Morgunblaðið - 17.12.1965, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.12.1965, Blaðsíða 1
32 siður Fjárhagsáæflun Reykjavíkur 1966: Afsláttur af útsvörum a.m.k. sá sami og i ár Glaldskrá aðstöðugjalda endurskoðuð - Aukln framlög til Borg»> leikhúss, Sýningarskála myndlistarmanna og Borgarbókasafns þeim útsvarsstiga. sem nú er í gildi og unnt verði að veita sama afslátt af útsvörum og gert var á sl. sumri. Aðstöðugjöld eru áætluð kr. 130 millj. Nemur hækkunin 42 millj. eða 47,72%. Álögð aðstöðugjöld á þessu ári eru ráðgerð 92 millj. og er því hækkunin 41,3%. Verður því að endurskoða gjald- skrá aðstöðugjalda til að ná hinni áætluðu upphæð. Stærsti gjaldabálkur borgarinnar er féiagsmál, en til þeirra eru veittar kr. 207,9 millj. í stað 170,2 millj. Nemur hækkun til félags- mála 22,14%. Fjárveitingar til menningarmála eru hækkaðar mjög. Fjácveit- ingar til safna hækka um 45,7%, þar af nemur hækkun til Borgar- bókasafnsins 54,7%. Fjárveiting til borgarleikhúss hækkar um 1 millj. frá árinu áður og nemur nú 2 millj. Áætlað er að verja til listaskála 4,5 millj. kr. Fjárveitingar til fræðslumála hækka um 31,2%, til hreinlætis- og heilbrigðismála um 31,3%, til lista, iþrótta og útiveru 26,8% og til gatna og holræsagerðar 26,7% . í lok ræðu sinnar sagði borgarstjóri: Að lokum vil ég taka fram eftirfarandi: 1) Við samningu fjárhagsáætlun- ar borgarsjóðs fyrir árið 1966, hefur það það höfuðsjónarmið verið haft í huga sem endra- nær að útsvarsbyrði borgar- búa lækkaði frekar en ykist í hlutfalli við tekjur þeirra. 2) Leitazt hefur verið við eftir föngum, að hafa hemil á rekstrargjöldum. Vegna hækk andi launakostnaðar og auk- innar þjónustu á fjölmörgum sviðum, taka þó þessi gjöld til sín vaxandi hluta af tekjum borgarinnar. 3) Til þess að sporna við aukinni útsvarsbyrði og með hliðsjón af hlutfallslega hækkuðum rekstrarkostnaði, hefur ekki reynzt unnt að auka framlög til framkvæmda í sama mæli og gert hefur verið undanfar- in ár. Kemur þar einnig til álita vinnuaflsskortur og verð þennsla, sem gefur opinber- um aðilum og öðrum tilefni til, að draga úr f járfestingum. 4) Vegna áframhaldandi íbúðar- húsabygginga, er nauðsynlegt að sjá fyrir nægilega mörgum byggingarlóðum. Af þeím á- stæðum hefur verið leitast við að hafa fjárveitingu til gatna- og holræsagerðar, það ríflega, að unnt verði að standa við 19 ára gatnagerðaráætlunina frá 1962. 5) Áherzla er lögð á, að lokið verði framkvæmdum við þessi mannvirki: Iþrótta- og sýningarhús, Borgarsjúkrahús í Fossvogi og Sundlaug í Laugardal. 6) I»egar lokið er framkvæmd- um þeim, er hér voru nefnd- Framh. á bls. 10 Um borð í USS Wasp, 16. des. ( AP) — Stafford (t.v.) og Schirra stíga út úr geimfarinu Gemini 6. Á bak við þá standa dr. How- ard Minners (t.v.) og Ben James, fulltrúi geimrannsóknarstofn- unarinnar. Geir Hallgrimsson Á FUNDI borgarstjórnar í gær var frumvarp að fjárhagsáætlun Keykjavíkurborgar fyrir árið 1966 til fyrstu umræðu. Gerði borgar- stjóri, Geir Hallgrímsson, ítarlega grein fyrir því í ræðu, sem hann hélt á borgarstjórnarfundinum. Rekstrarútgjöld borgarsjóðs fyrir árið 1966 eru áætluð krónur 660,8 milljónir, en voru á yfirstandandi ári 528,5 millj. Hækkunin nemur 132,3 millj., eða 25%. Gjöld á eignabreytingarreikningi eru áætluð kr. 200,2 millj. í stað 169,1 millj. Hækkun nemur 18,4%. Heildarútgjöld borgarsjóðs á rekstrarreikningi og eignabreyt- ingarreikningi eru því áætluð kr. 861 millj. í stað kr. 697,7 millj. og nemur því heildarhækkunin 23,4%, Rekstrartekjur borgarsjóðs eru áætlaðar kr. 839 millj. í stað kr. 685,7 millj. og