Morgunblaðið - 15.12.1965, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.12.1965, Blaðsíða 17
1 Miðvikudagur 15. d©S. 1965 M O R C U N B L AÐ i Ð 17 Einar Oddsson, sýslumaður: HÖFN VIÐ DYRHÓLAEY ÞRIÐJUDAGINN 7. desember bI. birtist greinarkorn í Tíman- um, er nefnist „Hafnarstæði við Dyrhólaey." Höfundur greinar- innar er Óskar Jónsson, varaal- þingismaður. í greininni krefst höfundur svars við þeirri spurningu, af hverju undirritaður hafi ekki kallað sam •n fund í nefnd þeirri, -sem vinna á að því, að höfn verði gerð við Dyrhólaey. !>ykir mér því rétt að svara þessari spurn- ingu, sem virðist hafa sótt mjög á greinarhöfund, og ennfremur eð gera frekari grein fyrir því, hvernig þessum hafnarmálum er háttað nú. Óskar Jónsson heldur því fram, að ég sé formaður hafn- ernefndarinnar, en jafnframt að (fundur hafi ekki verið haldinn í nefndinni. Hið síðara er rétt. Það hefur enginn fundur verið I haldinn, og þar af leiðandi eng- jnn formaður verið kosinn. Þetta hefði Óskar Jónsson átt eð geta séð af hyggjuviti sínu, þótt hann hafi ekki hirt um að kynna sér þetta mál. Óskar Jónsson heldur því fram, að hafnarnefndin hafi verið kos- in vorið 1963. Þetta er heldur ekki rétt, því að nefndin var kos- 1 in vorið 1964. Kosnir voru: Af hálfu Vestur-Skaftfellinga, Jón Gíslason, bóndi, Norður-Hjáleigu, Hálfdán Guðmundsson, verzlun- ftrstjóri, Vík í Mýrdal og undir- í ritaður, en af hálfu Rangæinga: Ejörn Fr. Björnsson, sýslumaður, Hvolsvelli og Gissur Gissurarson, þóndi, Selkoti. Það sem veldur því einkum, að nefndin hefur enn ekki komið eaman, er að hún er dreifð yfir víðáttumikið svæði, Vestur- Skaftafellssýslu og Rangárvalla- $ýslu og á því óhægt um vik til fundarhalda. Á sl. vetri var t.d. búið að gera ráð fyrir ákveðn- lim fundardegi, en þá boðaði einn nefndarmanna forföll, svo ekki varð af fundinum. Óskar Jónsson telur, að ástæð- en fyrir því, að hafnarnefndar- fundur hafi ekki verið haldinn, fté sú, að mér sé haldið niðri af viðkomandi stjórnvöldum, og að ríkisstjórnin bindi hendur mínar í málinu, frekar heldur en að ftinnuleysi mínu sé um að kenna. Ef það er raunveruleg skoðun Öskars Jónssonar, að ríkisstjórn- in hafi komið í veg fyrir fund- arhald í nefndinni, þá hlýtur hann einnig að halda því fram að hún hafi bundið hendur sam- nefndarmanna minna, því að hver þeirra, sem var gat boðað til fundar í nefndinni með sama rétti og ég. Mér þykir ósennilegt, að þessi skoðun Óskars Jónssonar fái hljómgrunn hjá þeim, sem til þekkja. f þessu sambandi þyki-r mér rétt að geta þess, að mér er kunn ugt um, að landbúnaðarráðherra, Ingólfur Jónsson, hefur áhuga á hafnargerð við Dyrhólaey, og að hann hefur haft samband við Vita- og hafnarmálastjóra, til þess að flýta fyrir rannsóknum. Um skoðanir annara ráðherra á málinu er mér ekki kunnugt. Á fundum sýslunefndar Vest- ur-Skaftafellssýslu hefur hafnar- gerð við Dyrhólaey um árabil verið eitt af aðalmálunum. Hefur sýslunefndin reynt eftir föngum að vinna að þessu mi'kla fram- faramáli. Sumarið 1963, var t.d. sam- þykkt svohljóðandi áskorun: Sýslufundur Vestur-Skaftafells eýslu haldinn í Vík 2.