki framkvæmanleg nema í sér- staklega góðu veðri. Útbún- aðurinn er ckki eins og skyldi og ýmislegt, sem bet- ur mætti fara. Skipið er ekki hentugt, það vantar heppi- Torfi Sölvason skipstjóri legt spil og lúgurnar eru of litlar, svo að þetta gengur seint, sérstaklega iöndunin. Á hafnarbryggjunni verður næst fyrir okkur Jón Sæm- undsson, fulltrúi saltenda: — Það er vel hægt að flytja síldina ísaða með góðum út- búnaði og ég vona, að það verði gert í stærri stíl í fram tíðinni. Þessi síld er smá, lík- lega 40% söltunarhæf, feit og átulítil. Á söltunarstöðinni Nöf hitt um við Skafta Stefánsson, sem byrjaði að salta síld ryr- ir eigin reikning á Siglufirði árið 1919 og kann því frá mörgu að segja. — Hann var búinn að fá eina söltun, 474 tunnur. „Það er allt og sumt‘‘. — Oft er mjór mikils vis- ir, og það getur vel farið svo, að það fáist mikið úr flutn- ingunum og örugg vinna í framtíðinni. Það hlýtur að vera hægt að geyma síldina tvo sólarhringa, áður en salt- að er. Og veiðiskipin eiga að vera þannig útbúin, að þau geti það. Með því að innrétta skipin á réttan hátt, tel ég að unnt verði að flytja síld- ina langt að til söltunar, jafn- vel frá Jan Mayen.. — Auðvitað verður að búa Þorstein þorskabít almenni- lega út. Hann þyrfti að geta dælt síldinní upp úr nótunum lestarlúgurnar eru of litlar og svo vantar spilið í hann. En úr öllu þcssu verður bætt í framtíðinni. Allir eru þessu óvanir hér á Siglufirði. Þetta er allt byrjun í kvöld. Auk þess er síldin smá og efcki er hægt að kenna neinum um það. Hér yæri öðru vísi um að lítast, ef síldin væri öll stór. — Ég vil ekki spá neinu um útlitið. Ég er ekki sérlega bjartsýnn, en ekki svartsýnn heldur. Ég hef lifað það að salta 1000 tunnur 22. sept. 1949, sem öll fór til Ameríku þótti úrval. Hér voru líka salt aðar á 9. hundrað tunnur 1962 og við heíðum getað salt að meira, ef nóg fólk hefði veri til staðar. En útiitið er óneitanlega ekki gott. — Ég vil ekki spá neinu illu um þessa flutninga. Fram tiðin er auðvitað sú að flytja síldina frysta. Frá fundi ransóknarráðsins í Hótel Sögu í gær. Fremst á myndinni sér á vanga Steingrims Hermannssonar, þá kemur dr. Alexander King frá OECD, Gylfi Þ. Gislason, menntamálaráð- herra, Robert Major frá Noregi, Birgir Thorlacius, ráðuneytisstjóri og Jón Jónsson fiskifræð- ingur. Á planinu á Nöf sjáum við hvar Guðrún Sigurðardóttir er að leggja eitt af efstu lögunum í fyrstu tunnuna- — Okkur þykir nú heldur lítið að hafa eina tunnu Það er svo langt síðan við höfum farið í síld, að við hefðum viljað salta lengur. Við höf- um alltaf verið að vonast til að geta unnið fyrir trygg- ingunni. — Síldin er mjög smá, þótt dálítið stórar síldar séu inn- an um. Ég hef verið í 20 sum ur hér á stöðinni og þetta er alversta sumarið. Ég hef allt- af unnið fyrir tryggingunni nema nú. Á söltunarstöðinni Silfur- borg h.f. sjáum við, hvar Sig- urbjöm Sveinsson verkstjóri fylgist með því, að allir hlutir gangi eins og þeir eiga að ganga, þar höfðu verið salt- aðar 404 tunnur í sumar. — Mér lízt ekki vel á flutn ingana, meðan síldin er svona slæm eða um 35% nýting. Og ég held, að þetta fyrir- komulag eigi ekki framtíð fyrir sér. Það er helzt að flytja síldina ísaða í hálfrar tunnu kössum. Ég held, að það megi ekki vera þyngra á henni. Annars er ekki gott að segja, hvort síldin er svona marin af ísnum eða meðferðinni. Maður veit það ekki. Marsilia Jónsdóttir er ung stúlka þar á planinu og held- ur fáorð. Vill ekki láta hafa of mikið eftir sér: — Þetta er priðja sumarið sem ég salta. Mér lízt ekki vel á þetta fyrirkomulag, en síldin er þó betri en ekki. Ég vona bara, að úr rætist. Loks sjáum við Guðmundu Guðmundsdóttur, þat sem hún keppist brosmiid við að salta í fyrstu tunnuna: — Mér lízt vel á flutning- ana í framtíðinni, ef síldin er góð að öðru leyti. Þessi er ekki sérlega góð. en annars er ég svo sem fegin að fá síldina. — Það þýðir ekki annað en vera bjartsýnn og það er óskanai, að það kumi síld. Kannski kemur hún seinni partinn í ágúst. ii. bi. : Guórúa SigurðacdótUr saltar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.