nemur hækkunin 22,4%. Mismunur á hækkun rekstr- artekna og heildarútgjalda er jafnaður með hækkaðri lántöku til Borgarsjúkrahúss, sem nemur kr. 22 millj. Heildarupphæð útsvara að viðbættum 5—10% fyrir vanhöldum er áætluð 536,5 millj. en á yfirstandandi ári voru þau áætluð 445,6 millj. og nemur hækkunin því 20,4%. Er gert ráð fyrir með tilliti til kauphækkana og fjölgunar gjaldenda, að þessi upphæð náist með LENDING GEMINI6 TÚKST MEÐ AGÆTUM Gemini 7 áfram á braut, en hugsanlegt það lendi í dag Ifouston, Texas, 16. des. (AP—NTB) ÞEIR Walter Schirra og Thomas Stafford lentu í dag geimfari sínu, Gemini 6, á til eettum tíma um þúsund kiló- metrum suðvestur af Berrn- udaeyju, eftir mjög vel heppnaða geimferð. Tókst lendingin eins og bezt verð- ur á kosið, og lenti Gemini 6 aðeins tæpum tuttugu kíló metrum frá flugvélamóður- skipinu Wasp, sem beið þess að taka við geimförunum. Gemini 7, sem enn er á ferð umhverfis jörðu með geimfarana Frank Borman og James Lovell um borð, hefur verið á lofti síðan á laugardaginn 4. desember, og var fyrirhugað að það lenti á Þúsundir farast Stormui og flóðbylgja gengu yfir Austux Pakistan Karaehl, Pakistan, 16. des. (AP-NTB GlFURLEGUR stormur herj- aði á þriðdagskvöld og að- faranótt miðvikudags á strönd Austur-Pakistans, og er óttazt að þúsundir manna hafi lát- izt af hans völdum. Sam- bandslaust er við stór svæði á þessum slóðum, svo erfitt er að gera sér grein fyrir mann- falli. En í óstaðfestum fregn- um er talið að allt að 25 þús- und manns hafi farizt. Flóðbylgja fylgdi í kjölfar stormsins, og var hæð hennar fjórir metrar. Gekk hún langt upp á land, því láglendi er þarna, og munu um sextíu prósent allra húsa við strönd- ina hafa eyðílagzt. Leit er hafin af fiskiskip- um, sem voru í róðri er storm urinn skall á, en enn er um tvö þúsund sjómanna saknað. Margar smáeyjar eru þarna við ströndina, og er hætt við að íbúar þeirra hafi orðið hart úti. Á Miskali-eyju einni búa um 100 þúsund manns, og er talið að manntjón ,þar skipti þúsundum. Stormurinn átti upptök sín úti á Bengal-flóa, en gekk á land við borgina Ohittagong í Austur-Pakistan. Þaðan hélt hann áfram norð-austur yfir Burma í áttina til Kína. Ekki er vitað að skemmdir eða manntjón hafi orðið í Burma. laugardaig. En þeir Borman og Lovell hafa orSið varir við einhverja truflun í rafkerfi geimfarins, svo að hugsanlegt er að þeir lendi snemma á morgun, föstudag- Gemíni 6 fór alls 16 ferðir um hverfis jörðu á tæpum 26 klukkustundum, og í tuttugu tíma áttu þeir Schirra og Staff- ord samflot um geiminn með félögum sínum í Gemini 7. Var Gemini 6 stýrt að Gemini 7, svo aðeins voru tæpir tveir metrar milli geimskipanna. Walter Schirra stjómaði lend ingu Gemini 6, og hefur aldrei fyrr tekizt að lenda Gemini geimfari svo nálægt áætluðum lendingarstað. Sjálfum hefur Schirra þó tekizt betur fyrr, en það var þegar hann lenti Merc- ury geimfari sínu á Kyrrahafi, skammt frá Midway-eyju, 3. október 1962, aðeins sjö kílómetr um frá fyrirhuguðum lendingar- stað. Að þessu sinni var veður gott á lendingarstað Gemini 6, og ákváðu þeir Schirra og Staff- ord að dvelja um borð í geim- farinu þar til það hefði verið tekið um borð í fttiugvélamóð- urskipið Wasp. Gemini 6 lenti á sjónuim klukk an tæplega hálf þrjú síðdegis (ísl. tími), og klukkustund síð- ar var búið að ná því upp á þiljur Wasp. í>ar tók það Schirra ekki nema örfáar sekúndur að opna lúguna fyrir ofan hann, og rétti hann þá út höndina til að heilsa nærstöddum sjóliðum, sem þyrptust að geimfarinu. Síð Framh. á bls. 3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.