—5. júlí 1963, skorar fastlega á þingmenn Suðurlandskjördæmis, að beita ftér fyrir því, allir sameiginlega, að það verði veitt nóg fé til full- kominna rannsókna á hafnargerð við Dyrhólaey, og jafnframt sam- eiginlega að ganga ríkt eftir því, ef fé fæst til þessara hluta, að fullnaðarrannsókn á umræddri hafnargerð verði framkvæmd tafarlaust. Um notagildi hafnar við Dyrhólaey fyrir Suðurlands- undirlendið og landið í heild, er þingmönnum kjördæmisins kunn ugt, sem öðrum, er til staðhátta þekkja." Áskorun þessi var send öllum alþingismönnum Suðurlandskjör dæmis og 1. varaþingmönnum þess. Þar á meðal Óskari Jóns- syni. í tilefni af þessu gerði Ragn- ar Jónsson fyrirspurn á Alþingi til sjávarútvegsmálaráðherra, um hafnarmálið og lagði áherzlu á nauðsyn þess að rannsóknunum yrði haldið áfram (S.þ. 4. des. 1963 85. mál). Vita- og hafnarmálastjóri hefur haft með höndum rann- sóknir á hafnarstæði við Dyr- hólaey um nokkurt árabil. Hafa þessar rannsóknir dregizt úr hófi from. Núverandi Vita- og hafn- armálastjóri, Aðalsteinn Júlíus- son, hefur tjáð mér, að ástæður fyrir þessum drætti væru þrjár. 1. Skortur á starfsliði. 2. Vita- og hafnarmálastj óri hafi talið, að hafnargerð við Dyrhólaey myndi verða það dýr, að langur tími myndi líða, þar til hún gæti orð- ið að raunveruleika, og því hafi hann talið, að aðrar framkvæmd- ir ættu að ganga fyrir. 3. Skort- ur á fé, þar til á yfirstandandi ári. Ég hef nokkrum sinnum átt tal við Vita- og hafnarmálastjóra, um væntanlega höfn við Dyrhóla ey; þar sem ég hefi farið þess á leit, að ransóknum á hafnarstæð- inu verið hraðað. I þessum við- tölum hefur vita- og hafnarmála- stjóri ávallt lýst því yfir að hafn- arrrannsóknunum myndi verða haldið áfram. Þá hefur honum einnig verið sendi svohljóðandi áskorun: Vík í Mýrdal, 21/7 1965. Á sýslufundi Vestur-Skafta- fellssýslu ár 1965 var samþykkt svohljóðandi áskorun: „Sýslufundur V-Skaftafells- sýslu, haldinn í Vík dagana 28. maí til 1. júní 1965, skorar mjög eindregið á Vita- og hafnarmála- stjóra, svo og á viðkomandi ráð- herra, að láta á þessu ári fara fram fullnaðar rannsókn á að- stöðu til hafnargerðar við Dyr- hólaey, ennfremur að láta gera kostnaðaráætlun um hafnargerð ina, byggða á niðurstöðum rann- sóknarinnar". Þetta tilkynnist yður hér með. Virðingarfyllst, Einar Oddsson.*4 Þessu svaraði Vita- og hafnar- málastjóri með eftirfarandi bréfi: „Reykjavík, 27. júlí 1965. Sem svar við bréfi yðar dags. 21/7 1965, leyfi ég mér að gefa eftirfarandi upplýsingar: Ákveðið er að vinna að frekari athugunum og undirbúningsrann sóknum á mögulegu hafnarstæði við Dyrhólaey, á þessu sumri, svo sem ég hefi áður lýst yfir við yður. Hins vegar vil ég þegar taka fram að ekki er að vænta að fullnaðarathugun geti farið fram á þessu ári, né heldur, að fyrir liggi nokur kostnaðaráætlun um slíka hafnargerð. V irðingarfyllst, Aðalsteinn Júlíusson.