Morgunblaðið - 10.12.1965, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.12.1965, Blaðsíða 1
32 siður 52. árgangur. 283. tbl. — Föstudagur 10-desember 1965 Forsetaskipti í Sovétríkjunum Prentsmiðja Morgunblaðsíns. • -....................i ' H.ikoyan biðst tekur Podgorny Moskvu, 9. des. — (AP-NTB) MEIRIHÁTTAR breytingar hafa verið gerðar í æðstu valdastöðum í Sovétríkjunum Anastas Mikoyan, forseti, hef ur sagt af sér embætti og í hans stað verið skipaður Nikolai V. Podgorny. Enn- fremur hefur Aleksander Shelepin verið sviptur em- bætti varaforsætisráðherra og formannsstöðu í nefnd, er kallazt hefur til þessa „Flokks og ríkiseftirlitsnefndin“, en mun hér eftir bera nafnið „Þjóðareftirlitsnefndin“. Við því starfi tekur nú Pavel Kovanov. í tilkynningu Tass-frétta- stofunnar um embættissvipt- ingu Shejepins segir, að þess hafi verið óskað, að hann léti af þessum störfum til þess, að hann geti beitt kröftum sín- um betur í þágu flokksins. — Telja sumir, að hann muni taka sæti sem næstráðandi á eftir Brezhnev, aðalritara flokksins. Aðrir telja, að Shelepin hafi heldur sett of- ofan í valdastiganum en breytingar þessar muni verða til þess að styrkja Brezhnev verulega í sessi, •k Mikoyan hrærður. Anastas Mikoyan tilkynnti á fundi Æðsta ráðsins í dag að hann hefði beðizt lausnar frá busnar vegna heilsubrests — við * — Ovíst um stöðu Shelepins Shelepin Mikoyan embætti forseta og miðstjórn flokksins orðið við lausnarbeiðn inni fyrir sitt leyti. Bar Mik- oyan við háum aldri og heilsu- leysi — kvaðst ekki hafa gengið heill til skógar síðustu þrjú ár- in, eða frá því hann varð að gangast undir meiri háttar upp- skurð — og því oft átt erfitt með að gegna skyldum sínum sem forseti Sovétríkjanna. „Það 'hefur ekki verið á allra vitorði, að ég var skorinn upp fyrir þremur árum og var um skeið alvarlega sjúkur", sagði Mikoy- an og bætti við, að nú gæti hann ekki lengur barizt gegn þessum sjúkdómi með því að hafa á hendi fullt starf og tak- ast á hendur meiri háttar ferða- lög, er fylgdu embætti hans. Beindi hann því þeim tilmælum til Æðsta ráðsins að það létti af herðum hans byrði embættisins. í NTB frétt segir, að Mikoyan hafi virzt hrærður er hann lauk máli sínu. Grafarþögn ríkti í þingsalnum meðan hann talaði — og er hann sté úr ræðustóln- um sátu þingfulltrúar sem lam- aðir. Næstur tók Leonid Brezhnev, aðalritari flokksins til máls. Fór hann lofsamlegum orð um um Mikoyan og þakkaði hon um unnin störf í nafni sovézku þjóðarinnar. Kvaðst Brezhnev mæla með því að Mikoyan yrði veitt lausn frá embætti en til- kynnti, að hann mundi eftir sem áður eiga sæti í stjórn Æðsta ráðsins. Lagði Brezhnev síðan til, að Nikolai V. Podgorny tæki við forsetaembættinu og var það samþykkt einróma. Fór aðalrit- arinn mjög lofsamlegum orðum um Podgorny og sagði hann hafa | innt af hendi mikilsVerð störf Framh. á bls. 3 Podgorny Stjórn Indónesiu tilkynnir: Reiðubúin til vi&ræðna um deiluna við Malaysiu Djakarta, 9. des. — NTB STJÓRN Indónesíu hefur lýst sig reiðubúna til þess að hefja við ræður, er miði að því að binda enda á deilurnar við Malaysíu, sem staðið hafa yfir sl. tvö ár. Utanríkisráðherra landsins, Dr. Subandrio, lýsti því yfir í Lecanuet boöar stofn- un nýs stjórnmálafl. París, 9. des. — (NTB-AP) JEAN Lecanuet, öldunga- deildarþingmaðurinn franski, sem var í framboði við for- setakosningarnar sl. sunnu- dag hefur lýst yfir myndun nýs stjórnmálaflokks, sem hann kallar „Lýðræðisflokk- inn“. Lecanuet hlaut 3.7 milljónir atkvæða í kosningunum á sunnu- dag, eða 13%. Hefur hann ekki tekið beina afstöðu með öðrum hvorum hinna tveggja frambjóð- enda, sem keppa til úrslita 19. desember n.k. — ei. látið svo um mælt, að kjósendur hans geri réttast í því að láta eigin per- sónulegt mat ráða, hvernig þeir greiði atkvæði, fremur en flokks hollustu. Fréttamenn telja einsætt, að hin nýja flokksmyndun sé miðuð við þingkosningarnar, sem fram eiga að fara í landinu á næsta ári. Sennilegt er talið, að kjarna flokksins muni mynda hinn kaþólski flokkur — MRP — sem Lecanuet stjórnaði, áður en Framhald af bls. 31 Kveður við harðari fón í orðrœðum Sovétmanna tiin stefnu Bandðríkjamanna í Vietnam .... Moskvu. 