Morgunblaðið - 13.08.1965, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 13.08.1965, Blaðsíða 21
Fostudagur 13. águst 1965 ^ MORGUNBLAÐID 21 l SARPIDONS SAGA STERKA -*- Teiknari: ARTHÚR ÓLAFSSON Gamall amerískur hershöfðingi hafði miklar mætur á sterkum drykkjum. Dag nokkurn komst þjónn hans að því, að gamli mað- urinn hafði gert mikla skyssu og tekið blásýru í staðinn fyrir ■whisky. Hann hljóp til hans og bjóst við því versta, en sá sér til mikillar undrunar að húsbóndi hans var við beztu heilsu. — Vitið þér, herra, að þér haf- Ið drukkið blásýru? spurði hann. — Nei, sagði hershöfáinginn, en þegar þér minnist á það, þá hef ég tekið eftir því, að í hvert skipti sem ég hef snýtt mér, hef ég brennt gat á vasaklútinn. — Hevrdu, bölvaður. Þú reyk- Ir úr minni pípu. ★ Lögregluþjónninn: — í>að bezta sem þér getið gert er að fara heim og sættast við konuna yðar. Eiginmaðurinn: — Og hvað er það næst bezta? ★ — Hvers vegna eru Hansen- hjónin allt í einu farin að læra frönsku á þessum aldri? — Þau eru búin að taka franskt barn og þau langar til að geta talað við það, þegar það fer að tala. Bprengjuna, en að þeir geti saum- að einn hnapp á buxurnar sinar , . . nei! ★ Þau sátu og dáðust að trúlof- unarhringnum hennar. — Fannst vinkonum þínum hann ekki fallegur? sagði hann. — Jú, og meira en það, svaraði hún. — Þrjár þeirra þekktu hann. ★ — Eigið þér ekki eina sem vigtar fimm kílóum af litið? Næsta morgun kemur jarls- son þangað, sem matsveinar bjuggu dagverð, og hefir þá fullt fang sér að skíðum, en það var svo til komið, að hann hefir höggvið öll goðin sund- ur til spóna og klofið til eldi- viðar og biður hann þá nú að kynda, er gnógt var eldiviðar. Matsveinum verður við þetta hverft og segja jarli, hvar komið var. Þá bregður jarli svo við þetta, að hann fellur í óvit. En þegar hann raknar við aftur, kallar hann saman hirðmenn sina og biður þá taka vopn sín og höndla son sinn. Fara þá hirðmenn og slá hring um herbergi jarlssonar. En sem hann verður þess var, tekur hann vopn sin og brýzt út í mannþröngina. Höggur hann á tvær hendur og drep- ur hvern á fætur öðrum. Fell- ir hann þar tuttugu og fimm menn og kemst með það und- an til skógar og hleypur sem fætur toga, en enginn var all- fús að elta hann. Gengur hann nú þar til hann er þrotinn af mæði. Þá leggst hami undir eina eik og sofnar brátt. Dreymir hann þá, að honum þótti koma til sin maður á hvitum klæðum. Sá mælti: „Vel gjörðir þú að dýrka ekki goð þau, sem engu eru nýt, og muntu þar fyrir öðl- ast fylgi þess, sem máttkastur er og beztur. En nú skaltu ganga héðan beint í suður í þrjá daga, og mun þá verða fyrir þér steinhús eitt. Þar skaltu inn ganga og hafa ráð hans, er þar hefir vist og veru. Mun þá lán og heill fylgja lífsstundum þínum.“ , JAMES BOND ~>f~ ~>f~ ~>f ~>f~ Eítir IAN FLEMING Vesper segir Bond hvernig á þvi stóð, að hún varð aðstoðarmaður hans. — Þú munt þess vegna fljúga til Par- ísar þegar í stað og setja þig í samband við Mathis á skrifstofu hans. — Ein af vinkonum mínum er sölu- kona hjá einu hinna stóru tizkuhúsa, og á einhvern hátt tókst henni að lána mér þennan svarta flauelskjól. Að öðrunt kosti hefði ég alls ekki getað verið jafu- ve! klædd og allt fólkið í spilavítinu. Júmbó flýtti sér nú allt hvað hann mátti niður i bæinn þar til hann kom að blaða- söluturni, þar sem hann gat keypt landa- kort af svæðinu þarna í kring. Prófessor Mökkur var enn þá heldur svartsýnn á að þeim tækist að frelsa Spora á leiðinni til Truquillo til næsta hælis. En hann var vanur að láta hinn unga vln sinn ráða, þegar það vallt á hyggind- um, og meðan Júmbó leitaði að Truquillo á kortinu keypti hann sér melónu hjá kon- unni við hliðina á blaðasölunni, aan.k. latti hann ekki Júmbó á meðan. Nú snerist allt um að komast út úr bæn- uin sem fyrst. Þeir héldu af stað og gengu um stund, þar til Júmbó sagði: — Bíddu, hérna leigja þeir bila. Við skulum spyrja, hvað það kostar að fá leigðan bíl. — Það lýst mér prýðilega á, sagði pró- fessorinn, melónan mín er alltof þung til þess að vera að burðast með hana gang- andL KVIKSJÁ —K- -*- — Fróðleiksmolar til gagns og gamans Lömunarveikisbóluefnið 10 ára. f ár eru 10 ár siðan bandariskir visinda- menn gáfu út tilkynningu um að nú væri unnt að yfirvinna lömunarveikina, en það ▼ar einmitt á 10 ára ártið Roosevelts Bandaríkjaforseta, en eins og kunnugt er var hann lamaður af völdum þessa sjúk- dóms. Heiðurinn átti hinn pólskfæddi bandariski læknir, dr. Jonas Salk, sem hafði tekizt að framleiða eftir 5 ára rann- sóknir, bóluefni, er gaf mönnum 80% öryggi gagnvart þessum sjúkdómi. Hann hafði þá þegar bólusett sjálfan sig og þrjá syni sína. Fjöldabólusetningin, sem fylgdi í kjölfarið gekk þó ekki sem skyldi, þar sem 11 börn dóu í Kalilorníu og voru er- sakir til dauða þeirra raktar til gallaðrar framleiðslu bóluefnisins. En starfið hélt áfram og árangurinn lét ekki á sér standa. Nú á dögum telja menn að Salk-bóluefni* hafi minnkað líkurnar á dauða af völduna lömunarveikinnar úr 15 tilfellum á hverja 100.000 manneskjur i 0.5 tilfelli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.