** JÓLALEIKRIT Þjóðleikhússins I ár verður Mutter Courage, hið þekkta leikrit þýzka leikrita- skáldsins Berthol Brechts, og að venju verður það fruxnsýnt á annan í jólutn. Þjóðleikhúsið hef ur fengið hingað próf Walter Fir- er frá Vínarborg til þess að setja leikritið á svið, en þetta er í þriðja skipti sem hann stjórnar verkum hjá Þjóðleikhúsinu. Hann kom hingað fyrst 1957 og setti þá á svið Don Camillo og Peppone, en í annað sinn kom hann hingað 1963 og stjórnaði þá leikritinu Andorra. Þýðandi leikritsins er Ólafur Stefánsson, en leikmyndir hafa þeir gert í sameiningu, próf. Firner og Gunnar Bjarnason. Helga Valtýsdóttir leikur titil- hlutverkið, en börnin hennar þrjú leika þau, Bríet Héðinsdótt- ir, Bessi Bjarnason og Gunnar Eyjólfsson. Með önnur stór hlut- verk fara, Róbert Arnfinnsson, Jón Sigurbjörnsson og Valur Gislason. Paul Dessau hefur sam- ið tónlist við leikritið, en stjóm- andi hér er Magnús Blöndal Jó- hannsson. Á fundi með fréttamönnum í gær gerði Guðlaugur Rósen- kranz nokkra grein fyrir leik- ritinu og höfundunum. Hann lýsti fyrst ánægju sinni yíir því að jólaleikrit Þjóðleikhússins skyldi nú vera þetta fræga leik- Vegna ítrekaðra yfirlýsinga, taldi ég öruggt, að hafnarrann- sóknum myndi verða haldið fram á sl. sumri, og mun það hafa ráðið nokkru um, að hafn- arnefndarfundur hefur ekki ver- ið kallaður saman á þessu ári. Af þessum fyrirhuguðu rann- sóknum mun þó ekki hafa orðið. Vita- og hafnarmálastjóri hef- ur tjáð mér, fyrir skömmu síðan, að ætlunin hafi verið að gera endurteknar djúpmælingar við Dyrhólaey á sl. hausti, en ekki hafi orðið af því sakir óhag- stæðrar veðráttu, og einnig þess, að tæki, sem nota átti til rann- sóknanna, hafi verið upptekin annars staðar. í þessu sama viðtali fullyrti Vita- og hafnarmálastjóri, að straum- og bylgjumælingar verði gerðar við Dyrhólaey á þessum vetri. Að fyrirhugað sé að fram- kvæma djúpmælingar næsta haust, og að jarðfræðingur verði fenginn á næsta ári il að athugá grjótnám í nágrenni hafnarstæð- isins. Þá sagði vita- og hafnar- málastjóri ennfremur að kostn- aðaráætlun geti orðið tilbúin á næsta ári. Nægilegt fé var fyrir hendi til rit Breeht, og kvað-st hafa lengi haft í hyggju að syna leikrit eftir þetta merka leikritaskáld. Mutt- er Courage hefði Brecht samið á árunum 1938—9 í Svíþjóð og Finnlandi, meðan hann var land- flótta, en það hefði fyrst verið frumsýnt 1941 í Ziirich. Brecht léti leikritið gerast í 30 ára stríðinu, sem var eins og kunnugt er háð, á 17. öld og það fjallaði um konu, sem flæktist með herjunum ásamt þremur loörnum sínum, — seldi hermönn unum alls konar skranvörur, og reyndi með því móti að græða á stríðinu. Hún lifði við sult og seyru og yrði loks fyrir því að missa tvö af börnum sínum. Þjóð leikhússtjóri kvað Brecht í leik- riti þessu berjast gegn stýrjöld- um og reyndi í því að sýna fram á hörmungar