9. des. AP—NTB. • ANDREI Gromyko, utan- rikisráðherra Sovétríkjanna, hélt í dag ræðu á fundi Æðsta ráðsins, sem nú situr í Moskvu. Réðist hann þar harðlega gegn stjórn Vestur-Þýzkaiands og gegn stefnu Bandaríkjastjórnar í Vietnam. Bar svo við, sem sjald- gæft er á fundum Æðsta ráðsins, að Gromyko svaraði spurninguin þingfulltrúa, er þeir sendu hon- um skriflega í ræðustólinn. • Skömmu áður en Gromyko hélt þessa ræðu birtist i handariska stórblaðinu „New York Times“ viðtal, er James Reston hafði átt við Alexei Kosygin, forsætisráðherra So- vétrikjanna. Fór hann þar hinum hörðustu orðum um stefnu Bandarikjamanna í Vietnam. Við tal þetta vakti verulega athygli, ekki sizt i London, þar sagði tals maður brezku stjórnarinnar, að í því kvæði mjög við annan tón Framhald af bls. 31 da-g, að fyrir dyrum stæðu við- ræður mil-li fulltrúa stjórna Indó nesíu, hinna þriggja ríkishluta Malaysíu, Sabah, Sarawak og Malaya og nágrannaríkjanna, Singapore og Brunei. Frétta- menn í Djakarta benda hinsveg- ar á, að ekki sé ljóst af tilkynn- ingu utanríkisráðherrans, hvort undirbúningsviðræður hafi farið fram þar að lútandi eða hvort ráðherrann hafi kannað hvort viðkomandi riki eru reiðubúin til viðræðna. Utanríkisráðherra Sin-gapore, Sinnathamby Raja- ratnma, sagði í kvöld, að ummæli Dr. Suibandrios yrðu rædd á næsta ráðuneytisfundi, en vildi ekkert um það segja, að svo stöddu, hverrar afstöðu mætti vænta af hálfu Singapore. í tilkynningu Dr. Su'bandrio sagði, að ástand mála í Malaysiu væri nú nokkuð breytt frá því sem áður var og kæmi þar fyrst og fremst til sú áikvörð-un Singa- pore að segja sig úr lögum við Malaysiu og ennfremur vaxandi sjálfstæðiskröfur í ríkjun-um Sabah, Sarawk og Bunei. Að lokum sagði þó í tilkynn- ingu ráðherrans, að hernaðarað- gerðum gegn Malaysiu munT 'ha-ldið áfram fyrst um sinn. Brúðkaup í Amsterdam 10. marz ’66 Haag, 9. des. NTB. JULIANA Hollandsdrottning og Bernard prins kunngjörðu í dag, að brúðkaup elztu dótt- ur þeirra, Beatrix prinsessu og V-Þjóðverjans Claus von Ams berg, minni haldið í Amster- dam 10. marz 1966. Gemini VI skotið á loft á sunnudag Houston, NTB-AP, 9. des. • Þeir, sem vinna að und irbúningi þess að skjóta á loft geimfarinu „Gemini VI“ fengu í dag fyrirskipun um að miða að því, að tilraunin verði gerð á sunnudaginn kemur, 12. desember í stað mánudagsins 13. des. eins og áður hafði verið ákveðið. Sem fyrr hefur verið frá skýrt í fréttum, verða tveir menn um borð í geimfarinu, þeir Walther Schirra og Thomas P. Stafford. Mun geimfarinu væntanlega verða skotið á loft kl. 15.00 GMT — með Titan eldflaug, tveggja þrepa. Eiga þeir síð- an að reyna að komast á „stefnumót" við „Gemini VII“, þar sem um borð ,eru þeir Frank Borman og Jam- es Lovell. „Gemini VII“ hafði farið 73 hringi um-hverfis jörðu um hádegisbilið í dag. Leið geimförunum í alla staði á- gætlega nema hvað þeim var full heitt. Þá vakti það nokk- urt umtal og áhyggjur í Houston, að Borman varð það á hnerra nokkrum sinn- um í dag og veltu menn þvi fyrir sér, hvort hann væri að kvefast. Læknar, er fylgjast með líðan geimfarana, telja að ekki þurfi að hafa áhyggj- ur miklar, jafnvel þótt hann fái dálítið kvef í nös. >

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.