þeirra og tilgangs- leysi. Guðlaugur kvaðst vera mjög ánægður yfir því að hafa feng- ið hingað próf. Firner, því að hann væri mjög kunnur verkum Brecht, og hefði þekkt leikrita- skáldið persónulega, enda þótt þetta væri í fyrsta sinn sem hann setti Mutter Courage á svið. Hann gat þess einnig að nú hefði Þjóðleikhúsið fengið mjög fullkomna skuggamyndavél til þess að varpa myndum á bak- tjaldið en með því móti væri Einar Gddsson rannsóknanna á þessu ári, og nægilegt fé verður tiltækt • næsta ári. Þurfa framkvæmdir því ekki lengur að dragast sakir fjárskorts. í grein sinni gerir Óskar Jóns- son of mikið úr valdi hafnar- nefndarinnar. Hann heldur því t.d. fram, að allir, sem hlut áttu að máli, hafi hugsað, að nefnd- in myndi knýja stjórnvöldin til öflugra vinnubragða um athug- anir og rannsóknir á hafnarstæð- um við Dyrhólaey. Ég held hins vegar, að þegar þeir, sem hlut eiga að máli, hafa kynt sér málavexti, þá verði ekki margir þeirrar skoðunar, að hafn arnefndin, hefði getað „knúð“ vita- og hafnarmálastjóra til frekari framkvæmda, enda þótt hún hefði komið sanan til funda- halds. Nefndin er kosin af sýslu- nefndum Vestur-Skaftafellssýslu og Rangárvallasýslu og getur því ekki haft meiri völd í þessum efnum en sýslunefndirnar. Hins vegar mun nefndin að sjálfsögðu koma til með að halda fundi og vinna að því verki, sem henni hefur verið falið. Hafnargerð við Dyrhólaey er mikið stórmál og hagsmunamál, ekki einungis fyrir Vestur-Skaft- fellinga og Rangæinga, heldur fyrir þjóðina í heild. Hér er um mikið átak að ræða, og því verð- ur ekki hrundið í framkvæmd, nema með almennri samstöðu. Pólitisk æsingaskrif einstakra manna, verða hér einungis góð- um málstað til tjóns. P.t. Reykjavík 12. des. 1965 Einar Oddsson. hægt að fá meiri fjarlægðir á sviðið. Að lokum gerði Guðlaugur grein fyrir öðrum sýningum fyrir jól. Hann sagði að á sunnudag n.k. yrðu allra síðasta sýning á „Eftir syndafjallið“, síðasta sýning á Afturgöngunum fyrir jól yrði í kvöld, en síðustu sýn- ingar á Járnhausnum voru fyrir jól í gærkveldi, og á Endaspretti í fyrrakvöld. Guðlaugur gat þess einnig, að nú stæðu yfir æfing- ar á tveimur einþættungum, Hrólfi eftir Sigurð Pétursson, sem Flosi Ólafsson stjórnaði, og Á rúmsjó, en leikstjóri þar væri Baldvin Halldórssson. Þá væru hafnar æfingar á Gullna hliðinu, en leikstjóri þar værl Lárus Páls son. Akranesi, 13. desember. KLUKKAN 11:30 í dag er Helgi Hannesson, sundlaugarvörður, kom til þess að opna sundlaug- ina fyrir baðgesti kom heldur enn ekki fát á embættismann- inn. Lykill fannst enginn í vös- um hans, hvernig sem hann leit- aði. Hann stökk upp á altan, sem er nálægt hæð hans í loft upp, og var í þann veginn að taka glugga úr, er Leifur Ásgríms- son, verkstjóri hjá bænum ók af tilviljun fram hjá með vara- lykil á sér. Samstundis datt á dúnalogn. — Oddur, Dyrhólaey „Mutter Courage" jóla- leikrit Þjóðleikhússins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.